Þjóðhvellur - 26.10.1907, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 26.10.1907, Blaðsíða 4
60 PJÖÐHVELLUR ÞJÓÐHV. kostar io a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg* staðastr. ig. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð* um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn líka fengið blaðið keypt alla tíma dags. »staurinn« sællar minningar. — Þetta nýja félag hefur ekki haldið nema þrjá lundi, svo það er alls ekki að búast við frægum fréttum úr þeirri átt ennþá. En svo mikið er víst, að inngöngu í félagið fá allir góðir menn, sem eru »sannir föðurlandsvinir« og hafaósþilt hjarta, og man eg ekki betur, en að þetta séu sömu gömlu, góðu inntöku- skilyrðin og gild voru tekin í þeim fé- lögum, sem nú eru látin. — Argjald til félagsins mun vera 2 kr. alls; er önn- ur krónan meðlims-gjald, en hin kvað eiga að ganga til landvarnar — liei*s og flota. — sem kallað er.— »Pjóðhv.«, fyrir sitt leyti, óskar félagi þessu allra heilla, og skoðar stofnun þess, vöxt og viðgang, sem hverjaaðra nýja framför, er verði eitthvað meira en tómur vindur. — Pað leiðir af sjálfu sér, að með íæðingu þessa félags er Þjóðræðis- og Sjálfstæðisfél. dautt og til grafar borið, — er það fremur til gleði en sorgar öllum ættjarðarvin- um, — enda gat öll sú grautargerð aldr- ei náð hylli eða orðið gómsæt á borð- um þjóðarinnar. Reykjavík um nótt og dag, Sundurlausar athuganir eftir Bergpór. Framh. frá 6. tbl. Vagninmn var nú lyft yfir borð- ið, og tóku þau við honum, stúlk- an og verslunarmaðurinn, og gátu með naumindum komið honum ó- skemdum niður á gólfið. Gárungarnir í kring voru hálf- flissandi og sögðu, svo allir máttu heyra: »Að eins fyrir húsmæður!« Það hafði sín áhrif. Hópur hús- mæðra ruddist nú í gegnum þrengsli og margfalda mannhringa. Þær sögðu, hcr um bil allar undir eins, svo það hljómaði líkt og margradd- ur „sopran“, blandaður pípuhljóð- um ýmsra tegunda: »Hvað fyrir okkur? Hvað handa okkur!?« »Barnavagn af finustu tegund! Hæfir ljómandi barni! Kostar ó- efað góðar 50 krónur! Tækifæris- kaup fyrir húsmæður!« sögðu gár- ungarnir og hlógu sig máttlausa að þessum gauragangi húsfreyjanna. Hláturinn glumdi líka víðsvegar að, svo ekki heyrðist manns mál. »Seljið mér vagninn, góða fröken! Eg vil kaupa, kaupa! kaupa!! Eg á barn, fagurt barn!« liljómaði í sífellu og ótal hvítar og mjúkar hendur hófust á loft. »Seljið mér vagninn, mér, mér«, sögðu tólf eða þrettán liúsmæður. er næstar stóðu stúlkunni. »Þér hafið ekkert við hann að gera, stúlka! Ekkert barn eigið þér! Engan mann eigið þér! Seljið mér hann! Seljið mér vagninn!« Hér var ilt útlit: hlátur og hróp. Rammasti „kvennaslagur“ lilaut að vera í aðsigi, ef ekki kæmi eitthvað dugandi til að gera enda á leikinn. Karlmennirnir fóru að draga sig í hlé, en »pólití«, sem var á rangli, dró sig nær ósköpunum. Stúlkan var í grátlegri klípu. En til allrar hamingju stóð verslunar- maðurinn hjá henni og bjóst til varnar móti væntanlegum spjóta- lögum kvennanna. Húsmæðurnar tóku í sjalið hennar, gripu í hand- föngin á vagninum og toguðu svo og toguðu. Það fór að siga í stúlk- una. (Frli.). ÚLyasta nijtt. JL I < I I T Þá beisku sorgarfregn ber að tilkynna ættingjum og vinum, aö elskuleg af- kvæmi: Framsóknarflokkurinn Pjóðrœðisflokkurinn og Sjálfstœðisflokkurinn, eru dáin, liklega úr mislingum; — horfin sýnilegum návistum úr þessum vorum jarðneska lieimi. Um endur- fundi hinumegin við gröf og dauða, þurfa aðstandendurnir ekki að efast— sPað er huggun harmi gegn«. General & Co. »Yatnsberaliðið«. Kristjáni brunaliðsforingja Porgríms- sjmi er alveg óhætt að auka liðsaflann í vatnsberaliðinu, ef hann er ekki meiri en þessir sextíu menn, er vatnið báru á sunnudaginn var, þá er kviknaði i Kárastöðum hér í bænum. — Það ætti að vera alveg óhætt að fækka slökkvi- liðs»pólitíunum« um helming og bæta þeim við vatnsberaliðið, — þeir hefðu skemtun af þvi margir heldri menn- irnir svokölluðu. — Þeir hafa gott af að dýfa hendinni í kalt vatn. »Alt að hæltka í verði«. Svo segir oss góðtemplari, að stúk- urnar hérna hugsi sér að hækka inn- töku- og ársfjórðungsgjöldin eftirleiðis ef mögulegt sé. Ástæðan ókunn, nema hvað menn stinga saman nefjum um, að stúkunum langi til að nnrla svo- litið áður en aðflutningsbannið kemst á, og þær sofna út af vegna áfengis- legsis í landinu. — T. d. kvað »trú, von og kærleikur« ekkert hafa stigið í verði síðan seinast, svo hækkunin getur alls ekki stafað af því. Hagfræðiskenning. »Að gifta sig ekki, er misbreytni gagn- vart þjóðfélagi því sem maður lifir í«, segir amerískur hagfræðingur, þrí- kvæntur.— Þetta ber ungum mönnum hér í Víkinni að athuga. Heimastjórnarmennirnir hérna kváðu ekki líta hýru auga til Landvarnarflokksins nýja. Þvkjast þeir sumir sjá það á ýmsu, að nú fyrst sé gullöld Landvarnarmanna að hefjast fyrir alvöru. —- En liklega jafna þeir sig bráðlega aftur, og rej'na til að lappa eitthvað við Heimastjórnarflejið. Það er óþarfi að láta það rifna að svo stöddu. »Templar« skýrir frá, að mörg útlend bindindisblöð hafi flutt fréttir frá íslandi í sumar, er flest- ar séu teknar eftir »Templar«. En ein- mitt þessvegna hafl þær fréttir oft ekki verið réttar eða áreiðanlegar. — Það eru bærileg meðmæli þetta, er baðið gefur sjálfu sér. Svo segja dönsk blöð, að síðan »hóruhúsin« svokölluðuhafi verið afnumin í Höfn, eigi kvenfólk í vök að verjast, þegar það er síðla á gangi, vegna karlmanna, er vilja spjalla það. Kvenfólk þar kvað því gera nokk- uð að því, að ganga með hlaðnar skammbyssur. Prentsmiðjan Gutenberg. Afgreiðsla »Pjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.