Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 4

Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 4
4 þJÓBlN Frjettir frá stríðinu. Framh. frá 1. síðu. við her og flota stendur ý s k a þ j ó ð i n í þeim einingaranda, sem er alveg dæmalaus, — reiðu- búin að oft'ra þv! besta, sem hún á, fyrir helgi heimilanna, sem vjer erum að verja gegn glæpsamleg- um árásum. — Mikið er húið að gerast á liðna árinu. En þó er fjandmaðurinn ekki enn að velli lagður. Nýir og nýir skarar ráð- ast gegn oss og hinum trúföstu bandamönnum vorum. — En fjöldi þeirra skelfir oss ekki. Og þótt tímarnir sjeu alvarlegir og verkið erfitt, þá getum vjer heilsað framtíðinni með fullu trausti. — Næst hinni vitru stjótn guðs treysti jeg á hina ó- viðjafnardegu hreysti hers og flota og veit jeg mig þar í samræmi við alla hina þýsku þjóð. þess vegna ótrauðir á hinu ný- byrjaða ári til nýrra afreka og nýrra sigra Fyrir vort elskaða föðurland. — Herstjórnarstöðvunum 31. des. 1914. Vilhjálmur II. R.“ Herfangar Pjóðverja voru samkvæmt skýrs'u um áramótin á þessa leið : Frakkneskir fangar: Liðsforingar 3.459 liðsmenn 215.905 þar á meðal 7 hershöfðingjar. Rússn. fangar: Liðsfor. 3.575 liðsmenn 306.294 (18 hershöfðingjar). Belgiskir fangar: Liðsfor. 612 liðsmenn 36.852 (3 hershöfðingjar). Enskir fangar: Liðsfor. 492 liðsmenn 18.824 Alls eru þá herfangar þjóðverja ságðir 577.875 fyrir utan þá, sem þeir segjast hafa verið að taka síðast á árinu í eltingaleiknum við Rússa í Póllandi. — í þessari tölu segja þýsk blöð að sje að eins taldir hermenn, en Rússar sjeu vanir að telja með sínum herföngum alla óherskilda menn, sem þeir hafi lagt hald á, en þeir sje margfalt fleiri en hermennirn- ir, sem þeir hafi náð frá sjer. Sigur Pjóðverja a Rússum í Póllandi fyrir áramótin, segja þýsk blöð að hafi verið stórkostlegur. Skýrslur frá 31. des. segja, að við Lods og Lowicz hafi þjóð- verjar tekið 56 þús. fanga. Á timabilinu frá 11. nóv. og til ára- móta, segjast þjóðv. hafa tekið alls í Póllandi 136 þús. fanga fanga yfir 100 fallbyssur og yfir 300 vjelbyssur. »Forniidable < heitir orustuskip, er sökk fyrir Englendingum á nýársdag í Ermarsundi skarnt frá Plymouth. Varð þýskur kaf- nökkvi því að grandi og slapp hann óskaddaður undan hrað- snekkju, sem elti hann. AI For- midable björguðust fyrst aðeins um 70, en síðar komu fleiri og fleiri í leitir, er fengið höfðu j slæma hrakninga, svo að nú er j talið að bjargast hafi um 200 j manns af 750. Englendingar harma mjög tjónið, en hugga sig þó við það, að þetta hafi ekki verið eitt af bestu og nýjustu orustuskipum sínum. Formidable var bygt 1901, og var af sömu gerð og stærð eins og „Bulwark“, sem sprakk í loft upp í Shernesshöfn, 15 þús. lest ir. »Courbet«, skip yfirsjóliðsfor ingja Frakka, sökk í Adríahafinu nálægt Valona, núna rjstt eftir nýárið. Varð það fyrir sprengli frá austurrískum kafnökkva. — Sjóiiðsforinginn Lapeyrjere j og mestur hluti skipshafnarinnar hafði bjargast yfir í önnur frönsk skip. — Courbet var eitt hið nýjasta, stærsta og besta skip Frakka. Hljóp af stokkurn 1911 og var 23,500 lestir að stærð. Skipverjar voru yfir 1000 að tölu. Austurríklsmenn segja góðan íramgang sinn um og fyrir ára- mótin. Um jólin segjast þeir hafa tekið af Rússum 37 liðsforingja og 12.698 liðsmenn. — Frá 11. til 20. des. segja skýrslur Aust- urríkismanna, að þeir hafi tekið alls 43 þúsund Rússa höndum, og væru um jólaleytið alls um 200 þús. herfangar geymdir í