Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 20.10.1906, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 4 REYKJAYÍK, 20. OKTÓBER 1906 C. & L. Lárusson, Laugavcg, 1, Reykjavik. Pósthólf A. 31. Telefón 10. Benedict Gabríel Beuectictsson, skrautskrifari, Austurstræíi 3. Reykjavik. Bækur, ritföng o. fl. á Laugavegi 19. Reykjavík iim dag og nótt. Sundurlausar athuganir eftir Herjzþór. (Frh.). -------- Þótt hinn andlegi gauragangur trúboðanna sé allharður í köílum og þeir hafi úti allar klær til að hremma áhangendur, eru þó örfáir, sem bætast við hjarðir þeirra; en af þeim fáu samansöfnuðu líður varla vika svo, að ekki hafi ein- hver sauðurinn orðið viðskila við hjörðina og hætt sér inn í hóp hafr- anna fyrir utan. Pykir það hin hróplegasta synd. Eru þá sendir út herskarar að leita hans. Einn bölvar og bannsyngur hinum týnda sauð, annar biður honum blessunar og afturhvai'fs, og þriðji, að kon- ungur allra konunga taki hann til sín »í dýrðinact, svo að heimurinn fái ekki freistað hans. »Heiminn áttu að hata og um framalt elska ekki glingur hans«I, hrópa þeir. »Hata þeir þá okkur hina?« spyr maður í mesta grandaleysi kunn- ingja sinn, er herskararnir fara fram hjá. »Það er auðvitað! Ur því að þeir segja manni að hata veröldina, nfl. drottins dásemdarverk, þá er sjálf- sagt meiningin, að maður eigi að hata hvor annan. Annars skil eg ekki baun í b ... . mótsögnunum hjá þessum kennilýð. Péir prédika, bölva manni og bannsyngja, sníkja peninga í kassa og keröld út lír fátækum lýð, og segja svo að hann Jóhaim Ármann Jónasson, úrsmiðnr, Langaveg 12. Telefón 112. fari til a......... fyrir vantrúar sakir. Það eru þakkirnar fyrir, að hann hefir svalað auragirnd þeirra og ásælni. Þú skilur mig kunn- ingi«, sagði hann. »Eru þeir þá Farísear, b....... þrjótarnir?« spyr hann aftur. »Auðvitað! — Þeir »spekúlera« með trúarbrögðin til þess að hafa eitthvað »upp úr« þeim, rjett eins og við gerum með lóðarblett eða gamalt húsgargan nú á tímum, þá er færi b}rðst«, svarar hann. Svona er talað um trúboðana hjer og þar. — Er ekki von að þeir kvarti og kveini? Getur maður álasað þeim þótt þeir veini ár og síð: »Veröldin er vond og leið —« og Ksi van- þóknun sinni yfir vonsku mann- anna, hégómagirni þeirra og öllu hferni á nótt sem degi? Fólkið hlær og trúboðinn kjökrar — eða svo sj'n- ist manni. — Menn eiga að njóta líl'sins eftir þeirra reglum, leiðast af þeim í smáu og stóru. »En hvað verður lifið þá?« spyr Pjetur. »Að eins bænagarg, — engin þekking, — engin tilbreyting, — jafnvel ekkert annað en myrkur!« svarar Páll. Og svo þegar fjöldinn heyrir, að skoð- anirnar eru eins margar og trúboð- arnir, þá vandast málið. »Hverju á annars að trvía, fyrst sitt segir hver?« verður mönnnm að orði. »Eða er alt þetta tál og b'ekking?«. Niðurstaðan verður, að fjöldinn fjarlægist trúboðana — en þeir halda áfram krossgöngu sinni með 5—(5 sjúka áhangendur um óákveð- inn tíma. Fjöldinn lifir lífi sínu eins og áður og snýr sér að lífs- nautninni, gleðinni og glaumnum. Þannig hlýtur hfshjólið að snúast Jónatan Þorsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Teiefón G4. um langan, langan tíma, hvað sem líður glamri og getgátum misbrúk- aðrar guðfræði. Meira. Frá kringlótta borðinu. Ungfrúin (ber að dyrum). Spákonan: Kom inn! Ungfr.: Sæl og blessuð! Spák.: Komdu nú blessuð og sæl, elskanmín! Það er nýtt að sjá þig! Gerðu svo vel og fáðu þér sæti. Hvað segir þú nú annars í frjettum? Ungfr.: Ekki neitt. Spdk.: Þú drekkur auðvitað hjá mér einn bolla af kaffi? Ungfr.: Kærar þakkir! Jeg hefi fyrir löngu ætlað að heimsækja þig, en aldrei gefið mér tíma til þess. Annars er það aðalerindið, að biðja þig að »slá upp« fyrir mig. Spdk.: »Slá upp«! Góðamfn! Eg er alveg hætt að »slá upp«; eg er hætt að hafa trú á ótætis spilunum. Ungfr.: Er það mögulegt!? Spdk.: Þegar við erum búnar að drekka kaífið, þá skiilum við gera eitt, sem er mikið meira að marka. Þá skulum við koma í borðdans. Ungfr.: Borðdans! Eru menn ekki alveg hættir við þessa andatrú? Spák.: Hættir! Nei, víst ekki alveg, góða mín. Eftir því, sem eg hef heyrt, fjekk annar miðillinn sumarleyfi, meðan björtust var nótt, en hinn kvað hafa mist gáfuna. Og nú eru þeir byrjaðir aftur »uppá kraft« hjerna úti í Vinaminni. En borðið mitt þarna úti í horninu hefir ekki mist gáfuna, og nú skaltu sjá. Ungfr.: Æ, góða! Það vil eg helst vera laus við; mér stendttr stuggur af því! Spák.: Góða mín! Ekkert er að ótt- ast. Þú hefir heyrt talað um höggin, sem andarnir gefa með borðlöppinni. Ungfr.: Já, heyrt hefi eg það, en hvað merkja þau högg? Spák-: Nú skal eg segja þér: i högg merkir „já", 2 högg „veit ekki", 3 högg „nei" og með 5 höggum kveðja peir og heilsa. Þetta fyrirkomulaghefirmérreynst best.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.