Voröld - 18.03.1919, Blaðsíða 1
r
\
HEY! HEY!
Sendið heyið ykkar til Islenzku h*y-
kaupmannanna, og fáið hæðsta verB,
einnig fljóta afgreiðslu. Peningar l&n-
aðir á “kör“ send beint til okkar.
Vér ábyrgjumst að gera yður á-
nægða.
THE NORTHERN HAY CO.
408 Chambers of Commerce
Talsími G. 2209. Naetur talsími S. 3147
Winnipeg, - Man.
II. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, 18. MARZ, 1919
Nr. 7.
ISLANDS FRETTIR
Um mánaðarmótin janúar og
febrúar fórst bátur frá Eyrarsveit
í Snæfellsnessýslu og druknuðu 5.
manns af sjö. Meðal þeirra sem
druknuðu var Ásmundur hrepp-
stjóri á Bár.
íslenzka síldin segja Svíar að sé
sú bezta sem þangað hafi verið
flutt í síðastliðin 20 ár.
Öndvegis tíð á íslandi í allan
vetur.
Fiskiverzlun íslendinga við Eng
lendinga hefir gengið illa að und-
anförnu vegna verkfalla á Eng-
lándi.
14. febr. lézt í Brautarholti á
Kjalarnesi frú Guðrún Guðmunds-
dóttir, 87 ára að aldri. Iíún var
tengdamóðir Jóhanns Eyjólfsson-
ar frá Sveinatungu (frv. alþm.)
Bandamenn hafa afsalað sér 4,-
000 smálestum af fiski sem þeir
höfðu kauparétt á. Danir hafa
þegar keypt af því 1,000 smálestir
fyrir 325 kr. skippundið.
Jakob J. Smári hefir verið val-
inn til þess að halda áfram starf-
inu við orðabókina íslenzku.
Skálda og listamannastyrk hafa
þessir fengið: Einar Hjörleifsson
2,400 kr. Einar Jónsson 1,500 kr.
Guðm. Guðmundsson, 1,500 kr.
Jóhann Sigurjónsson, 1,000 kr.
Brynjólfur pórðarson, málari, 1,-
000 kr. Yaldimar Briem, 800 kr.
Jakob porarensen, 600 kr. Nína
Sæmundsson myndhöggvari 600
kr. Ríkharður Jónsson, 800 kr.
Arngrímur Ólafsson, málari, 600
kr. Ásgrímúr Jónsson 500 ltr. Jó-
hannes Kjarval, 500 kr. Sigurður
Heiðdal 500 kr. Hjálmar Lárus-
son, málari, 400 kr. Ben p Gröndal
300 kr.
Fossanefndin hefir klofr
jornsson, Jón porláksson,
e onsson og Einar Amórssor
ram eignarrétti þjóðfélags
Guðmundur Eggerz og Sve
afsson eru á móti því.
Verið er að stofna vei’:
félag milli Svía og ísler
Heitir sá N. Unneras er heii
frá Svíþjóð þessu máli til
búnings.
14. febr. lézt séra Jakob Björns-
son í Saurbæ í Eyjafirði 82. ára
að aldri.
Jón Jónsson sagnfræðingur, hef-
ir fengið 200 kr. verðlaun úr sjóði
Jóns Sigurðssonar fyrir ritgerð
urn verzlunarsögu Islands. Guð-
brandur Jónsson 500 kr. fyrir rit-
gerð um íslenzkar miðalda kirkj-
ur og séra Magnús Jónsson 300 kr.
fyrir ritgerð um siðaskiftin.
Séra Magnús Andrésson á Gils-
bakka hætti prestskap í vor eftir
37 ára þjónustu. Var honum
haldin skilnaðar- og þakklætis-
hátíð og afhentur sjóður að upp-
hæð 1,085 kr. til ráðstofnunar til
minningar um látna konu hans.
Halldór skáld Helgason á Ásbjarn-
arstöðum afhenti honum sjóðinn
ásamt gullfallegu kvæði er hann
hafði ort. par í eru þessar snild-
arvísur:
“Oft er komið undir því
afl í giftumálum
hvemig tekst með ítök í
annara manna sálum.
m
Við höfum fundið vinarmál
varpa gróðrarfræi
yfir þroska og' unglingssál
inn í kirkju og bæi.
Aftangeisli að ending skín
uppi á hæsta felli;
svæfillinn og sængin þín
sé þé.r guð—í elli.
