Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 08.09.1906, Blaðsíða 3
P .1 Ó Ð II V E L L U R 3 Klaeðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. bæjarins, þá er þeir ganga um göt- urnar. — Þetta þ}7rfti nauðsynlega að vera komið í kring næsta vor sneinma, áður en sólarhitinn fer að steikja pönnukökur í ræsum Reykjavíkur næstkomandi sumar. — Hvað maður má hlakka til að sjá alla ramba um með viftur og físibelgi þegar til kemur! En sá vindur í bænum sem hlýtur að iylgja þessu! í kjötbúðinni. Fregnriti »Þjóðhvells« í Austur- bænum labbaði inn i kjötbúð eina hér íbænum, ekki alls fyrir löngu;— hann var að fá sér kjötbita í soðið. - Var þar ös mikil. Sá hann þar, meðal annara, frú eina, er vel var í hold komin. Sá hann, að hún var í smjörkaupaferð. Náttúrlega vildi hún ekki »kaupa köttinn í sekknum« og varð því að bragða á blessuðu smjörinu; gerði hún það á þann hátt, að hún drap fingri í smjörið og náði á nögl sína dálít- illi smjörklípu, sem hún svo sleikti af með tilhlýðilegu ransóknarsmjatti. Endurtók hún þetta tvisvar eða þrisvar, keypti að því búnu 1 pund og bað um að senda það heim til sín; er slíkt ekki frásögur færandi, því öllum skilst, að frú með »ný- móðins« sumarsólhlíf og silkihatt sæmir alls ekki að bera smjörpund heim í bú sitt, — það væri »dóna- skapur, fy!« En hitt hefði enginn vítt, þó frúin hefði tekið hníf, sem lá á borðinu og drepið honum í smjörið í stað þess að bora nögl- unum í það. Jæja, fregnr. »Þj.hv.« labbaði nú heim með rollubóginn, sem hann liafði keypt og tautaði fyrir munni sér: Ojæja, svona eru þær þá innan, blessaðar silkidúf- urnar okkar! Krafturinn í kvennfólkinu á uppboðum í borginni er næsta eftir- tektarverður, — einkanlega pá er þeir hlutir eru til uppboðs hafðir, erkonur kalla »kramvöru«. — Á einu slíku upp- boði fyrir nokkru, var stödd, meðal annara kvenna, kerling, afarfeit og búst- in. A henni óð svo mjög, er hún hjal- Carl Ólaísson, ljósmyndari, Austurstraeti 4. Reykjavík. aði um stumpa-sirts við hjástadda vinkonu sína, að uppboðsstjóri heyrði naumlega til sjálfs sín. Hannvarðþví hinn reiðasti við kerlingu, og tók það ráð, að kalla til manns, er stóð við hlið kerlingar: »Skreptu inn í verslunina þarna, maður minn, og kauptu fyrir mig lás fyrir kjöt-tunnuna er hjá þér stendur kjaftandi«. ***» Kerlingargarmurinn skildi skensið og fór á burt fokreið —, en þingheimur rak upp skellihláturj Akíivítis-áveita, ,mikilsliáttar þó‘? Það er einkennilegsaga þetta, erflogið hefur fyrir frá manjii til mans. »Þjóð- hvellur« vill hvorki ýta undirjpða ráða mönnum frá að leggja trúrtaðvá sögu- kornið; en ekki spillir þótt menn veiti henni eftirtekt á prenti. Það hefur nfl. breiðst út, »lítilsliáttai,‘ þó«, að í ráði áje, að veita »Ákavíti«' yíir Skeið og Flóa, áður langt líður. Sje nokkuð hæft í þessu, erþaðófyrir- gefanleg sóun á landsfje, því áfengis- tollurinn er afarhár nú, eins og kunnugt er. — (Enda segja kallarnir: »Fari bölvað, ef maður stendur sig við að fá sjer bragð á eina flösku fyrir þessum afartolli, — hann er framt að því þús- und sinnum tilfinnanlegri en kaffi- og sj'kurtollurinn til samans«.) — Menn hafa komist á snoðir um, að efstjórn- in framkvæmir þessa áveitu þar eystra, þá muni afarfjölmennur og þungbúinn »bændafundur« vera i aðsigi, er haldi innreið sína í