Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 2

Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 2
þjÓÐIN 2 Þ JÓÐIN kemur út hvern lau'gardag. Verð árgangsins kr. 2,50 auk póstburðar- gjalds. Utg.: Fjelagið Þjóðín. Riistj.; Einar Gunnarsson. Afgreiðslan í Austurstræti 14, uppi opin virka daga kl. 10—4. Pósthólf A. 26. Sími 77. Siðir °g hættir Græniendinga. Ekkcrt er eðlilegra, en að upp komi sú spurning hjá menningarþjóðunum, sem lifa við öll þægindi nútímans: Hvernig í ósköpunum fóru forfeður vorir, steinaldarmennirnir, að Iifa ? Hvernig fóru þeir að því, að sigrast á örðugleikum tilver- unnar með öðrum eins tilfæring- um og þeir höfðu ? — Gaman væri að vera horfinn aftur í stein- öld og sjá það alt með eigin aug- um, sjá hvernig siðir og hættir ríktu hjá þessu ómentaða fólki, sem ekki hafði neitt lært, engin trúbrögð höfðu á vora vísu og alt urðu að taka hjá sjálfum sjer, er til andlegra og líkamlegra þarfa taldist. — Gaman væri að sjá, hvernig mannlegt hugvit starfaði hjá þessu fólki, þar sem barátt- an hefur hlotið að vera enn strangari fyrir tilverunni en nú, þegar margir mest metnu menn þjóðfjelaga vorra þurfa ekki ann- að en að velta áfram eftir fyrir- fram tilbúinni skólabraut og inn í áhrifamestu stöður landanna.— Eitthvað hlytum vjer að geta lært af slíkum börnum sjálfrar náttúr- unnar. Máske fyndum vjer ekki hjá þeim ávísun á aukin þægindi og líklega óskuðum vjer ekki að skifta á kjörum við þá. En vjer fyndum máske dálítinn þytafþví, hvernig hin upprunalega lífslöng- un ryður sjet braut gegnum þykt og þunt, og yfirstígur alla örð- ugleika og á þó afgangs náttúr- lega og ósvikna lífsgleði í engu óríkara mæli en börn menning- arinnar. En vjer þurfum ekki að leita aftur í fornöld. í landi, sem iigg- ur eina dagleið á sjó frá Reykja- vík, býr nú steinaidarþjóð, og einmitt ein af þeim, sem mesta athygli hefur vakið, þótt vjer þekkjum hana lítið, þjóð, — sem fram á síðari tíma hafði engin af- skifti af mentuðum þjóðum nje viðskifti við þær — þjóð, sem ekki einungis á sumum stöðum verður enn í dag að lifa algerlega við þann kost og tæki, sem hún sjálf aflar sjer þar á staðnum — heldur verður að stríða við óblíða veðráttu og loftslag fremur flest um þjóðum í viðri veröld. þessi þjóð er Grænlendingar eða *S k r æ 1 i n g j a r“, sem feð- ur vorir kölluðu þá, er þeir | kyntust þeim á ferðum sínum til Grænlands og Vesturheims fyr á dögum. Á Grænlandi hafa Danir reynd- ar víða blandað sjer saman við Grænlendinga, boðað þeim trú og breytt siðum þeirra nokkuð, en þó er enn nóg tækifæri til þess að kynnast hinu uppruna- lega eðli þeirra, auk þess sem til eru líka heiðnar kynslóðir af þeim hingað og þangað á Norð- ur-Grænlandi og nyrst í Ameríku. — Mjög orkar það tvímælis, hvort Grænlendingar hafi haft gott af afskiftum svokallaðra siðaðra msnna. Telja flestir, að þeir sjeu mjög á leið til afturfara í mörg- um efnum síðan þeir komust upp á ýms þægindi, sem þeir höfðu ekki áður þekt, en á hinu beri minna, að þeir kunni að færa sjer þau í nyt til þess að vinna sjer aukna viðspyrnu í baráttunni fyrir tilverunni. Hjer skal nú gefinn útdráttur ai því helsta, sem ritað hefur Ford ífrei 6-manna kr 3600, 5-manna kr.2500, 2-mannakr. 2300. TL 1 heimsiræga tsgund bifreiða þarfnast JL vOmI engra meðmæla hér frek- ar en annarstaðar. Þær hafa sýnt og sannað, að þær eru heppi- legastar fyrir okkar nijóu og ósléttu vegi, og að þær mæta þörfum og fjármagni landsmanna, með því að vera léttar, sterkar, kraftmiklar og ódýrar. Hið ódýra verð kemur meðal annars af þessu þrennu: 1. Hinni feikna miklu sölu árlega. T.d. má nefna, að fyrsfu 2 mánuði síð- astliðins árs (1914), sem þó eru lökustu mánuðir hvað snertir sölu bifreiða, voru búnar til og seldar 48,558 (í janúarmánuði 23,936 og í febrúar 24,622). 2. Að enginn fær Ford-bifreið upp á lán. Hönd selur hendi, og við það sparast mikill reksturskostnaður. 