Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 1

Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 1
*- Stærsta stjórnraálablað hér á landi. FJÖÐÍN *= Ódýrasta vikublaðíð á öllu landinu. m= l.árg. Reykjavík lau«a daglnn 30. janúar 1915, 7. tbl. .Eftirlit Dana með sjermálunum. II. það er einkenni sjermálanna, samkvæmt stjórnarskránni, að í þeim á ísiand að hafa löggjöf sína og stjórn útaf fyrir sig. Með hin sameiginlegu málin hafa dönsk stjórnarvöld farið, ólögskipað að vísu, segja þeir sem bækurnar hafa, cn sú hefir verið venjan. það gefur nú að skilja, að því að eins getur ísland haft löggjöf sína og stjórn útaf fyrir sig í sjermálunum, að Danir hafi ekk- ert íhlutunarvald, engan íhlutun- arrjett um meðferð þeirra að neinu leyti. þetta skildu líka ís- lendingar meðan þeir voru enn elgi orðnir svo þroskaðir, að taka upp hentistefnu í Hfsspursmálun- um, en ríða á vitlausúm „prin- cipum" í hinni auðvirðilegri ;ireppapólitík, og því hefir það ætíð verið íslenska stefhan, að halda sjermálunum sem fjærst dönskum áhrifum, enda aetti það að vera sæmilega ljóst, að ef vjer missum umráðanna yfir þeim, þá eru rjettindi þau, er stjórnar- skráin veitir oss, þar með að engu orðin. það mætti nú eiginlega ætla, að Dönum hefði verið það nóg, að hafa töglin og hagldirnar í meðferð sammálanna og látið oss í friði með einkarjett vorn yfir sjermálunum. En svo hefir aldrei verið. Mörgum þeirra hefir seint og snemma þótt oss gefið of mlkið svigrúm með þeim rjetti, og insti kjarni dönsku stefnunn- ar hjá þeim mðnnum er því, og hefir ætíð verið sá, að gera oss hann ónýtan. Að vísu hafa þeir hlífst við að ganga beint framan að oss og heimta að lög sjeu skýlaust brotin á oss, en því meir hafa þeir reynt til þess óbeinlínis. Alt strcðið við það, að lögfesta uppburð sjermálanna í ríkisráðinu og þverskallast við að losa hann þaðan, er ekkert annað en þrálát óhreinlyndissókn aftan að íslendingum, til þess að taka aftur rasgjöf þá, er oss þótti vera gefin með sjermélaumráð- unum, og ytirvarpið, sem haft hefir verið til þess að ná þessu göfuga takmarki, hefir rú »ð síð- ustu verið þ«ð, að Danir verði að hafa »eftirlit« með því, að íslensk löggjöf fari ekkl út fyr- ir sjermálasvœðið, með því að þeir beri ábyrgðina á gjörðum vomm út á við, gagnvart öðrum þjóðum. í stað þess að gangast við því hreint og beint, að það sje tilætlunin, að ræna oss rjetti vorum, er það látið í veðri vaka. að hún sje aðeins sú, að gæta þess, að vjer förum eigi lengra en rjettur vor nær. Hafi nokk- urn tíma nokkur Dani trúað á þessa „eftirlitsn-nauðsyn og hald- iö henni fram í alvöru, þá hefir það verið af einskærri grunn- hyggni og sá hinn sami hefir „ekki verið með". Meðan hægrimannastjórnin sat að völdum í Danmörku og gerði ekki annað en að leggja kollhúf- ur við öllum kröfum íslendinga, voru þó Danir hreinskilnir við þá. En þegar samningamakk og samningasvik eru komin í önd- vegið í mynd og Hkingu Albertis, þá er snúið við blaðinu. þá get ur hann í athugasemdum sínum við stj.skrárfrv. 