Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 1

Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 1
14. tölublað Samningurinn. Vér höfum sýnt fram á þaö að sérmálavaldið íslenzka starf- ar einungis, lögum samkvæmt, á takmörkuðu réttarsvæði.einskorð- uðu við þau málefni, sem talin eru í stöðulögunum frá 1871. — Undir þetta sérmálavald heyrir það ekki að gera samninga við önnur ríki um siglingar og kaup- skap landsmanna, á þann hátt er gert hefur verið í því samkomu- lagsmáli landsstjórnarinnar og Breta, sem kunnugt er orðið. Vér viljum alvarlega brýna það fyrir mönnum að þessi hlið samn- ingsmálsins er hin þýðingarmesta fyrir þjóðina, og að tómlæti og léttúð í því efni getur haft hin þyngstu áhrif og afleiðingar fyrir hana, ef til vill innan skamms tíma, allt eftir því hverju ófriður- inn eða úrslit hans valda um stöðu íslands á komandi tímum. Hér dugar ekki að beita þeirri venjulegu aðferð sem virðist nú hafa lagst hér í land, þegar um almenn málefni er að ræða — sem sé að skella skolleyrum við rök- um og réttum skýringum gild- andi laga, virða að vettugi ákvörð- un allra hugtaka o. s. frv. en láta reka á reiðanum með bæði mein- ing og mál, til þess að geta rétt- lœtt allt fyrir sjálfum sér, hvort heldur það eru svik við heill og hagsmuni þjóðarinnar eða annað. Hér verða menn að knýja sjálfa sig nauðuga eða viljuga til þess að hugsa og tala rétt um þetta atriði: Hver hefurlögvald til þess að gera fullnaðar samninga um verzlunarrétt íslands gegn öðrum ríkjum ? Fyrst og fremst feliur þetta und- ir hin svokölluðu almennu mál. því neitar enginn — þorir eng- inn maður með viti að neita. Og það eitt útaf fyrir sig sýnir hverj- um einum og sannar, að þá heyr- ir málefnið ekki undir þá stjórn né löggjöf, sem stendur á grund- velli stjórnarskipunarinnar um stöðulagamálin, er Danir hafa ,gefið“ oss. En er þá valdið yfir þess- um málefnum að réttum lögum hjá Dönum? íslendingar segja, og hafa sagt, nei við því — en aðeins munu þeir nú vera fáir meðal svonefndra stjórnmálamanna vorra, sem hafa getað eða jafnvel viljað rekja þá spurning til rótar, hvernig varið er í raun réttri afskiftum sam- þegna vorra af þessum efnum. Menn hafa hrópað hér ríkisnafn yfir ísland, sem aldrei vissu né skildu hvað það orð merkir. En hvað sakaði það, ef einhverjum meðal almennings einungis varð talið trú um að þeir hinir sömu væru að frelsa og hefja landið \ vort upp í hærri stöðu í heim- inuml Aðrir hafa forðast að leggja út í ákvörðuð svör um þetta efni, og nokkrir hafa hagað sér svo og talað sem þeir létu sig engu skifta um ráð íslendinga sjálfra yfir þessum málum. það sanna er að lögstaða ís- lands er alveg einstök í sinni röð, vegna þess, að upphafleg réttar- skipun þess var alveg einstök og þess vegna tjáir ekki að fleygja hér fram orðum og hugtökum sem bundin eru við fyrirkomulag alls annars eðlis og myndast hafa með allt öðrum atvikum hjá öðr- um þjóðum. En út í þetta þarf þó ekki að fara frekar á þessum stað, því hverníg sem valdstaða Dana er nú í þessum málum, hvort sem þeir hafa umboðsheimild, upp- segjanlega stig af stigi yfir mál- efnum hins forna framkvæmdar- valdslausa fríríkis, eða vér búum í sérstæðri, uppleysanlegri hlut- eining (realunion) við Dani, þá er það víst, að þeir geta ekki fram- selt meðferð þessara mála að ís- lenzku þjóðinni fornspurðri. Engum manni mundi detta í hug