3. Að á Ford-bifreiðum er ekkert skraut, sem ekki er til neins gagns. Eng- inn hlutur ónauðsynlegur. 6-manna Ford-bifreið. 20 hesta afi - Verð kr. 3600 þyngd 815 kíló — lengd 11 fet, 3 þmí, — breidd 5 fet, 10 þml.—hæð 6 fet, 5 þml. 5-manna Ford-bifreið. 20 hesta afl — þyngd 700 kíló — lengd 10 fet, 10 þnil. Verð kr. 2500 breidd 5 fet. 10 þmi. — hæð 4 fet, 3 þml. Ford-bifreiðarnar eyða 4 pottum af bensíni á 15- 25 enskra míina vegalengd. Ford-bifreiðarnar slíta gummíhringj- um á 5000—8000 enskum mílum. Öllum Ford'bifreiðum má snúa í hring á 28 fetum og er það mikill koslur á hinum mjóu götum er hér eru. Einnig má snúa við á 12 feta breiðum vegi.J Þeir, sem vilja, geta fengið kcypt rafmagnsljós og annan nýtfskuútbúnað Ford viðvíkjandi. Bcnda má mönnum á, að öll laus stykki bifreiðunum viðkomandi má fá frá Ford-veksmiðjunni með sama verði og þau kosta í vagninum nýjum. Ford-félagið smíðar ennfremur vöru- flutningavagna með 20 besta afli,— Verð 2,350 kr. og 2,600. Hringar fyrir Ford-bifreiðar kosta: 66 kr. á afturhjól og 50 kr, á framhjól. — Slöngur kosta 16 kr. á afturhjól og 12 kr. á framhjól. Ford-bifreiðarnar verða flutt- ar fyrir ofan greint verð á hvaða höfn sem er á íslandi og skip koma á. Spurningum verður svarað fljótt, hvort heldur munnlegum eða ckriflegum. Ford-bifreiðar eru ódýrastar í inn- kaupum og ódýrastar í rekstri, Finnið mig í þessum mánuði, þar eð eg sendi nokkrar pantanir með næsta skipi, og væri gott, að sem flestar gætu farið í einu. 2-manna Ford-bifreið. Verð kr. 2300 20 hesta afl — þyngd 700 kíló — lengd 10 fet, 10 þml. — breidd 5 fet, 10 þml. — hæð 4 fet, 3 þml. (Helmingur vagnsins er ætlaður til flutnings, sem menn hafa með sér á skemtiferðum.) Kárastíg 11 S)\)e\wxv Öddssoxv, Símar 27 og 429 verið um Grænlendinga, líf þeirra og háttu, eftir frásögnum Nansens og ýmsra fleiri. Sköpulag Orænlendinga. Venjulega er gert of mikið úr því, hvað Grænlendingar sjeu lágir vexti. Auðvitað eru þeir að jafnaði talsvert lægri en Norður- landabúar, en þó mega þeir telj- ast meðalmenn, því að jafnvel eru til á meðal þeirra menn, sem væru kallaðir háir vexti hjá oss. — Líkami þeirra er oft sterk- bygður, einkum að ofan, en frem- ur eru þeir fótvisnir, sem mun koma af því, að þeir reyna mest á herðavöðva og handleggi, en minna á fætur. Kvenfólkið | þykir fremur laglegt fram eftir í aldri, en eldist oft fljótt og illa. | það, sem útlendingum þykir vanta þar á fagurt sköpulag eftir Norð- j urálfusmekk, er það, að græn- lenskar konur sýnast fremur mjaðmaskroppnar og mittislausar. þær hafa nefnilega kringlóttari mjaðmagrind en alment gerist hjá Evrópukonum. Annars þykja þær hand- og fótnettar og fín- legar í sköpulagi. Viðvíkjandi andlitsfalli Grænlendinga, þá sjest það best af því, að bera saman myndir af þeim. Munu flestir hafa sjeð fleiri eða færri myndir af Grænlendingum. það sem helst stingur í augun er það, hvað þeir eru venjulega kjálkabreiðir, kinnamiklir og kringiuleitir. Nefið er mjótt upp á milli augnanna, en breikkar niður á við. Augun | eru stundum skásett og bendir það á, að þeir sjeu að uppruna mongólar og því skyldir Kínverj- um og Japönum. Á það bendir einnig litarhátturinn, sem er gul- | brúnn eða gulgrár og hárið, sem jj er hrafnsvart og gróft. Nýfædd börn eru þó hvít á hörund, en dökkna síðar. Er sagt, að dökk- ur blettur sje á bakinu á þeim, og breiðist liturinn þaðan út smátt og smátt. Ekki vita menn þó fullar sönnur á þessu, en það sama hefur verið sagt um jap- önsk börn. — Annars er oft erfitt að greina hinn rjetta litarhátt Eskimóa vegna óhreininda á húð- inni. þrifnaður er ekki þeirra sterka hlið. Klæönaður. Venjulegasti búningur Eskimóa er treyja eða peysa úr fuglsham, scm snýr fiðrinu inn og nefnd er t í m í a k og þar utan yfir stutt- kufl úr selsskinni, eða bómullar- dúk nú á síðari tímum. Kallast kufl þessi a n ú r a k . Buxur hafa þeir úr sclskinni og snýr loðnan út. Upp að buxunum ná svo stígvjelin