Voröld - 18.03.1919, Side 2

Voröld - 18.03.1919, Side 2
Bls. 2 VORÖLD. Winnipeg, 18. marz, 1919 Skilinn eftir á fimtu götu \ Sagan af manniimm, sem “mundi ekki þekkja nokk- urn, hvorki í himnaríki eða neðri heimum. ’ ’ EFTIR MARIE CORELLI J. P. ísdal, þýddi (niðurlag) Brúni Mundi rétti upp hendina. “Hættu rétt þarna,” tók hann fram í.” “Sök- um þess, að hér kemur inn vandamál mitt, taktu vel eftir því. Eg hefi aldrei átt nokkurn til að elska og enginn hefir nokkurn tíma elskað mig. þarna hefir þú það! Hvað skeður mér gott af því að fara til himnaríkis ? það er ekki nokkur þar, sem að þekkir mig. Ég mundi verða þar á meðal ókunnugra. ’ ’ Litlu kringlóttu augun í Jóni Matthíassyni opn- uðust á víða gátt af undrun. þetta voru kringum- stæður, sem hann hafði aldrei áður komist í. Hann hafði æfinlega álitið það sem sjálfsagt, að hver ein- asta manneskju, ætti einhverja í himnaríki, elskaða, en tapaða af jörðinni—móður, föður, systur, bróður, vin, kærasta eða kærustu. En hér var nú maður, sem fuliyrti það, að þar væri enginn, sem þekti hann Já, hvað átti hann að segja? Brúni Mundi, sem sá í hvaða kröggum Jón Matthíasson var, hélt áfram: “Já, eg mundi verða á meðal ókunnra. Og þú veizt hversu dapur, og nokkuð feiminn þú værir að sjálfsögðu, ef þú færir beint inn í ókunna veröld, og yrðir þess var, að allir horfðu á þig, eins og óvelkominn gest, sem ekki hefði haft nokkurn rétt til að koma. Við og við trúi eg því, að himna- ríki sé heimur, þar sem allir séu góðir — ákaflega góðir. Nú, eg hefi aldrei mætt dauðlegum manni, eða konu heldur, sem að eru nógu góð fyrir annan enis stað. Að minsta kosti er það fullgreinilegt, að eg er það ekki. Eg hefi ekki verið vondur snáði — það er að segja, eg hefi aldrei myrt nokkurn, eða gjört konu nokkuð rangt til, en samt sem áður, þá stend eg ekki á því, að eg sé nokkuð betri, en hver sem er af drengjunum úti. Svo að þú getur séð, að það er naumast til nokkurs fyrir mig, að reyna til að komast til himnaríkis, vegna þess, að það mundi alls ekki verða ánægjulegur staður fyrir mig. þekkj- andi þar engan.” Jón Matþhíasson hóstaði, og gjörði ósegjanleg- an gauragáng niðri í kverkum sér, til þess að liylja ovilja sinn á því að tala. “þú setur málið fram mjög svo skrítilega,” sagði hann að síðustu. “Eg er ekki viss um að þú ættir að hugsa um himnaríki í svona virkilega persónulegu ljósi —” “Bíddu ofurlítið,” tók Brúni Mundi fram í aft- ur, troðandi tóbaki í pípuna sína, og byrjaði svo að reykja með hæglátri án£&gju. “Mig la'ngar til að vera hreynn og beinn í öllu. þarna er nú hinn staðurinn —það er ekki kurteist að nefna hann, þó allir Guðs- orðsprédikarar, tali býsna mikið um hann; það hel- viti, nú, nú, já þar er mðske heimur fyrir einhverja. Að svo miklu leyti, sem að eg get skilið, þá er það alt í logandi báli þar niðri og allir eru steiktir eða soðnir eð a ef óskað er, hægt og bítandi steiktir og þurkaðir. þar eru djöflar, að moka á kolum alla tíð, til þess að rimlarnir kólni ekki. En hvað mér við- víkur, þá er það sama uppi á teningnum, eins og með himnaríki, eg þekki engan í neðri heiminum. Ef að eg færi þangað,-mundi eg alveg eins verða á meðal ókurmra—nokkuð einmanalegri á meðal djöflanna. þeir mundu ekki þekkja mig nógu vel, til þess að setja mig í kolamoksturinn. Og eg hefi aldrei kynst nokkruiii, hvorki manni eða konu, sem að hefir verið nógu slæm, til þess að vera steikt eða eldþurkuð um alla eilífð. Nei, í nafni allra heilagra!” og hann sló niður sínum brúna knefa, með þungu höggi—“eg get sagt það hreinskilnislega og frjálst, að eg hefi aldrei þekt nokkra