1902 „til fulls fallist á kröfu hinnar íslensku þjóðar um, að hin aeðsta stjórn hinna islensku mála sje í hönd- um íslenskra manna í náinni sam- vinnu við löggjsfarþing landsins" en sagt þó um leið: „ . . . . Að þessar stjórnarathafnir sjeu enn sem fyrri bornar upp í ríkisráð- inu, er nú sem fyr stjórnarfars- leg nauðsyn......Og návist hans þar (o: íslandsráðherrans) yrði með öllu nauðsynleg þá, er vafi kæmi upp um það, hvort eitt eða annað af þeim málum, sem hann vildi hafa fram í ríkis- ráðinu, stofnaði eigi eining rík- isins í hættu eða kynni eigi að skerða jatnrjetti allra danskra rík- isborgara. því þar sem það auð- vitað gæti ekki komið til nokk- urra mála, að nokkur hinna ráð- gjatanna færi að skifta sjer af neinu því, sem er sjerstaklegt mál íslands, þá er það hinsvegar eins sjálfsagt, að það væri skylda allra hinna ráðgjafanna að mæla í móti, ef íslandsráðgjafinn gerði tilraun til að ráðast á annað hvort þessara tveggja atriða, alveg á sama hátt og það væri rjettur og skylda íslandsráðgjafans að mæla í móti, ef reynt yrði frá Dana hálfu að losa um sambandið við ísland, eða halla jafnrjetti íslend- inga í konungsríkinu á við aðra danska þegna* — Hjer gægist undirferlin fram undir yfirvarpi „eftirlits"-kreddunnar. Á endurskoðunarárunum var því sífelt haldið fram með ský- lausum rjetti, að uppburður sjer- málanna í ríkisráðinu færií bága við það ákvæði stj.skrárinnar, að í þeim málum skuli ísland „hafa löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig", og þaö viröist ráögáta, hvern- ig jafnvel meðalflón fer að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að það breyti nokkru í þessu máli, þótt danskur íslandsráðgjafi fullyrði það út í loftið, »að það geti auð- vitað ekki komið til nokkurra mála, að nokkur hinna ráðgjaf- anna fari að skifta sjer af neinu því, sem er sjerstaklegt mál ís- lands", heldur sje bara verið að hafa eftirlit með því, að íslands- ráðherrann hafi eigi fram mál, er stofni eining ríkisins íhættu, eða skerði jafnrjetti allra danskrarík- isborgara. Enn óskiljanlegri verð- ur blindnin, er þess er gætt, hvernig „Landvörn" rakti málið, og að Sighv. heitlnn Arnas. vakti jafnvel athygll manna á því, þeg- ar á þingi 1902, hve gagnstætt það væri nefndri stj.skrárgr., að slá því nú föstu með lagaboði, að sjermíl vor skuli borin upp i ríkisráðinu. „það væri ekki sð hafa löggjöf og stjórn út af fyrir sig í stjórnmálum vorum", ¦egir hann, »ef danskir ráðherr- ar mættu fjalla um þau á einn eða annan hátt. Eða getur nokk- ur af hinum h. deildarmönnum fullvissað mig um það, að danskir ráðherrar hafi engin áhrif á sjer- mál íslands, ef þau verða borin fram í ríkisráðinu ?" Nei, það ætti ekki að vera þægilegt, að færa neinum heim sanninn um það. Staðhæfingin er viðlíka haldgóð og hin, sem íslensk þingviska bar lengi vel á borð fyrir menn, að ekki gæti komið til mála, að íslandsráðherra mætti nokkurn tíma staðfesting- artregðu á íslandsmálum af hálfu konungsvaldsins, úr því að kon- ungurinn hefði einu sinni viður- kent íslenskt þingræði með því að segja, að ráðuneytlsskifti í Danmörku næðu eigi til íslands- ráðherrans. — En það ætti að mega fullvissa hvern mann með meðalgripsviti um nokkuð annað. kenna þenna eftirlitsrjett danskra ráðherra i rikisráðinu, er þeim í raun og veru selt sjálfdœmi, gefið úrskurðarvald um það, hver múl skuli teljast sjermál og hver sameiginleg. þeir geta þá ekki einungis með viðurkendum rjetti slett sjer fram í, hvenær sem eitt- hvert nýtt mál kemur fram, sem enn þá hefir hvorki verið talið til sjermála nje sameiginlegra mála — og slík mál geta alt af komið fram —, og halatö þvi fram, aö það sje sameiginlegt mál, eöa heimtað, að þaö skuli vera það, heldur geta þeir og, ef þeir vilja beita sjer illa, si og æ slett sjer fram í etalaus sjermál, undir þvi yiirskyni, að þau snertu að ein- hverju leyti eitthvert sammál. Á- tyllur til sliks mætti lengi finna og það gæti tafið og ónýtt mál vor svo, að ekki væri þolandi. Enginn er til að skera úr hugs- anlegum ágreiningi um takmörk sjermálasviðsins, annar en ríkisráð Dana sjálft, sem með þessu lagi hefði viðurkendan rjett til þess, að hafa áhrif á konungsviljann. 