eða kamíkurnar svokölluðu; eru þau gerð úr sel- skinni og eltiskinnssokkar hafðir innan undir. í botni kamíkanna er haft hey til varnar raka. — Kvenfólkið notar mjög líkan búning og karlmennirnir, nema öllu meira útflúraðan. Buxur hafa þær eins og þeir, en ekki pils eða kjóla. Eru buxur þessar ein- lægt úr selskinni og ná ekki nið- ur fyrir hnje, eins og buxur karl- manna, og þarf kvenfólk því hærri kamíkur. Á herðunum hefur kvenfólk breiðan kraga al- settan perlum. Á síðari tímum hafa GrænJendingar komist upp á, að nota nokkufc aðflutta dúka til klæðnaðar, t. d. nota karlmenn oft buxur úr þeim í stað sel- skinns. — Konur hafa líka farið að nota allmikið hvítar skyrtur innan undir anúraknum og þykir þetta svo fínt, að endilega verð- ur að sjást einhversstaðar í skyrt- una. þess vegna hafa þær tekið upp á því, að hafa bil á milli anúraksins og buxnanna og kem- ur þar skyrtan í ljós. Konur, sem börn hafa að bera, hafa þau ekki á handlegg sjer, heldur í poka á bakinu, og er hann fast- ur við anúrakinn. — Áður var það siður, að fólk var allsnakið í húsum inni og hafði að eins belii um iendar og gjörð úr þvíj á milll fótanna. þessum sið prje- dikuðu trúboðar á móti, en þó kvað hann enn yið líði á Austur- Grænlandi. — Höfuðbúnaður karla er hetta, sem föst er við klæðin, en má steypa fram yfir höfuð. Kvenfólk hefur oft slíka hettu, en notar hana nú ekki, heldur vefur klút fram yfir enn- ið og strýkur hárið í strýtu upp af hnakkanum og vefur böndum utan um. Strengir það hárið svo fast, að það losnar oft snemma á þeim og eru kerling- ar því oft sköllóttar. Til þess að gera hárið sljett og gljáandi brúka þær þvag, á líkan hátt sem aðrar þjóðir nota ilmandi hárvötn. Framh. Leyndarskjölin í Belgíu Auk samninga þeirra, er upp hefir komist að átt höfðu sér stað milli Englands og Belgíu, hafa nu Þjóðverjar grafið upp í leyndar- skjalasafninu í Brússel í Belgíu hand- baekur nokkrar, afarnákvæmar, út- gefnar af herforingjaráðinu enska, er fjalla um samgöngufaeri og land- varnafyrirkomulag í Belgíu. Hafa fundist 4 hefti, eitt frá 1912, annað frá 1913, en þriðja bindi í tvennu lagi og fjórða bindi eru frá 1914. Stendur á þeim: »í trúnaði*, og segja Þjóðverjar að bókin sé eign bresku stjórnarinnar og ætluð til einkaafnota einhverjum vissum mannl, er þeir nefna eigi, og hafi sá átt •ð bera ábyrgö á geytnslu hennar, og skyldi hún ekki sýnd öðrum en útvöldum mönnum. Öll er bókin hin nákvæmasta landslýsing, sem unt er að hugsa sér. Er þar lýst vegum öllum, út- sýnisstöðvum, vatnsveitum, brúm og krossgötum, símalínum, járn- brautarstöðvum, olíugeymslustöðv- um o. s. frv, Einnig er lýst lands- laginu í kring og tekið fram hvar íbúarnir tali frönsku, allir eða flest- ir, og alstaðar fylgja nákvæm landa- bréf. Þá er ekki síður lýst fljótum öll- um,vöðum og ferjustöðum o. s. frv. og loks fylgja töflur yfir herliðs- aðsetur í hverri sveit og þorpi með öllu því, er liðsforingjar þurfa að vita á hverjum stað, og svo leiðar- vísir fyrir flugmenn í tilteknum landshlutum, og er hið yngsta af þessu frá því í júií í sumar. Þjóðverjar beuda nú á það, að þóít Bretar hafi bersýnilega rerið að safna þessum gögnnm í 5 ár, þá sé óhugsandi að þeir hafi getað gert það án þess að landstjórn og herstjórn Belgíu hjálpaði þeim tif þess á allan hátt. Megi hér því fara fljótt yfir sögu, Beigía hafi alls ekki verið hlutlaust ríki, heldur skjólstæðingsiand Breta og ráðið í að veita þeim að málum á vænt- anlegri herferð þeirra gegnum land- ið á hendur Þjóðverjum. Nú hefir skipast svo til, aö Þjóðverjar hafa náð þessum leiðbeiningum, og eru þær þeim, svo sem vsenta má, til ómetanlegs gagns til Þess, að rata um Belgíu og koma liði sínu þar sem haganlegast fyrir, Þykjast þeir eigi mundu hafa þurft að iáta kæfa her sinn þúsundum saman í vatns- flóði, svo sem gert var í haust, ef þeir hefðu þá haft þessar bækur.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.