Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 2
102 Þjóðhvellur Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5.Telefón 137. ríkti í stiganum, er maður gengur upp á áheyrendapall. Þar voru „slagsmál", ryskingar og djöfulgangur, ! þetta sinn. Og svo frægur var eg ekki að komast upp á pallinn, heldur varð eg að hröklast öfugur út aftur. Regnkápuna mína rifu þeir ! hengil, en einhverjum manni gaf eg blátt auga í staðinn; hann hótaði stefnu, enda held eg að hann hafi verið saklaus. Eg öfunda Reykvíkinga af svo fjörugum samkomum. Og vil leyfa mér að leggja til að umsjónarmennirnir verði hafðir vopnaðir að fornum sið — — “. „-----Eg man ekki til að hún hafi viðgengist áður á alþingi í Reykjavík þessi umsjónarmenska á þinghúsganginum. Þeg- ar eg kom þar, var múgur og margmenni fyrir neðan stigann, en efst í honumstóðu 5 menn, er vörnuðu ölllum öðrum upp- göngu, en þeim, sem höfðu aðgöngumiða. Þetta réttlæti er eflaust afleiðing hinnar nýju flokkaskipunar á þinginu, — og ef- ast eg um, að breytingin sé til batnaðar, hvað þetta snertir. En af þv! eg hygg, að bardagabragurinn, sem þarna er látinn vera á öllu, eigi að minna á alþingi Is- lendinga til forna, finn eg ekki ástæðu til að átelja frekar þetta fyrirkomulag. — Að eg komst alla leið upp á áheyrendapall í þetta sinn, þakka eg stafnum mínum, því hann hafði þann heiður að brotna á baki eins af þessum varðmönnum þingsins, um leið og eg rauk fram hjá honum; en vegna nýrra áhlaupa, sem voru í aðsígi að neð- anverðu, hafði maður sá ekki tíma til að kvarta um sársauka, eða gera rellu út af högginu-------“. Sveitakarl úr Þingv.sveit. 3. „-----Eg finn ástæðu til að láta þess getið í þessu bréfi, að eg óska alþingi Is- lendinga til lukku með slnar nýju heræf- ingar, er það hefir stofnað til, og sjálf- sagt dags daglega eru um hönd hafðar frá því þingfundur byrjar og þangað til hann endar. Þegar hermennirnir 5 standa eins og þvertré efst í stiganum, búnir út í brandasálma og hverskonar orustubrögð, hlýtur maður að minnast Laugaskarðs bar- daga hjá Grikkjum. I þetta sinn, sem eg kom í þinghúsið, gat eg ekki annað en dáðst að bragðfimi og ofurhug þessara hermanna, er þeir hófu upp hnefana og Lifsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstig 1. Reykjavik. ruddust með öllum sínum líkamsþunga á óvinahópinn, sem á þá sótti upp stigann, svo fimlega, að hver strákhvolpurinn á fætur öðrum smaug upp á milli fóta þeirra, án þess þeir yrðu varir við. Það er á- nægjulegt, að alþingi skuli hafa um sig svo fríða varðsveit. Og eg vona, að eg megi með óblandinni gleði þakka og til- einka meiri hluta þingsins, að þessi fagra „stigamannasveit“ er orðin til, og að hann hefir borið gæfu til að skapa sanna land- varnarmenn*), sem starfa þarna í stigan- um undir merki hermenskunnar — í þarf- ir þjóðarinnar —. Og eg er „stigamönn- um“ þingsins svo hjartanlega þakklátur fyrir, hvað eg komst fyrirhafnarlítið upp á pall. Eg hafði það af í 5. atrennunni sem eg gerði; hafði það lcostað mig 3 kjafts- högg að vfsu og alla hnappana, 10 sam- tals, á burunni, sem eg var í utan yfir mér. Og mér kemur ekki til hugar að bregða „stigamönnunum" um vöntun afls eða karlmensku, þótt