AusturrÍKi. Ósigur Tyrkja í Kákasus segja Rússar að hafi verið algerlega lamandi fyrir þá á þeim stöðvum. Tvær heilar herdeildir (arme- korps) höfðu verið gereyddar og fjöldi manns tekinn höndum. þetta var fyrstu vikuna i janúar. Barist var í hlíðum og fjallskörð- um í alt að 10 þús. feta hæð. Fjöldi fanganna og flutningur her- fangsins hafði komið herforingj- um Rússa í allmikinn vanda, en þeir þurftu ekki að sögn að hræð- ast neina árás, því að ómögulegt hafi verið fyrir Tyrki að safna saman leyfum hersins. — þakk- arguðsþjónustur voru haldnar í borginni Tíflis og heillaóskaskeyti streymdu til Rússa frá Frökkum og Englendingum. Hver á tundurdufiin ? Mikinn skaða hafa lundurdufiín þegar unníð í ófriði þessum, bæði í mannsköðum og eignatjóni, eink- um þau, er upp hefir slitið og rekið á víð og dreif út um öll höf. Og því er miður, að ekki hafa ó- friðarþjóðirnar einar átt um sárt að binda af þessum orsökum, heldur og ekki síður þær, sem hiutiausar eru. Bretar liafa sífelt sakað Þjóðvcrja um það, að þeir hafi sfráð þessum vítisvéium í vitleysu og skeytingar- leysi út um allan Norðursjó, þvert ofan í guðs og manna lög. Nú birta þýsk blöð skýrslu frá flota- málaráðherra Hollands eftir blaðinu »Nieuwe Rotterdamsche Courant«, og eftir þeirri skýrslu horfir málið I nokkuð á annan veg við, en Bretar I iiafa sagt. Hún hljóðar svo : »Á tímabilinu frá 1. ág. til 5. | <les., að báðum þeim dögum með- töldum, hefir alls rekið að vorum ströndum 83 tundurdufl. Eftir ein- kennum þeim að dæma, sem á dufl- i unum sáust, voru 70 af þeim bre«k í og 4 frönsk, en um eitt var ekki hægt að segja. 8 voru hollensk. Á öllum þessum duflum var útbún- aður til þess að gera þau ónýt, ef | þau losnuðu af stjóra. Að eins fá | ein af hinum útlendu voru ekki | hættulaus. Þar að auk hafa á þessu | sama tímabili ýms skip, er teljast til hins konunglega herflota, eða | tekin hafa verið í hans þjónustu, j skotið í kaf um 20 dufl, er verið | iiafa á reki nálægt ströndum vor- um, en eins og að líkindum ræð- ur, hefir eigi verið unt að segja neitt með vissu um það, hvaðan þau dufl hafi stafað«. Vinnr heriannsins. það var í sjö daga orustunni við Marne-fljórið, sem fór svo, að þjóðverjar urðu að leggja á flótta til Aisne, að þessi litla saga gerð ist í frakkneskri herdeild. Sann- gildi bennar er staðfest með mörgum vitnum. Til herdeildaiinnar kemur einn dag svartur hundur hlaupandi, og leit hann illa út; hann var mag- ur og aumur að öllu leyti. Enginn þekti hundinn í fyrstu, en eftir nokkra stund bar und- irforingi kensi á hundinn og undrast stórum, er hann sér hann koma til sín. Foringinn hafði sem sé látið hundinn eftir hjá vinum sínum í París. Hundurinn hafði saknað hús- bónda síns og hafði hlaupið af stað til að leita að honum. Og alveg óskiljanlegt þykir það, að hann skyldi hafa fundið herra sinn milli hálfrar annarar miljón- ar franskra, enskra og afríkanskra hermanna. Hundurinn varð svo hjá her- deildinni eftir það. En svo skeði það einn dag, þegar herdeildin kom í stríð við óvinaherinn nálægt St. Souplet, að hundurinn fylgdi með deild- inni. Skotin dundu, en hundur- inn flýði ekki, heldur hélt sér sem næst húsbónda sínum. Herdeildinni var skipað að fara í byssustingjaáhlaup og hundur- inn fylgdi með. þar varð undir- foringinn mjög sár og hné til jarðar, en herdeildin hélt áfram. Nú staðnæmdist hundurinn hjá húsbónda sínum, kveinaði sárlega og sleikti sár hans, þangað til hann sá álengdar, að vagní var