Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 3

Þjóðin - 30.01.1915, Blaðsíða 3
þ JÓÐIN 3 Ásiandið í Hollandi. Holland bíður einna mestan hnekki fjárhagslega séð af ófriöi þeim, sem nú geysar hér i álfu, af þeim löndum, sem hlutlaus eru taiin. Kaupferðir Hollendinga eru nálega hættar, og flytja þeir því aama sem ekki að sér nauösynja- vöru frá nýlendunum. Og af þessu leiðir aftur, að verðlag á allri nauð- synjavöru er mjög hátt. Sykur kost- ar þar nú um 45 aura pundið, rúgmjöl um 32 aura pd., kartöflur cru nálega helmingi dýrari en áður, hveiti er alveg ófáanlegt og verð á grænmeti, sem Holland framleiðir kynstrin öll af, hefir hækkað í verði um 50—75«/0. Eitt e'nasla c28 kostar 22 aura og kolaverðið er af- arhátt. Þrátt fyrir þetta hefir ekki að þessu verið lagt bann fyrir út- flutning á nauðsynjavöru til Eng- lands og hefir það vakið talsverða óánægju meðal þjóðarinnar. En þessi verðhækkun — og Hollend- ingar búast við, að hún verði enn meiri — sýnir ljóslega, að Þýska- land þarf ekki að vænta þess, að geta fengið neinar lífsnauðsynjar frá Hollandi. Þaðan er einskis styrks að vænta. Það er algerlega ástæðu- laust fyrir Englendinga að vera að vara Hollendinga við, að selja vör- ur sínar til Þýskalands. Sökum þess, að siglingar Hol- lendinga hafa tepst vegna ráðrikis Englendinga, er nú hið mesta at- vinnuleysi í Hollandi. En af öll- um borgum Hollands verður Am- sterdam einna verst úti í þessu til- liti, og ástandið þar var þar að auki alt annað en g'æsilegt á und- an ófriðnum, sökum þess að gim- steinaiðnaðurinn var í mikilli aftur- för. í Amsterdam einni eru meira en 80 þús. atvinnulausra nianna. Þar er dauöamók á öllu, einstöku vagnar fara um göturnar, og eini hávaðinn sem heyrist er hróp blaða- drengjanna. Á kaffisöluhúsunum sést naumast nokkur maður, ekki einu sinni á sunnudögum, en at- vinnulausir menn standa í stórum, þögulum hópum hingað og þang- að um göturnar. Ef maður vill sannfærast nánar um eymdina, sem ríkir hér, verð- ur maður að bregða sér inn í þann hluta borgarinnar, sem Gyðingar búa í. Þar selja fátæklingarnir tötra sína, lélega og óhreina, til þess að geta fengið sér málsverö fyrir aur- ana, sem þeir fá fyrir þá, og þessa sömu tötra kaupa svo þeir aftur, sem eru það betur stæðir, að hafa ráð á að skýla sér gegn knldanum. — Nú er tekið að koma upp hjálp- arstofnunum fyrir þessa vinnulausu vesalinga, en þær geta aldrei oröið í svo stórum stíl, að fullnægjandi sé til að bæta úr ástandinu, sem nú er. Þær eru cins og dropi í hafið, því það er nú svo alvarlegt, að búist er við óeirðum, er fram á kemur, verði engin breyting til batn- 8Öar að því er atvinnu snertir. En hvaðan á sú breyting til batnaðar að koma? Andmæli Norðurlanda- þjóðanna gegn lokun Norðursjáv- arins höfðu engan árangur. Og til þess að spilla í engan hátt fyrir sér tók Holland einu sinni ekki nokkurn þátt í þessum andmælum, þó að það bíði einna mest tjón við lokun siglingaleiðanna. Það væri því full ástæða til að ætla, að Hollendingum væri ekki neitt sérlega hlýtt til Englendinga; en maður verður engrar óvildar var, því blöðin, sem eru á bandi Eng- lendinga, slá öllum þorranum af al- þýðu manna ryki í augu, en aftur a móli er verslunarstéltin og menta- mennirnir Þjóðverja megin. En þar eð þeir sjá, hve vonlaust ástandið er í Hollandi, seni þó hefir ekki flækst með inn í ófriðinn, þá eru jafnvel þeirra á meðal menn, sem