Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 4

Þjóðin - 02.01.1915, Blaðsíða 4
Þ J ÓÐJN 4 efeigjtet** verða seldar raeð eífirfarandi verði hvar sem er á íslandi: 6-manna bifraið kr. 3600 5-manna bifreið kr, 2500 2-manna bifreið kr. 2300 Vöruflufninga bsfreið með kassa kr. 2600 — — án kassa kr. 2350 S®*g**3 » & í janúar sendi eg pantanir, sem þegar eru komnar, og þaetti mér v*nt um, *ð þeir, sem hugsa til að kaupa bif- reið á naesta sumri vildu tala við mig fyrir þann 15. þ. m. Mig er að finna allan daginn í Austurstr. 17 (prentsm). Sveinn Oddsson. Tílsfmar 27 og 429. Kánstíg 11. * n * eg, að það er trygging fyrir því, að víðunanlega sje gengið frá þessu riti, jafn stutt og saman þjappað sem það þó er. 22. desember 1914. Einar þorkelsson. 1) Frjettin var eftir afgreiðslumann þjrigtíðindanna. Spádömur Jóhannesar munks. Um árið 1600. í hinu stóra frakkneska blaði »Le Figaro» frá 30. september 1914 stendur greín sú, er hjer fer á eítir, og er hún rituð af kunnum her- dómsmanni, herra Péledan. »Úr öllum áttum eru born-r upp fyrirspurnir um sanngildi spádóms Jóhannesar munks og um æfisögu hans. Jeg get aðeins fyrir munn »Figaros« skýrt frá því, að ég fann útlegginguna á þessum texta (á la- tínu),þígar:faðir m'nn andaðist 1880, innan um margar greinir af sama sauðahúsi. Faðir minn, Adrian Péledan, gaf að lokum frá sér allar ríkiserfðadeilur og sökti sér niður í að rannsaka drauma, dáleiðslur og sýnir. Hann hefir gefið út þrjú bindi m;ð titlinum »Dernier mot des Propheties* (Seinasta orð um spádórnana) og sömuleiðis sex ár- ganga af tímaritinu »Les arinales du SurnatureD (Annálar um hið yfirnáttúrlega). Hann safnaði að sér öllu, sem komst inn undir þetta hugtak, og hann hefir vafalaust birt spádóminn um Antikrist. Hann hafði fengið hann hjá kanúka í orðunni St. Michel de Friqoiet, í nánd við Tarasson, en kanúkinn hafði aftur fengið hann hjá ábóta að nafni Donat, lærðum presti, sem dó háaldraður í Beau- saire. Eg birti ekki nema hluta af spá- dóminum, en í honum eru eyður, sem snerta seytjándu til tuttugustu öidina. Rás viðburðanna minti mig á hinn merkiiega spádóm, og þegar eg fór um í Parísarborg, fann eg hann og fór með kann tii Angers. Par gerðu tjöldin, sem sýndu opin- berunarbók Jóhannesar, mig strax hugfanginn og hvöttu mig til að gera spádóminn heyrum kunnan. Spádómurinn. 1. Það lítur svo út, sem Anti- kristur hafi oft sýnt sig, því ailir óvinir lambains eru hver öðrum líkir, og allir, sem iit fremja, reynast að bera á sér frummynd húsbónda hinna vondu. 2. Hinn rétti Antíkristur er að sjálfsögðu einn af einvaldskonung- um þeirra tíma, og er lútherstrúar. Hann mun ákalla guð og gefa það út, að hann sé sendiboði guðs. 3. Þessi lyginnar þengill mun sífelt hafa biblíuna á vörunum. Hann mun koma fram sem verk- fari hins hæsta til að refsa hinum vondu. 4. Hann mun ekki hafa nema einn handlegg, og hinar ótöiuiegu liösveitir hans, sem munu hafa fyrir einkunnarorð : »Guð með oss«, munu sýna sig sem fylkingar hel- vítis. 5. Um langan aldur mun hann starfa með undirferli og svikum, njósnarmenn hans munu dreifast út4 um öll lönd, og hann mun komast yfir mikil og mörg leyndarmái. 6. Sem leiguþjóna mun hann hafa heimspekinga, sem munu sanna, að hann sé af hlmnum sendur. 