að verja þá gerð — ef Danir hefðu falið t. d. Norðmönnum eða Svíum að semja fyrir oss við Englendinga. En margir kunna ef til vill í fljótu bragði að leið- ast til þess að halda, að öðru máli sé að gegna um sérmála- valdið hér heima. En þetta er þó ekki svo ef rétt er álitið. Athugum þetta greinilega svo sem alvara þessa máls krefst. Hver er ástæðan til þess að sannir föðurlandsvinir vorir, þeir sem vér höfum átt vitrasta, hafa ekki farið fram á afhending al- mennu málanna í vorar eigin hendur, allt til þessa dags ? Hún er sú, að þeir hafa vitað að vér vorum ekki orðnir ennþá færir um að taka við þeim frá Dönum án þess að verða þá háðir öðr- um, sem enginn sannur íslend- ingur hefði viljað kjósa í þeirra stað yfir málefni vor. þeir sem hafa ekki gengið hér með orðið „ríki“ á vörunum sér til lýðfylg- is, eða til þess að vagga sér sjálf- um í barnadraumum, hafa vitað það og játað, að vér, eins og aðr- ar þjóðir, þurftum að ala oss upp til þess að geta lifað í fullu jafn- stæði við önnur ríki. Hingað tii Reykjavík, fimtudaginn 20. júlí hefur t. d. almenn herskylda ver- ið eitt lífsskilyrði ríkisstöðu í sið- menning Norðurálfunnar og þarf ekki að nefna fleira til sönnunar því, hve algerlega óviðbúnir ís- lendingar hafa verið til þess að taka við öllum yfirmálefnum sín- um — að meðtöldum landvörn- unum. Vér höfum áður sagt, að Danir hafi gert viturlega í því frá sinni hálfu að víkja samningsmálinu af sér. — En þeir hafa heldur ekki gert annað fyrir sitt leyti. þeir hafa ekki sagt neitt um það hvern- ig landsstjórnin hér heima ætti að haga sér í þessu máli gagn- vart þjóðvaldinu á íslandi, sem landstjórnin sjálf heldur fram og verður að halda fram, að hafi yfirráðin og úrslita atkvæðið á »almennu málunum". — Bráða- birgðarlög bæta alls ekkert úr skák í þessu efni — nema síður sé, því eins og allt réttarástand íslands er nú orðið, lifum vér meira að segja nú í löggjafarlausu landi og er mikil spurning um það hvort stjórnarskrárheimildin gamla til útgáfu bráðabirgðarlaga gerir ráð fyrir því, að þau komi fram nema því að eins, að þá sé unt að leggja þau strax fram fyrir fulltrúalöggjöf, ef þurfa þykir. En nú er ekki unt að leggja bráðabirgðarlög fyrir alþingi þótt þjóð og stjórn teldi það nauð- synlegt. því nú er ekki unt að kalla saman löggjafarþing á Islandi þótt líf og velferð þjóðarinnar lægi við. Svo viturlega hefur verið í garðinn búið með hinni nýju stjórnarskipun. En því ríkari og ómótmælanlegri skylda ber land- stjórninni til þess að taka til fullra greina vald þjóðarinnar yfir samn- ingsmálinu, er Danir viku af sér, þar sem enginn átylla gat fund- ist í tilveru kosinna þjóðfulltrúa því til stuðnings að stjórnin gæti talist fara með umboð almenn- ings til samþykktar á gjörðum landstjórnarinnar í þessu efni. Að vísu verður þess að minn- ast, að hér kemur fram skarpt dæmi þess, hvernig ísland stend- ur að vígi, ef það slítur tengsl- um við Dani með þeirra eigin fullkomnu samþykki. Vér erum ekki fullskipað ríki, en vérerum heldur ekki lýðlenda annars ríkis að réttum lögum. Vér stöndum í þessu efni eins og vér stóðum fyrir 1262, með framkvæmdarlaust þjóðarvald, um hin almennu mál, þegar Danir sleppa tökum á þeirri umboðsheimild eða því uppsegj- anlega hluteiningar-valdi yfir mál- um vorum, sem sagan og rás viðburðanna hefur fengið þeim í hendur. En það réttlætir ekki neitt ein- ræði