Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 3

Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 3
PJÓÐHVELLUR 115 Pétur Brynjólfsson, ljósmjrndari, Hvcrfisgötu. Reykjavík. Teíefón 76 prýði og öllum dygðum mannlegs hjarta, án hvers mennirnir væru fyrir nokkru ferfættir orðnir, með löng eyru, og hefðu ekki annað til munns að bera, en orma- hrauð og eitraðan lög úr lindum Bakkó o. s. frv. — að þeir mundu fjölmenna og taka á móti bannföður sínum með blys- um og skriðbyttum, sönglist og skrúð- göngu, vegna hinnar vösku framgöngu hans í aðflutningsbannsmálinu — því það er þrekvirki, sem áreiðanlega verður ó- gleymanlegt í þeirra hring; — en svo kyn- lega brá við, að enginn sæmdarvottur var sjáanlegur af þeirra hendi gagnvart þessum manni, sem svo vel hafði dugað þeim »bræðrahóp« að síðustu, og leitt hafði þá inn í Edenslund takmarks síns, — hvaðan trú, von og kærleikur kvað eiga að ráfa út á meðal mannanna í ljóss-engilslíki Gabríels, og kenna þeim að drekka í laumi, af meiri list en nokkru sinni áður. — Og skrúðgönguna hættu þeir alveg við opinberlega eins og kunnugt er — en munu bara hafa borið hana í hjarta sínu og og sung- ið á leiðinni nýtt lag eftir »Labenhaben«: »Bravo ráðherra«, sem náttúrlega hefir tekist ágætlega. — Og eftir þetta dvaldi »hann« í Kjósinni þungt haldinn, — Þ ó r ð u r hafði fengið »hann« á H á 1 s- i n n. — Og hvar er sá Templar, sem þorir að ábyrgjast, að það hafi ekki verið afleiðingin af þeim fagnaðar- og samúðar-leysisvotti, er þeir sýndu honum, þegar »hann« einn hafði fullkomnað verk þeirra og rétt þeim sigursveiginn, breytt fáránlegustu hugsjón í framkvæmd og gert — alt, — en fá ekki svo mikið sem »svei þér« í staðinn? — Maður undrast slfka framkomu. — Nú hafa Templarar komist eins langt í »köllun« sinni hér á landi eins og þeir nokkru sinni geta komist; við það stendur í bili, — en svo byrjar — afturkastið. — Sólon. * * * Eftir að þessi grein er samin og sett, er það fcalið áreiðanlegt, að framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar hafi gengið heim til »bannlagapabba«, kl. 5—6 á fimtudag- inn (23. sept.), lesið yfir honum þakkar- ávárp fyrir »bannið«, en fengið í stað- inn óáfengt vín og ávexti og neytt þess standandi úti á svölunum í Melkoti, að „heldri sið“. — Var það fallega gert. Segja munnmæli, að þá hafi Bakkó konungur birst í dúfu-líki, sest á öxl „föðursins", segjandi: „Þessi er sonur minn, á hverjum ég hef velþóknun". — Svo á hann að hafa flogið ofan í kjall- ara, skift þar um ham, sest klofvega á tunnu, segjandi, eftir að hafa hrist hana og skoðað sig vel um bekki: „Hér er matur, hér er mjöð, hér er vín og — tunna, hér er brothætt bjóra-röð og brennivín — nóg f brunna! Skál! Þér skal ég unna!«j .,Húsbóndi-og-kona“. Maður nokkur fátækur, en stiltur og gamansamur, kom á heimili húsbónda nokkurs hér í borginni fyrir skömmu, sem talinn er heimaríkur og hranaleg- ur. — Maðurinn barði að dyrum, eins og lög gera ráð fyrir, en húsbóndi kom til dyra. »Sælir verið þér; — er konan yðar heima?« spurði maðurinn. »Já og nei — eða hvað viljið þér henni?