7. ófriður mun verða þess vald- andi, að gríman hverfur. Það verður ekki ófriður við Frakkland, heldur við anuað stórveldi, og að tveimur vikum liðnum mun þessi ófriður vera orðinn heimsófriður. 8. Þessi ófriður mun ná yfíralla kristnu þjóðflokka, Múhamedsmenn og meun úr fjarlaegum löndum, hersveitir munu birtast úr öllum fjórum höfuðáttum. 9. Því andamir munu fræða < sálir mannanna, og í þriðju vikunni munu þeir komast að raun um, að hann er Antikrisiur, og að þeir muni allir verða undirokaðir, ef þeir steypa ekki þessum harðstjóra. 10. Antikristur mun þekkjast af mörgum sönnunargögnum. Hann mun móti öllum lögum drepa munka, presta, konur, börn og gamalmenni. Hann mun engum miskunna. Hann mun ganga fram með blys í hendi eins og barbar- arnir, en hann mun ákalla nafn Krists. 11. Hin heimtufreku orð hans munu líkjast orðum hinna kristnu, en verk hans munu líkjast verkum Nerós og rómversku böðianna. Hann mun hafa örn fyrir skjaldarmerki, og annar örn mun koma í ijós í skiidi bandamanns hans, hins ann- ars illa einvaldahöfðingja. 12. En hinn síðarnefndi er krist- inn, og hann mun deyja af hölvun frá Benediktus páfa, sem mun verða kosinn undir iok ríkisstjórnar Antí- krists. 13. Það munu ekki framar sjást prestar eða munkar til að iáta bar- dagamönnunum í té fyrirgefning syndanna, því sumpart munu prest- ar og munkar berjast ásamt hinum öðrum borgurum, og sumpart mun Benediktus páfi hafa bannfært Antí- krist, og það mun verða gert heyr- um kunnugt, að þeir sem berjast muni verða náðar aðnjótandi, og þegar þeir deyja, muni þeir verða fluttir til hinina eins og písiarvott- arnir. 14. Páfabréfið, sem á að gera þetta heyrum kunnugt, munu menn heyra víða um lönd, Og það mun blása hraustmenriunum nýju lífi í brjóst og flytja einvaidshöfðiugja þeim, sem er í bandalagi við Antí- krist, bráðan bana. 15. Til þess að vinna sigur á Antíkristi, munu fieiri menn þurfa að láta lífið, en nokkurn tíma hafa innibyrgst í Rómaborg. Öll ríkin munu þurfa að leggjast á eitt og treysta á fremsta hlunn, því að haninn, iébarðinn og livíti örninn munu ekki yfirstíga svarta örninn, nema bænir og óskir allra mann- eiskra þjóða aðstoði þá. 16. Mannkynið hefir aldrei ralað í aðra eins hættu, þvf sigur Antí- krists mundi verða sigur þeirrar ó- vættar, sem hefir holdgast í honum. 17. Því það hefir verið sagt, að tuttugu öldum eftir holdgun orðs- ins muni dýrið íkiæðast holdi og ógna heiminum með eins miklu iilu, eins og hin guðiega holdgun hefir flutt því mikia náð. 18. Þegar líður að árinu 2000, mun Antíkristur koma í Ijós. Her hans mun verða fjölmennari cn nokkur getur gjört sig í hugariund. Það munu verða kristnir menn meðal förunauta hans, og meðai liðslambsins nr.unu verðaMúhameds- trúarmenn og viilimenn. 19. Fyrst framan af mun lambið verða alrautt. í allri kristninni mun ekki verða nokkur blettur, sem ekki er rauður, og himininn, jörðin, vatnið og jafnvel andrúmsloftið, mun vera rautt, því að blóð mun streyma í öllum fjórum höfuð- skepnunum samtímis. 20. Svarti örninn mun sjálfur ieggja hanann í einelti og mun hann missa margar fjarörir, en brúka spora sinn eins og hetja. Mun örninn bráðlega verða brotinn á bak aftur, og er það mikið að þakka lébarðanum og klóm hans. 21. Svarti örninn, sem mun koma frá lútherska landinu, mun koma hananum að óvörum, og mun flóa yfir meira en helminginn af landar- eign hans. 22. Hvíli örninn, sem mun koma norðanað, mun koma svarta ern- inum og hinum erninum á óvart og flóa yfir alla landareign Antíkrists endanna á milli. 