Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 3
PJOÐHVELLUR 107 gljáandi flöt, t. d. postulínsdisk eða því um líkt. Sá, sem spáir, verður sjálfur að hella korginum á þann stað, sem hann ætlar að hagnýta til spásagnar sinnar. Og þær myndir, sem korgurinn tekur á sig, skýrast á þessa leið: Komi fram kross, þá þýðir það, að ein- hver innan heimilis, eða einhver vinur, deyr bráðlega. Komi fram upphleypt hrúgald, sem líkist bjöllu að lögun, þá þýðir það, að maður muni bráðlega fara til kirkju eða þá til barnaskírnar, ferming- ar, brúðkaups, greftrunar o. s. frv. Jafnar raðir í korginum þýða óeirðir, rifrildi, rétt- arrannsókn og ýms óþægindi af verra tægi. Bognar eða ávalar línur eða rákir eru góðs viti, og mega menn óhikað gera sér vonir um geðfeld tíðindi. Þríhyrninga, einn eða fleiri, sem hafa spjótsoddslögun, merkja sorgir, er brátt bera að höndum. Brotnar línur, rákir eða stryk á víð og dreif merkja heimilisáhyggjur og fræðir um kærleika hjá sínum nánustu, er ætíð fer þverrandi, en sem maður þó sjálfur er orsök í. Oá- kveðnar eða óskýrar myndir, er ráða má á ýmsa vegu, eru merki um myrka fram- tíð, en þó hamingju síðar meir. Vilji korg- urinn ekki kvíslast eða aðgreinast, þá er það merki um ríkidæmi, er kemur fljótlega. Sporöskjulagað svæði í korginum, hvort sem hann kvíslast eða ekki, er aðvörun um leiðinlegt óhapp, er maður þó með aðgætni getur komið í veg fyrir. Skifti korgurinn sér í tvo jafna hluta með glompu f miðju, verður maður að gæta sín vel fyrir falsi og óhreinlyndi þeirra, er maður heldur vera bestu vini sína. Lítið og hrmgmyndað op merkir, að maður verður að sjá á bak kærum ættingjum. Besta merkið, sem myndast getur, er það, ef korgurinn tekur á sig lögun tölustafsins 8; það þýðir áreiðanlega hina mestu ham- ingju í lífinu. — Eftir þessum merkjum haga sér oftast allar aðrar myndir; og því ákveðnari og greinilegri sem þær eru, því áreiðanlegri sannindi láta þær í té. — Ýmsar myndir og form, sem hér eru ekki uefnd, getur þó korgurinn tekið á sig, en að svo miklu leyti, sem þær ekki geta heimfærst undir það, sem að ofan er ritað, verður reynsla, kunnátta og nákvæm ran- sókn spámannsins að ráða mestu um gildi þeirra. Þetta eru þær áreiðanlegustu upplýsing- ar, er vér getum, í stuttu máli, gefið um þetta efni. Og hyggjum vér að þær komi að notum. Viljum vér ráða öllu kvenfólki til þess að notfæra sér upplýsingar þessar, er vér höfum aflað oss með talsverðri fyrirhöfn. Það þarf ekki að minna kvenfólkið á það — það veit það — að hér er um „rann- sókn" að ræða, engu syndsamlegri eða ó- merkari en „andasæringarnar" svonefndu. Og eins og andar geta(?) látið til sín heyra í gegnum borð og borðfætur, eins víst er það, að einhverjar huldar hendur séu með í verki, þegar vér leitum frétta um fram- tíðaratvik vor eða forlög í kaffikorg. Hvort- tveggja tilraunirnar eru náttúrlega stór- merkar, einkum hin síðarnefnda; hún hefir líka þann kost, að vera miklu umstangs- minni en hin, og áreiðanlegri þó. Ritstj. Pólitiskir molar. Alpingi var slitið þann 8. maí, kl. 5 slð- degis; sú athöfn tók 10 mínútur, enda ekki annað gert en húrra hástöfum fyrir konginum, og svo munu þingmenn hafa lesið „faðir vor“ í hljóði. — Þing þetta hefir verið mesta þarfaþing; hefir meðal annars gert ráðstafanir til þess, að kaupa Guðbrandarbiblíu utanlands frá. Nokkrir, sem eru óguðlegir innanbrjósts, hafa látið í ljósi undrun sína yfir því, hversu óstöðugur nýi ráðherrann hafi verið í sæti sínu á alþingi, og hversu oft það hafi staðið autt. En, ef menn þessirgæta þess, að hugsjónir og heilabrot hygginna stjórnvitringa fæðast nær ætíð andvana innan um heimsku ög hávaða, verður á- stæðan auðsæ. Stærsti sígurinn, sem sjálfstæðismáli Isl. hlotnaðist með forsetautanförinni var sá, að einn forsetanna varð „bálskotinn" I danska kvenfólkinu — eins og það lagði sig. — Þetta er eins dæmi í okkar sögu.— En Bríet kvað segja, að einmitt þetta muni verða þýðingarmesti punkturinn fyrir kven- frelsismálið á Isl.; og allar Gunnur eru á sama máli. I. maður (meðan á bankafarganinu stóð): „Hvernig líst þér nú á ráðstafanir nýja ráðherrans?" 2. maður (rólega og smjattar um leið): „O, engan veginn — nema hvað hann nýtur þess, því miður, að við íslendingar erum ekki sama sinnis og Gyðingar á dögum Krists". Templarar hefna sín. Þess má geta, góð- templurum til maklegrar minningar, að þá er alþingi hafði smelt fullnaðarsamþykki á lögin um aðflutningsbann á áfengi, tóku þeir sig til og efndu til dýrðlegrar veislu á „Landi" sínastl. fimtudag, og buðu þangað þingmönnum þeim, er já-atkvæði gáfu bannlögunum í þinginu. Hina skildu peir eftir. Er óhætt að fullyrða, að með þessari aðferð hafi templarar komið fram hinni vasklegustu og tilfinnanlegustu hefnd sem hugsast getur á hendur hinum, er mótspyrnu sýndu bannlögunum á þingi. Og vegur templara kvað enda hafa vaxið um fullan helming fyrir vikið, — það er líka sigur fyrir Regluna! Heimastjórnarm.: „Hvað er orðið um fánamálið? Það er daufara yfir þvf I ykk- ar flokki nú, en í fyrra. Þið nefnið varla fána á nafn. Hvað veldur?" Landvarnarm.: „Bull. Þú skilur það, auli, að við höfum ekki hugsað okkur að flagga með honum, nema bara á fundum, frammi fyrir kjósendum, fyrir og um al- þingiskosningar". Sannindi. Enskur læknir frægur segir meðal annars: „ . . . Það er ekki af því, að vinid sé í sjálfu sér svo óholt, að margir læknar og líkamafræðingar nútímans ráða fólki frá notkun þess, heldur vegna þess, að þeir eru svo margfalt fleiri, sem af heimsku sinni vanbrúka það, heldur en hinir, sem nota það sér til gagns. — í því felast hrópin um afnám vínsins I stöku landi... Ef enginn maður hefði sést ölvaður í ver- öldinni, og menn hefðu vanið sig á, að neyta sem svarar ’/« pela af góðu kontaki á dag, þannig, að skifta honum I þrent og drekka x skamt eftir hverja máltfð, og látið þar við sitja alt sitt lff, þá mundi ekkert templarafélag vera til í veröldinni, engin vínsölubannslög og engin harma- kvein vegna áfengis; engin hróp um að-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.