Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.03.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 26 REYKJAVÍK, MARS 1909. II, 5. ársfj. Jóbann Ármann Jónasson, úrsmiöur, Jónatan Þorsteinsson, kaupni., Laugaveg 12. Telefón 112. Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Carl Ólafsson, Ijósmyndari, Hafnarfirði. Kunningja-hjal. Pétur: Sæll og blessaöur, kunningi, hvernig líst pér á tíöina? Páli. Bölvanlega. Hér er ekki ann- að aö hafa en eilíí't öfugstreymi! Allt fer aftur á bak, ekkert áfram, hnignun speglarsig í hverju strái, hverjum steini. Allir atvinnuvegir, allir, segi ég, eru á hverfanda hveli, engir peningar, engin framleiösla, allt er í kaldakoli, nema pólitíkin — hún lemur landiö eins og hafaldan; hún er líka málefni, sem hver bjáKinn blaðrar um, en enginn botnar minstu vitund í, ekki einu sinni pessi 6 eyru, sem út fóru með Sterling, eijru segi ég, pví ég skil varla að pau geri annað, en að hlusta á pað sem kong- urinn eða rikisráðið segir peim. Eða hvað ættu pau að gera eðageta annað? Hver af peim er stjórnspekingur, má «g spyrja? Pétur: Eg segi ekki að neinn peirra sé stjórnspekingur, en skynsemdar- menn eru peir menn allir, ogvitsverð- ur peim ekki varnað. Ég fer svo langt, pó ólíklegt kunni pér að pykja, að ég býst við miklu meiri árangri af peirra ferð, en millilandanefndarinnar sælu, og vænti ég pú trúir ekki. Páll: Nú já, pú ert við pað hey- garðshornið, drengurinn, pað var til vonarinnar. Nei, Pétur, árangurinn af pessari forsetaíerð verður enginn, nema ef hann yrði verri en enginn. Það skal ég pora að sverja. — Eða hvaða »fígúrur« gerðu pér vonir um að Björn geri. Hann treður marvaðann og bölv- aða hræsnina, hygg ég. Tala um frið í dag og fríðasta samkomulag, en eitr- ar svo fyrir allan frið á morgun, og verður pottur og panna í hverskonar ófriði og ósamkomulagi bæði heima og heiman, býst ég við. Og Ilannes — hvað heldurðu að hann geri? — Af honum stafar hvorki ílt né gott — hann stendur fastur eins og hver ann- ar rótfastur eikardrumbur, sem nær yflr pvera götu; lengra kemst hann ekki; — nú, og svo Kristján, hvað ætti svo sem að liggja eftir hann? Ekki nokkur minsta ögn — nema ef hann léti undan síga og gerði pað fyrir konung að taka við að Hannesi ráð- herra, — og efast ég pó um að hann leggi út í pað—Björns vegna. Pétur: Bölvaðar hrakspár ferðu með maður. Og ekki Ieynir hann sér hcld- ur, heimastjórnarsvipurinn, á pví sem sem pú segir. Eða til hvers heldurðu að kongurinn hafl farið að kalla pessa menn á fund sinn, ef ekki til pess, að bjóða Islendingum einhverjar breyting- ar á frumvarpinu og gera einhvern peirra að ráðgjafa — en pað verður Björn, á pví er enginn efl. — Páll: Björn verður ekki ráðherra fremur en ég — og ég býst við, að enginn pessara priggja nái pví hnossi, taktu eftir. Og mér kæmi pað svei mér ekki á óvart, pótt einhverjir alvar- legir viðburðir í pólitikinni létu á sér bera von bráðar, — eitthvað óvænt, sem kæmi eins og fjandinn úr sauðar- leggnum, og alla grunaði síst. Pétur: Og viltu pá meina, að pessir 3 menn fari fíluför og verði sendir heim aftur, án pess að geta liaft með- ferðis ofurlitinn árangur — eitthvert umhugsunarefni handa alpingi í sam- bandsmálinu, til viðbótar við pað sem fyrir er? Pálb. Já, blátt áfram — að peir verði sendir heim eins og hver önnur vöru- tegund, sem ekki heíir getað unnið sér álit á heimsmarkaðinum. — Eða hvað heldurðu að kongur segi, pegar Björn innir honum frá, að hann og hans flokkur vilji ekki lita við pessu frum- varpi, heldur róa pví út á regindjúp og sökkva pvi niður með svo sterkum stjóra, að pað komi aldrei að eilífu upp aftur? Pétur: Jeg býst pá alveg við pví,að konungur bjóði persónusamband — og við pví búast allir sjálfstæðismenn; peir munu hafa fengið »pata« af pví, að svo mundi fara, áður en peir fóru, forsetarnir, og hugrckkið ekki afpokk- ast. Páll: Og hvaðan? Pétur: Hér er nokkuð til sem heitir andatrú. Páll (veiðimannlegur): Jú — pað er svo. Jeg gat ekki varað mig á pví. — Svo peir hafa leitað frétta paðan um árangur ferðarinnar? Pélur: Já, svo hcfir sagt niér sann- orður maður. Páll: Og var pá svarið sem peir fcngu skýrt og nákvæmt, ábyggilegt með öðrum orðuni. Pétur: Jeg má ekki segja frá pví að vísu. En af pví að pú ert búinn að fýsa svo miklu vantrausti á pessari ferð, pá langar mig fjandi til pess. Páll: Láttu pað bara flakka; cg pegi eins og grjótið. Pétur: Jæja. Peir kváðu liafa lialdið samkomu og»sært« fram Kristján kon- ung níunda, ekki i borðfót, heldur hefði hann birst peim sýnilega, og tal- að til peirra, eins og prédikari við söfnuð sinn. Hann heí'ði geíið í skyn, að pegar alt annað væri protið, væri útkoman persónusamband, og pað yrði árangur pessarar ferðar. Vilji sinnværi lika sá, að ísland öðlaðislpetta stjórn- arfyrirkomulag, andi sinn mundi fylla Friðrik konung og hann pví að sið- ustu veita ísi. pelta hnoss. — Og hvað segirðu syo hér um, Páll? Páll: Eg er fallinn í stafi og pori ekkert að segja. Pétur: A, var svo! Páll. „Stigamenn" Alþingis. Þrír bréfkaflar. Mosf.sveit 20/2—'09. „-------Mér fara ekki úr fötum viðtök- urnar, sem eg fékk þarna í þinghúsinu hjá ykkur. Eg var svo óhamingjusamur að koma þar daginn, sem vantraustsyfir- lýsingin var til umræðu; eger viss um, að eg gleymi ekki í bráð því frjálslyndi, sem Afgreiðsla ))Pjóðhvells« er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.