Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 04.05.1907, Blaðsíða 2
34 Þjóðhvellur Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. Og ekki mundi það spilla, að lögregluþjónarnir og þeir sem hér eiga hlut að máli, tækju þessar at- huganir til greina að einhverju leyti. Næst fer eg örtaum orðum um næturverðina okkar, ef Þjóðhv. vill ]já þeim rúm. Þorst. Björnsson cand. theol., sem eins og siöast var drepið á hér í blaðinu, hafði haldið tvo fyrirlestra um páfana og veldi peirra, hélt fyrirlestur á ný á sunnudaginn var um lífnaðinn í kalólsku klaustrunum. — Sagði hann Ijóst og skipulega frá og lét mönnum í té ýmsan fróðleik úr lífi munka og nunna frá fyrstu tíð. Voru par innan um margir blettir ærið dökkir — og sumir afar svartir og svipillir — pótt til séu peir enn pá dökkari. Dró ræðu- ínaður lítt af á stöku stað, og var orð- heppinn mjög og smellinn i kötlum. Brostu menn i kampinn við og við — og eg held bara að kvenfólkinu sumu hafi pótt nóg um. —Mun Lorst. ætla að halda fyrirlestrum pessum á- fram, og eru peir fullkomlega pess virði að peir verði fjölsóttir, — enda verður mönnum aldrei nógsamlega bent á svívirðingar pær, sem átt hafa sér stað bak við tjöldin í klaustrunum katólsku gegnum aldirnar, alt fram á vora daga. Skemtig'arður. Raunalegt er það sannarlega, að Reykjavík — höfuðstaður Islands — skuli ekki vera svo myndarleg, að eiga skemtigarð, eða nægilega stórt samkomusvæði, þar sem haldnar verði skemtanir undir ber- um himni. Eins og kunnugt er, verða börn bæjarmanna að hafa göturnar fyrir leikvöll — svo snildarlega(!) út- leiknar sem þær eru oftast — bæði af völdum náttúrunnar og bæjar- stjórnarinnar. — Allar líkamsæfingar eru ómögu- legar, undir berum himni, annars- Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavík. staðar en þá á strætunum, af því að svæði vantar, sem mannshönd- in hefir útbúið meðal annars í því skyni. Yfir höfuð: Forargöturnar eru skemtigarðar Reykvíkinga. Smár höfuðstaðarbragur þetta! Mundu ekki félögin í bænum geta komið sér saman og ráðið bót á þessu? Það væri vel tilvinnandi að gera það einungis fyrir hörnin. Það er hvort sem er löngu við- urkent, hversu ilt og óliolt það er, að láta þau leika sér á götunni — eða hafa þau á strætunum. Vildu menu ekki athuga þetta ofurlítið. Bæjarstjórnin hefir líkfega nóga gráðabögglana. — Hún lætur líka afskiftalaust, sem minna er um vert, og lagfæringar þarf. Borgari. Æíjasta nýti. Bréf. Rvík «74—’'07. Sælf Þjóðhvellur! Nú er fátt að frétta, nema góða veðr- ið, og er pað mikil biessun fyrir okk- ur, sem verðum að vinna undir berum himni, — og nú er iíka starfslífið byrj- að fyrir alvöru; frá öllum hliðum berst að eyrum manns hamrahögg tré- smiðanna og steinsmiðanna, og yfir höfuð er mikið fjör og iíf yfir borg- inni hvað vinnu snertir úti og inni; — er ekki að sjá, að spádómurinn um dómsdag kippi framkvæmdum manna til baka, enda eru peir líklega fáir hér, sem segja eins og kona ein um daginn: »Hvaða pýðingu hefir pað, að vera að byggja stórhýsi núna, góði minn, ef guðs reiði eyðileggur pað alt að ári?« En sleppum pví. — Eg var á gangi í góða veðrinu snennna morguns um daginn. Sá eg pá meðal annars, að frá nokkrum fullgerðum húsgrindum hafði verið gengið kvöldið áður; par á með- al var viðbótin, sem er í smiðum við »Hotel Rvík«; blöktu par 3 flögg á Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77. stöngum: danski fáninn, frónski fálk- inn og einhver dula hið priðja. — Mér flaug í hug höfundur fánakvœðisins — livort pað hefði ekki aukið ánægju hans, að hlutast til um, að ísl. fáninn hefði fengið að blakta einhversstaðar á pessu nýreista rjáfri — sá danski gat átt bezla sœtið eins fyrir pað, — og Danskurinn vonandi ekki tapað lyst- inni á ölinu hans Einars, pótt isl. fán- inn hefði fengið að vera hinum til samlætis. Eg hugleiddi petta aftur og fram, og fór að giska á, hversu mikill hluti væri alvara af pví orðaflóði, um aukið frelsi, er streymdi svo títt út af vörum vorra svokölluðu leiðandi manna, — er alpýðunni væri svo ætlað að gleypa og melta. Tóm orð, liklega, og ekkert annað — varð mín niðurstaða. — En fánann elska eg samt; — og Steingrímur snikkari gaf honum bezta sætið, er hún var fullger húsgrindin lians, við Amtmannsstíg, — en ekki gerði hann pað landlæknirinn — —. Arvakur iðnaðarmaður«. Tíu ára afmælisfagnað hélt Hið ísl. prentarafélag laugard. síðastan í vetri. — Var sú glnðværð haldin í »Iðnó«, og tók allur porri prentara hér pátt í honum ásamtkon- um, dætrum o. fl. gestum. Var par gleði á ferðum, líf og fjör, eins og oft- ast er, pegar prentarar eru saman- komnir á gleðimót. Sungið var par og rabbað saman, ræður haldnar, drukk- ið, dansað og spilað, — að ógleymdu pví auðvitað, að etinn var par hver rétturinn öðrum betri úr nægtabúri vors elskaða hússtjórnarskóla, sem fyrir löngu er frægur orðinn vitt um láð fyrir sína ágætu grauta, sósur og sinnep og hvers konar munngát. Yfir borðum var sungið kvæði til fé- lagsins, er ort hafði Guðm. Magnússon prentari og skáld. Einnig söng Guðjón prentari Einarsson gamanvísur, eftir ónefndan höfund, par sem ýmsum skringi-atvikum ogendurminningum úr samlífi prentara á vinnustofunum og víðar er tvinnað saman í eina heild.— Þegar skemtunin hafði staðið til 4 um morguninn, fóru menn í háttinn, og pökkuðu góða skemtun. Suniargleði héldu stúdentar siðasta vetrardag í »Iðnó«. Hafði par verið fögnuður hinn mesti. Hornamenn tóku par lagið dá- litla stund, en annars hefir Þjóðhv.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.