aumingja mannveru nógu slæma, til þess að eiga það skilið, að vera stung- ið á steikarkvísl djöfsa.” Jóni Matthíassyni, sem var óstyrkur að tauga- bygging og truflaður á sálunni, af því sem hann heyrði, fanst hann næstum fá rothögg, við þessa opinskán og ákveðnu staðhæfing. “Svo að þú sérð nú,” hélt Brúni Mundi áfram. “Eg þekki engan hvorki í himnaríki eða helvíti. Eg gæti ekki heilsað nokkrum með handabandi í hvorugum staðnum. Og eg skal segja þér nokkuð— það hljóta að vera þúsundir eins og eg! Eg er ekki hið eina fundna barn, sem skilið hefir verið eftir á dyraþrepi í Fimtu götu. Og það sem mig langar til að vita, er aðeins það — hvað á að verða um mig þegar eg fer af þessari plánetu? Mig vantar að fara þángað, sem eg get mætt vinum einhverstaðar. Er það ekki eðlilegt. þú ert prédikari, og þú ættir að vera þess megnugur, að segja mér eitthvað um það.” Jón Matthíasson, reyndi að taka sig saman, til þess að gefa þessum háa en þó magra manni, einhver- ja tegund af svari upp á hans kynlega “vandamál” “Ef þú átt einga vini” sagði hann lrægt, “og ef þú hefir aldrei átt nokkra vini, þá er eg hryggur þín vegna —’ ’ “Ó það er eg líka” samþykti Mundi. “En það gerir ekkert eða skýrir málið. Að vera hryggur hjálp ar engum manni. Nú segjum, að þú segir mér eitt eða tvö atriði. Mig vantar ekki að spyrja einkénnilegra spuminga, en ef til vill ert þú giftur?” “Já það er eg” svaraði Jón. “Jæja gerum ráð fyrir, að kona þín dæi, — eða við skulum ekki segja það — að eins segja, hún rétt skytist í burtu til himins, þá hefðir þú einhvern þar, sem þú yrðir glaður af að sjá, þegar þú færir þangað, hal” Jón Matthíasson, sem var blý-grár í andliti, varð nú eins og gulrauður. Hann var ákaflega sár, því samvizka hans sagði honum óskemtilegan sannleika —nefnilega það, ef konan hans skytist í burtu eins og Brúni Mundi svo listilega orðaði það, þá mundi hann ekki verða glaður að sjá hana í næsta heimi. Hún leiddi yfir hann hroðalegt nöldrunarlíf í þessum heimi. En vegna samkomulagssaka, þá lék hann hræsnara og svaraði: “Náttúrlega, myndi eg verða glaður, að sjá eig- inkonu mína í himnaríki. ’ ’ Mundi brosti — og var það gleðileg tegund af brosi. ” þú mundir? Jæja það er nú ágætt. Heppni fyrir þig. pað eru einn eða tveir náungar sem mundu verða glaðir, að sjá einhverjar aðrar konur þar. þá mundu þeir hugsa það vera reglulegt himnaríki. það væri nú ekki rétt, eg veit — þessi tegund af hugsun mundi tilheyra hinum staðnum betur—en þá, hugs- um okkur að kunningi nokkur, fyndi konu þar niðri, sem hann hefi ekki getað náð í hér á jörðu; hann mundi verða miklu glaðari en engill. það er nú víst.” * # # Jón Matthíasson klemdi saman þunnu varirnar sínar. “þú talar tilfinningarlega” sagði hann, með dálitlum háðkeim í málrómnum. “Eg man það að þú sagðir mér, að þíí værir “ástar tyrðill.” Ef til vill, átt þú þína eiginn ástarsögu í fórum þínum.” “Ekki nokkra agnar-ögn af nokkuri,” svaraði Mundi strax af opinskárri einlægni. “Eingip kona hefir litið á mig tvisvar. ” Eg hfeði viljað eiga stúlku sem elskaði mig, og eg hefði viljað elska stúlku — en það er ekki til neins fyrir mig, að þrá þá braut, mér er rutt frá þeirri ánægjutegund algjörlega; það eru engar konur eða stúlkur hér í kríng, utan Ind- iána — stúlkur — nógu sómasamlegar vesalings sál- ir, en þú mundir ekki verða sjáanlega brjálaður út af því' að hafa ekki eina af þeim að faðma. samt sem áður get eg hugsað mér, hvað ást getur verið ef eg liefði nokkuð til að elska. Bláu augun í Munda urðu draumkend og niður- sokkin, og hann reykti pípuna sína hægt og silalega. Jón Matthíasson