Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 17.11.1906, Blaðsíða 4
H ÞJÓÐHVELLUR Carl Ólafsson, ljósmyndari, Austurstræti 4.________________________Reykjavík. ÞJÓÐHVELLUR kostar 10 a. nr., borgast út í hönd; kemur út að morgni annan hvorn laugard., oftar ef vel gengur. Menn geta orðið fastir áskrifendur ef þeir borga hvern ársfj. með 50 au. —Augl.-þuml. kost- ar 1 kr. Hlunnindi veitt auglýsendum, og er þeirra getið þá er samið er um augl. Afgreiðsla blaðsins er hjá Karl Bjarnasyni, Hverfis- götu 5, þar geta menn fengið blaðið keypt, og þangað leita drengir, er selja vilja blaðið í bænum. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið kej’pt alla tíma dags. yrðingum um það, að hér úi og grúi af brennivörgum. — Mundi Þjóðhv. verða kallaður »sannsöglis-málgagn“, ef hann léti slíkar og þvílíkar fullyrðingar frá sér fara? Fyrirspurninni er Þjóðhv. hefur borist um það, hvort hann og Reykjavíkin séu trúlofuð, er greinilega svarað i greininni undir fyrir- sögninni: »Nýjar trúlofanir«. „Sama í hyorn staðinn farið er£í. Ranka : Ætlaðu að koma út eða ekki? Gróa'. Það er svo blautt um; varla farandi neitt, göturnar eru eins og tjörður. Ranka: Bölvuð vitleysa 1 Eg held mað- ur geti »stytt sig«. Gróa: Ojá, það er nú satt. En hvert eigum við annars að rangla? Ranka'. Annaðhvort í kirkju eða á lif- andimynda-sýningu! Gróa: Jæa, látum slarka, — pað er sama í hvorn staðinn farið er! Maður nokkur fjölfróður, sem hitt hefur Þjóðhvell að máli, og handgenginn er andatrúarmönnum, — gott hafi hann ekki verið við „sær- ingar“ þeirra við og við — lét þess get- ið, að það mundi ganga illa að særa fram andana núna. — Ymsu er um kent, þar á meðal, að miðlarnir séu að verða bráðónýtir; andatrúarkirkjan muni vera of nálæg landakotskirkjunni, því andarn- villist þangað inn—einkanlega ef þeir eru á leið úr kirkjugarðinum —. En allra nýjustu rannsóknir þykjast hafa sannað, að ofantaldar ástæður séu rangar, en kenna því um aftur á móti, að nú und- anfarið hafi verið svo tilfinnanlegt hall- æri í dularheimum, að andarnir getiekki hreyft sig—; hallærið kvað stafaaflang- varandi uppskerubresti og fiskileysi — Það er þvf ekki útlit fyrir að betra sé að tóra þar en hér! Holdgaður andi kvað hafa setið að veislu hjá S. Trier í Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu, og tekið þar svo rösklega til kræs- inganna, að 4 menn jarðneskir hefðu orð- fullsaddir af. — Ekki er þvf útlit fyrir, KaHihúsið »Geysir« er tekið til starfa. Skólavörðustig 12. Reykjavik. að það borgi sig, að hafa dulheimska menn í kosti. H.vittun. Eitthvert dýr í bættri brók á byng sem hafði legið, breykti eyrum, hausinn skók, bundagervi á sig tók, hné af ilsku oft í mók, að honum dátt var hlegið; ilt og aumt var greyið. Glefsaði’ í marga grimmur hann gelti og beitti tönnum; illa ræmdan óþokkann enginn virti fróns um rann, oft með sáran sitjandann, »svei« fékk þrátt hjá mönnum, gæðum hlaðinn grönnum. Þórir haustmyrkur. Hversdagsblaðið. Hvað á að gera? Sveium! Svei! Sveium