23. Svarti örninn mun verða nauð- beygður t'I að iáta síga undan fyrir hananum til þess að berjast við hvíta örninn, og haninn mun veita svarta erninu.n eftirför inn í land Antíkrists tii þess að hjálpa hvíta erninum, 24. Þær orustur, sem hingað til hafa verið háðar, munu reynast lítils- virði í samanburði við þær orustur, sem rnunu eiga sér stað í lútherska iandinu, því að hinir 7 andar munu nú steypa úr sk’lum reiði sinnar yfir nið óguðlega land, srm er þaó sama, sem að iambið mun uppræta með öllu þjóðkyn Antf- krists. 25. Þegar dýrið kemst að raun um, að það hefur orðið undir, mun það verða æðisgengið, og í nokkra mánuði mun nef hvíta arnarins, klær lébarðans og spori hanans slíta það í sundur. 26. Fljót munu verða full af dauðum mannabúkum, sem munu stöðva framrás vatnsstraumsins. Að- eins hinir tignustu — hershöfðingj- arnir og prinsarnir — munu verða jarðsungnir, því hinir, sem falla í ófriðnum, munu verða kasaðir á- samt þeim, sem farast úr pest eða hungri. 27. Antíkristur mun við og við bíðjast friðar, en hinir sjö andar, sem ganga á undan dýrunum þrem- ur, er verja lambið, hafa iýst því yfir, að sigurinn veiíist aðeins með því skilyrði, að Antíkristur sé sund- urniarinn eins og strá, sem verið er að þreskja. 28. Dýrin þrjú, sem framkvæma réttvísi lambsins, geía ekki stöðvað bardagann, -meðan nokkur af her- mönnum Aníí-krbfs stendur uppi. 29. Það sem gerir ráðsályktun lambsins svo ósáttfúsa er, að Amí- kristur hefir þótst vera kristinn og hefir komið fram í nafni Krists, og sé honum ekki tortýnt, er árangur- inn af endurlausninni gla aður, og hiið iielvítis vinna sigur yfir end- urlausnaranum. 30. Það er fijótséð, að baráttan sem stendur þar sem Antíkrisíur smíðar vopn sín, er ekki lengur mannleg baráíta. Dýrin þrjú, sem verja lambið, munu uppræta síðasta herlið Antíkrisís, en vígvöllurinn verður gerður að líkhúsi, eins stóru og stærstu borg, því binir dauðu munu hafa umhverft staðnum og gert hann að röð af leiðum. 31. Antíkristur mun missa kór- ónu sína og mun deyja einmana og úr vitfirring. Keisaradæmi hans mun verða skift í 22 ríki, en ekk- ert þeirra mun hafa kastala, herlið eða herskip, 32. Hvíti örninn mun eftir skip- un Míkaels reka hálftunglið út úr Evrópu, og verða þar þá tómir kristnir menn. Hann mun sjálfur kasta eign sinni á Konstan'ínópel. 33. Eftir það mun byrja nýtt tímabil með friði og lukku fyrir heiminn, og verður enginn ófriður upp frá því, en hverri þjóð mun verða stjórnað af samvisku sjáifrar hennar, og mun hún iifa í réttlæti. 34. Það verða hvorki Lúthers- trúarmenn né sértrúarflokkar, en iambið mun stjórna og iukka mun hvíla yfir mannkyninu. Sælir eru þeir, sem ekki er stofn- að í hættu á þessu markverða tíma- bili og fá að njóta ávaxtanna af yfirráðum andans og sigurhrósi. Jólanóttin og gistilnisin. Þegar eg var barn og var að alast upp, þá man eg eftir því, að margir hlökkuðu til jólanna, og ekki síst eg c~ jafnaldrar mínir; þá var sá siður, að allir gerðu sitt til þess, að jólanóttin gæti orðið sem ailra hátíðlegust og að öllum gæti iiðin sem best og jólanóttin var altaf köiiuð »nóttin helga*. Mér er það í barnsminni, og eg hef oft heyrt það, síðan eg komst til vits og ára, að prest- arnir kenna það, að jólahátíðin sé