Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 2
110 Þjóðhvellur Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðssonar. Reykjavík. Telefón 77 og innstæðufé landsbankans beri nokkr- ar menjar Björns eitthvað fram eftir ári. — Ja, hvílíkt ráðlag! Eg féll í stafi í vor um lokin, þegar eg „kom inn“, er maður sá, er geymdi skilríkin fyrir inn- stæðu minni 1 bankanum tjáði mér frá, að hann hefði ekki þorað annað en rífa hana út, vegna ráðstafana Björns gamla. — Þá bölvaði eg Birni í fyrsta sinni. Eg má ekki vera að skrifá meira; skipið kveður mig til farar — og þó er svo margt fleira, sem eg vildi þér sagt hafa um ráðherrabrallið frá mínu sjón- armiði, en eg verð að sleppa því nú. Eg hefi í hug, að semja ofurlítið yfirlit eða skrá yfir það, þegar eg er seztur um kyrt í haust. Ef þú tórir, þá birtirðu það fyrir mig með feitu letri. Það er ágætt að eiga það til fróðleiks, viðvör- unar og athugunar komandi kynslóð- um. Eg vil heldur að þú birtir það; það gerir pappírinn; hann er betri í þér Og varir lengur en pappírinn í hinum blöðunum, sem molnar upp og verður að ösku eftir nokkra tugi ára. Og svo eru hin blöðin ekki svo frjálslynd, að eg geti búist við að fá þar rúm, nema ef eg hefði auglýsingu. Þjóðólfur hefir reyndar verið uppáhald- ið mitt alla daga, og er það enn að einu leyti, en meðan hann heldur á blævæng ráðherrans, og er háður þeim dróma, sem forsetaförin, og heigulsháttur henn- ar, virðist hafa varpað yfir tilveru hans, hugsa eg ekki um rúm í honum. En bið guð, eins og herkerling, að styrkja hann í hinu pólitiska svartnætti.-------- Um Isu er ekki að tala; hún er söm æ og jafnan. Vertu sæll og reyndu að hjara. Þinn H é ð inn. Englands banki. Hin lang-frægasta og voldugasta pen- ingastofnun heimsins er Englands banki. Hann gegnir öllum vanalegum bankastörf- um, en hefir auk þess sérstakt umboð á hendi af hálfu stjórnarinnar. Hann er hvorki stjórnareign eða stjórnarstofnun, en hefir samt sérstök réttindi og einokunar- Lífsábyrgðarfélagið »Standard«, Klapparstíg 1. Reykjavík. vald í fjárhagsmálum Bretastjórnar, og er í raun réttri fjárhirzla Bretaveldis að öllu nema nafninu. Hann geymir alla peninga stjórnarinnar, tekur við öllum tekjum rík- isins og borgar öll útgjöld þess, smá og stór. Hann annast allar skuldir Breta- veldis og borgar alla vexti af skuldabréf- um stjórnarinnar. Þing Breta hefir veitt honum umboðsvald til alls þessa, og fær fyrir það í ómakslaun hjá stjórninni um 4 miljónir króna á ári. Saga bankans og öll starfræksla hans er stórmerkileg, eins og geta má nærri, þar sem er aðalpeningastofnun Breta og mestu fjárhagsfræðingar þeirra hafa flestir átt þar einhvern hlut að máli. Flestar aðrar þjóðir öfunda Breta af banka þess um, því engin önnttr þjóð á jafnöruggan banka í eigu sinni; og ofl hefir það verið viðkvæði í Bandaríkjunum, þegar bankar hafa orðið þar gjaldþrota, hvað því muni valda, að Bandaríkin skuli ekki geta átt einn einasta banka eins áreiðanlegan og Bretar. Englands banki var stofnaður 1694 af skozkum manni, William Paterson að nafni, og fékk stjórnina til þess að veita bankanum þau einkaréttindi, er hann hefir jafnan