Þjóðhvellur - 01.01.1908, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.01.1908, Blaðsíða 2
70 Þjóðhvellur Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. TeJefón 137. til þess, að nú eru flestir aö heimil- nni sinum, og' langmest fjölmenni í bænum. Hefur röskur helmingur allra kjósenda kosið, og er það sannarlega litt til sæmdar þeim, er heima sátu og hrærðust hvergi. Og veilir eru þeir menn, er viljandi bera rétt sinn fyrir borð í borgaralegu félafli. Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, KJapparstíg 1. Heykjavílí. Reykvískir verkamenh og bœjarráðskosningin. Ekki verður því með rökum neitað, að býsna barnaleg var hún framkoma megininþorra verkamanna hér í bæ við hinar nýafstöðnu bæjarstjórnar- kosningar. Hún er í raun og sann'eik bláttáfram grátleg. Hugsið ykkur! Verkmannaflokkarnir — alþýðan svo- kallaða — er vitanlega langfjölmennasti tlokkurinn, er til kosninga gengur hér í bænum. En þrátt fyrir það, er sam- komulag þeirra og samtök svo frá- ¦ munalega léleg — allur undirbúning- ur þeirra fyrir kosningar þessar svo hræmulega ófullkominn, að ekki einn einasti inaður úr þeirra hóp nær sæti í bæjarstjórninni. Hvað sýnir ljósar, en einmitt þetta, að í verkmannafélögunum hér er hver liöndin uppi á móti annari, enginn þáttur í félagsskap þeirra tryggur. Að hugsa scr þá minkun, sem í þvi felst, að »Dagsbrún«, »Báran« og »Verk- mannasambandið« — pessi fjölmennu félðg, er eiga í sér fólgið svo mikið lifandi afl og atorku — skuli ekki eiga eitt einasta atkvæði, engan einn úr sínum eigin hóp í bæjarstjórninni nú — þ a ð . c r h a r t. Og þó er þetta kjarninn úr höíuð- staðarþjóðinni, aðalmáttarstoðin, sem hver einasta lífshreyfing bæjarins í framkvæmdaáttina byggist á. Pað er sýnilegt, að þessir menn eru ekki langt gengnir til góðs götuna fram eftir veg — í málefnum sínum. Og svo eru verkamenn sjálfir, sumir hverjir, að spyrja, hversvegna enginn þ e i r r a manna hafl náð kosningu — alvcg eins og þeir hafi enga hugmynd um, hvað því veidur. Hérerþó sann- arlega ekki um vafasamar rúnir að ráða fyrir þá. Síður en svo. Sannleikurinn og svarið er, að for- sjá og samvinnu, í ítrustu nauðsyn, eiga verkmannaflokkarnir hérna, enn sem komið er, alls e n g a til. Það er b a n a m e i n i ð. Félagsskapar-ósamkomulagið er orð- ið svo rótgróið, að stórvandræði hljót- ast aí þrásinnis, innbyrðis i félögunum. — þau klofna og margklofna — og deyja svo loks, eins og dæmin sýna. — Venjulega eiga »pólitiskar pillur« nicstan þáttinn í. Við skulum athuga þetta svolítið nánar. Við hötttm hag af því. Hvernig mundi nú hafa farið, hefði vit og vilji verið með í verki og »Dags- brún«, »Báran« og »Verkm.samb.« sam- einað sig um einn og sama lista, með ráði og dáð ? Engan veginn öðruvísi enþannig, að þessum félögum hefði veríð í lófa lag- ið að koma, að minsta kosti, 4 eða 5 mönnum að úr sínum eigin flokki. — Þá hefðu atkvæði félagsmanna að sjálf- sögðu dreifst svo langsamlega miklu minna. Það leiðir af sjálfu scr. Litum nú til Bárufélagsins. Hvaða vit var í því fyrir félagið, að gera það glappaskot, að sameina sig »01dunni« og samþykkja með því þann mann efstan á lista, er sýnilegt var löngu fyrirfram, að svo sáralítið fylgi mundi hafa? Var það ekki beinlínis banatilræði við eiginn mátt ? Rn hefði nú t. d. »Báran« sameinað sig Verkmannasambands-listanum og Ottó Þorláksson komið þar í stað Hannesar ritstjóra (því H. hafði ekk- ert fylgi), þá hefðu áreiðarlega 2, ef ekki 3, komist að af B-listanum, því þá var hver maðurinn öðrum betri niður að fjórum, er svo fjöldmargir hefðu kosið og meira að segja sótst eftir. Fyrsti maður á J-listanum og sá ann- ar á B-listanum voru blátt áfram »þyrn- ar milli rósa«, ef svo mætti að orði kveða, er fjöldmarga gerðu fráhverfa þeim listum. Og reyndar voru allir listarnir meira og minna með því marki brendir, nema kvennalistinn. En vist er um það, að með góðri sam- vinnuíkosningaundirbúningnum,hefðu verkamenn svo hæglega getað komið í veg fyrír alla þyrna, og staðíð svo nokkurnveginn sem einn maður i sjálíri kosningunni. Þá mundi öðruvísi farið hafa, en raun varð á, og þetta meinlega félags- Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Tetefón 77. sundurlyndi ekki orðið þcim svona herfilega til minkunar. Samhuga samtök kvenna við þessar kosningar, cr ljós vottur þess, að verka- menn hcfðu getað komið ársinnijafn- snildarlega i'yrir borð og þær, og geng- ið af hólmi kosninganna með sigur- bros á vörum, bara ef þeir hefðu lát- ið samvinnu og gott skipulag fara saman í undirbúningi sínuni. Það er verkamönnum hér bein- línis til minkunar, að vita bæjarstjórn- inanýjtt skipaða embættisinönnum ein- vörðungu, en eiga þar sjálíir ekki einn einasta mann. Hvar sjá þeir betur vott síns eigin sundurlyndis og félagsleysis. En sjálfsagt láta verkamenn víti sín við þessar kosningar, verða sér að varnaði við þær næstu. Gramur kjósandi. %£&. desember. Sá dagur var laugardagur og rann á loft upp bjartur og broshv'r, — en aldrei undrast eg annað meir, en það, er gerðist þann dag. Eins og flesta rekur minni til, fór þá fram einhver sú snarvitlausasta slökkviliðsæfing, er sögur fara af hér í bæ. Það haí'ði sem sé einhvern veginn borist í loptinu þá um morguninn, að hans »hávelborinheit« og af guðs náð »sprautuliðsforingi« í Beykjavíkurbæ, lögfestur ræðismaður hinna sænsku krúnu og lýðkjörinn fulltrúi í hinu gamla og nv'kosna bæjarráði« hefði dottið í hug sú goðumlika ráðdeild, að stofna til alfullkominnar slökkvi- liðsæfingar í allsherjar nafni, kl. 1—2 þennan dag. — Þessi fregn gekk fyrst eins og kvis frá manni til manns, er einn staðhæfði, sem hreinan sannleik, cn annar skelti við skolleyrunum, rétt eins og hún hefði fæðst hjá prent- smiðjupóstinum — í munnum málgef- inna vatnsbera, eða þá í laugunum —, því eins og nærri má geta, fannst slökkviliðskonginum engin ástæða til, að tilkynna þetta »turniment« á form- legan hátt, þ. e. með auglýsingu. Leið nú svo og beið þar til kl. eitt, að þrír fílefldir brunakallarar fóru geist um götur og torg, með básúnu- hljómi hvellsterkum, og hafði hver þeirra hundrað stráka á hælum sér,

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.