Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 4
112 Þjóðhvellur þjóðh v. kostar io a. nr., borgast ut í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd/ veitir hann viðtöku stutturo og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. 13 æ i ar - m olar. Ráðherrann okkar elskulegur, á hverjum vér höfum velþókn- un, fór eins og kunnugt er, 22. júnf, með frumvörpin sín á konungsfund, og 9. þ. m. arkaði hann í ríkisráðið með posann og hvolfdi úr honum fyrir fætur konungs og ráðherra hans, til skoðunar og stað- festingar. Og væntanlegur er hann heim aftur með syrpuna seint í ágúst; ekki fyr, því úr faðmi „dönsku mömmu" ætlar hann til fundar við „norsku mömmu" — og kvað hugsa sér að dvelja hjá henni svolítinn tíma — á geðveikrahæli, senni- lega. Þaðan heldur hann svo heim í „hjáleiguna", blessaður, til þess að líta eftir leighiiðum og öðru hyski. Veri hann velkominn alla tíma! Úr heimi bókmentanna er það einna helzt að frétta, að „Templ- arar“ hafa gefið út rit til minningar um tuttugu og fimm ára tilveru þeirra hér á landi. Ritið er ágætt í sinni röð, fagurt á að líta, húðþykt viðkomu og alt saman pólerað, þar er ærið sjálfshól að finna og mergð vitnisburða. Efnið einna svipað- ast því og „Herópið" væri gefið út í end- urbættri útgáfu, og er því sjálfsagt fyrir menn að kaupa ritið til Iesturs. Stórstúkupingið er svo að kalla nýafstaðið. Stórvirki þess eru mörg og fögur, eins og sjást mun í tíðindum þess á sínum tíma. Eitt merk- asta afrekið mun vera það, að templurum var leyft að drekka „Mörk“ framvegis, eins og hjartað lystir. — Það ber vott um atbyggju að ieysa það, bar.n úr því svona erorðiðdýrt að fá sér á kútinn. — Templ- arar vita á hvaða átt hann er — í þeim efnum, ekki síður en við hinir, og er það vel farið. — Mörk Karlsberg er nfl. ofur- lítið áfengur! — Hí, hí, hí! Franska konsúlsins hefur talsvert verið minnst hér í bænum undanfarið í sambandi við misþyrmingu á hrafni. En af því sagnir um það eru svo sundurleitar, er erfitt að staðhæfa nokkuð í þá átt í þetta sinn. Andlát Sigurðar Jónssonar frá Fjöllum bar brátt að eins og kunnugt er, og hefir Þjóðhv. fátt um það að segja. En í sam- bandi við fráfall hans má gjarnan geta þess, að það er langt síðan reylcvíkskir ritstjórar hafa ráðist jafn rösklegu á dauð- an mann og rifið hann í sig. — Hún er orðin mesta óþrifakind, pólitfkin, þegar hún hefir slíkar verkanir á menn. Loftgrip úr bænum. Á Klampenborg. Gesturinn (til matsalans): Hvílík breyt- ing hefir ekki orðið á þessum manni, sem situr þarna í horninu og étur; hann er einn af yðar gömlu gestum; og þegar eg var hér síðast, var hann svo hávær og heimtufrekur og ómögulegt að gera hon- um til geðs; nú situr hann látlaus eins og brúða og gerir engar athugasemdir. Matsalinn (lágt): Já, þér hafíð rétt að mæla; — en hann hefir verið lcvæntur í hálft ár, góði vin ! — Samviskuleysi. Björn: Eg hefði aldrei getað hugsað mér, að faðir þinn gæti fengið af sér að vera svona samviskulaus — — Stína: Nú, og hvað hefir hann þá gert? Björn: — Eg bað hann um hönd þína og tjáði honum með fögrum orðum, að eg gæti ekki án þín lifað —. Stina: Já — og hvernig fór svo? Björn : Svo sagði hann, að hann skyldi með ánægju standa straum af kostnaðin- um við útför mína — ! Reyktur ráðherra. Drengur, sem hitti mann í anddyri húss eins, nú nýverið, spurði blátt áfram: „Ekki viljið þér víst kaupa reyktan ráð- herra ?“ „Reyktan ráðherra! — hvernig má það ske, að þú seljir reyktan ráðherra ?“ ans- aði maðurinn og hló. „Hvað er eg að bulla — reyktan rauð- maga ætlaði eg að segja, — eg hefi hann hérna í pokanum", sagði drengurinn og afsakaði mismælið. Menn hlógu dátt að þessu lítilræði lengi á eftir.— Ráðherranafnið er eitthvað svo viðkvæmt hjá náunganum núorðið. I kröggum. Jón: Nú er eg svo skuldunum vafinn, að einungis eitt úrræði er fyrir hendi til að losna við þær sem ærlegur maður. Guðm: Og hvaða úrræði er það ? Jón: Skreppa á „skyttirí" og deyja af — slysi. Og annar í kröggum. Pétur\ Nú geri eg alvöru úr því og hengi mig umsvifalaust. Pdll: Og því þá? Pétur '. Af því þessir „rukkarar" raska öllum griðum og standa á mér eins og hundar á roði. Páll'. Þá er betra að bíða eftir gasinu og gleyma að — skrúfa fyrir. Maður var á gangi á götu og ók barna- vagni á undan sér með barni í, sem hljóð- aði gríðarlega. Kunningi hans mætir hon- um og segir við hann : „Hefurðu heyrt, að þeir hafa fundið upp að búa til hljóðlausa barnavagna?" „Það er lítilsvert", svaraði hinn, ‘„en gætu þeir fundið upp að búa til hljóðlaus börn — það þætti mjer vænt um“. Næturverðirnir okkar hafa nú dubbað sig upp og fengið sér einkennis- búning og lyft bæði sjálfum sér og stöðu sinni nokkrum stigum hærra í almennings- álitinu fyrir vikið. Og auk þess, sem þetta er í sjálfu sér framför, þá var þess arna bein þörf, því, eins og dæmin sanna, veit- ir þeim ekki af því öðru hvoru, er þeir eiga í skærum við óstýriláta náunga á næturþeli, að láta þá sjá sem ljósast við fyrsta tillit augljós ytri merki um vald sitt. Lögregluþjónarnir bera nú, eins og næt- urverðirnir, hjálma, í stað „kaskeitanna" gömlu, og fer betur á því — en ekki skil eg í Þorvaldi, að nota ekki hjálminn eics og hinir. Annars ætti nú bæjarstjórnin að breyta svo mannúðlega við bæði næturverði og lögregluþjóna, að hækka svo laun þeirra,—• einkum hinna fyrnefndu, því þeir hafa eng- ar aukatekjur, né eftirlaunavon, — að líf- vænleg verði. Og full ástæða til að líta svo á, að það yrði hvöt fyrir þá að sýna enn þá meiri rækt og dugnaðí starfi sínu, ef laun þeirra væru svo ríf, að þeir ekki þyrftu að nota hvíldartíma sinn til drasl- vinnu. Og í rauninni er það neyðarbrauð fyrir næturverðina, að þurfa að lappa þann- ig upp á fjárhaginn, því staðan er all- ströng sé hún vel stunduð. H. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.