ekið til að safna saman særðum hermönnum. þá hljóp hann þang- að, og engan frið gaf hann ökumönnunum fyr en þeir fylgdu með hoaum til þess stað- ar, þar sem húsbóndi hans lá meðvitundarlaus í gryfju einni. Foringinn var nú fluttur þang- að, sem hann fékk góða hjúkr- un, og þegar hann raknaði við aftur og náði heilsu, átti hann næst guði engum fremur að þakka líf sitt en hinum trúfasta hundi sínum. * Hundurinn er alment góðvinur hermannsins. Margir hundar eru í stríðinu. þjóðverjar munu hafa um 70,000 hunda í stríðinu. í Austurríki eru þeir notaðir til þess að draga hina smáu vagna, sem notaðir eru við flutning bumbanna, en alment eru þeir hafðir til að finna hina særðu, sem fallið hafa í stríðinu, og að draga smávagna, sem særðir menn eru látnir á og ekið til næsta staðar, þar sem þeir geta fengið hjúkrun. Og ratvísi hundanna k,mur þeim oft til góðra nota. Sérstaklega er þetta þanníg í þvi stríði, sem nú stendur yfir, þar sem víg'vellirnir eru svo afar víðir, að mikill randi er að finna hina særðu. í slíkum tilfelium hafa sporhundar bjargað fjölda manns- lífa. En einnig á annan hátt er hund- urinn vinur hermannanna. Líf hermannsins er oft einmanalegt, og hinir trúföstu, mállausu vinir koma oft í stað annara vina, og ljetta á þann hátt oft þyngstu stundir hermannsins. N í h a I. Eftir Albert Engström. þrótt fyrir það, þótt vinir mínir hefðu verið að vara mig við því, hafði jeg aftur farið ó kreik til þess að kynnast iífinu í London, og hjelt nú niður að hafskipa- bryggjunum- Jeg hafði gert það mörgum sinnum áður og alt af komist allra minna ferða. Hve oft hafði jeg stokkið upp í verk- mannalest við stöðina í Fenchurch- street og farið með henni alla leið til Blackwall til þess að athuga lýðinn og til þess að hala tal af fóiki í öllum gerfum og myndum innan heildar þjóðfjelagsins. En í dag var sunnudagur, og helgi- dagar kváðu vera hættulegastir. Jeg fór af við Millwall og leit- aði mig fram að innganginum að East India Docks. Jeg stikaði drjúgum áfram. Jötunvaxinn lög- regluþjónn hijóp í veginn fyrir mig. — Hafið þjer nokkurt „jobb“ hjer ? spurði hann. — Nei, en jeg hef „bob“ (shil- ling), rímaði jeg við og fjekk að fara leiðar minnar. En sunnudagsfriður ríkti inni á milli vöruhlaðanna miklu og á stóru gufuskipunum var varla nokkurt líf að sjá. Hjer og hvar sást sótugur kyndari eða enn þá dekkri negri hanga letilega á borðstokknum og horfa svefnug- um forvitnisaugum á þetta sjald- gæfa fyrirbrigði: ókunnan mann á þessum stað á helgidegi. Sólar- hitinn var steikjandi og loftið var sem glóð. Úr rykinu myndaðist furðulegur þefur og blandaðist þykku loftinu. Mig fór þegarað iðra þess, að jeg skyldi ekki heldur hafa sest inn í veitinga- krána á Cecil og farið að lesa dagblöðin. Sjálf þögnin, hjer í hinni miklu London og það um hádaginn, var ægilcg eins og í tröllaskógi. því lengur, sem jeg vnr barna, beim mun ógeðslegra fanst mjer alt. Hugarburðir um ósjenar hættur fóru að bæra á sjer í huganum, og jeg lór ósjálf- rátt að greikka sporið ; háu húsa- veggirnir, sem mjer nú virtust vera sem fangamúrar, bergmáluðu drungalega skóhljóðið, eins og þeir væru að boða ógæfu mtna. Hvergi var nokkra mannveru að sjá. Jeg hafði ætlað mjer tð leita mig út á East India Docks Road frá eystri hafnarbakkanum, en hliðið var Iokað og engan lög- regluþjón að sjá. Jeg varð því að fara sama veginn aftur, þó mjer findist hann langur, kveikti í pípu minni og sncri við. Dauða- þögn eins og