Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.09.1909, Blaðsíða 4
116 Þjóðhvellur ÞJÓÐHV. kostar 10 a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg staðastr.19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd/ veiti hann vicítöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. en allir verða sérfræðingar(l) 1 gas- og rafmagnsfræði og heimta, að bænda- og borgarafundir athugi verkið. — Það fylgir altaf hérlendum framförum. — Allir vissu gauraganginn með ritsímann, svo kom vatnsveitan og nú kemur þetta! Loftgrip úr bænum. Sá pýzki (upp Mosfellssveitina): »A hverju hfir fólkið 1 þessu bygðarlagi?« Leiðsögumaðurinn: »Eiginlega lifir það á nautgripum á veturna, en ferðamönn- um á sumrin«. Mannfélagið — Kvenféiagíð. Lögreglupjónninn (sem er að bisa við sæt-kendan náunga á götunni): »Hvaða bölvaður óeyrðarseggur getið þér verið. Þetta er í fjórða skiftið sem ég aðvara yður um að vera ekki með hávaða og drykkjulæti hér á götunum. Ef þér ekki hættið því, fer ég með yður í »tugthúsið«. Sá sætkendi: »Já, en þelta er bara söngur — saklaus skemtun«. Lögregluþjónninn : »— Það er meira en söngur; það er hávaði og svigurmæli. Ef þér haldið því áfram, „pútta" ég yð- ur möglunarlaust út úr siðuðu »m a n n- f é 1 a g i«. Sá sætkendi: »Já — fái ég ekki að vera kyr í manníélaginu, góðurinn minn, er ég neyddtir til að fara í kvenfélagið«. Hjá lækninum. Sjúklingurinn: »Svæfið þér ekki sjúk- linga yðar meðan þér takið úr þeim tennurna ?« Læknirinn: »Þarf ekki, góðurinn minn — þarf alls ekki. Þeir rnissa meðvit- undina án þess«. Faðirinn (sem er kaupm.): »Jæja, Jón minn; nú hef ég hugsað mér að draga mig í hlé frá verzluninni — setjast í helgan stein, sem kallað er — og fela þér altsaman«. Jón: »Nei — heldurðu, pabbi, að þú getir ekki unnið svo sem í tvö ár enn, svo við getum orðið samferða. Margföld uppskera. A.: »Hvernig hefir sprottið í garðin- um hjá þér í þetta sinn?« B.: »Með bezta móti, blessaður vertu. En hjá þér?« A. : »Agætlega. Það voru tjörutfu kartöflur undir stöku grasi og flestar vænar«. B. : »Það er meira en ég get sagt, og er ég þó vel ánægður. En hvernig voru rófurnar ?« A.: »Sama blessunin hér um bil. Undir einu káli t. d. sex rófur! — og þ a ð kalla ég gott!« Sveinn: »Geturðu hugsað þér nokkuð lakara á sunnudögum en hafa fullan vasa af peningum, en sjá allar búðir 1 o k - a ð a r ?« Gvendur: »Mér finst það miklu lakara, að sjá allar búðir o p n a r á mánudög- unum, en hafa þá ekki grænan eyri í vasanum«. Gamla guðfræðin — Nýja guðfræðin. Pétur: »Hver er munurinn á „nýju guðfræðinni" og þeirri gömlu?« Páll: »Eg finn ekki annan mun hér hjá okkur en þann, að »gamla guðfræð- in« gerir biblíuna að hyrningarsteini, en »sú nýja« ekki neitt — nema a n d a- t r ú n a«. í lyfjabúðinni. Aðkomandinn: »Hvaða meðal hafið þér þarna á stóru flöskunni með krananum?« Lyfsalapjónninn: »0, það er þetta ó- viðjafnanlega »geni«, sem flesta hefir læknað!« Aðkom.: »Nú — og hvað þýðir það á íslenzku, með leyfi?« Lyfsalapj.: „Ja — Ég man það nú ekki í svipinn. En það er meðalið, sem sjúk- lingarnir fá altaf þegar við hvorki getum lesið né skilið lækna-ávísanirnar". Lífið í foænnm hefur verið í meira lagi dauft og doða- fult í sumar. Það gerir atvinnuleysið og hinn fjárhagslegi skortur hjá öllum undantekningarlaust -— nema embætis- mönnum einum, sem altaf hafa sitt, hvern- ig sem árar. — En nú er fólkið, sem flúið hefur til sveita og sjávarþorpa í atvinnuleit, að tínast til bæjarins, svo nú má segja, að hreyfing og líf sé að fær- ast í bæjarbúskapinn. Svo eru sjómenn- irnir að smákoma hingað heim til átt- haganna, flestir kátir og hvíldinni fegn- ir, eftir erfitt starf. Hafa þeir aflað í betra lagi, og munar bæinn mest um þann skerfinn, sem frá þeim flýtur á land upp sem eðlilegt er, enda er sjó- mannsstarfið, ennþá sem komið er, að- alafltaugin, lífið og þrótturinn í líðan þessa bæjar. — Og dýrt hefði Víkverj- anum orðið lífið síðustu mánuðina, hefðu sjómennirnir ekki séð honum fyrir í soð- ið, nærri hvern einasta dag. Og það er víst óhætt að fttllyrða, að »landkrabbar« bæjarins hafa aldrei borið blessunarorð jafn ört að baki botnvörpunga, eins og í sumar—vegna soðningarinnar, sem aldrei brást. Viðskittafjörið í verslunum hjerna niðri í bænum er ekki neitt smáræði þessa dagana. Mest kveður þó að því í Hafnarstræti, alla leið vestan frá Duús og austur til Zimsens. Fremstir 'eru þó þeir Thorsteinsson og, um fram alt, »Edinborg«, þvl hún skemtir jafnframt öllum bænum annað veifið. Frá henni gengur vagn um allar trissur, skrevttur allavega litum auglýsingum og mislitum mönnum, þvt þar er »svart fólk og þar er hvltt, þar er bröndótt«. A vagninum, sem tveir hestar ganga fyrir, eru bumbur barðar, leikið á grafo- fón, symfón og salteríum, og þess á milli talar negri, klæddur í hvltan skrúða, til manníjöldans um kostakjör þau, sem nú sjeu í öllum deildum Edinaorgar, neðan frá svörtustu koladeild, allar götur upp í reginsali hinnar glæstu klæðskeradeild- ar, »þar sem þær sitja stúlkurnar mínar með hannyrðir sínar«, segir negrinn. A eftir vagninum fer múgur og margmenni af öllum stjettum, flissandi og hlæjandi; allir gluggar glennast upp á gátt og bær- inn allur í uppnámi. I rauninni er þetta besta skemtun fyrir fólkið, og það liggur við, að alt þetta »Edinborgar-föruneyti« bregði stórbæjarsvip yfir strætin, sem það á leið um. Þjóðhv. fyrir sitt leyti þakk- ar þessi tilþrif. (24/9). Drengilegt viðvik. A Völundarbryggju bar svo til á föstu- dagsmorguninn, að kona ein er var að kaupa fisk þar á bryggjunni, misti pen- ingabudduna sína niður á bryggjuna, og fjell hún niður um rifu og nam staðar á sjávarbotni. Varð konan nú sorgbitin við missinn, enda geymdi buddan al- eiguna. En maður nokkur, er þar var staddur, smeygði sjer áskorunarlaust úr fötunum, stakk sjer til sunds og sótti budduna. Þótti þetta drengilega af sjer vikið. Sá sem þetta gerði var Norðmaður. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.