1908 komust Danir það lengst, að bjóða oss gerðardóm um þau mál með dönskum oddamanni, og 6já allir hver jafngirni er í því. Meðan svo stendur, ervið- urkenningin á rjetti danskra ráð- htrra til þess, að hafa ,eftirlita með þvi, að islenskt löggjafar- vald fari ekki út fyrir sjermála- sviðið — sem í reyndinni verður sama og að ráða einir takmörk- um þess sviðs —, ekkert annað en gagngerð ónýting á sjermála- frelsi voru, sem oss er veítt með stjórnarskránni. Og hún er jafn- vel meira. Hún er auglýsing um ómyndugleika vorn frammi fyrir öllum heiminum, Éftirlitsrjettur einnar þjóöar með annari um ein eða önnur mál þýðir aldrei og getur aldrei þýtt annað en það, að sú þjóðin, sem háð ereftirlit- inu, er ekki einráð um meðferð þeitra mála. „Eftirlit" þýðir blátt áfram ófrelsi! þetta vita Danir, og það er engu líkara, en að Valtý hafi rámað eitthvað í það líka á þingi 1903, þegar hann gat ekki stilt sig um að afklæða dálítið vitleysuna í nefndarál. neðri deildar, þar sem sagt er, að það vinnist með rík- isráðsákvæðinu, „að ekki þarf að sctja nein önnur ákvæði um það, á hvern hátt ríkisstjórnin skuli fá vitneskju um hverju fram vind- ur í hinni sjerstöku löggjöf vorri og stjórn". Valtýr vissi það og sagði, að þá „vitneskju" gæti hún fengið með því, að útvega sjer eitt eintak af stjórnartíðindunum, ef ekki lægi þar annað á bak við. þetta er alveg satt, og nú er komið að síðustu kórvillunni í þessu máli og ef til vill þeirri mestu. f sínum, uns hann fór í latínuskól- ann. þaðan útskrifaðist hann 1863. Sumarið 18b9 tók hann embættispróf við prestaskólann og var síðan vígður að Skinna- stöðum í Öxarfirði. Vorið 1873 fluttist hann að Helgastöðum í Reykjadal og síðan að Grenjaðar- stöðum 1876. þar var hann þrjá tigu vetra, uns hann fiuttist til Húsavíkur, þar sem hann reisti sjer bústað og dvaldist hin síð- ustu ár ævinnar. — Prófastur Suðurþingeyjarsýslu var hann 1873—1884 og varð R. af dbr. 1901. — Póstafgreiðslumaður var hann ávalt síðan fastar póstferð- ir hófust í landinu og til dauða- dags. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Regina Magdalena Hansdóttir kaupmanns Sivertsen í Reykjavík. Ljest hún að Gren- jaðarstöðum 1884. Síðari kona hans var Ólöf Ásta þórarinsdótt- ir bónda að Víkingavatni Bjarn- arsonar og lifir hún mann sinn. Börn síra Benedikts og fy rri konu hans eru þessi á lífi : Bjarni, kaup- maður í Húsavík, Karólína, hús- freyja í Múla, kona Helga bónda Jóhanness., Gtiðrún ógift, Hansina, gift Jónasi lækni Kristjánssyni að Sauðárkróki og Ingibjörg, gift í Fljótsdalshjeraði. Mörg börn þeirra ljetust í æsku, öll á einni viku (úr barnaveiki ?). — Börn síra Benedikts og síðari konu hans eru þessi á Hfi: Kristján, úr- smiður í Vopnafirði, Regina, gift Guðmundi Thoroddsen lækni í Húsavík, Baldur, í Vesturheimi, Jon, stundar læknisnám við há- skólann í Reykjavík, Svcinbjbrn, stud. artium, (les heima í vetur) og þórður. Einn pilt mistu þau, Þórarin, sem ljest 17 ára í Hafn- arfirði í nóvember 1906. Benedikt prófastur var einkar vinsæll í hjeraði sínu og vel virð- ur. Búhöldur var hann ágætur og margoft bjargvættur nágranna sinna og sveitarmanna í heyleysi og harðindum. Heimili hans var víðfrægt að gestrisni við hvern