Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 4
4 P J Ó ÐHVKLLUR Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hvertisgötu.__________Reykjavik.__________Telefón 76, ÞJÓÐHVELLUR kostar io a. nr., borgast út í hönd ; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þcir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl. þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og cr þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er t'l 1. okt. hjá Karl Bjarna- syni, Hverfisgötu 5, þar gcta menn fcngið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í baenum. Abyrgarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.J veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritsti. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta mcnn líka fengið blaðið kevpt alla tíma dags. Eigi Þjóðhvellur nokkurt líf fyrir höndum, mun hann sýna áreiðanleik í öllum viðskiptum. Kaitpið hví Þjóðhvell. Og geti hann ekki unnið auglýsendum sín- um gagn og kaupendum skcmtun, gctur ekkert blað gert það. Afkimar ástarinnar. Inn í hina ýmsu afkima ástarinn- ar hér um slóöir hefur Pjóðhvellur ekki enn pá verið hoðinn. Getur pví með pessu blaði ekki birt neina nýja opinberun — nema sjálfs síns. En kirkjan stendur honum sem öðrum op- in við giftingarnar í haust, — par hef- ur hann fregnrita. Fréttaritari pessa blaðs í Miðbænum, sem er sprenglærður maður og skáld, er að semja dálítinn pistil um verzlanir bæj- arins og framfarir peirra á síðari tím- um. Hann bíður næsta blaðs. Ætli stúlkurnar purfl ekki að líta á dalkinn pann ? Pjóðhvelli pykja pað ekki býsn, pótt einhver peirra setti pá »BrilIer paa«, eins og ein heldri stúlkan komst að orði við eina »björtu luktina« hérna um kvöldið. „Reykjavík um nótt og dag“ er tangur bálkur, er hefst í næsta blaði' og heldur svo áfram úr pví fram yflr nýárið. — Ekki er ómögulegt að ýmsir brosi og hleypi brúnum, er peir lesa bálkinn pann; hann byrjar með hægð, en sigur á, er fram í sækir. „Yalurinn“ hans Jónasar Guðlaugssonar, er flog- inn liingað að vestan; virðist hann hafa óeðlilegan litarhátt, pví hann er ýmist ljósgrár, dökkgrár eða svartur á fjaðrir. — Skyldi peim vestfirsku ekki lánast að laga pessa ósamkvæmni á ytraborðinu með pví að »tempra bet- ur tappann í farfaverkinu?«. Eld á Akranesi póttust menn sjá af sjónarhæðum borgarinnar á priðjudagskvöldið var. Misjafnar voru meiningar manna um eld pcnnan; héldu sumir pað vera húsbruna — og á peirri skoðun voru llestir. En nokkrir, sem liéldu sigliafa Húsgagnaverzlun Guðni. Stefánssonar, Bankastræti 14. Telefón 128. fjarskygnisgáfu, — en gættu illa tím- ans — töldu mjög sennilegt, að eldur- inn mundi stafa af pví, að pá væri sólarlag á Húnaflóa; aðrir báru efa á pað og töldu sennilegra, að hann mundi vera landsimanum að kenna; — viðstaddir spekingar gátu pess til, að petta mundi vera málm-eldur, sem einhver æðri völd vildu sér í lagi benda námufjelaginu á, til pess að pað gæti byrjað á borunum par nú pegar, par sem alt væri nú útborað í kring um Oskjuhlíðína með alkunnum dugn- aði og gauragangi. — Eftir bollalegg- ingar fram og aftur um petta til kl. 12 siðdegis, »héldu menn í háttinn«. Bækur osi axlabönd(!) »— Meðal hinna mörgu gripa, er pingmönnum áskotnaðist í »förinni« voru hækur góðar oggagnlegar, ogvið pær er sjálfsagt ekkert að athuga. En öðru máli kann að vera með axlaböndin frá honum Philipson kaup- manni, er ekki voru »valin af verri endanum«. Hjá gárungum