aðeins einn hnappur yrði eftir; það var óviljaverk af þeim að rífa hann ekki af líka, og þess vegna fyr- irgef eg þeim þá yfirsjón — hitt skiftir meiru, hvað alþingi og hin nýja stjórn eignast þarna æfðan og herskáan lifvörd — eða aftaníossa á Isaf.máli og óska eg öllu þessu bezta gengis og allra þrifa —“. Bandítt úr Vik. Vér hyggjum, að þessi 3 bréfkorn séu næg til að sýna þann svip og hermensku- blæ, er yfir öllu þinghaldinu hvílir í þetta sinn, og þótt mönnum virðist „stigamanna- stéttin" í þinghúsmu óviðfeldin við fyrsta tillit, er stafar af því, að þetta er nýr starfshringur—ersýpurum 2o kr. d dag af landsfé, og ekki hefir verið hafður á þingi fyr, — þá liggur næst, að skoða þetta sem hverja aðra nýja framför, í „hernum ósigrandi“, er stefnir að einu og sama takmarki, sem sé: sparnadarlóninu. Ritstj. Tveir nýir skrifstofustjórar? „Eftir því, sem skipast hefur um ráð- herravalið", segja menn, „kvað það vera fullyrt, að framhaldið fullkomni byrjunina, og að þeir Indriði miðill og Guðmundur 1) Réttara að segja pjódvarnarmenn, þeir varna þjóðinni uppgöngu. Ritstj. Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77 Karnban verði gerðir að skrifstofustjórum í stjórnarráðinu, undir handleiðslu hins „nýja ráðherra". Og menn bæta þv! jafn- vel við, „að svo framarlega, sem þessi tvö mikilmenni hefðu boðið sig fram til þing- mennsku síðastl. sumar, fyrir kosningarn- ar, mundu þeir hiklaust hafa verið kosnir I hvaða kjördæmi sem hefði séð þá!“ — Nú eru sem sé þeir tímarnir, að margir andatrúarmenn eigna ö n d u m alla þá skringilegu sigra, sem átt hafasérstað í frelsisher „sjálfstæðismannanna nýju“, og Imynda sér þessvegna allar leiðir færar, hversu ómögulegar sem þær virðast. Það er því enginn efi á, að tímarnir eru að breytast og „stórmerkileg þau tíðindi, sem hér eru að gerast“ —• að hverju sem þau stefna. B a n k ó. „Altaf ríki — hvergi land“, Eg slæddist inn á meiri háttar kaffiskála á laugardagskvöldið var, 13. þ. m.; gerði eg það meira af fróðleiksfýsn, en kaffi- þorsta. Eg skemti mér ágætlega við hljóð- færaslátt o. fl., en I þv! eg ætlaði að standa upp og fara, komu tveir menn inn og tóku sér sæti við lítið borð rétt hjá mér, hringdu borðbjöllunni af miklum krafti og heimtuðu „tvo kókó“. En af orðum, er annar sagði í þv! hann hringdi, leit eg svo á, að þetta væru alþingis- menn; og vel má vera, að eg hafi rangt fyrir mér, enda er eg ekki mannþekkjari, að eg held. Hann sagði sem sé: „Þetta er alveg eins og bjallan forsetans". — Það voru þessi orð, er skutu því inn hjá mér, að þeir væru þingmenn. — Eg beiddi nú guð að forða mér frá að fara, pantaði því „sítron og vindil«, hallaði mér aftur á bak og góndi fram og upp, alveg eins og hver annar vlsindamaður mundi hafa gert í mínum sporum. Mennirnir hófu samtai, er fór á þessa leið : 1. maðnr: — Hvað? Það er á sunnu- daginn, sem þeir fara, forsetarnir. 2. maður: Jú — hárrétt; á sunnudag- inn fara þeir. En efst er það í mér, kunningi, að lítil sigurganga verði hún förin sú. 1. maður: Ekki gott að segja; litlar líkur, því er ver! En völdin eru okkar, hvernig sem fer. 2. maður: Jú, að vísu, en sambands-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.