sein að garði bar, fátækan og rík- an, bæði meðan hann bjó í sveit og eins, er hann var sestur að í kauptúni Húsavíkur. Bæinn að Grenjaðatstöðum reisti hann all- an við og hýsti svo stórmannlega á forna vísu, að varla mun ann- ar slíkur finnast á Islandi. Hjálp samur var hann bágstðddum mönnum svo «ð afbrigðum sætti og skjól og skjöidur vina sinna. Fjörmaður var hann hinn mesti, ljettvígur og snar í hreyfingum til elliára, mikill hestamaður og hvatur í ferðum. Örgerður og fijóthuga um sum dagráð, en staðfastur í mannkostum. í trú- málum var hann frjíalslyndur, svo að sumum kirkjufeðrum (hinum eldri) þótti nóg um. — Kenni- maður þótti t»ann einkennilegur og ræðumaður ágætur. B. Sv. Benedikt Eristjánsson præp. hon., Ijest að heimili sínu í Húsavík í þingeyjarsýslu, aðfaranótt þriðjudags 26. þ. m., eftir sex daga legu, á fjórða ári yfir sjötugt. Hann var fæddur á Snærings- stöðum í Svínadal í Húnavatns- þingi 5. nóv. 1840. Voru for- eldrar hans Kristján bóndi Jóns- son, er síðar bjó í Stóradal og Sigurlaug Sæmundardóttir bónda í Gröf í Víðidal, Jónssonar Um pað, að með þvi, að viður-{ Benedikt ólst upp með föður I á borginni Monastír, og stuðluðu i verja. Frjettir frá stríðinu. (Úr nýjustu blöðum). Serbía bað Grikkland fyrir jólin að senda 100,000 manna her til hjálpar sjer gegn Austur- ríkismönnum og létu Grikkir Hk- lega, ef Serbar uppfyltu viss skil- yrði, viðurkendu meðal annars, að Grikkir ættu réttmæta kröfu að því, að Bandaþjóðirnar styrktu Grikki ef þeir lentu í ófrið við Búlgara. Frá Kanada voru nú fyrir jólin komin 30 þús. manns alls til Hðs við Englendinga, en verið var að æfa þar 50 þús., til þess að senda við tækifæri austur yfir haf. Henri Bergson heimspeking- urinn frakkneski hefur á ársfundi franska vísindafjelagsins haldið ræðu mjög skæða í garð þjóð- verja. Hefur hún vakið mikla athygli. Kafnökkvi enskur skreið í desember undir 5 raðir af tund- urduflum inn í Dardanellasundið og skaut sprengli að tyrkneska herskipinu Messujide og sökti því. Karl Liebknecht jafnaðarmað- urimr sem greiddi atkvæði í þýska þinginu á móti fjárveiting- unni til stríðsins, sendi mótmæla- skjal til allra helstu þýskra blaða gegn stríðinu, en ekkert þeirra þorði að birta það. — Aðalefni skjalsins er það, að engin að þjóf- unum sem taki þátt í stríðinu, hafi óskað eftir stríði, og síst hafi velferð þýskalands krafist þess. Stríðið s)e nú rekið í eigingjörn- um tilgangi, til þess að vinna yfirráð yfir löndum og auðga sig að annara fje. Segist hann mæla kröftuglega á móti árás þjóðverja á Luxemburg og Belgíu og öðru gjörræði stjórnvaldanna. — í Frakklandi hafa þessi mótmæli Liebknechts vflkið mikla athygli og aðdáun. Konungamótið i Málmey segja dönsk bíöð að hafi ekki veríð haldið í því skyni, að stofna neitt varnarsamband milli ríkjanna, heldur hafi það verið í því skyni gert, að ræða um viðskiftin út á við og þær hindranir, sem stríðið hefur lagt á þau. ítðlsk blöð kvarta mjög und- an þeim hindrunum, sem ensk og frönsk skip leggi í veg fyr- ir siglingar sínar* Itölsk skip sjeu daglega stöðvuð af þessum „sjó- ræningjum", og þótt þau sjeu ekki beinlínis rænd, þá sjeu þau tafin og þvinguð á alla vegu, bæði til þess að fara inn í enskar og franskar hafnir og skipa þar upp vörunum og bteyta éætlun sinni á annan hátt. Verksmiðja Krupp's hefur smiðað 3 nýjar 42 cm. fallbyssur, sem eiga að brúkast til að brjóta vígin við Varsjá á Póllandi. 