trúa lygasögum ensk-hollensku blað- anna Um, að þýska þjóðin sé að verða hungurmorða ; að rnenn safn- i«t hundruðum og þúsundum sam- an ið þeim stÖðum í þýsku borg- unum, þar sem útbýtt er matvæl- um, til þess að reyna að ná í hálf- úldið hrossakjöt, sem flutt hefir verið heim til Þýskalands frá ófrið- arstöðvunum eftir að loka varð ÖII- um kjötbúðum heima fyrir, til þess að þær yðu ekki rændar af soltn- um tnönnum. Ferðalangur. Nokkrar hestavísur norðlenskar. Söðladreki sjelegur sýndi þrekið nóga, burðafrekur, framþykkur, faxiö ljek um bóga. Sveigði makka, teygði taum, — talinn biakka prýði — reiðar frakka gerði glaum, grjótið sprakk og flýði. Helst að marki hausfríður, hár í meðallagi, var í slarki vel traustur. Vakri Fjarki kallaður. Lit ákjósanlegan bar, — laufgaður hrósi stóru — innan um rósir rauðleitar rákir ljósar vóru. Gráni veginn fljótt um fer, fínst hann eigi slakur, yngismey á baki ber blakkur fleygivakur. Kúfur skjótan færir fót fleinanjótinn ber ’ann, rífur grjót úr grænni rót, geisifljótur er ’ann. Skjóna fætur fima ber, frónið tætir harða, skóna lætur lausa’ af sjer ljónið- mæta -gjarða. Jón Pjetursson á Nautabúi í Skagafirði. Forðum þótti fótheppinn fram þá sótti ómæðinn, búinn þrótti búkur þinn blessaður skjótti klárinn minn. Bjarni Björnsson á Vatnshorni í Húnavatnss. Heyra brak og bresti má, broddur klaka smýgur hófa- vakur -haukur þá hrannarþakið flýgur. Jón Ásgeirsson Þingeyrum. Hestlýaing eftir Sigurbjörn Jóhannsson á Fótaskinni. Ef þú selja meinar mjer makkaskeljung góðan. Kosti’ ’ans telja hlýt jeg hjer hann svo velja takist þjer. Stutt með bak, en breitt að sjá brúnir svakalegar. augu vakin, eyru smá, einatt hrakinn til og frá. Makkann sveigi manni’ í fang, munn að eigin bringu, skötnum fleygi skeiðs á gang, skrokkinn teygi fróns um vang, Enga hræðist undrasjón að þótt slæðast kynni; viss að þræða veg um frón, vænn á hæð, og frár sem ljón. Folinn hraustur grjót á grund grípi laust með fótum. Vaði traustur ekru-und, eins og flaustur gripi sund. Álitsfríður, framþrekinn, fjörs með stríðu kappi; fimur, þýður, fótheppinn feti tíðum ganglaginn. Leggjanettur, liðasver, lag sje rjett á hófum: harður, sljettur, kúftur hver. Kjóstu þetta handa mjer! Höf. á að hafa sent vísur þess- ar kunningja sínum, er lofað hafði að selja honum reiðhest. Hefjeg heyrt, að vísurnar hafi átt að vera fleiri, en ekki náð þeim. Má og vera, að þær sjeu ekki í rjettri röð, því þær eru ritaðar upp eftir fleirum en einum. Sigurbjörn þessi var alkunnur hagyrðingur í Suð- ur-þingeyjarsýslu, fór til Ameríku og gaf þar út ljóðabók fyrir nokkr- um árum. Hann er nú dáinn fyrir nokkru. Einar Sæm. Of náðugir dagar. Enginn, sem vill tryggja sjer andlega og líkamlega heilbrigði, getur byrjað manndómsár sín með því að eiga náðuga daga. Ef lík- aminn starfar ekki, þá verður andinn að starfa, og einlægt verð- ur að vera fremur sókn en vörn í baráttunni fyrir tilverunni. Ef svo er ekki, ráðast samstundis eyðingaröflin á heilbrigðina og draga úr henni þangað til hún er orðin svo veik, að sjúkdómarnir geta farið að taka sjer fasta ból- festu. — það, sem heldur lífinu uppi, er þó ekki s t r i t i ð eða það, að vinna sem kallað er „baki brotnu“. — Nei, það er sjálfur viljinn til lífsins, sjálfur áhuginn, sem liggur á bak við vinnuna og keyrir hana áfram, ekki blint, heldur af hagsýni og viti. Vinnuafl mannsins er eins og hver annar fjársjóður, sem hægt er að sóa af fyrirhyggju- leysi og ávaxta með hagsýni. — Menn segja, að í sveitinni fæðist kynslóðin, en í bæjunum deyi hún út. — þetta er þó máske ekki satt nema að nokkru leyti og hlýtur þá að stafa af því, að menn flytji til bæjanna í þeim einum tilgangi, að eiga náðugri daga; máske ekki til þess að hætta að vinna, heldur til þess að þurfa minna að hugsa, minni umhyggju að ofFra fyrir lífinu.