Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 28 Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Bréfkorn úr borginni. i. Sæll og blessaður, Þjóðhvellur minn! — Það árar víst ekki býsna glæsilega í buddunni hjá þér, heldur en annarstað- ar, úr því þú sést ekki nema á margra vikna fresti nú orðið. Eg hafði þó hugs- að, að þú mundir hafa lag á að toga tíu aura út úr náunganum, þótt eg og mínir líkar fái ekki hjá honum eins eyris virði upp 1 skuldir — hvað þá meira. Eg held að blöðin eigi litlu láni að fagna. Þau hrynja niður hvort eftir ann- að. Svona fór með „Huginn"; hann bráðdrapst rétt eftir sláturstíðina síðastl. haust; Verzlunarblaðið dó með vorinu og Fjallkonan var í andaslitrunum um sama leyti, en kvað eiga að lafa til ný- ársins, og svo síðast en ekki sízt Ing- ólfur, sem kominn var hálfa leið ofan 1 gröf stna; en á síðasta augnablikinu varð það honum til lífs, að andbanningafél. „Sjálfstjórn“ dróg hann upp úr — dauð- vona og allan útataðan — vegna fyrra lífernis, þvoði af honum í spíritusbala og gerðu úr honum blad — það voru við- brigði fyrir „Ingólf" — og nú hefir það kveðið við í tvær vikur undanfarið, að nú sé það fyrst, sem hægt sé að skilja innihald hans, — og sýnir það bezt kapp- girni Templara í Þjóðólfi og Lögréttu að reyna til að rífa það í sig; — þar fengu þeir nokkuð að kljást við. — Annars var Ingólfur altaf einkennilegt málgagn, og það var ekki von að hann gæti tórað í gamla gervinu, eða haft nokkra stefnu eftirleiðis, úr því Björn gamli breytti eins og allir vita, og eyði- lagði svona greinilega á svipstundu skilnaðarhugmyndina í forsetaförinni fyrir þeim Ingólfsfeðgum og fjöldamörgum öðrum, bæði hér og í Höfn. REYKJAYÍK, JÚLL 1909. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Það var Ijóti karlinn! Eg held að guð almáttugur, af allri sinni miskunnsemi, geti ekki einu sinni fyrirgefið honum framkomu hans, á efsta degi, hvað þá hinum, sem tróðu upp á hann þessu vandasama starfi móti öllum hans vilja. Guð veit, að hún er ólán- söm, íslenzka þjóðin, að hafa engan mann átt færari í meiri hluta sínum á þingi í ár til þessa starfs. — Og þessu ræður að llkindum bæði ólán og úrkynj- un. — En þó er eg samt að vona, að gamli Björn eigi eftir að gera eitthvað gott — upp í þessar ioo púsundir sem hann kemur til með að hafa í tekjur næstu sex árin, — úr því hann er búinn að gera svona margt vesælt og vont. — „Fall er til fararheilla*, segir máltækið, og ef til vill sannast það á honum, enda þótt ellimörkin séu svona leiðinlega auð- sæ. — En nokkuð er það, að gömul kona, sem eg hefi reynt sannorðasta, og svo getspaka í þrem tilfellum að undrun sætir, og sem þekkir ráðherrann mjög svo vel, heldur því fram, að Birni segi fyrir, og spáir, að hann muni verða svo heppinn, að fá að deyja sem ráðherra innan næstu sex ára. — Og leiðinlegt væri það þó vina hans vegna og skaði fyrir Dani. En hvað sem því líður, þá er kona þessi svo getspök, að eg þyrði ekki að rengja orð hennar, þótt eg ætti að vinna mér það til lífs. Ekki hugsaði eg, að það kæmi fyrir hann Tryggva rninn Gunnarsson, jafn- lýðfrægan sóma- og nytsemdarmann, að honum yrði sparkað frá bankanum „ald- urs vegna" og án saka, og það af manni, sem að útliti, tiltektum og stjórnarstörfum virðist vera io árum eldri en Tryggvi, en sem mun þó vera io árum yngri. Hvílíkt millibil 1 Tryggvi hefir verið sístarfandi frá II, 5. ársfj. Carl Ólafsson, ljósmyndari, Hafnarfirði. blautu barnsbeini og altaf staðið í fremstu röð, þegar ryðja hefir þurft innlendum nytsemdarfyrirtækjum, smáum og stórum, af stokkum — meðan hinn, sem sparkar honum frá forustu landsbankans, hefir setið á skrifstofu sinni og grætt á lestr- arfýsn Islendinga og auglýsingum kaup- manna. — Örlögin eru undarleg, Þjóðhv. sæll, og þú varst búinn að spá því, í 26. tbl. þínu, að svona mundi tara — en flestir lýstu það lýgi þá. Segi þeir það lýgi nú, ef þeir geta. — Eg er svo hissa á þessum vorum nýja „stjórnar-fabrikant", að eg á ekki orð yfir. Einu sinni um daginn datt mér í hug að skoða málverkasafnið, og fór þess vegna suður að húsi nýja ráðherrans, því eg hafði heyrt, að það væri þangað flutt. Húsbóndinn var ekki heima og mér var vísað frá með „kústskafti". — En einkennilega líta víst útl. ferða- menn, sem hingað koma, á það, er þeir verða þess vlsir, að málverkasafn lands þessa er geymt á privatheimili í höfuð- staðnum, innan um allskonar matargufu, steikaralykt, soðningarlykt og alla mögu- lega lykt — suður hjá Birni í Melkoti. Eða hver mundi hafa trúað þvf, að þann- ig mundi fara um málverkasafn Islands? Og skyldi ekki geta skeð, að herberg- ismunir Jóns heit. Sigurðssonar hyrfu ron bráðar suður í Melkot til frekari frá- breytni fyrir híbýlaprýðina þar? Hvað mundi Austurvöllur geta sagt frá mörgum bændafundum, hefði H. H. t. d. gert alt, sem Björn er búinn að gera? En margt er skrítið í harmoníu. — Guð stjórnar öllum alheiminum — nema íslendingum; þeim stjórnar Björn; og það er karl, sem kann á þeim tökin. — Spursmál, hvort þar er ekki „vöndur" íslenzku þjóðarinnar í fullri stærð. Og ekki skil eg í öðru, en sparisjóðs- Afgreiðsla ))Ujóðhvells(( er á Bergstaðastræti 19.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.