iðaði eyrðarleysislega með fót- um sínum, á söndugu viðargólfinu. “Jæja, eg er hræddur” sagði hann eftir nokkura þögn, “að áhuga efni þitt sé eitt af því, sem þú verður sjálfur að ráða fram úr; þú sérð það, er ekki svo ? Ef að þú hefðir engan til að elska þig og þú elskaðir engan, þá er eg ekki fær um til/að gjöra þar á nokkura breytingu, heldurðu það?” að gjöra hið ómögulega. Eg bara sagðið”a shrdlu cmfyp “Nei,” svaraði Mundi alvarlegur. “Nei, aum- ingja litli snáðinn þinn—þú getur ekki breytt því. Eg bað þig ekki að gjöra hið ómögulega. Eg bað þig ekki að gjöra liið ómögulega. Eg bara sagði, hvernig ástatt var fyrir mér —og þar sem þú ert pré- dikari, hélt eg að þú gætir sagt mér, hvort að væri líklegt að eg mundi fara þegar þú vissir að eg á eng- an, sem vonast eftir að sjá mig í himnaríki eða liin- um staðnum. ’ ’ Jón Matthíasson, sem alt í einu var gripinn af snöggri andagift sagði: “Já, eg get sagt þér það! þú munt fara til Guðs Föðursins! Ilann mun þekkja þig! Hann vill sjá þig aðeins, eins og þú ert. Ilann vill — ” # * # ‘Hættu þessu!’ Og Brúni Mundi stóð skyndilega upp, og teygði úr sér, svo að hann verð eins hár og hann framast gat verið. “ Hættu þessu segi eg! Eg hefi ekki lifað á meðal hárra fjalla og djúpra dala öll þessi ár til einskis! Eg held að Quð, Faðirinn, kæri sig ekki meira um mig eða þig heldur en að hann gjörir um mýflugu eða fiðrildi—, og þetta er ekki að segja nokkurt guðlast, því að mitt álit er að mýfluga eða fiðrildi, sé eins mikils virði, til að bera umhygu fyrir eins og maðurinn— ef til vill, meira virði, því þau blessuð litlu líf tala ekki; þar af leið- andi fara þær aldrei með lýgi! þær gjöra skyldu sína. Og það er nokkuð sem örfáar manneskjur gjöra nokkurntíma, án þess að vera borgað fyrir það. Og Guð faðir hugsar um alla og alt og gjörir erigan mis- mun þar á. það er enginn mismunur milli okkar hvort sem er, manns og dýra, fugls eða blóms—þetta er mín trú, og nú hefir þú heyrt hana! Heyrðu nú, herra guðspjalla prédikari!.eg trúi ekki á himnaríki, bygt aðeins upp af góðu fólki, og ekki heldur á helvíti, þar sem engir eru utan slæmt fólk! Guð faðirinn” eins og þú segir, gæti hvorugan staðinn liðið eitt augnablik. það—það mundi vera eins og röng tala í reikningsdæmi, að dæmið mundi aldrei fást rétt. Og ef að það hefir nokkurntíma verið nokk- ur hlutur réttur í þessari sköpun, þá er það Guðs föðursins eiginn vegur. Á þessu augnabliki varð hann eins og áhrifa- mikil mynd, þar sem hann stóð stór og tignlegur í opnum kofadyrunum, berandi við kveldskýin, dauf- lega roðuð af síðustu eftirstöðvum af skrautlegasta sólsetri, og Jóni Matthíassyni, sem horfði á hann þarna tígullegan eins og hann var, fanst liann nú sjálfur vera svo-andlega smár og þröngsýnn—hann gat ekki hafið sjálfan sigupp til mikilleiks eða hrein- skilninnar, er birtist í því sem Mundi viðurkendi, hafið sjálfan sig upp til mikilleiks eða hreinskilninn a.r, er byrtist í því, sem Brúni mundi viðurkenndi, að vera trú sína. En hann gerði hina síðustu tilraun gegn hinni yfirgnæfandi hreinskilni mannsins. “Ef að þetta eyu skoðanir þínar,” sagði hann, ‘ ‘ þá ætir þú ekki að búa yfir nokkru áhugaefni. þú ætir að hafa traust á Guði, jafnvel þó þú hafir cngan, sem að þekkir þig í himnaríki— eða —” V (framhald) ' Ljóð sem lifa 42— Bósi geltu, Bósi minn; en bíttu ekki hundur! ella rífur einhver þinn iltan kjaft í sundur. 43— Hóla bítur hörku bál, hrafnar éta gorið titlingarnir týna sál, tarna er ljóta vorið. 44— Yeðrið er hvorki vont né gott varla kalt og ekki heitt; iþað er hvorki þurt né vott, það er svo sem ekki neitt 45.