4 miijónir manna segir Times að þjóðverjar sjeu að æfa til þess að ganga á vígvöllinn með vor- inu, sjeu þeir nú búnir að bjóða út svo að segja öllum þeim karl- mönnum í landínu er vetlingi geti valdið, annaðhvort til þess að ganga að vinnu í verksmiðjum herstjórnarinnar eða til þess að ganga í sjálfan herinn. Á jóladaginn var það, að enska flotadeildin rjeðist inn í þýska flóann og gerði árás á Cuxhaven. Flugvjelar frá ensku skipunum flugu inn yfir ströndina og köst- uðu sprengikúlum niður. Lítinn sem engan skaða gerðu þær samt. Tvö Zeppelínsskip frá Helgólandi og 3 eða 4 flugvjelar rjeðust á Englendinga og köstuðu á þá sprengikúlum, en hittu ekki. Með snarræði miklu komust Englend- ingar undan kafnökkvum þjóð- Flugmenn, annar franskur, Duvies, og síðar annar enskur að nafni Samson, fiugu inn yfir Briissel, um og eftir jólin, og stráðu sprengikúlum yfir flug- vjelaskúra og Zeppeiínsbyrgiþjóð- verja. Kviknaði í þeim þegar í stað, en flugmennirnir sluppu óskaddaðir. þjóðverjar hafa sett 25 þús. marka til höfuðs Sam- son. Zeppelínsloftskip silgdi yfir her bandamanna við Nieuport í Vestur-Belgíu á 3. í jólum. Var það skotið niður og fórust allir skipverjar. Mikið áhlaup höfðu Frakkar áformað að gera á þjóðverj'a á allrl herlínunni í einu, viku fyrir jól, til þess að geta færtjj þjóð- inni mikinn sigur í jólagjöf. þetta fór þó alt öðru vísi en ætlað var. Tilraun gerðu þeir að vísu, en hún mishepnaðist algerlega, segja hollensk blöð, og endaði á því, að þjóðverjar náðu citthvað um 20 bæjum og þorpum, sem banda- herinn hafði haft á sínu vaidi. Ennfremur er sagt að Frakkar hafi mist á annað hundrað þús- und manna. Loftflota sinn kvað þjóðvcrj- ar auka nú af miklu kappi. Sviss- ncsk blöð hafa fyrir satt, að á verksmiðjunum í Friedrichshavcn vinni 2000 manns nótt og dag. Sjeu þar nú 14 Zeppelíns-skip í smíðum af nýju sniði, hvorki meira nje minna en 4 00 metra iöng. þvermálið er aftur ekki nema 14 metrar. 800 hesta, vjel- ar eiga þau að hafa, 50 sprengi- hylki og nokkrar hraðskeytar fallbyssur. Rússar hafa skipað nef'nd tll þess að athuga og áætla um inn- flutning Rússa til Galisíu. Er helst áformað, að sækja 300 þús. bændur frá Síberíu og láta þá taka sjer bústað í Galisíu. Þýskalandskeisari dvaldi um jólin á aðalherstöðvunum í bæ, sem þýsk blöð nefna ekki. Var jólaveisla þar í stórum sal fyrir nálægt 1000 hermenn og liðsfor- ingja og alt skreytt með jólatrjám og Ijósum. Hver maður fjekk að gjöf ýmislegt góðgæti, vindla og tóbak. Sálmar voru sungnir og keisarinn hjelt ræðu, og fór- ust svo orð meðal annars: — „Á oss hefur verið ráðist og vjer verjum oss. Guð gefi oss ríkulegan sigur eftir þettt erfiða stríð. Við erum i óvina- landi. Sverðsoddum vorum bein- um vjer að fjandmönnum vorum, en snúum hjörtum vorum til guðs. Vjer segjum eins og hinn mikli kjörfursti sagði einu sinni: —í duttið með alla fjendur þýska- lands! Amen". Nýársávarp sendi þýskalands- keisari her sínum og flota á þessa leið: „Eftir fimm mánaða langt og strangt erfiði byrjum vjer nýja árið. — Ljómandi sigrar eru unnir og mikilvæg velgengni hefur oss hlotnast. — þýski herinn et alls- staðar í óvinalandi. Endurteknar tilraunir fjandmannanna að kom- ast yfir á þýska grund hafa strand- að. — Á öllum höfum hafa skip mín unnið sjer frægð. Skips- hafnirnar hafa ekki einungis sýnt, að þær kunna að berjast til sig- urs, heldur einnig, að þær kunna að láta líf sitt með sæmd, þegar við ofurefli er að etja. — Á bak Framh. á 4. síðo.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.