áður. Hásetarnir á skipunum, tem jeg hafði sjeð áð- ur, voru einnig horfnir. En rjett í því að jeg var að hverfa fyrir hornið á hinni gífurlega stóru vestri vöruhlöðu og hafði út- gönguhliðið fyrir mjer, heyrði jeg að einhver kom hlaupnndi fyrir aftan mig. — Hallól Jeg staðnæmdist. Berfættur náungi kom þar og var nærri því kominn til mín, í gauðrifnum buxum og með ritjur af skyrtu á efri búknum; út um götin á henni sást rauð og blá hörundsmálning á brjóstinu. - Gefið mjer dáh'tið af tóbaki, sir! Til þess að hann gæti ekki ráöið það af máli mínu, að jcg væri úrlendingur, svaraði jcg ekki, en tók upp tóbakspunginn og gaf honum dálitla glefsu. — Voruð það þjer, sir, sem heimsóttuð brytann á Bangkok núna rjett áðan? — Nei! — Víst, sir, voruð það þjer. Jeg þekki yður aftur. Hann var á skipinu, en honum er málið ekkert keppikefli nú sem stendur, sir. Of mikið hættuspil, skiljið þjer, sir. Góð lykt, sir! Hann hefur nef sem þekkir þesskonar. Gefið mjer bara nokkra shillings, sir. Jeg segi ekki eitt orð. þegi eins og jeg hefði haft hnífíbak- inu frá því í fyrra sumar, sir! Hann hló andstyggilega og gaut á mig augunum. — Gefið mjer bara nokkra shillings, sir! — Hafið yður á burt bara! Jeg notaði ekki beint þetsi orð, heldur sagði hið sama með mörgum orðum, sem áttu við þarna niðri við höfnina. — Verið hægir, sir. Ha ha ha! engin stóryrði! Situr ekki á útlending! En þjer getið nú samt gefið mjer nokkra shillings og svo skal jeg vísa yður Ieið- ina út. Jeg skal segja yðurþað, að það er ekki vert að vera að flækjast að óþörfu hjer niðri við höfnina, og lögregluþjónninn þarna er sof'andi sauður, er varla vakandi nú fremur en vant er, eða hann er inni hjá henn fallegu Madge á Gullhjartanu og er að drekka bjór. Svonanú, komið með peningana, bölvaður grænjaxl. dveuauv SetvaÆ uú Veaat. v. i. 18 faxið á hestinum sinum. Þaö var eins og hann ætti í stríði vi« sjálían sig — væri á báðum áttum, hvort hann ætti að halda lengra eða ekki. Eg vildi ekkert segja, var hræddur'um, að samtalið kynni að breytast. Hestarnir lötruðu i hægðum sinum og kveld- kyrðin færðist yfir, friðandi og svalandi. „En eg hefi ekki átt því láni að fagna að geta talið mig með auðmönnunum," byrjaði hann aftur hálf-brosandi. „Fátækur kom eg i heiminn, misti forerldra mína ungur og varð svo að ráfa á milli vandalausra þangað til eg gifti mig. Við þekkjum báðir, hversu arðvænt það er að vera i misjöfnum vistum, þar sem illa er borg- að og jafnvel aldrei á stundum. Og svo þegar- þar við bætist, að maður neitar sér ekki um alla skapaða hluti, vitum við lika, að ekki er mikið upp að leggja. Eg keypti dálitið af bókum og blöðum, ferðaðist um landið til þess að kynnast landinu og þjóðinni, og þó það kostaði mig ekki sérlega mikið, var það þó lé- leg atvinna. — Og svo gifti eg mig. Hafði tvær hendur tómar og konan líka. Á kotinu hérna fyrir ofan, þar sem eg bý, fékk eg lifstiðarábúð. Eg hefi orðið að berjast með hnúum og hnefum til þess að komast áfram. Eg hefi verið einyrki síðan eg byrjaði að Uokra. Konan hefir haft nóg með börnin. Þau ,ru nú átta og það elsta við fermingu. Þaðer 23 „Auðunn fór nú út aftur, og Ijet mig einan eftir. Eg settist niður og rendi augunum um stofuna. Þótt hún væri ekki stór var hún ekkí óvistleg. Hún var ómáluð en hreinlega umgeng- in. Gólfiö lireint og gluggarúöurnar líka. „Auðunn" kom nú aftur að vörnut spori, og sá eg þá að einhver breyting hafði orðið á hon- um. Honum var eitthvað órótt innanbrjósts og svipurinn hvíðafullur, ,,Eg verð að bregða mér frá snöggvast," sagði hann. „Þú veröur að gera þér að góðu það sem þú finnur þarna í skápnum. Eg skal verða svo fljótur sem eg get. — Svo kemur nú konan og talar eitthvað við þig.