—Ekkévt þinghús eiga þeir, hvana, livana, hvana, sitja á hrosshaus tveir og tveir hvana, hvana, hvana, 46—Mér í hug var hulið ský, heft af næturdoða, en þú snerir einnig því upp í morgunroða. Voröld og Sólöld 0)#BI)B»l)B>O#B()B»O-—»l)B»()#B()»>0 ■■» <)<BI)#BO#B(a Hérmeð birtist listi af útsölumönnum “Voraldar” í ýmsum bygð- um Islendinga, og eru áskrifendur blaðanna “Sólöld” og “Voröld 4 vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra. 47- 47 -Von er þótt þér förlist flug fyrir heljar skaga; þú hefir hvorki hönd né hug hlíft um þína daga. -Hreiðrum ganga fuglar frá, flækta um drauga bjarga, flökta um drauga bjarga, söngva langa og marga. Orð sem aldrei deyja 76— Sjaldan er gill fyrir góðu nema úlfur á eftir renni. 77— Holt er heima hvað. 78— Frændur eru frændum verst- ir. 79— Enginn veit að hverju barni gagn verður. 80— Argur er sá er engu verst. 81— Fátt er það sem fulltreysta má. 82— Betra er autt rúm en illa skip- að. 83— Betra cr að veifa röngu tré en engu. 84— Oft er flagð undir fögru skinni og dygð undir dökkum hárum. 85—Mjór er mikils vísir. 86— Böl er þótt barn dreymi, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi. 87— Fall er fararheill, frá bæ en ekki að. 88— Verður er verkamaðurinn launanna. 89— Aldrei verður tófa trygg. 90— Aumur er öfundslaus maður. 91— Blindur er bóklaus maður. 92— Ein syndin býður annari heim 93— þar sem ljós er, þar er líka skuggi. 94— Sá á kvölina sem á völina. 95— Hvað er heimili án móður. 96— Ágimdin er rót alls ills. 97— Gef mér hvorki fátækt né auð æfi. 98— -Sannleikurinn er sagna beztur 99— Eyðist það sem af er tekið. 100— Lítið er ungs manns gaman. Þakkarávarp. þar sem að við hjónin fengum hina svo kölluðu spönsku veiki síð astliðið haust, en mér sló niður aftur og hef eg verið við rúmið síðan, en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. þá komu þau hjón- in, hra. og frú Sigurjón Isfeld níeð peninga er þau höfðu safnað hér á Gimli og í kring. Erum við þeim innilega þakklát og svo öllum þeim sem gáfu. Skulu hér birt neöfn þeirra. Ilannos Jónason Guðrún II. Jónason Oddur Anderson .....\ $1.00 S. Isfeld 1.00 Vilhjálmur J. Árnason .. 1.00 Guðjón J. Ámason 1.00 V. Thordarson 1.00 Sæberg Kristjánsson 1.00 Frú P. Olson 50 Frú M. J. Johnson 1.00 Gísli Jónsson ... 1.00 Jón Thorsteinsson 50 Ásbj. Eggertsson 50 Frú V. Sigurgeirsson ...... 50 L. Sigurðsson 1.00 Theodor Pétursson 2.00 G. Johnson .50 Frú A. G. Polson 1.00 Frú E. Guðmundsson ...... 50 Frú Sigríður Sigurðsson 25 Björn H. Jónsson 25 Ingibjörg J. Pétursson .. 1.00 Steinun Pétursson 50 Indíana Friðriksson 50 Jón Einarson 1.00 Ónefndur 50 Guðrún Guðmundsson 50 Margrét Árnadóttir 50 Tlans Jónsson 50 0. P. ísdal 1.00 Pétur Magnússon *. 1.00 Gestur Oddlaifsson....... A. C. Orr,.............. B. Methusalems........... Hrólfur Sigurðsson....... Agúst Sædal.............. G. O. Einarson ......... Sigurjón Bergvinsson.... Jón Loptson.............. S. G. Johnson........... Gunnar Gunnarsson ...... B. C. Hafstein.......... B. Jónsson.............. Einar Jónsson........... 0. Thorlacius..........’.. Hinrik Johnson.......... Oddur H. Oddson ...._’.. Tryggvi Ingjaldson...... Timoteus Böðvarson...... Sveinn Bjömsson......... J. J. Anderson..(....... M. M. Magnusson......... Björn Hjörleifsson ..... Armann Jónasson......... A. J. Skagfeld.......... John Howardson.......... Kristján Jónsson........ C. F. Lindal............ Sveinn Johnson.......... Jón SigUrðsson.......... Jóhann Jónatansson...... Sveinn Björnsson........ V. J. Guttormsson....... Sigurður Sigfússon..... .. S. V. Holm.............. Guðm. Thordarson........ Gísíi Einarsson ........ Clemens Jónason ........ Tlalldór Egilson......... G. Jörundsson........... Jón Stefánsson.......... Björn Th. Jónason....... Ásmundur Johnson........ Gisli Johnson........... Björn I. Sigvaldason..... Finnbogi Iljalmarson..... Björn Hjörleifsson....... Jóhann A. Jóhannesson... Finnbogi Thorgilsson..... Sigurður Sölvason....... .........Arborg, ..... Amaranth, .........Ashern, ...........Arnes, .........Baldur, .........Bifrost, ..........Brown, .......Beckville, __Cypress River, ........Caliento, ......Clai'kleigh, ...Cold Springs, ...:.......Cayer, ......Dolly Bay, ............Ebor, ........Fairford, .........Framnes, ..........Geysir, ...........Gimli, ........Glenboro, ..........Hnausa, ........ Húsavík, ....Howardville, .......... Hove, .........Hayland, ........ ísafold, .......Langruth, .........Lundar, ........ Mary Hill, .............Nes, .........Neepawa, ..... Oak Point, ......Oak View, .....Poplar Park, ...........Piney, ........Riverton, ........ Selkirk, .....Swan River, ..... Stony IIill, .....Steep Rock, .... Silver Bay, ........Sinclair, ....The Narrows, ...........Vidir, __ Winnipegosis, . Winnipeg Beach, ........Wild Oak, ........Westfold, ......Westbourne, Frú M. Tait............... II. 0. Loptson......'..... S. Loptson................ Jón Jónsson, frá Mýri..... Ungfrú þrúða Jackson — — Jón Einarson.............. Valdimar Gíslason......... Ungfrú Margrét Stefánsson Jón Jónsson frá Mýri..... T. F. Björnsson........... J. Olafson................ Ólafur Andréésson......... M. Ingimarsson........... Grímur Laxdal............. Snorri Jónsson .........— Asgeir I. Blöndahl........ Arni Backman ............. ...... Antler, ..Bredenbury, ..Churchbridge, ....... Dafoe, ....... Elfros, ____Foam Lake, .........Gerald, ........ Holar, .....Kandahar, ........Kristnes, /.... ..Leslie, ...... Lögberg, .........Merod, ........Mozart, .....Tantallon, ...... Wynyard, ..........Yarbo, Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man. Man, Man. Man. Man. Man. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. Sask. S. S. Reykjalín, Ste. 1 Carson Blk., Calgary, Alta. Th. Hjálmarsson, Room 3, Tremont, Edmonton, Alta Th. Eymundsson............•.........Evarts, Alta. Jónas J. Hunford...............Markerville, Alta. Mrs. S. Grímsson, R. R. 1........Red Deer, Alta. Kristján Kristjánsson...........Alta Vista, B. C. Frú J. Gíslason ............... Bella Bella, B. C. Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C. J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St......Victoria, B. C. G. B. Olgeirsson, R. 3...........Edinburg, N. D. Gamaliel Thorleifsson...............Gardar, N. D. II. II. Reykjalín..................Mountain N. D. G. B. Amason.......................Pembina, N. D. Victor Sturlaugsson..................Svold, N. D. J. O. C. Sigurðsson........V........Upham, N. D. J. P. ísdal.........................Blaine, Wash Ingvar Goodman..............Point Roberts, Wash. Th. Anderson...............So. Bellingham, Wash. John Berg, 1544'W. 52 St...........Seattle, Wash. Björn Runölfsson............. Spanish Fork, Utah Sigurbjöm Jóhannesson, .........Sayerville, N. J. Ungfrú Ilelga Johnson, Tarrytown on Hudson, N.Y. Steingr. Arason, 550 Park Ave...New York, N. Y. J. A. Johnson, 32 Ord St......San Francisco, Cal. Eiríkur J. Vigfússon, 2729 W. Washington Blk. Cliicago, 111. a>< p>< ►04 ►04 ►04 ►04 ►oa»<>4 ►041 ►04 ►04 ►04 ►04 ►04 ►04 ►04 ►04 ►04 ►<o ►<*l

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.