Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 29 REYKJAVÍK, SEPT. 1909. II, 5. ársfj. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Þarfir kaupmenn. Versta meinið í verzlunarviðskiftunum er það, þegar einokunaröldur velta sér inn í þau og spenna heljarklóm utan um einstakar vörutegundir, sem mjög eru notaðar og útiloka heilbrigða sam- kepni. Alt til þessa hafa íslenzk viðskifti komist hjá þeim ófögnuði að mestu. En víst er um það, að hurð skellur hælum nærri hvað snertir steinolfuverð- ið, þar sem hún er að kalla má i hönd- um eins einasta félags. Hinn eini kaup- maður hér á Suðurlandi, sem undanfarið hefir pantað upp olíu samhliða D. D. P. A., er Gunnar Gunnarsson; hann einn hefir verið keppinautur þessa mikla félags og verðskuldar því miklar þakkir frá al- mennings hálfu fyrir að hafa gert sitt til, að halda steinolíuverði í góðu horfi. Og þess eiga sem flestir að láta hann njóta, því sú viðleitni hans er óefað beinn hagur almennings. Svo er kjötverðið. Menn hafa borið kvíðboga fyrir því, að sláturhúsið yrði eitt um hituna og mundi einskorða kjöt- verðið, almenningi til ógagns. En nú hafa þeir kaupmennirnir Gunnar Ein- arsson og Siggeir Torfason tekist á hendur, að keppa við Sláturfél., og má óefað gera ráð fyrir, að samkepni þeirra leiði til þess, að almenningur fái kjöt með betra verði nú, en að undanförnu. Þetta eru óneitanlega þarfir kaupmenn, allir þrír, og almenningi er það lífsspurs- mál að láta þá njóta viðskifta, að minsta kosti að öðru jöfnu, svo holl og heppi- leg samkepni geti haldið áfram af þeirra hálfu eftirleiðis. Og það væri blátt áfram hegningarvert, •ef bæjarstjórnin gerði ekki alt, sem í hennar valdi stæði til þess að greiða áyrir og örfa þessa afarþörfu viðleitni. H. B. Jónatan Porsteinsson, kaupm., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. Eiig’landsbanki. (Niðurl.). Aður en bankinn var stofn- aður (1694), höfðu gullsmiðir í Lundún- um mesíalla peningaverzlun Englands í höndum. En meðferð þeirra á pening- um var mjög viðsjárverð, t. d. tóku þeir úr gullpeningum eins mikið af gulli og þeir gátu, svo ekki bar á, og rýrðu gildi þeirra, en urðu sjálfir stórríkir af stuld- inum. Var það því ákveðið í bankalög- unum, að hann tæki að eins peninga eftir vigt, en ekki myntargildi; er því hver einasti gullpeningur, sem bankinn tekur á móti, veginn, og fær eigandinn ákveðið verð fyrir hvert kvint af gulli, án tillits til þess, hvaða ákvæðisverð peningarnir hafa. Sjerstakar vogir, og margbrotnar mjög, eru notaðar til að vega peningana, og jafnframt því, sem þær vega gullið, vinsa þær úr alla fals- aða peninga, svo að bankaþjónarnir finna þá fyrirhafnarlaust, — en ekkert fær eig- andinn fyrir þá, séu þeir algerlega svikn- ir. — Sex vogir eru hafðar til að vigta peningana, og vegur hver þeirra til jafn- aðar 35,000 gullpeninga á dag. En pen- ingaverzlun bankans öll, er að meðaltali nær 40 miljónir króna á hverjum degi, árshringinn yfir. I stjórnarnefnd bankans eru menn kosnir árlega, og við þær kosningar hafa allir þeir atkvæðisrétt, sem hlut eiga í höfuðstól bankans. Kvekara og Gyðinga má þó ekki kjósa í stjórnarnefndina og hver sem í henni situr verður að minsta kosti að eiga 30—40 þús. krónur inni í bankanum, og fær hann í árslaun 8—10 þús. kr. Síðan kýs stjórnarnefndin ár- lega bankastjóra, en hann er skyldur að eiga í bankanum 70—80 þús. krónur í minsta lagi. Hann er að nafninu til æðsti maður bankans, en fær þó ekki að sitja í tigninni nema eitt ár, og þótt hann megi endurkjósa, og það hafi oft komið fyrir, að sami maður hafi haft þá stjórn á hendi tvö ár eða fleiri, þá er hitt þó algengara, að nýr maður er kosinn ár- Carl Ólafsson, Ijósmyndari, Hafnarfirði. lega; þykir það betur við eiga vegna þess, að á þann hátt geta sem flestir orðið þess heiðurs aðnjótandi. En em- bættið er í sjálfu sér ekki annað en virðingarstaða. Launin eru lág, aðeins 15—20 þús. krónur um árið, og má sá, er embættið skipar, gegna öðrum störf- um jafnframt, en er ekki skyldur til að verja öllum tíma sínum í þjónustu bank- ans, enda hefir hann þar fáum störfum að gegna. En aftur á móti hefir hann mann sér til aðstoðar, og þó hann beri aðstoðarmanns nafn, hefir hann í raun og veru æðstu völdin, og á honum hvíla allar þyngstu skyldur bankastjórnarinnar. Hefir hann 40—50 þús. kr. árslaun, og eru það hæztu laun, sem bankinn borg- ar nokkrum manni, og embætti sínu heldur hann æfilangt, ef hann vill, Sá, sem hefir verið bankastjóri eitt ár, er sjálfkjörinn í stjórnarnefnd bankans. og heldur þeirri stöðu til dauðadags. Vegna þessa er vanalega helmingur stjórnar- innar sjálfkjörnir menn, en alls eru það 24, sem nefnd þessa skipa. Eru þeir allir auðugir menn og helztu fjármála- fræðingar Lundúna. í bankanum vinna alls 950 manns, og hafa þeir allir lægri iaun en tíðkast munu annarstaðar fyrir samskonar störf. Lægsta árskaup er þar 800—1000 kr., en öll vinnulaun bankans nema samtals 4— 5 milj. kr. á ári. Æðsti gjaldkeri, skrif- stofustjóri og yfirlitsmaður reikninganna hafa hvor um sig 15,000 kr. í árslaun, og auk þess gott húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína í bankahúsinu og þurfa þar engu til að kosta, nema hvað þeir eru skyldugir til að búa þar. Margir skrifarar bankans eru líka skyldugir til að búa í húsum hans og vaka þeir þar til skifta og sitja allar nætur hvor í sinni skrifstofudeild, og auk þeirra eru þar margir hermenn á verði hverja nótt. Sá hervörður hefir jafnan gætt bankans síð- an 1780. Þá var lýðupphiaup mikið í Lundúnum, og ætlaði skríllinn að ráð- ast á bankann, sem þá var varnarlaus fyrir, en það eitt varð honum til bjargar,

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.