“ Það var eins og hann hikaði við augnablik. Eins og hann ætti eftir að segja eitthvað fleira. Hann stóð í dyrunum al- búinn að fara. En það leið ekki nema augnablik. Hann gekk yfir að kistu, sem stóð við bókaskápinn, lauk henni upp og tók upp úr henni dálítinn kistil. Hann opnaði kistilinn og tók upp úr honum dálitla bók óbundna. Siðan lokaði hann kistlin- um og lét hann á sama stað. „Ef þig skyldi lengja eftir mér, þá hefirðu hérna dálítinn hluta af sjálfum mér,“ sagði hann um leið og hann rétti mér bókina. Og um leið var hann horfinn út úr dyrunum. Eg lauk upp bókinni, og mér fanst himnarn- ir opna sig. Þetta var ljóðabókin hans, skrifuð af honum sjálftim, skáldinu og einyrkjanum, í 22 Þegar viö vorum kommr að bæjardyrunum, kom kona í fasið á okkur. „Kondu sæl, góða mín,“ sagði „Auðunn" og hvarf tií konunnar. „Eg kem hérna meö næturgcst." Eg sá undireins að það brá fyrir eins og vand- ræðum í svip konunnar. Mér flaug í hug að henni mundu heimilisásæðurnar svo kunnar, að hún þættist ekki efnum búin til að hýsa lang- ferðamann, svo eg hafði orð á því þegar eg hafði heilsað henni, að eg hefði nú ætlað að halda áfram. „Það nær nú ekki nokkurri átt. Þú ert þreytt- ur eftir vökur og ferðalag og þarft að hvíla þig. Og svo er nú þokan aldrei svo skemtileg og sízt fyrir ókunnuga að næturlagi. Nei, þú verður hér i nótt, og verður að láta þér líka þótt ekki verði alt sem fullkomnast," sagði „Auðunn“ og gekk á undan inn í bæinn. Hann opnaði hurð til hliðar við bæjardyrnar, og bauð mér þangað inn. Við komum inn í dá- litla stofukytru, og var gluggi á henni fram á hlaðið. í stofunni var borðkríli dálítið og með hliðunum kistur og koffort. Það voru sætin. í einu horninu var bókaskápur og virtist hanti eins og bera stofuna ofurliði — virtist í fljótu bragði alt of stór í samanburði við stofuna, og ekki eiga þarna heima. En það sem eg tók þó einna fyrst eftir og vakti undrun mína var það, að skápurinn var hér um bil fullur af bókum. 19 drengur, scm er nú fariiui að létta mikið undir. —- En fyrirgefðu nú þetta mas mitt. Eg hefi sagt þér þetta til þess að þú skildir I>etur við hvaðá kjör ljóðadísin mín hefir orðið að búa, og undir hvaða atvikum kvæðin mín hafa fæðst. Hann þagnaði og fór að líta kringum sig. Svo stöðvaði hann hestinn og mælti hálfvand- ræðalega: „Eg hefi ekki verið sem beztur leiðsögumað- ur. Viö erum komnir heldur langt. Við áttum að beygja af þarna skamt fyrir neðan snerð- ingana." „Ja-á. — Eg var nú að hugsa ura að halda áfram," sagðl eg í vandræðum, því ekki höfð- um við minst á það einu orði, að eg kæmi heim með honum. „Flalda áfram? Heldurðu eg sleppi þér svo, að þú komir ekki heim með mér? Auðvitað hefi eg ekki í neina höll að bjóða, geturðu verið viss unt. En það fara svo margir hérna framhjá, að þeir fáu, sem eg næ til, sleppa ekki undan þvt að koma heim til mín. En við verðum líklega að ríða veginn til baka, þótt það sé dálítill krók- ur. Það er svo bölvað hérna yfir ásana." Og um leið sneri hann hestinum við, og fór eg að dæmi hans. Það leit út fyrir að veðrið mundi breytast með kveldinu. Utan dalinn læddust þokuhnoðr- ar, sem runnu saman og náðu upp í miðjar hlíð-

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.