höfuðborgina innan skamms og láti verða alvöru úr því, að hrinda stjórninni af stóli fyrir þessa goðgá. — Enda sagt, að þeirn sje ekkert að vanbúnaði annað en það, að fá »signal« frá þjóðræðis-formanns-prent- svertu. — »Þjóðhvellur« flnnur því sterka hvöt hjá sjer til að aðvara stjórn- ina úm þetta; helst að hún gefi yíir- lýsingu um, hvað hæft er í þessu. Hann þykist sannfærður um, að slík áveita sem þetta sje afaróheppileg þar eystra. Einkum fyrir þá sök, að allir austankallar eru ólmir í aðflutnings- bann, og hvergi fæst dropi fyrir austan fjall svo menn viti, enda eru allir þar núorðið stálharðir templarar, síðan stórstúkan keypti Stokkseyrarbrenni- vínið sæla. — (Það var drengskapar- bragð, gagnvart austanköllum, sem templarar unnu þá. Það veit sá sem alt veit, bæði þar og hjer). — En sjái stjórnin alveg bráðnauðsynlegt, að hleypa »Ákavíti« til áveitu yflr Fóann og Skeiðin, og kæri sig svo kollótta þótt bændafundur þar af leiðandi fari fram í fullum krafti, þá leyflr »Þjóð- hvellur« sjer hjer með að fara bónar- Jónatan horsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Langaveg 31. Telefón 64. veg að væntanlegum bændafundi, að hann heyi hildarleik sinn austur hjá áveitunni, þá er »góðgætinu« hefur verið hleypt á nefnt svæði. — Fullyrðir, að fundurinn verði fjörugri með því móti og miklu frekar til fyrirmyndar fyrir landið alt hvað sem lýðnum kann að líða. Frjettist eitthvað áreiðanlegtum þetta von bráðar, kemur framhald í næsta blaði. „Þjóðhvellur“ minnist líklega í næsta blaði meðal annars á aðflutningsbannið. — Líka þarf hann að tala svolítið um vínkaup stórstúkunnar — þau er fram fóru á Sfokkseyri á sínum tima. — Ennþá hefur hann ekki aflað sér allra upplýs- inga í málinu. — »Þjóðhvellur« hefur svo mikið efni fyrir hendi til birtingar, að hann er hræddur um að hann verði að koma út vikulega til að byrja með. — Ef að þetta blað mætir góðum viðtökum og selst vel, verðurþað sjálf- sögð nauðsyn, annars ekki kleift. Hvalveiðastöð í Reykjavík. Hr. Ellefsen kvað nýlega hafa selt(?) hvalveiðastöð sína á Önundarfirði ein- um helsta framkvæmdarmanni þessa lands, búsettum hjer í Reykjavik. — Hefur stöð þessi verið sett upp hjer í bænum, í brekkunni vestanvert við tjörnina, eigi allskamt frá skothúsinu gamla. Er stöðin útbúin með skotvirki allramlegu og gina fallbyssukjaftarnir við Þingholtunum og tjörninni. — Mun hvalveiðistöð þessi vera sett upp þarna, með það fyrir augum, að þar sem framræstingu lækjarins mun brátt lokið, megi búast við, að hvalir og aðrir stórflskar muni ganga i tjörnina, og er þá ekkert auðveldara, en að skjóta þá frá virkinu. — í sambandi við frjettapistil þenna, vill »Þjóðhv.« benda á, hvemikiðhapp það væri þeim stjórmálaflokki, er ætti t. d. að mæta bænda-óeirðum, að ná virkinu undir sig, því þaðan má verj- ast heilum her sveitakalla, eða annara »golu«-þeytara »utan af landinu«. Um fram alt! Athugið nöfnin og heimilisföngin efst á dálkum þessa blaðs. Þjóðhvellur ræður mönnum sérstaklega til að eiga viðskifti við þá menn. Undir fyrir- sögninni á síðustu síðunni: »Fregnir auglýsenda«, er viðskiftafróðleikur öll- um nauðsynlegur. Vér vonum, að fleiri fregnir undir þeirri fyrirsögn verði i næstu blöðum, eftir aö Þjóð- hvellur liefur sýnt sig fjöldanum.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.