sannkölluð fagnaðarhátíð vor kristinna manna, og það jafnt fyrir vesæla sem volduga. Það kom þó nokkrum sinnum fyrir, að gesti bar að garði á jóla- kveldið á því heimili, sem eg dvaldi á í æsku, enda var það við þjóðbraut og það man eg glögt eftir að húsbændur mínir gerðu ait það sem í þeirra valdi stóð, til þess að taka ve! á móti öllum þeim sem komu, og veita þeim góðan beina eítir mætti, og það er mér óhætt að fuliyrða, að aldrei var nokkur eyrir tekinn af nokkrum manni hvorki fyrir mat, rúm né aðra fyrirhöfn. Svona var það í sveitinni, þar sem eg þekti til- En núna þessa síðustu jóla- nótt kom fyrir mig dálítið atvik, sem gerir það að verkum, að eg tek mér penna í hönd og skrifa þessar fáu iínur. Eins og við Reykjvíkurbúar munum flestir hafa orðið varir við að meiru eða minna ieyti, þá var afar vont veður á jólanóttina, norðaustan stormur og mikil rigning. Kl. urn 2 um nóttina, varð á vegi mínum og fleiri manna, maður umkomulítill og veiklaður. Þessi vesaiings mað- ur hafði hvergi höfði sínu að að halla um nóttina í þessu vonda veðri. Við félagarnir sem sam- an vorum fórum strax með mann- inn og reyndum að fá handa honum hús og rúm, og iögðum þar að, sem auglýst er með síóru letri, að menn geti fengið gist- ingu. Við vorum varla búnir að biðja fyrir manninn þegarað við fengum svarlð sem hljóðaði svo: »Við viljum ekkerf með iiann hafa, nei, eg tek ails ekki á móti honurm! Eg er ekki viss um það, hvaða manneskja það er, sem við áttum tal við, en eg gerig út frá því, að það sé ein af þeim persónum, sein halda fram þeirri kenningu að mér og öðrum, að aliir séu á beinni leið til glötunar nema þeir sem falli fram og gangi i frelsisherinn Gistihúsið sem við vöktum upp á var frelsisherherinn. Mundu það ekki vera nokkuð margir hér í Reykjavík, sem geta munað eftir því, að þegar frelsis- herinn hefir guðsþjónustur á gatnamótum, að þá bendir ræðu- maður eða kona á áheyrendur og segir með þrumandi röddu: »Ef að þú stóri syridari ekki kemur og fellur fram þá ertu á beinni leið til glötunar og van- sælu.« En svo þegar að þetta sama fólk, sem svona kennir, er á sjált’a jólanóttina beðið að hýsa hrör- legan, umkomulítinn og reglulega hjálparþurfandi mann, þá segir það nei, eg vil ekkert með hann hafa, eg tek ekki við honum. Sjálfsagt kemur það ekki fyrir, að þessir helgu trúboðar gangi fram fyrir bennan hjálparþurfandi | mann og snýki af honum 5 au. í húfuna, en færi svo að það kæmi fyrir, þá væri gaman að vita, hvort að þeir fyndu annað bragð að peningunum hans held- ur en hinna. Það er ekki fjærri sanni að geta þess í sambandi við fram- anritað, að hér í bænum er til annað gistihús sern gengur und- ir nafninu »Gamla Hótel Reykja- vík«. Það er á Vesturgötu 17. Þar býr enginn sáluhjálparher, en þar búa fuliorðin hjón, sem altaf taka tveim höndum á móti íólki, og hýsa þá, sem þess beiðast, svo lengi sem húsrúm leyfir. Konan á þessu gistihúsi gat sjálf komið til dyra og tekið á móti áðurnefnþum manni og það með góðu geði, þrátt fyrir slæmar á- stæður, því maðurinn hennar lá mjög veikur og hún hafði ásfæð- ur til þess að halda því fram, að hún gæti ekki tekið á móti gest- um, en það kom henni ekki til hugar, því þessi heiðurshjón hafa alltaf sýnt það, að þau skiija sitt hlutverk og taka altaf með kurt- eysi og aluð á móti gestum sín- um. Ef að svo hefði nú viljað til, að þessum manni hefði iíka ver- ið úthýst á Vesturgötu 17, þá var hvergi hælis að leita fyrir hann og hann hefði orðið að láta fyrirberast úti,- það sem eftir var næturinnar og spurning hvort að hann hefði haldið lífi í því veðrí sem þá var. Þó að hér sé ekki nefnt nema eitt dæmi þá eru þau til æði mörg sem sína það og sanna, að það er fyililega kominn tími til fyrir bælnn að eiga gistihús, og eg vil óska þess, að þessar !