Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 20.03.1907, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 7 IIEYKJAYÍK, 30. MARZ 1907. I, 2. ársfj. C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Reykjavik. Pósthólf A. :il. Telefón 10. Benedict Gabríel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Beykjavík. Bækur, ritföng o. fl. á Laugavegi 19. Annar ársfjórðungur ÞJÓÐHVELLS byrjar með þessu blaði, og þótt hann sé ekki knúður til að gera grein fyrir þeim drætti, sem orðið hefur á útkomu hans, frá þvi hann lauk fyrsta ársfjórðungi sinum, skömmu fyrir jól, vill hann samt, vina sinna vegna og velunnara, taka pai) fram, að hon- pótti ekki hyggilegt, að eiga tilveru sína og viðgang undir mestu illviðrum og útsynning- um vetrarins, heldur taka þann kostinn, að bíða byrjar þangað til nú. Mö'nnum skilst pað auðvitað, að lausasala blaða er al- veg að heita má bundin við pað, að veður sé hagstætt og menn alment á ferli til og frá um strætin. Börnum ekki ætlandi að selja blöð í illviðrum. Af þessu stafar drátturinn. Þjóðhv. væntir þess, að honum verði fagn- að með lófaklappi af borgarbúum öllum. og einkum peim, er mest hafa saknað hans og oftast spurt um hann. Búningur hans verð- ur svipaður og áður og allri sanngirni beitt gagnvart blessaðri verb'ldinni. Þeim, sem eitthvað langar til að segja til gagns eða gamans, er velkomið rúm í Þjóhv. Sömuleisis peim, er kynnu að vilja taka lítið eitt í lurginn á náunganum fyrir einhverja drýgða smásynd. Jónatan Þorstcinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. livenfólliiö. Fáar ritsmíðar, er birst hafa í blöð- um vorum nú um hríð, hafa vakið eins mikla athygli og „Ahyggjuefhi" Guðm. á Sandi i „ísaf." í febr. þ. á. Og hefir sá kafli þeirra, er beinist að kvenfólkinu íslenzka, vakið megna gremju og fyrir- litningu flestra hugsandi manna, eins og eðlilegt er. Merkilegt er það, að varla nokkur rödd frá hálfu kvenna hefir látið til sín heyra 1 þá átt, að hrinda þeim óhróðri öfugum til baka, er Guðm. ber þar að heiðri þeirra. Og þótt hann kunni að vera vær og viðfeldinn, svefhhöfginn, sem hvllavirðist yfir hugum ísl. kvenna, sem stendur, þá getur mér naumast komið til hugar sú dul, að kvenfólkið ekki sjái brýna skyldu og nauðsyn, að standa á verði, þegar ó- hlutvandir menn, fullir hroka og mikil- mensku, hlaða valkesti óhróðurs og i 11- kvitni að sæmd þeirra og virðingu. Kvenþjóð íslands er ekki svo köld og kærulaus, að hún geti tekið því með jafnaðargeði, þegar ausið er á hana brigslum og svívirðingarorðum, og það fullyrt, að helniingiir hennar, ef því er að skifta, liggi fallinn fyrir útlending- um, að hnn bjóði sig hverjum sem hafa vill, leig-i sig nt og selji Síemd sína er- londnm durgum og öðrum verri lýð. Svona er málverkið, sem Guðm. dreg- ur upp af kvenfólkinu íslenzka — svart og sóðalegt. Getur það slegið þögninni við því, að Guðm. á Sandi vensliQ) með scemd þess á þennan hátt í víðlesnu blaði, þar sem það svo stendur ettir berskjaldað og brennimerkt fyrir saurlifnað og svívirði- legt háttalag? Eg þarf auðvitað ekki að efast um svarið! Hver maður, karl og kona, sem heil- brigða lyndiseinkunn hefir, hlýtur að sjá, að þessar ásakanir Guðm. eru svo vit- firringslega djarfar og andstyggilegar, að enginn, nema hann, skáldið(!) hefði getað verið þektur fyrir að bera slíkt á borð fyrir alþjóð Islands. Og þá er það ekki síður eftirtekta- vert, að blað, sem telur sig í flokki hinna betri, skyldi geta verið þekt fyrir að selja slikan óþverra lesendum sínum, athugasemdalausan. Og aldrei verður Guðm. Friðjónsson öfundsverður af því, að skafa burt þá skottarún, sem hann hefir meitlað allri hinni ísl. þjóð með þessum kafla á- hyggjuefna sinna. Eg fyrir mitt leyti get ekki álitið það neitt sérlega undarlegt, þótt útlendir durgar, sem hingað hafa flægst, — og ef til vill aldrei hafa átt neitt siðprýðis- lögmál — hafi sýnt sig í því, að vilja særa heiður kvenna hér á landi, þar sem þeir ( átthögum sínum erlendis hafa ef til vill vaðið innan um vændis- konur, er gera sér það að atvinnu, að ljá sig fyrir nokkra skildinga. En það álft eg undursamlegra, að vér Islendingar skulum eiga svo hræmulega durga innan þjóðfélags vors, er leyfa sér að sökkva sæmd þjóðarinnar ofan í sorpgryfju svívirðunnar, með því að setja helming kvenþjóðarinnar lsl. á bekk með versta óskírlífis-illþýði stórborganna, — hanner meira en meðal-durgur sá mað- ur, sem mót betri vitund smánar svo þjóð sína. Því miður er ekki hægt að neita því, að meðal kvenþióðarinnar ísl. eru til kon- ur, sem hafa ilt orð á sér fyrir lausung og ósiðsemi, ef því eraðskifta. En sem betur fer, eru þær svo mörgum sinnum mikhi fleiri hinar, sem gæta sóma sfns og virðingar. Fullyrðing Guðm. um það, að helm- ingur ísl. kvenna meti ekki virðingu sína og skírlífi meir en duggarasokk, er blátt áfram gifuryrði, sem hann setur fram, án minstu sönnunar, — skákandi vitanlega í því skjóli, að hann megi vel mæla slíkt, þvf hvorttveggja sé jafh ómögulegt: að láta hann standa reikingskap á því, né heldurgerlegt fyrir kvenþjóðina að sanna, að það sé lygi. Guðm. hefir verið nógu vænn sjálfum sér, að gera sér grein fyrir þessu, er hann reit grein sína. En mér er spurn: Hver er ástæðan til þess, að Guðm. veitist að kvenþjóðinni á þennan hátt? Hvað getur hann átt henni varhent? Má vera, að hann hafi orðið fyrir ein- hverjum sárum vonbrigðum í „elskunn- ar akri" og þess vegna þurft að svala sér svona rösklega(l), — það her stund- um við, að menn taka upp á því, að bera last á alt og alla, þegar tilfinning-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.