— — Eitt af því, sem þykir í- skyggilegt tímanna tákn í bæjum um allan heim er það, hvað kven- fólk í svokölluðum betri fjöl- skyldum vinnur lítið. — Stúlk- urnar eru aö vísu oft aldar allvel upp, en á bak við alt liggur það að búa þær undir að ná í ríka giftingu og náðuga daga. þær eru meira búnar undir það, að vera manninum til skemtunar, heldur en til gagns, meira til þess aö hjálpa honum til að eyða fjár- munum hans og lífsgleði, held- ur en til þess að ávaxta hvort- tveggja. — Svo langt er þetta farið að ganga sumstaðar, að hreyfing er að myndast meðal kvenfólksins gegn því að eiga börn og ala þau upp. það er svo leiðinlegt, finst þeim. — — þetta er auðsjáanlegur dofi, sem er farinn að spenna ltfsvilj- ann greipum sínum, svo að þá er ekki um annað aö hugsa, en | að eyða nú þessu litla, sem eftir j er af lífsgleðinni. — En það geng- j ur svo afarfljótt, ef ekki er unn- j ið. Alt verður leiðinlegt fyr en varir og tómlætið grípur tilfinn- ingarnar. það má nú reyndar segja og það með rjettu, að það, að tak- marka barnaeignir undir slíkum kringumstæðum sje þó betra en að hrúga niður heilsulitlum og lasburða börnum eða andlega máttlitlum, þar sem heilbrigðis- fræðin kann nú mörg ráð til varnar veikri líkamlegri heilsu. — Eftirtektavert þykir það, hvað ýmsir andlegir sjúkdómar hafa farið í vöxt á þessum síð- ustu tímum, og er þar um kent því tvennu, að menn leggi svo mikla stund á að eiga náðuga daga á einn veginn eða ætli sjer alveg óhæfilega vinnu á hinn bóg- inn, geri með öðrum orðum ramm skakkar kröfur til lífsins, af því að menn vita ekki eða vilja ekki vita hvað sjer hæfi best. — það sem elur mest upp í fólki skakk- ar kröfur, sem ekki geta sam- þýðst andlegum og líkamlegum efnum og ástæðum, er tíðarand- inn og tískan. — Tískuna búa til að eins örfáir menn og steypa hana í sínu formi eftir sínum smekk og sínum ástæðum. En svo þrælkar hún og þjakar öll- um hinum, sem þykjast þurfa að tolla í henni. — Alt hlýtur að taka meira og meira þá stefnu, að safna auð til þess að fullnægja þessum kröfum í stað þess að safna viti, krafti og heilbrigði fyrir sig og sína niðja. — það er ekki óalgengt í útlönd- um, að kraftlítil og slöpp heim- ilisbrúða fær þá ráðleggingu, að senda vinnukonuna eitthvað t burtu svo sem hálfsmánaðartíma og gera sjálf húsverkin. — Gefst þetta vel, þegar húsmóðirin er að upplagi starfsöm og umhyggju- söm og hefur í raun og veru á- nægju af starfinu, annars gerir það oft ilt verra og elur að eins upp aukinn viðbjóð á vinnunni. — Sumstaðar erlendis eru hús- mæðraskólar, sem að eins eru ætl- aðir til þess að taka við gittum konum og veita þeim tilsögti í hússtjórn og búsýslu. Er þetta álitið fult eins heppilegt, að taka þær undir stranga meðferð, þeg- ar þær eru orðnar húsmæður, eins og að gera það áður á með- an þær máske varla vita hvað það er og geta lítinn áhuga á því haft. Eru þær látnar vinna óspart og fullkominnar reglusemi gætt, og koma þær oft heim til bænda sínna