ín- ur gætu orðið til þess, að góðir og framtaks-samir mer.n þessa bæjar tækju það til athugunar og legðu sig eftir því að setja sig inn í iíðan ferðlúinna og máske hraktra ferðamanna, sem verða að standa úti eða ganga um göt- urnar alla nóttina, fyrir þá sök, , að hvergi er mögulegt ðfágist- ingu, hvað sem í boði er. Reykjavík 26. des, 1914. Sighvatur Brynjólfsson. Yfirlýsing frá *Dagsbrún‘. Verkmannafjebgift »Dagsbrún« í i Reykjavík lýsir ánægju sinni yfir ráöstöfun landsstjórnarinnar á vör- um þeiíTi, sem e/s »Hermod« flutti frá Ameríku í síðastliðnum októ- bermánuði, og treystir því, að þetta verði upphaf til tneiri vöruviðskiffa fyrir landssjóðs reikning. Reykjavík 21. des. 1914. F. h. verkmannafjel. »Dagsbrún«. Stjórnin. óskast til kaups. AFGR. VÍSAR Á. Spurningarogsvör. Út af sjálfstæðisfundinum, scm skýrt er frá hjer í blaðinu, mætti virðast ástæða til þess að menn spyrðu — og svöruðu : 1. Frá hverju er fiokkurinn nú að frelsa föðuriandið ? Svar : Frá »fyr,'rvaranumt, sem fiokkurinn barði sjálfur fram með ólögum. 2. Hvernig æílar flokkurinn að bjarga landinu frá þessu til- ræði sjálfs sín ? Saar : Með á- vísun á mótstöðumenn sína og ráðleggingu um, hvernig þeir eigi að haga sjer. 3. Hvað heimt ir flokkuriun af Döuum ? Svar: Að sjermál vor sjeu framvegis borin upp í ríkisráðinu — eftir að kunn- gert er oröið, að sjermálastað- an þar er að eins skrifstofu- siaða, háð atkvæði allra danskra ráðherra að Iögum. 4. Á hverju artlar flokkurinn að lifa? Svar: Á því að halda fast við falskenniriguna um möguieika sjermálafrelsisins inn- an ríkisráösins, og heimta það sem flokkurinn veit, að kon- ungur getur ekki veitt, þó hann vildi. 5. Er í raun og veru nokkur hætta á því, aö minni hlutinn fari að láta hafa sig til að staðfesta stjórnarskrána ? Svar : Nei. Alls ekki. Enginn segir það nú nema »sjálfstæðið«, sem þarf eitthvað tii að iifa a', Jafnvel Danir lýsa því yfif einróma, að enginn íslenskur stjórnmálamaður muni fást til þess. Að leggja til við kon- ung og undirskrifa staðfesting þessarar stjórnarskrár nú eftir að allri huldu er svift af þessu máti, væri verk sem enginn íslendingur mun þora að vinna. Bókaútgáfufjelagið Fjallkomiútgáfan — gefur út — Fjailkonusöngva úrvalslög útlend og íslensk lög, raddsett fyrir blandað kór. Hefti 16 siða — 3. hvern mánuð — aðeins 50 aura. [1. og 2. hefti eru komin út]. Ennfremur hefur fjelagið tekið að sjer útgáfu á sögum sir A. Conan Doyle’s. Fyrst koma út Kveldvökurnar Hefti 32 siður — hvern mánuð — aðeins 25 aura. [1- og 2. hefti eru komin út]. Bækurnar fást á afgr. þessa blaðs, og þar tek,ið mótl áskrift að þeim. Ath. þegar út er konfið héilt bindi af Fjallkonu- söngvum, hækkar verðið (fyrir nýja kaupendur) um fjórðapart. — Eins hækkar verð Kveldvakanna, er þær eru allar komnar út, Prentuð í jirentsmiðju Sveins Oddssonar. — Reykjavík.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.