liundablaði! Þarft væri að hengja þetta grey. Það væri enginn skaði! Meira. Pórir haustmyrkur. ÚRVAL af smekklegum fæðingardags-, jóla-, nýárs- og giftingar- kortum íást á Laugaveg 19. Sýnishorn af lögreglueftirliti. Hálftima-ferðalag um bæinn í góðu veðri sumarið 190.. Uppþot hjá „hernum“. — Strákar að skjóta í vörðu á miðri Strandgötu. — Fjórir Norðmenn að berjast „upp á líf og dauða“ í Pósthússtræti. — Hálf ölfað- ur bæjarmaður ríðandi á harða spretti austur gangstéttina með fram Austur- stræti. — Hestamarkaður á miðju Aðal- stræti svo að nærri tók fyrir mannaferð um götuna og margt fleira athugavert á ýmsum stöðum, sem dugleg lögregla hefði haft gaman af að lagfæra og koma reglu á. En hvar voru svo lögreglumenn ? I Miðbænum var enginn þeirra sjáan- legur hvert sem litið var! Svo hélt eg ferð minni upp fyrir læk. Á Laugavegi ofarlega sá eg, hvar einn lögregluþjónn stóð skrambi hnakkakert- ur fyrir framan alþýðumann, erpoka bar á bakinu, og var að tala við hann í ró og makindum. Annar lögreglumaður varárangli með „heldri manni" á Skólavörðustígnum og hékk höfuðið i bringu niður — leit hvorki til hægri eða vinstri. Svo heyrði eg því fleygt — og sel eg það ekki dýrar en eg keypti — að þriðji lögregluþjónninn hefði verið á þönum hér og þar um bæinn að leita að manni, sem í býti um morguninn hafði lagt af stað fótgangandi suður i Leiru! — hef- ur ef til vill þurft að koma á hann bréfi. Bráðdugleg er hún þessi lögregla hérna! Eða hvað segja menn um það ? Gefið henni gætur, og sjáið svo, hvort ykkur líst ekki nógu röggsamlega á hana og tiltektir hennar við og við. ___________ Götu-gœir. Loftskeyti. Snjólaust alla leið frá Geirólfsgnúp til Langaness, segir loftskeyti að norðan; þakkað eldsælni Akureyringa. Loftskeyti biður úrlausnar á þessarí fyrirspurn: „Hversvngna var blöðunum: Þjóðhv. og Reykjavík ekki gefinn kost- ur á að rita undir ávarpið frá 13. nóv.?“ Svarið var sent um hæl: „Af því aðhin blöðin gátu ekki verið þekt fyrir að hafa þau meðl“. Eftir loftskeyti: Ein af hinum mörgu, viturlegu ráðstöfunum brunamálastjórans kvað vera sú, að allir þeir, er eigi hafa keypt hitunarfæri sín (ofna og eldavélar) hjá KRÓ, verða að rífa þau burt og kaupa önnur ný hjá honum, með því, eins og skrökvað er eftir slökkviliðstjór- anum) að þau eru einu hitunarfærin sem engin brunahætta stafar af. Þjóðhv. er til sölu á pessum stöðum: Hverfisgötu 5, Laugav. 19, Bargs.str. 19. Bræðraborgarstíg 4. Þeir, sem selja vilja blaðið, srníi sér á HVERFISGÖTU 5. Sölulaun: 25 a. af krónu. Ábatavinna fyrir drengi og telpur. Munið að eiga viðskifti við pá menn, er birta nafn sitt og heimilisfang efst í dálkum pessa blaðs. Enginn Iðrast þess. Iðnaðarmenn eða verslanir, sem viUa birta nafn sitt og heimilisfang í Pjóðhvelli geri svo vel og sendi það til Gutenberg í umslagi með utanáskriftinni: »Þjóðhvellur«. Kostar 1 kr. 6 sinnum. ÚTGEFENDUR: I'IMil-MENNINGAR. Prentsmiöjan Gutenberg. Afgreiðsla bÞjóðhvellsú er á Hverfisgötu 5.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.