« svaraði bóndi. »Tala við hana nokkur orð, ef ég má« »Nei, það fæst ekki — þér hafið ekk- ert við hana að tala; ég er bæði hús- bóndinn og konan á þessu heimili og vil engan átroðning hafa af hinu og öðru óviðkomandi pakki«. »Já, er þá ekki sama þó ég tali við yður, úr því þér eruð hvorttveggja hér — »h ú s b ó n d i o g k o n a« ?« sagði mað- urinn og brosti við, svo storkunin í bros- inu var auðsæ. »No — so — þér um það«. »Já, þá vildi ég mega skila því til yðar frá konunni minni, að hún biður skelfing vel að heilsa yður, og að hún eigi ómögulegt með að hjálpa upp á yður með heimilisstörfin meðan þér liggið á sæng, eins og hún hefði lofað, því strax í fyrramálið yrði hún að fara austur yfir fjall til þess að hjúkra veikri dóttur sinni, sem þar er. Svo vonar hún, að yður gangi fæðingin vel — og ég líka*. — sagði maðurinn með uppgerðaralvöru, og hélt á burt í hægð- um sínum. — En »húsbóndinn-og-konan« glápti gapandi á eftir honum og sneri 1 sundur húðþykkan vasaklút — svo reiður var hann yfir þessari blygðunarlausu „ó- kurteisi“ mannsins. — »Meðan ég ligg á sæng« — stundi hann loksins upp; »hvílík ósvífni!« Og svo skelti hann í lás. Þetta broslega atvik ætti að kenna heimaríkum húsbændum, einkum ef þeir eru líka heimskir og því hrokafullir, að skifta sér ekki af »sérmálum« húsfreyja sinna; það getur skotið meira en lítið skökku við — eins og ofanritað dæmi sannar. *** 1 í æjar-mola r. Alt of satt. A. : »Hvernig líxt þér á bannlögiu kunningi? Eru þau ekki góð?« B. : »Það eru ekki bannlög — þetta helvíti!« A. : »Nú-ú; en hvað ?« B. : »Það er bara aðvörun, eða öllu heldur áskorun, fyrir höfðingja og efna- menn til að viða að sér áfengi 1 stór- slumpum nú þegar. Björn og Brautarholt. Menn segja, að ráðherra hafi sent boð- bera til Daníels bústjóra í Brautarholti og spurt hann hvort hann gæti fengið þar gisting á leið frá Hálsi til Reykja- víkur, því hann treystist ekki til að taka lengri áfanga. Danfel á að hafa svarað um hæl: »Það erengum úthýst í Braut- a r h o 11 i«. Hagyrðingur sá, sem ort hefir og sent Þjóðhv. til birtingar kvæðið undir fyrir- sögninni: „Lofkvæði(!) um I. O. G. T. á íslandi“, er vinsaml. beðinn að finna á- byrgðarm. hans að máli; að öðrum kosti er engin leið að birta þessa kraftyrtu drápu. Minnihlutablöðin eru þegar tekin að lumbra svo á nýja ráðherranum, að það vantar lítið á, að þau nái minnihluta- blöðunum, sem áður voru, þá er þau níddu þáverandi ráðherra. Þjóðhv. telst svo til, að þau verði búin að ná þeim alveg, er nær dregur næstu kosningum. „Fjallkonan11 kvað nú eiga að öðlast eilífa sælu um næstu áramót, og deyja fyrir fult og alt; hún á að greftrast í Garðahrauni skamt frá prestssetrinu, — það þykir víst viðsjárvert að vanhelga kristinn reit með slíkum ofaníburði. Ný bréfspjöld eru á flugi hér um bæ- inn, og sýna, hvar maður, ef mann skyldi kalla, rfðar hyrndum uxa við einteyming og er taumbandinu hnýtt upp f geithaf sem „reiðmaðurinn" teymir á eftir sér nauðugan. Alt eru þetta finngálkn. Fyrir ofan stendur: »Önnur forsetaför«. —Þykir þetta sóðalegt »Symból«. Gaslýsingin. Nú er í óðaönn verið að undirbúa það fyrirtæki og þykir ganga greitt. Sjálfsagt líður ekki á löngu áður

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.