hafa »bönd- in« orðið tilefni til vissra atliugana. — Til dæmis halda peir pvi fram, að pau hefðu getað komið að ógagni á hnappa- traustum buxum, ef um nokkrar a/'leið- ingar af góðu koniaki eða kampavíni og öðru hnossgæti hefði verið að ræða í fylkingunni. Pað eru pví ekki undur, pótt söknuður gripi sómamanninn, sem eftir sat, er hann sá »böndin« hjá fje- laga sínum. Annars væri vonandi, að engin bönd hjeldu manninum til baka, næst, er pjóðfulltrúum verður boðið i! i ð n r. Baiidaviiiur. Bardagans í „Bií’röst“, sem háður hefur verið par um und- anfarið skeið með fullum krafti og fulltingi bestu manna par — um hina er ekki að tala — verður getið lijer í blaðinu við fyrsta tækifæri, ef levfl fæst hjá peim »óháðu«. — Orsökin til bar- dagans er kvenfólkinu að kenna, að sagt er. — Alt af kveður að pvi, blessuðu! 8vona fóru forlögin með ráðherrann, að ekki gat hann orðið fyrstur manna til að senda kongi vorum kveðju guðs og sína, pá er rit- síminn var opnaður, er nú tengir pessar tvær bræðraborgir, Island og Danmörk. — Pað var Jóhannes Austflrðingagoði, er liafði pann heiður. — Menn eru hræddir um, að pað verði fyrirboði pess, að næst verði Jóhannes kjörinn ráðherra. En hvað snmir mega hlakka til! „l*jóðræðis“-giírungar voru að stinga saman nefjum um pað nið’rá »Nýju bryggju« um daginn, er »Fálkinn« kom að austan með ráð- herrann, hvort eigi mundi rjett, að halda nú »halloj« á Austurvelli, eitt- hvað í líkingu við pað, er átt hefði sjer stað 1. ág. 1905, pá er bændur ruddust yfir fjallgarðinn um hásláttinn suður í Vík til pess að drekka kaffl og kökur hjá »pjóðræðinu« í »Bárubúð«.— Nið- urstaða gárunganna varð sú, að um pað gæti pví miður ekki verið að tala eins og stæði, pví engir karlar væru nú við hendina, er etja mætti. »Enda væri einhver a........... værð yfir »pakkinu«, svo ekkert væri hægt að gera í pessu«. Pað yrði pví að bíða pangað til símaslit og annað skaðræði færi að eiga sér stað. — Þá fyrst væri sjálfsagtað safnaliði og hrópa: »Nið- ur með stjórn og ping! Niður með landsíma ogsæsíma! Niðurmeð lands- lög og lýð«. - Hvert »niöur« peir hafa meint, gár- ungarnir, er ekki gott að dæma um, en sjálfsagt hefur pað verið annaðhvort niður til Danmerkur (út á Jótlands- heiðar), eða pá »niður« til svarta karls- ins, sem pykka bókin talar svo títt um. pregnir auglýsenða: Cari Barieis, úrsmiður, sem dvalið hefir í Svípjóð um nokkurn tíma, til að fullkomna sia í iðn sinni, er að setjasig n ður á Laugavegi 5; hefir par verk- stæði og sölubúð. Lftið þangað inn; kostar ekkert, en getur orðið til happs. Það er alveg satt, að eftir 1. október tekur til starfa nýtt kaffihús á Skólavörðustíg 12 (Geysi). Það er sömuleiðis satt, að hvergi í bænum er eins holt og skemtilegt að ganga, eins og einmitt um Skólavörðu- stfginn. — Það gerir ekkert til, þó menn séu svangir eða þyrstir, þegar þeir fara út sér til skemtunar og heilsubótar upp Skólavörðustiginn, því GEYSI er þar í leiðinni, sem hefir alt, er þarf til nær- ingar líkamanum. Virðingarfyllst. Geysi eftir 1. okt. Helgi Þórðarson. Yert að lesa! 1. okt. verður opnuð ný bóka- og pappírsverzl- un á Laugaveg 19 (í húsi Jóns kaupm. Eyjólfssonar) og verða það stór þægindi að þurfa ekki að tak- asl ferð á hendur niður fyrir læk, eða suður á Laufásveg, er menn þurfa að kaupa sér ritföng. ÚTGEFENDUR: FIMM-MENNINGAR. Afgreiðsla '))Þjóðhvells« er á Hverfisgötu 5. Prentsmiðjan Gutenherg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.