B. M. Olsen hafði skipað svo
fyrir að engin ræða skyldi flutt
við útför hans og var því hlýtt.
“Lögrétta” skýrir frá því að
samanborið við fiskiverð sem G.
Copeland nú.borgi hafi Englend-
ingar tekið af fslendingum 10,000-
000 (tíu miljónir) króna á þeim
fiski og lýsi sem þeir keyptu.
Látinn er á Hiisavík Jakob
Hálfdánarson fyrrum kaupfélags-
stjóri á Húsavík.
Á Akureyri er nýdáinn Sumar-
liði póstur.
Söngflokkur er nýlega stofnað-
ur í Reykjavík undir umsjón Sig-
fúsar Einarssonar. Ætlar flokk-
urinn að fara til Danmerkur og
Noregs í sumar.
I Að leggja auðinn í hendur á amlóðum” !
Árinn sagði: “ Ef þú vilt mér lúta
Allan heiminn skal eg gefa þér.”
—Aldrei hefir myndarleg-ri múta
Manni boðist, svo sem kunnug-t er.
Efnahag sinn slysaleg'a slöku
Slær sá við,
sem neitar
svona heilli köku.
Enginn kostur. Kristur við hann skildi.
Kveðjan hans var óhagvís, og sú:
“Gæti hundrað heima, ef eg vildi,
haft með sama laginu og þú.
Hefi næga greind til það að gera
Gæti eg þýðst,
að slíku
kominn eins að vera.”
Stephan G.
Ranga “hyllan”!
Kunni ei neitt til hnjóðs um hann,
En hljóp í þetta dæmi:
“Vissir þú nokkum nýtan mann
Frá Nazaret sem kæmi?”
Stephan G.
Forsætisráðherrann fékk skeyti
31. janúar frá kirkju og kenslu-
málaráðaneytinu í Noregi til minn
ingar á 200 ára dánardegi por-
móðar Torfasonar, sagnaritara,
sem helgað hafi sögu Noregs líf
sitt og starf.
Jón Jóhannesson læknir hefir
tekið sér skrípanafnið “Norland”
Barðstrendingar hafa nýlega
gefið Guðmundi Björnssyni sýslu-
manni vandað gullúr með gullfesti
Hann er nú sýslumaður Mýra-
manna og Borgfirðinga.
Lögrétta frá 12. febr. segir hita
og blíðu daglega um alt land, og
snjólaust í öllum sveitum.
Ágæt aflabrögð segir sama blað
bæði á Suður og Norðurlandi.
5. febr. fórst bátur frá Vest-
mannaeyjum í lending við Land-
eyjasand. Fimm menn fórust:
IFalldór Árnason frá Hvammi í
Mýrdal, Páll Jónsson frá Kirkju-
læk, Ágúst frá Deild í Fljótshlíð,
Jónas Benediktsson úr Reykjafirði
og Harald Norman, norskur maður
Mennirnir sem fórust af bátnum
í^Eyrarsveit sem um er getið voru:
Ásmundur Sigurðsson, oddviti í
Suður Bár, Guðmundur Magnús-
son í Tjarnarbúð, Jón Elíasson' í
Norður-Bár og sonur hans og son-
ur Kjartans Olafssonar á Akur-
stöðum.
Tómas pórðarson frá Sumarliða
bæ á Eyrarbakka varð undir véla-
bát 5. fe.br. og varð það honum að
bana. Hann var bróðir Jóns
FJjótshlíðarskálds.
Konungurinn hefir ráðgert að
heimsækja íslendinga í sumar.
Kirk, verkfræðingur og G. Illíð-
dal hafa verið ráðnir til þess að
sjá um bygging rafmagns stöðvar-
innar og verður byrjað á henni
innan skamms.
Brynj ólfur. Sigurðsson frá Flat-
ey hefir fengið veitingu fyrir for-
stöðu gasstöðvarinnar.
Séra Pétri Jónssyni á Kálfafells
stað og konu hans var haldið heið-
urssamsæti 22. sept. í haust á 25
ára prests afmæli lians.
Nýlega er komin út ein skáld-
sagan enn eftir Gunnar Gunnars-
son. Sagan heitir “Fóstbræður”
og er gefin út af Gyldendals bóka-
verzlun. Er það söguleg skáld-
saga frá landnáms árum Ingólfs og
Hjörleifs, eru þeir fóstbræðurn-
ir.