haft síðan. Paterson var hetja að dugnaði og stóð oftast í stórræðum um dagana. En það fór fyrir honum, eins og svo mörgum afreksmönnum sögunnar bæði fyr og nú, að hann var tortrygður afþjóð sinni og grunaði hann um svik og pretti, svo hún sneri við honum bakinu; var hann flestum framsýnni í öllum fyrirtækj- um, en mishepnaðist svo hrapalega fyrir- ætlanir sínar, að þau óhöpp hans hafa irtest haldið nafni hans á lofti. — I það mund er bankinn var stofnaður voru Bretar í fjárkröggum og upphaf hans var það, að nokkrir auðmenn hétu að lána stjórninni 1,200,000 pd. sterling gegn 8°/o vöxtum og 2 milj. kr. afborgun á ári. Auðmenn þessir mynduðu félag, þingið samdi bankalög fyrir fél. og veitti heim- ild til að gefa út seðla fyrir lánsupphæð- inni. Hefir lögunum verið breytt eftir kröfum tímans, en stjórn bankans og fyrir- komulag er svipað því, sem það var í fyrstu. Engir hafa verið í stjórn hans, er afskifti hafa haft af stjórnmálum ríkisins, og skorður reistar við því, að pólitisk á- Úrsmiðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5.Telefón 137. hrif ráði nokkru um það, hverjir fái æstu embættin í stjórn bankans. Upphaflega var höfuðstóll bankans 1,200,000 sterlingspund, en hefir oft verið aukinn og er nú orðinn um 15 miljónrr punda. Allir seðlar bankans eru nfentaðir og gefnir út í bankahúsinu sjálfu og 25,000 seðlar prentaðir á hverjum einasta virk- um degi. Öll seðlafúlga bankans, =em nú er útistandandi, nemur 864 milj. króna; lægsta ákvæðisverð seðla, sem hann gefur út, er 5 pd. sterling, en hæsta 5,000 og 10,000 pund sterl., en í sérstökum tilfell- um hefir hann þó gefið út 100 þús. punda seðla, og til er þar einn gamall seðill, sem gilti eina miljón pund sterling (== 18 milj. kr.) og hangir hann nú í umgjörð á vegg í skrifstofu útgáfudeildar bankans. Skatturinn, sem bankinn borgar árlega af allri seðlaútgáfunni, er um 1 milj. og 500 þús. kr. Engan seðil lætur bankinn fara frá sér oftar en einusinni. Hver seðill er gerður ógildur jafnskjótt og hann kemur þangað aftur, hvort sem hann er nýr eða gamall. A hverju kvöldi, þegar bankanum er lok- að, eru allir þeir seðlar, sem komið hafa inn þann dag, sendir inn í „gömlu seðla1'- skrifstofuna, og eru þar vélar, sem lclippa hvern seðil í tvo jafna hluta og eru svo allir þeir seðia-helmingar vafðir í umbúðir og skrifað utan á þá ártal og mánaðar- dagur, og með þeim ummerkjum eru seðl- ar þessir geymdir í 10 ár í einni af hvelf- ingum bankans neðanjarðar svo þeir séu til taks, ef á þarf að halda til sönnunar í málaferlum. Síðasta laugardag hvers mán- ■ aðar, eru allir þeir seðlar teknir og brendir^ sem komið hafa inn í bankann sama mán- uðinn tíu árum áður. (Niðurl. næst). JE3i*éf t appiixn. Eg bið hina reykvíksku þjóð velvirðing- ar á því, að alt of lengi hefir dregist að birta henni eftirfarandi ljóð. Einkum vona eg, að templarar virði mér á betri veg þann drátt, þegar þeir hafa lesið á- stæður að honum. Þær eru að vísu hálf- óviðfeldnar, en mér alveg ósjálfráðar þó. Eg orti kvæðið fyrir tveimur árum, og ætlaði eg auðvitað þegar í stað að iáta

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.