Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 2

Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 2
114 ÞJÓÐHVELLUPx Klæðaverzlun Guðmundar Sigurðsscnar. Reykjavík. Telefón 77 að skríllinn tafðist um hríð við önnur spillvirki, en meðan á þeim stóð, náðist í herdeild og kom hún í tæka tíð til þess að verja hann fyrir ólátum skríl- sins. Herdeild bankans býr þar í mikl- um sal og einkennilegum, og þykir her- mönnum sú vist stórum betri en vera í þjónustu stjórnarinnar. Sama er að segja um alla skrifara og skrifstofuþjóna bank- ans, þótt kaupið sé lágt og þeir séu þar litlu frjálsari en fangar; og þó ber varla við, að nokkur maður sleppi stöðu sinni í bankanum og eftir engum lífsstöðum er meira sótt á Englandi, en skrifstofu- þjónustu í Englandsbanka. En það er enginn leikur að komast þar að. Hver meðlimur í stjórnarnefnd bank- ans hefir, um leið og hann er kosinn, rétt til að veita einum manni skrifstofu- störf í bankanum, ef hann vill, og stand- ist maður sá próf það, er allir verða að taka, er fá þar stöðu, þá er honum veitt- ur starfinn og honum getur hann haldið, ef hann hegðar sér vei, þangað til hann er sextugur, en þá er honum veitt lausn með fullum launum til dauðadags. Séu fleiri stöður lausar í einu, en nýkosnir nefndarmenn í stjórn bankans mega fylia, þá velur varastjóri bankans syni þeirra skrifara, sem lengst hafa verið í þjónustu hans til þess að skipa þær. Af þessu íyrirkomulagi stafar það að synir taka svo oft við at feðrum sínum í Englands- banka, eins og embættin gengi í erfðir, og þess eru dæmi, að synir hafa tekið við stöðum feðra sinna hver fram af öðrum í sjöunda lið. Allir byrja þar á einföldum störfum, með lægztu launum, en smáþokast svo upp á við, ár frá ári, eftir hæfileikum. — Hjer er ekki átt við dyraverði og einfalda verkamenn, held- ur þá, sem að einhverju leyti hafa af- skifti af fé bankans. Oft hefir verið reynt að falsa seðla Englandsbanka, og hefir það tekist nokkr- um sinnum svo, að bankinn hefir tapað stórfé; mest kvað að því 1812, því þá nam tjón hans meir en 4 miljónum kr., vegna seðlafölsunar manns nokkurs, Fauntleroy að nafni. Slðasta tilraun til seðlafölsunar var gerð 1826. Þá voru það margir menn, sem gerðu það í fé- lagi og vönduðu þeir svo til þess starfa, að þeiin tókst að láta búa til alveg samskonar pappír og þann, er bankinn notaði í seðla sína. Félagi þessu tókst að koma út rúmum tveimur miljónum króna í seðlum áður en uppvíst varð. En sfðan hefir ekki tekist að falsa seðla bankans svo neitt verulegt tjón hafi hlotizt af. Lífsábyrgðarfélagið »Standard<(, Klapparstíg 1. Reykjavik. A Siglufirdi. Þaðan er skrifað í þessum mánuði: »Heill og sæll, Þjóðhvellur minn ! Þér mundi gefast á að líta ýmislegt hér á Siglufirði, værir þú hingað kominn með gamni þitt og glöggskygni, og óefað mundi þjer finnast hér fjörugt fiskiver — öllu heldur síldarver. En þar sem þú ert svo fjarlægur og átt hér kannske fáa kunningja, sem skrifa þér, datt mér 1 hug að senda þér þessar línur. Siglufjörður er nú þegar þjóðfrægur orðinn fyrir sfldveiðar og Norðmenn á sumrum, ásamt öllum þeim gauragangi, sem af því flýtur. Hefir þetta nú orðið svo mikinn töframátt, að hingað laðast fólk úr öllum áttum og héruðum lands þessa, svo að segja má, að hér úi og grúi af því eins og mýi, er sækir að mykjuskán. En það er eins með fólkið eins og mýflugurnar, að sumt af því gapir yfir hverri sfld, sem á land kemur, en hitt, sem ekki er útaf eins aðgangs- frekt, hefir lítið, alveg eins og flugurnar, sem sveima í kring og aðeins njóta lykt- arinnar, og er þvf síldarvinnan arðsöm fyrir sumt af fólkinu. Duglegustu síldar- konurnar — (dónarnir kalla þær síldar- merar, það gerir aðgangurinn; en ég kalla þær síldardrotningar) — hafa eftir nóttina, því þá er vinnan mest, io—20 krónur „í síld“ segja þær. En vinnan er stopul. Þó eru margir sem fá gott sumarkaup á einum og tveimur mánuð- um. — Fólkið, sem að þessu vinnur, er mest Norðmenn, krakkar og kvenfólk.