Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 2
106 Þjóðhvellur Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík.Telefón 77 um tekinn af alþingi, með fimtán mannavali, og kjörinn af konungi suðrí Iíhöfn sem ráðherra yfir Is- landi 30. dag marzmánaðar 1909. Er það því vegsauki mikill land- varnarflokknum, að hann skyldi úr honum valinn vera af Dana- konungi. Og má sá flokkur mjög þakka Dönum fyrir þann stór- kross, er lionum hefir í raun og veru hlotnast með þessu sögulega og stórmerka ráðherravali. Stjórnarráðið hefir, eins og kunn- ugt er orðið, tekið þeim breyting- um, sem vilji og vísdómsfull undir- og yfirmeðvitund vors nýja yfir- valds vildi vera láta, og er því óhætt að fullyrða, að sú stofnun megi úr þessu með rjettu nefnast íslands nýja Hetleliem. Leikmótið á Austurvelli 2. maí. Eg var þar staddur — var narr- aður þangað, eins og fleiri. Eg skil ekkert í glímufélaginu »Ármann« að bjóða almenningi upp á annað eins »íþróttamót« og það hélt hér þennan sunnudag á Austurvelli. Það þarf kjark til annars eins. — Að safna að sér hundruðum áhorfenda, ekki ein- ungis innlendum, heldur líka tug- um útlendra, og sýna sama sem ekki neitt, eða verra en ekki neitt — það er svei mér ekki til að auka álit íþróttafélaganna hér, ef nokkur eru. — og allra síst bjóst eg við þessu af »Ármanns«-fél., sem bæði er fremur gamalt í hettunni og hefir hingað til notið maklegs álits hér hjá almenningi. — Jæja, látum vera, þótt þeir gengu eftir bumbuslætti og kæmu stundar- fjórðungi of seint — óstundvísi er einkenni flestra hér um slóðir, — en úr þvíj þeir gengu hermanna- gang til þessa móts, hefði þeim átt að vera vorkunnarlaust að bera sig Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstig 1.Reykjavik. Pétur Brynjólfsson, ljósmyndari, Hverfisgötu. Reykjavík. Telefón 76 tilgerðarlaust og fallega til á göng- unni; vel vaxnir menn njóta sín alls ekki, ef hverri hreifingu fylgir meiri og minni tilgerð. — Kapp- hlaupið var fjörlaust og enginn veigur í því og hið svonefnda höfrnngahlaup var svo illa af hendi leyst að leiðindi var á að sjá, og alt var eftir því, og þó var það sem sýnt var hvorki annað eða meii’a en bai-naskólaæfingar í smá- um stíl. Þegar eg stóð þarna við girðing- una og horfði á þetta stjórnlausa lítilrœði, flaug mér í hug Fergusons- félagið, sem sýndi tvívegis, svo eg sá, ýmsar íþróttir á láréttri stöng og fleiri tækjum, á þessum sama stað, fyrir 12—13 árum. Það félag var barnungt, en laut góðiá stjórn; enda man eg, hvað fólk skemti sér Vel við að horfa á fimleika þess, það félag varð skammlíft, fór í mola, er formaður þess, Fergu- son, enskur prentari, fór af landi burt. —Ármannsfélagið má spjara sig, ef það vill ná listfengi Fergu- sonsfélagsins; ennþá er það ekki einusinni skuggi af því — að glím- unni fráskildri, sem »Ármann« á heiður fyrir að hafa hafið til vegs og gengis, án þess að glíman, sem þarna fór fram, væi'i nein dásemd. Svo er það líka sára-leiðinlegt, þótt aldrei nema um smáleikmót sé að ræða, að sjá alt ganga á tré- fótum, sjá enga reglu á neinu, en svo var þarna, og því til sönnun- ar má t. d. benda á, að þegar á milli var, mátti sjá, hvar einn var að sýna handahlaup, annar að reyna til að standa á höfði, þriðji að »hlaupa yfir sig« o. s. frv. — Iþróttamenn, sem skilja sitt verk, »slá ekki um sig« með slíkum út- úrdúrum, er þeir halda hóp og lúta stjórn. Há-Bendix. Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5.Telefón 137. Náttúrufrœdin grœðir!! Allir vita það, bæði hér í Vík- inni og víðar, að á Grænlandi og öðrum Norðurheimskautslöndum, hefir mönnum undanfarið aðeins verið kunnugt um eina tegund bjarndýra, sem í daglegu máli er oftast nefnd Isbjörninn. En mönn- um til mikillar undrunar kvað nú fyrir skömmu hafa fundist hér í landhelgi spendýr, af nákvæmlega sama kynstofni og sem náttúrufræð- ingar nefna Skrið-IIjörn; kvað hann mest lifa á tevatni og tvíbök- um annara dýra. — í heimi nátt- úruvísindanna iðar nú, eins og eðlilegt er, alt af fögnuði yfir þess- ari stórmerku uppgötvun. Geníus. Tilmæli fjögra meyja. Eftirfarandi bréf var ritstj. þessa blaðs fært með morgunkaffinu á annan í pásk- um: „Herra ritstj.! Af pví við gerum ráð fyrir, að ritstjórar hinna blaðanna þykist upp úr því vaxnir, að gefa okkur upplýsingar um ofurlítið spursmál, er við vorum að þrætast um í gær, vildum við snúa oss að yður og biðja yður um, að leysa úr því, eins áreiðan- lega og yður er mögulegt, og færa okkur svarið í blaði yðar næst. Spurningin er: Hvernig farið sé að, eða hver sé hin bezta og áreiðanlegasta aðferð til þess að spá í bolla eða kaffikorg. Virðingarfylst. Fjórar yngisvieyjar. Enda þótt oss væri miklu geðfeldara, að komast í kynni við þessar yndismeyjar, sem hljóta að vera mjög hugsandi, og skynsamar verur með afbrigðum, og rabba við þær um ofanritað spursmál, heldur en að gera það að blaðamáli, viljum vér þó með ánægju láta þeim í té eftirfarandi leiðarvísi: Kaffikorginum er langbezt að hella á

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.