eins og nýjar manneskjur, fullyrða útlend ttmarit, sem um þetta rita. — Má og geta því nærri, að engin kona getur stjórn- að vinnukonum nema því að eins, að hún kunni sjálf alt, sem þær eiga að gera. — Eftirtektavert þykir það erlendis, hvað vinnukonur eru að jafnaði fallegri og bragðlegri í útliti en húsmæður þeirra og jafnvel heima- sæturnar, þótt meira sjeu þær uppdubbaðar eins og gefur að skilja. — þetta þakka menn tví- mælalaust vinnunni. — það er annars oft máltæki kvenna, að það, að gegna hússtörfum sje að standa í skítverki og geti ekki verið heilnæmt. En þetta er mis- skilningur. — Að berjast við ó- hreinindin er einmitt holt, en maður verður auðvitað að hafa betur, það leiðir af sjálfu sjer. Og skítverkið verður þá ekki svo mikið, því að bráðlega lendir mest í þvt að varna óhreinindun- um aðgöngu, en minna í hinu, að berjast við þau beinlínis. það sem kynslóðin þarf að læra er þetta. Vinnan er í eðli sínu ekki þrældómur, heldur nytsöm ánægja. Fyrir mörgum er nún þó þrældómur, en það er að eins fyrir þeim, sem eru í skuld við skylduna. þegar skuldin er goldin fara menn að nota vinn- una til þess að safna andlegum og líkamlegum lífsforða fyrir sig og ætt sína, og meðvitundin um það er óblandin ánægja. H. Hörð útivist. Danskur maður, að nafni Pjet- ur, hefur dvalið hjer í bænum í haust, en vantaði atvinnu og tók sjer þá fyrir að halda gangandi til Seyðisfjarðar. Hann er trje- smiður og bjóst við atvinnu þar. Á Breiðamerkursandi gafst hann upp á göngunni og iagðist þar fyrir og beið dauða síns þegar hann hafði verið úti 50 klukku- tíma heyrði hann hundgá í fjar- lægð og stóð hann þá á fætur með veikum burðum. þetta varð til þess, að til hans sást frá bæ þar allfjarri, er Hríshóll heitir, og var hann sóttur þaðan og hjúkr- að. Hann var nokkuð kalinn, cn hrestist annars fljótt og kom hingað á dögunum með Hans austanpósti. Prentsmiðja Sveins Oddssonar, 20 ar. tíægur utankaldi ýtti þokunni lengrá óg hærra inn eftir dalnum. SamtaliS hné nú mest aö dalnum, búskapnum og fleiru þessháttar. Mér fór nú aS þykja nokk- uö langt nitiur að gatnamótunum — krókurinn orðinn nokkuS langur þótt ekki hefSi eg orft á því. Loksins — sjálfsagt eftir hálfrar stundar reiS í hægðum okkar — sá eg götuslóða, sem lá út frá aSalveginum. ~,Jæja, hérna er nú gatan, og má vist segja um hana, eins og stendur i stökunni, að gras- iS grói í götunni heim aS bænum. ÞaS er heldur ■ ekki á hverjum degi aS hún sé troSin.“ „AuSunn“ beygSi nú út af. Gatan var mjó, svo nú var ekki hægt aS ríSa samhliSa. VarS samtaliS þvi slitrótt. ÖSru hvoru heyrSi eg aS „AuSunn" var aS raula eitthvaS fyrir munni sér — vísur og visuparta — en orðaskil heyrSi eg ekki nema endrum og sinnum, og kannaSist eg þá ekkert viS þaS, sem hann var aS fara íneS. — Þegar við höfSum riSiS nokkra stund; skelti þokunni yfir. Hún hafSi mjakast þetta hægt og bítandi, hækkaS og þétst og seig nú fram hjá okkur, grá og grettin, og lukti um okkur eins 0g einhver ófreskja. „Altaf er hún hvimleiSur gestur, þoku skötnmin.