Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 2
2 Þjóðhvellur Lifsábyrgðarfélagið »Sandard«, ^Sergstaðastræti 3. Reykjavik. A morgun ætlar þangað fjöldi manna hjeðan og fleiri 'w færri hafa farið suður til að skoða hann síðan pilt- arnir birtu fund sinn. Vonandi er, að enginn fái sér- stakt einkaleyfi til þess að okra á lielli þessum i framtíðinni, líkt og á sér nú stað með Surtshellir, þar sem ferðamenn verða að borga ærið fé til að ganga inn í hann og auk þess fylgd frá Kalmannstungu til hellisins, jafnvel þótt nákunnugir séu og þurfi hennar alls ekki við. Hjónavígsla. í hjónaband voru vígð, 1. þ. m., af síra Olafi Ólafssyni: Egill Jakob- sen kaupm. í Ingólfshvoli og ung- freyja Sigríður Zoéga (dóttir E. Zoéga veitingamanns).— Fór hjóna- vígslan og brúðkaupsveislan fram á »Hótel Reykjavík«, hjá foreldr- um brúðurinnar. Hafði þar verið rausn mikil og margt göfugra gesta, um 80 manns. — Brúðkaupsljóð, sem ort hafði Einar sýslumaður Benediktsson, voru þar sungin af tónskáldi Sigfúsi Einarssyni og konu hans. Ljóð þessi voru skrautprent- uð í Gutenbergs-prentsmiðju afmik- illi list og prýði; eru óefað einhver hin fegustu tækifærisljóð, er hjer hafa verið af liendi leyst í prent- smiðju. — Rjettaskrá veislunnar var og líka ski'autprentuð, ásamt upp- drætti af veisluborðinu og nöfnum allra veislugestanna í þeirri röð, er ákA’eðið var að þeir skyldu sitja. Þjóðhvellur flytur brúðhjónunum heillaósk sína. Frá fregnrita »Þjóðhv.« í miðbænum er von á pistlum í næstu blöð, koma þeir undir fyrirsögninni »A kvöldin«. — I miðbænum er oft viðburðaríkt þegar rökkva tekur, og býst »Þjóðhv.« við, að þess verði Kaffiliúsið »Geysir«, tekur til starfa 1. okt. Skólavörðustíg 12. Reykjavik. beðið með óþreyju, að ýms merk tíðindi þaðan komi »á daginn«. Nýjasta nýtt Geymið betur ástarbrjefln! A Sunnudaginn var, er svara- maður »Þjóðhvells« var á gangi suður á Laufásvegi, fann hann bið- ilsbrjef umslagslaust, er lá á miðri götunni — einstaklega snoturt og laglega samið bréf. — Undir því stendur fult karlmannsnafn. En upphafstafir nafns og föðurnafns eru: J. K. — Nafns stúlkunnar er líka getið og eru upphafsstafir þess: E. Á.. — Réttur eigandi getur vitjað bréfsins til nefnds finnanda. Hann vill enn fremur geta þess, að eng- inn nema hann einn hafi lesið bréf- ið, síðan er hann fann það. Dreng- skaparþögn er heitið. Ekki verða tekin fundarlaun, — en krónu kost- ar umgetning þessi. Það væri mjög gott, ef þetta »ræ- kals«-óhapp gæti orðið til athug- unar fyrir ástsjúka unglinga. Þeir ættu að gejrma betur skrifleg ásta- mál sín. — Þótt ætíð sé ylur í inni- legu ástarbréfi og geti jafnvel hlaup- ið upp í 60—70 stig, ef hann mætir undurhlýju meyjarbrjósti, þá er samt heppilegra fyrir ungfreyjurnar að bera slík bréf annarstaðar en í barminum. Grátlegt óbapp. Það eru fjórir dagar síðan. Og eg er eftir mig enn þá! Eg gekk austur gangstéttina á sunnanverðu Austurstræti. Vildi þá svo slysa- lega til, er eg fór fyrir hornið hjá Eymundsen, að eg rak mig þar á stúlku, er kom fyrir sama horn af Lækjargötunni, á harða spretti. Af því stúlkan var nákvæmlega jafn-há og eg, þá fjellu andlit okk- ar saman, er kom því til leiðar, að við kystumst töluvert óþægilegar, en eg hefði óskað, því ferð okk- G. Gislason & Hay, umltoðsverslun, Hverfisgötu. Talsimi 142. ar beggja fylgdi á eftir; en þrátt fyrir þetta var þetta óvanalegt stór- happ fyrir mig, því eg liafði aldrei fengið stúlkukoss á æfinni. Eg margbeiddi hana fyrirgefningar, þótt jöfn væri beggja sök, og beygði mig og »bukkaði« alla leið í götu niður; meira að segja, eg stóð í einum keng af auðmýkt. — Stúlk- an fussaði mér og sveiaði og bölv- aði mér fyrir flangur þetta; sagði eg væri fullur. En af þeirri ásök- un var eg saklaus eins og nýfædda barnið. — Eg gat varla nokkrui orði upp komið mér til bóta, því eg engdist sundur og saman af iðrun. — Jeg stundi því loksins upp, að eins og hún sæi, þá væri eg ekki neinn kolakarl, þar sem eg liefði hvítt brjóst og harðan hatt, og því mætti hvin ekki taka þetta óviljaverk svona óstint upp. En þá hljóp hún í burt vestur á leið. — Til mikillar blessunar fjuár mig', var hálf-dimt, svo að gárungar fengu ekki færi á að hlæja að mér eða meyjunni. — En eg segi bara það, að hefði þetta viljað til á sól- björtum sunnudegi, og stúlkan hefði til dæmis verið trúlofuð, hefði þetta getað komið mér í bölvun; — ef til vill kostað einvígi inn á Steinku- dysi að kvöldi sama dags. Hefði það sannarlega ekki borgað sig fyrir annan eins mann og mig, þótt aldrei nema Góðtemplari sé. Svo dý'ran koss af þessari tegund vil eg ekki kaupa. Það veit Óðinn. — En mér flnst svo ofur-eðlilegt, að önnur eins óhöpp og þetta gætu orðið til þess, að blessuð bæjar- stjórnin hérna, sem alt gerir svo vel og fljótt fyrir okkur, findi hvöt lijá sér til að semja reglur handa mönnum að ganga eftir hér um strætin. Högni. Heilbrigðisnefnd bæjarins er með dýpstu lotningu ámint um, að útvega mönnum hag- feldar viftur eða físibelgi til þess að geta blásið frá sér óþverradaun- inum, er leggur upp úr forarvilpum

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.