Árni Palsson sagnfræðingur er
orðin 1. bókavörður, en Hallgr.
Hallgrímsson sagnfræðingur að-
stoðar bókavörður,
8. febr. andaðist Kristín, elzta
dóttir Sigurbj. Á. Gíslasonar og
Guðrúnar Lárusdóttur, konu hans
Nýtt leikrit er verið að leika
heima; það heitir “skuggar” og
er höfundurinn Páll Steingrímsson
21.febrúar andaðist Oddur ög-
mundsson faðir Jóhanns Ögm.
Oddssonar kaupmanns.
Meiri afl í Vestmannaeyjum en
dæmi séu til; sumir bátar fengið
15,000—16,000 af þorski á einum
mánuði.
í Vestmannaeyjum er Játinn Jó-
hatmes Hannesson vörkstjóri frá
Miðhúsum, rúmlega þrítugur.
11. febr. andaðist Sigurður
Stefán, sonur Ásgeirs Sigurðsson-
ar.
Mikið segja heiman blöðin að
kveði að saurlifnaði í Reykjavík,
og hefir þegar verið hafin rann-
sólm í sambandi við það.
19. febrúar andaðist Jóhannes
Zoega trésmiður í Reykjavík.
Allmikið frost var heima þegar
síðustu blöð komu út er vér höf-
um séð (22. febr.)
Ur bænum
Friðrik Abrahamsson frá Cresc-
ent Man. var á ferðinni um síðast
liðna helgi og var liann á leið til
Kristnes, Saslv. þar sem hann hefir
í ltyggju að setjast að.
Safnaðarfund heldur Tjaldbúðar-
söfnuður í neðri sal Goodtemplara
hússins, mánudagskveldið 24. þ. m.
kl. 8. Áríðandi málefni til um-
ræðu.
í umboði fulltrúarnefndarinnar
E. Sumarliðason
ritari
Spanska sýkin er að breiðast út
í Nýja íslandi og í Árgyle.
Til minnis
Hermanna skrifstofa Voraldar
opin kl. 11. f.h. til kl. 1. e.h. á
hverjum virkum degi.
Fundur í Sluild á hverjum mið-
vikudegi kl. 8. e.h.
Fundur í Heklu á hverjum föst-
udegi, ld. 8 e.h.
BITARl
—o—o—c—
Hvenær ætli stjórnin hugsi sér
að rannsaka þjófnaðar kærumáilð
hans Flavelles?
Fleygir gróða fíknin staf,
fækka rjóðar kinnar,
dregur lúóð með “Bíldi” af
búld þjóðarinnar. Á. B.
Áfturhaldsstjórnin er víst búin
að nota vinnumennina sem hún
fékk í fyrra; hún vill nú skila
þeim aftur en enginn vill hafa þá.
Bezt er vistin Borden hjá,
Bergur komst að raun um:
það er hægt að auðgast á
umboðssöluJaunum. Á.B.
Manitobastjórnin hefir setið að
völdum í 4 ár, en ætlar samt ekki
að hafa kosningar. pað er venju-
lega aðeins þegar stjórn er viss
um ósigur að hún notar sér fimta
árið, sem í raun réttri er ósæmi-
legt að gera.
Sofðu í friði Friðrik minn,
fall þó nálgist Tjaldbúðin,
drottinn flytur út, en inn
aftur á móti leitar hinn. á. B.
Setningin sem birtist nýlega í
Voröld með nafni Jóns Runólfs-
sonar undir var orðrétt sögð af
honum. Vill liann bera á móti
því % Sönnunin er til ef hann
æsldr.
Einu sinni lenti maður í áflog-
um; hann var stór vexti en hug-
laus; hann var hræddur við mót-
stöðumann sinn og til þess að
forða sjálfum sér tók hann svolít-
inn drenghnoklía og varði sig með
honum. pessi maður datt oss í
liug þegar Jón annar beitti fyrir
sig Jóni þriðja.
Sömu mennirnir, sem fyrir fáum
árum svívirtu ViJhjálm Stefánsson
gætu nú sleikt duftið af skónum
hans.
Jóni Runólfssyni hefir enn ekki
hægst; komi liægðirnar ekki í
næsta Lögbergi þá nennir Voröld
eldd að bíða lengur, heldur mun
liún þá senda honum ltveðju guðs
og sína.
