Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.05.1909, Blaðsíða 1
ÞJOÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 27 REYKJAVÍK, MAÍ 1909. II, 5. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Carl Olafsson, ljósmyndari, Hafnarfirði. 11m1111 liíi!! Þjóðhvellur getur ekki verið þekt- ur fyrir að láta það um sig spyrj- ast, að hann sitji hjá og þegi, þegar bræður hans og systur i blaða- heiminum íslenzka eru masandi og masandi og ætla að rifna af að- dáun yfir ráðherranum nývalda — er sumir, og það með réttu, nefna íslands nj7ja Messías —. Þjóðhv. þykist líka eiga málbein og næga mælsku til þess að segja eitthvað um þetta stórmerlca »æfintýr« frá sínu sjónarmiði — því æfintýr er það og ekkert annað, að þessi skyldi öðlast þetta hnoss — svona þvert ofan í eindreginn vilja sinn! Þetta blað hlýtur að játa það, auðvitað sjálfu sér til skammar og skapraunar — að þegar alþingi hafði valið þennan til ráðherraefnis sællar minningar, öskudaginn 1909, leist því ekki á blikuna. Því fanst þykna yíir og syrta að á frelsis- himni ísafoldar. Og nú skammast Þjóðhv. sín fyrir þessa hugsjón — það gerir frægð sú og frami, ein- urð sú og lipurð, staðfesta sú og hinn steytti hnefi, er ráðherraefnið sýndi þarna suður við sundin í síð- ustu förinni. — Og þegar konung- ungur boðaði hann á sinn fund til þess að krýna hann og krossa og setja hann inn í hina nýju stöðu og leggja á hann stjórnarhattinn og blessun sína, stóð Þjóðhv. í þeirri meiningu, að hann, ráðherra- efnið, mundi gera eitthvert bölvað axarskaft, er annaðhvort riði sjálf- um lionum að fullu sem ráðherra- vísi, eða þá að hann spilti málstað tslendinga með því að slaka til og láta undan síga. En nú, þegar hug- dyrfð hans öll er komin á daginn, og hver einn og einasti íslending- ur veifar kambinum af stolti yfir því, að eiga svo þróttríkan, hollráð- an og svipmikinn yfirmann — sem fær útlenda þjóð til að titra, eins og lauf í stormi, er hann stendur augliti til auglitis við hana — þá má Þjóðhv. sannarlega blikna og blygðast sín vegna hugsana sinna og tortrygni í garð hins nýja yfir- valds. Hann er neyddur lil að biðja fyrirgefningar. Og hann gleðst af því að ísland skuli eiga slíkan son. Það getur ekki farið í felur, að kjarkurinn er Jóns Arasonar, mælskan Jóns Þorkelssonar (Vída- líns)ogstaðfestan Jóns Sigurðssonar. Eiginleikar íslands bestu sona eru endurfæddir í þessum manni, nýja ráðherranum, — það getur ekki leynt sér —, guð hlýtur því að blessa störf hans — eins og þeg- ar hefir sýnt sig í því, hversu einkar- yndislega honum hefir tekist að bœta úr peningavandrœðunum — í landsbankanum, að minsta kosti. Það stórmerki mun lengi lifa bæði í ljóði og sögu þessa lands. Og er það þá láandi, þótt fjöld- margir landar sameini mannsins miklu kosti og láti þá ljóma í dag- legu máli með því að nefna hann: íslands nýja Messías? Nei — og aftur nei! Og úr því hann, mót hjartans von og öllum vilja, varð fyrir því, að verða valinn ráðherra ísafoldar, gerir Þjóðhv. það að sinni hjart- ans ósk, að fyrir honum megi alt í blessun snúast, og hann fái notið embættis þessa jafn fagurlega og liann hefir aflað þess. Einnig er það síst fjarri, að óska ísafold til hamingju með hinn nýja valds- mann, því hann telur víst, að þar hafi hún eignast þann, sem nú um skeið hefir spilað allra íslendinga bezt á strengi þjóðar hennar, að því síst gleymdu, að hann er eitt- hvert göfugasta góðmennið, sem ísafold ber á brjóstum sínum; hann er vissulega gæskurikur, elskulegur og umburðarlyndur. Hann er sverð og skjöldur smælingjanna, athvarf aumingjanna og stoð og stytta syrgjendanna. — (Hallelúja, mundi Þjóðhv. segja væri hann málgagn Sáluhjálparhersins). — Yfir höfuð: Hann er sá, er Þjóðhv. spáði eitt skeið, að birtast mundi bráðlega hér meðal vor til blessunar, frelsis og farsældar þessari þjóð, — því, það er vist, að hann er alt sem ís- land þarf: Hann er afltaug alls fagnaðar hjá vorri þjóð; í honum er falinn friður sá og ró, er listir og íslenzk vísindi þarfnast til að þróast, — hann er fullnœging allra áhugamála íslendinga. Hann lifi!!! (Hm). Svo halli sér þá allir »góðir« ísiendingar upp að brjósti »vors hezta nianns«, svo þeir megi finna »slátt hins mikla hjarta«, sem geymir þann andlcga blóðstraum, er fleytir þeim, eftir skamma stund, inn í frelsis- og friðarins pálmalund. — í sambandi við þetta ber þess að geta, að hinn nýi ráðherra til- heyrir landvarnarflokknum (nú í ár sjálfstæðisflokknum) og úr hon- Afgreiðsla wRjóðhvellsu er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.