Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.07.1909, Blaðsíða 3
P.TÓÐHVELLUR 111 Pétur Brynjólfsson, Ijósmyndari, Hvcrfisgötu. Reykjavík. Telefón 76 það fljúga út um land alt, löðrandi í prent- svertu. Eg ætlaði að láta sérprenta það, en var í fjárþröng um þær mundir; kom mér þv! í hug að beiðast styrk-agnar af Stórstúku íslands, til þess að kvæðið kæm- ist fyrir almennings sjónir. „Gekk eg út á götu seint á degi“, og ætlaði að finna að máli Stórtemplar. En, viti menn. Eg var ekki kominn nema örfáa faðma frá húsinu, sem eg leigði í, þegar einn góð- kunningi minn bregður sneisafullri brenni- vínsflösku upp að vitum mér; eg skildi það svo, að hann ætlaðist til að eg sypi á, og það gerði eg. Eg saup á aftur og aftur, — varð „útúr“ og týndi handiitinu. Síðan hefi eg leitað og leitað kappsamlega að þessu kvæði; missir þess kom mér afafilla, sökum þess að eg mundi lítið sem ekkert í því; eg var og hræddur um, að það mundi lenda í klóm miður vand- aðra blaðamanna, er rifu það niður ögn fyrir ögn, eins og það væri eitt af ritverk- um Gvöndar á Sandi. Svo var það eitt kveld fyrir skömmu, að eg ráfaði um hin yndislegu stræti Reykjavíkur. Leið mín lá um Hafnar- stræti. Moldbylurinn var svo svartur, að eg sá naumlega fætur mína. Alt í einu var klappað á herðar mér einkar vinsam- lega; sá, er það gerði, er bezti kunningi minn, og templar eins og eg. Hann tók um handlegg mér og dró mig inn í næsta „port" og rétti mér konjaksflösku. Svo sem mönnum mun þykja eðlilegt, var eg ekki seinn að taka úr henni tappann — sem var bréftappi — og bera hana að munni mér. Eg ætlaði ekki á neinn templarafund það kveld, og því drakk eg hiklaust á að gizka einn pela 1 teig; að því búnu rétti eg félaga mínum flöskuna. Meðan hann var að þvo rykið úr kverk- unum handlék eg bréftappann, rakti hann úr vöfum, og sá þá, mér til undrunar, að það var handritið, er eg hafði tapað fyrir tveimur árum — handritið af eftirfarandi kvæði: Áhlaup templara á „Hótel ísland“. Bakkus átti hérna höll, sem heitir Islands bar; þar var kátt á kvöldum, — kneifður hornamar. Halberg veitti þar vín. Veigar seldust ótt, drupu’ og streymdu’ úr dýrum kerum dag og nótt. Þar var margt, er þreyttri sál þæga veitti stund; hugsjón óx í heila, hetjuafl í mund. Halberg veitti þar vín o. s. frv. Ymsa leika þreytti þar þrekin karlasveit. Sátu menn og sungu, sál var kát og heit. Halberg veitti þar vín o. s. frv. Knáir slógu kappar þar knetti víða’ um borð; mæltu’ af mærri speki mörg og fyndin orð. Halberg veitti þar vín o. s. frv. Þegar sól að sævi rann sumir hnigu’ í mók, blunduðu á borðum, buðu engu krók. Halberg veitti þar vín o. s. frv. I rökkrum oft var rofin sátt, rimmu hófust spjöll; bitu menn og börðust, blóðið streymdi’ á völl. Halberg veitti þar vín o. s. frv. Templarar á öðrum stað áttu veglegt hús, þeir brögðuðu’ ekki bjórinn brutu hverja krús. Bakkus einstakra önd unun veitti’ á laun, en allir nefndu’ ’ann eitur, rotnun, undir og kaun. Helga fundi héldu þeir, hjörtun börðust þá, því oft var eitt í barmi sem enginn mátti sjá. Bakkus einstakra önd unun veitti’ á laun, en allir nefndu’ ’ann eitur, rotnun, undir og kaun. Templararnir tóku nú traust að kanna lið; að Halbergs höll þeir rendu hornaugum á snið. Halberg veitti þar vín. Veigar seldust ótt, drupu’ og streymdu’ úr dýrum kerum dag og nótt. Templurunum sýndust svört svona drykkjuspjöll — sáu Bakkus svæfa saklaus börn sem tröll. Héldu fjölmennan fund, fanst þar bræðra- ást, — en enginn lét í „innri vasann" opinn sjást. Vafðir „kærleik, von og trú“ vildu allir skjótt heyja stríð við Halberg og herja dag og nótt. „Þöggum háreisti’ í höll! Hlöðum flaska-val! Durtur hver úr drykkjusölum drifinn skaH" Mammons-höglúm hlaðin ......... hildarbyssa stór: þeir hleyptu’ á Halbergs vtgi,— hann þeim trygðir sór. Ætíð krónunum af eru drjúgust not, en níutíu þúsund þurftu' í þetta skot. Niðri’ á „Landi" er nú alt öðruvísi’ en fyr. — Drjúgum drukkið kaffi; „Dagsbrún" veitir skyr. Bakkus einstakra önd unun fær á laun, en allir nefna’ ’ann eitur, rotnun, undir og kaun. Smátemþlar. Alvarlegt umhugsunarefni. Kaffibrauð og tæring. Það eru aðeins örfáir dagar síðan eg staldraði við fyrir framan glugga á brauða- sölubúð hér í bæ og rendi augunum yfir hið gómsæta kryddkökudót sem út í hann var raðað til sýnis fyrir fólkið. Og eg er í engum vafa um það, að kökur þessar hafa allar verið fyrsta flokks að efnj og tilbúningi, og hverjum manni óhætt að kaupa þær þess vegna. En það var ann- að við þær að athuga, sem í flestra aug- um virðist einskisverð og auðvirðileg smá- smygli. En það var í því falið, að ofan á hverri einustu sykurköku sátu io—30 flugur, smærri og stærri, og sugu og hökk- uðu í sig sætindin ofan af þeim, með mestu græðgi. — Og hefði nú kaupandinn skoðað yfirborð þeirra í góðu stEpkkunar- gleri, hygg eg, að ásjálegt hefði honum ekki þótt, að líta yfir stýju þessara skor- dýra, hvað þá heldur að leggja sér hana til munns. Og ef okkur væri kleift að reikna það út, hversu margar af þessum flugum hefðu augnabliki áður sezt á hrákadallana og sötrað í sig miljónir af „bakteríum" og annað óheilnæmi og flutt það svo yfir á kryddbrauðið, býst eg við, að þetta yrði ennþá viðbjóðslegra. Og er pá ekki full ástceda til þess ad líta svo á, að þannig lagað sœlgæti geti orðið háskaleg orsök til ólceknandi tæringar P Læknai’iiir svari. H á b e n d ix.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.