“ Mér varö litiS framan i „AuSun“. Méi: kom 21 roddin eitthvaS svo ókUrtntíglega fyrir. Öll gleSi var horfin af andlitinu, brýrnar sigú Og einhter kvíSi 68a ótti læddist út úr svipnum. En ég gaf því engán gáúm. Ég var aS hugsa Urri þokvma. Eg hafSi ætlað mér aS halda áfram yfir heiSina um nóttina, en fanst eins og einhver tormefki myndu verSa á því. £n það var enginn tími til að hugsa um þaS. Eg sá nú móta fyrir túngarSi fram undan okkur, og rétt i sömu svifum gægSust hússtafnar fram úr þokuhjúpnum. Eg þóttist vita, aS viS mynd- um komnir heim. „Þetta er nú höllin mín," sagSi „AuSunn“ þegar við vorum aS riSa heim túniS •— „og þarna kemur yngsta prinsessan til þess aS fagna mér,“ bætti hann viS hlæjandi. ViS stigum af baki og „AuSun“ tók barniö í fang sér og kysti þaS innilega. „Heilsaöu nú manninum," sagöi hann um leíS og hann setti barnið niöur. En barnið var feimið og þoröi ekki aS horfa á mig, svo eg varS aS hafa fyrir því aS heilsa þvi. Eg spurði það aS nafni og aldri, en fékk ekkert svar. „Hún kann svo sem samkvæmissiSina, finst þér ekki ? Hún er bráSum 4 ára og augasteinn inn hans pabba síns,“ sagöi „AuSunn" og klapp- aði á kollinn á henni. „En nú skulum viS koma inn,“ bætti liann viö Og gekk á undan heim hlaði?. 24 tómstundum hans, Uppi í heiSi, þar sem hann varS aS berjast fyrir lífinu og framtíS barnanna sinna. Tíminn leiS, og eg las hvert kvæSíS á fætur öSru. Þau voru flest ný, og stóSu hinum eldn ekki aS baki. Eg var langt kominn meS aS lesa bókina aftur, þegar húsfreyja kom í stof- una og bar mér kaffi. Hún fór aö afsaka livern- ig móti mér væri tekið. En eg fullvissaði hana um, að mér leiddist ekki. Hún settist niöur, og eg fór aö drekka kaffiö. „Þaö var leiSinlegt, að þessi ótætis þoka skyldi koma. Annars hefSi hann ekki farið svona skyndilega.“ „Hvert fór „AuSunn“?“ Konan leit upp, eins og hún áttaöi sig ekki strax. En svo sagöi hún og færSist þá ofurlítiö bros yfir þreytulega andlitiö: „Þú kallar hann bara „Auöun“.“ „Já, eg þekki hann ekki undir ööru nafni.” „Ójú, þaS er nú svona. Hann fór aö leita aö börnunum okkar, sem sitja yfir ánum. Þau áttu nú að vera komin, en það getur altaf eitthvað tafiö þessi grey, þau eru svo litil. Og svo er þessi ólukkans þoka; það er svo villugjarnt hérna uppi í heiðinni; maður er aldrei óhræddur unt hvaS fyrir kann að koma, svona langt frá mannabygðum. Hann er nú eiginlega miklu hræddari um börnin heldur en eg. Einkum er 11 Væri eg aö rjátla í kringum kindurnar mín* ar, slóst hún i för meS mér, svo mér gleymdist aS líta eftir i leytunum, en mönnum þótti mér annaö betur gefiS en að smala. Við heyskapinn tafði hún mig. í þokum og dimmviSrum og náttmyrkri leiddi hún mig afvega, svo eg lenti oft í ógöngum bara hennar vegna. Og stundum á kvöldin, þegar eg var svo dauð- lúinn eftir dagsins strit, aö eg gat varla kom* ist úr fötunum, kom hún hoppandi og syngj* andi, og liætti ekki fyr en eg var sestur upp og farinn aö yrkja. En þótt hún væri þessi keipakind, hefir mér altaf þótt vænt um hana. Þvi stundum, þegar mér leiddist mest og myrkriS var sem svartast, kom hún hlæjandi og rak leiSindin á brottu og lét mig svífa um draumalönd fegurstu hug- sjóna. Og svona hafa kvæðin mín fæöst. Framan af komu þau í blööunum, en svo safn- aSi eg þeim i dálitiS kver. Þetta er þér nú ef til vill kunnugt og eins hvernig því var tekið. En aldrei hefir mér fundist eg vera þvi hóli maklegur. Nú er kverið uppselt, og hefir kostn* aðarmaSurinn beðiö mig um útgáfuréttinn að eudurprentun þess og þá helst aukinni. En eg er á báðum áttum enn þá. En þó veröur það líklega endirinn að eg læt gefa það út og þá að öllum líkindum einhverntíma á næsta hausti." Enn þá varð þögn, og hann fór aö rjála við

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.