— Ég verð að segja það, að sumar síldar- drotningarnar eru ekkert hrak; þær eru þéttar og þriflegar, þreklegar eins og karlmenn, og virðast vissulega skapaðar til þess að vinna „lífsins þyngstu verk“; hvílíkir handleggir! digrir eins og karf- mannslær, drifhvítir eins og fönnin og reiðubúnir til að stjaka við hverjum nær- göngulum Norðmanni, — og brjóstin, stór eins og þúfur og virðast ekki ungbarna meðfæri — ja, þvílíkt! Um þetta mætti prédika í heilan mansaldur. — Norðmannasægurinn er hér svo mikill, einkum í ágústmánuði, að varla verður þverfótað. Og það er þyrping, sem segir sex. Ég tala nú ekki um ef skar- anum lendir saman. — Margir eru Norð- menn þessir prúðir menn og góðir, en svo er aftur mesti tjöldi slarkarar og syndasela, sem ekkert láta sér fyrir brjósti brenna, hver fjandinn sem það Úrsmíðavinnustofa Carls Bartels, Laugaveg 5. Telefón 137. er. Sumir þeirra eru ástamenn svo miklir, að fötin springa af ástríðunum, og ekkert má viðnám veita, — og sjald- gæft er það ekki, að kvæntir Norðmenn kippi hringjunum fram af, þegar þeir koma í landhelgi — og reyni svo að ná sér í „kærustu" þegar á land kemur — og virðist þeim veitast það svo að- dáanlega auðvelt, að maður gapir af undrun yfir því, hve slík ráð eru auðsótt og hiklaus. -— Komi svo orðrómur á, að- þeir séu kvæntir í Neregi, þræta þeir fyrir það, enda styrkja sumir landar þeirra þann málstað, og stendur þá alt við sama — því náttúrlega trúir unnust- an betur unnustanum og vinum hans, heldur en þeiro, sem eru að „ófrægja" hann. En svo þegar unnustan hefir far- ið á eftir „kærastanum" til Noregs — því þeir hafa þær ekki með, þegar „ást- in er í meinum", — þá veit hún ekki fyr en hún mætir eiginkonu unnustans- með börn þeirra, 1 stað þess að lenda í opnum örmum elskhugans. Og það eru að líkindum vonbrigði sem einstæðings- stúlku, í ókunnu landi, koma skrattans illa. — — Til þess að hylla sem bezt að sér kvenfólkið, halda Norðmenn hér uppi dansleikjum, svona tvisvar og þrisvar í viku, stundum oftar, — og þá eru stúlk- ur skelfing hrifnar hér — ekki síður en í Reykjavík og Hafnarfirði og víðar — það er að segja, þær, sem eru „spentar" fyrir slfkum samkomum — en það er aðeins örlítill hluti. — En dansleikar þessir eru í rauninni ekkert annað en „kvennaveiðar", er enda með veitingum,, glaumi og lystisemdum. — „Krossfesting holdsins" er talin bölvað „humbuk" — og sjálfspintingar í þeirri merkingu þekkja ekki Norðmenn hér í Siglufirði--------- „Hann“ og Templarar. Eins og tjáð hafði verið almenningi löngu fyrirfram í spádómum og fyrirheit- um, kom okkar ógleymanlegi »bannfaðir« síðast í ágúst úr sigurgöngu sinni hinnj miklu um Danmörku og Noreg, beina leið frá Björgvin — og steig hér á land með mikilli viðhöfn af hendi þeirra manna, »sem ekki vilja kúgast«, því þeir snertu hattbarðið 4 eða 5. — Bæjar- menn margir bjuggust við, að Templar- ar, — mannflokkurinn mikli, sem »upp- ástendur«, að hann hafi »öld eftir öld«, í hugsjón og reynd, verið fyrirmynd lif- andi og dáinna kynslóða f reglusemi, sið-

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.