Orpheum
“Tlie Reckless Eve” verður að-
alatriðið á Orpheum á mánudag-
inn 24. þ.m. og svo alla vikuna. 1
sýningunni eru 25 manns alls. Bók
in er rituð af Will M. Hough hins
fræga skopleika höfundi en lögin
við söngvana hefir samið William
B. Friedlander. “Á Child of
Childs” er önnur sýning sérlega
aðlaðandi. Sömuleiðis “A Little
of This and a Little of That”
Wonderland
prent verður það sem sýnt verð-
ur merkilegt á Wonderland þessa
viku, en á fimtudaginn og föstu-
daginn er það Jangmerkast og á
miðvikudaginn er það einnig sér-
lega aðlaðandi. Alt verður mjög
margbreytt þessa viku; ástamál,
hermál, fjármál, stjórnmál, svik,
sorgir og gleði.
Myndir og minningar
Baldurs Kristjánssonar, G. V.
Hannah, Ingibjargar Helgadóttur
og Friðriku Jósephson koma allar
í næsta blaði. Hlutaðeigendur
beðnir afsökunar á drættinum.
Séra Halldór Jónsson að Leslie
Sask. liggur veikur í inflúenzu.
Hann er samt ekki sagður í neinni
hættu.
Raddir almennings um minnis-
i varða málið birtast í þessu blaði;
1 margar óbirtar enn. Fólkið svo
í að segja alstaðar á móti mynda-
styttu nema í Selkirk.
Frézt hefir að frú Margrét
Tliorvaldsson kona Sveins kaup-
manns á Riverton sé látin. Maður
hennar var suður í Chicago þegar
hún lézt.
Agnes Jónasson.
2. apríl 1915 — 16. nóv. 1918
!
Tileinkað með vinsemd, Finnboga bónda á Finnbogastöðum,
afa litlu stúlkunnar.
Hver barnsrödd, er svanarins söngmál skært,
er sálinni móður hún hljómar.
Hvert leikfang, sem ástinni litlu var kært
það lífs verða helgir dómar.
I auga þess eilífð ljómar.
Hver ómur þess vonir rómar.
Hvert bam myndar heim, og í heiminum þeim
á hásætið móðirin góða.
Svo áttir þú, barnið gott, ungan heim
unz ólíf snart vangann þinn rjóða.
En móðir þín hugum—hl jóða
nú hugsar um smá-perlu fljóða:
Er hækkandi sólin á himni skín
að hjarta mér geislamir streyma.
peir minna á þig, Agnes, elskan mín —
á árin þín fáu, sem geyma
það líf, sem er ljúfast að dreyma.
í ljósinu áttu nú heima.
“En langt varð mér haust, er hið liðna ár
tók líf þitt úr faðminum mínum.
Og enn er þín burtför sem opið sár
í endurskins myndunum þínum,
sem birtast í brosmjúkum línum
frá barasljúfa heiminum sínum.
“Er veturinn hverfur og vorlífið hlýtt
alt vekur með fagnandi rómi.
Við foreldrar minnumst þín munarblítt,
en milt er sem blævarinn ómi:
að vorið þau lífskifti ljómi,
sem lífsins er æðsti blómi.”
P. P- P•
o
7 r—i »0«M()«»{)«»()«()«»()»»()»»{|»»t!»»i)4»: p
Móðurminning
Stansaðu, gyðja, lijá leiðinu lága,
lauga það geislum og frjóvgaðu mold;
yljaðu rætur og reynviðinn smáa,
roðskreyttu jökul og kulnaða fold.
Mamma, þú unnir svo öllu sem lifir,
—og engum sem þarfnaðist burtu þú hrast—
að vinina smáu sem vaka þér yfir
veit eg þú elskar, því trygð við þá bast,
En sofirðu og sjáir ei blómin,
er sólgeislar yngja;
sofirðu’ og lieyrir ei hljóminn,
er liimnarnir syngja;
■ sofirðu’ og litöidur ljósa
lengur ei sjáir:
eg á þá einnig að frjósal
og ekkert mig þjáir.
Hádags úr tárunum sól hefir sogið
sviðann; nú hallar að kvöldmörkum skjótt;
dýrasta vorblómið fölnað og flogið
með fallhröðum árum og brátt verður hljótt'.
En margt þó að virðast við hér að stríða
og veröldin lami livern framsóknar hug:
ef að þú vakir er engu að kvíða.
—Við endurfund tjöldunum svift mun á bug.
Egill Erlendsson