íslenzku sérmálastjórnarinn- ar yfir almennumálunum. því landsstjórnin hefur rétt til þess gagnvart Dönum og er skyldug til þess gagnvart íslendingum, ef svo ber undir, að leggja slík mál undir þjóðarvaldið á þann hátt, að yfirráð þess viðurkennist. Sérmálastjórnin var skyldug til þess vegna velferðar og jrelsis íslands að tala á þá leið við hinn erlenda samningsaðila, að hann skildi hvar úrslitavaldið um þessi málefnier. Ogengriþjóðhefðiþað verið ólíkara en Bretum að lítils- virða þjóðarvald vort, þótt það sé sögulega sérstætt og ekki full- skipað ennþá. Ríkisstjórn Breta hefur víðtæk- ári skifti og fjölbreyttari við lönd og þjóðir en nokkur önnur stjórn heimsins og það sem á allra vit- und hefur ráðið mestu um fram- gang þeirra undir öllum loftslög- um jarðarinnar, er virðing þeirra fyrir lögstofnunum þeirra, sem fyrir eru, hvar sem þeir koma. Án þess að farið sé nokkuð út í það hér hve bráðan bar að með þessa samninga yfirleitt eða hvernig þeir eru að efni til, þá er óhætt að segja að landsstjórn- in gat sagt og átti að segja Bret- um hver staða hennar er að lög- um, og að hún á að skjóta sam- þykki samninganna tafarlaust til þjóðarinnar á einhvern þann hátt sem felur í sér fullkomna viður- kenning þjóðvaldsins. Vér ætlum ekki að fara lengra út í þetta mál að sinni, heldur en að benda á þennan sjálfsagða rétt þjóðarinnar gagnvart sérmála- stjórninni. Hvernig þjóðin ætti að ræða málið þarf ekki að út- skíra hér frekar. Vér vitum allir að „þjóðfund- ur“ er löghelguð stofnun hér á landi og viðurkennd af Dönum sjálfum eftir einveldisafsal kon- ungsins. Menn kunna að segja að þjóðfundur sé ekki fær um hœttuiaust á þessum tímum að ræða um slíkt mál sem er sigl- inga og verzlunarsamningur við Breta — þá þjóð, sem vér eigum mest undir að sækja. En hver trygging er fyrir því að sérmála- stjórnin eigi betri og vitrari mönn- um á að skipa undir slíkum at- vikum heldur en þjóðin sjálf? Og verði málinu ekki skotið til þjóðarinnar þá verður hneykslan- leg öll sú launung, sem haldið hefur verið yfir þessu máli, sem 1916. varðar velferð og sjálfstæði ís- lendinga, og virðing nágranna- ríkjanna fyrir því valdi, sem all- ir málsmetandi stjórnmálamenn landsins hafa haldið fram að væri hjá íslenzku þjóðinni. Sérmálalöggjöf er ekki til á íslandi fyr en eftir kosningar. Umboðsvald yfir flokkunum er ekki til á íslandi, vegna haturs atvinnufulltrúanna gömlu, gegn því að hafa nokkurn hemil á sjálfum sér. Á einnig að taka almennu málin úr höndum þjóðarvaldsins af leynilegum sendimönnum? fslendingar! þér hafið látið lítið yfir ,því, þótt grundvallarlög lands- ins hafi verið troðin fótum í stjórn- arskrármálinu. Ætlið þér að láta hið sama gilda út á við gagnvart erlendum ríkjum? Almenningur hér á landi hefur aldrei haft ríkari og lífsnauðsyn- legri ástæðu til þess að halda þjóð- fund heldur en nú. — Ogvakni þjóðin nú til þess eða geri Iands- stjórnin ráðstöfun til þessnúþegar, þá er eitt víst og það er að brezka stjórnin virðir það við fslendinga, en leggur ekki hálmstrá áveginn fyrir að hinn rétti samningsaðili þeirra í þessu máli, þjóðin sjálf, ræði það frjálst og eftir því sem hyggindi hennar og álit á öllum atvikum segir henni til. Hefði aukaþing verið mögulegt mundi landsstjórnin efalaust hafa kallað það saman vegna brezka samningsins. Og þó hefði þingið samt verið ómyndugt til fullnað- arsamþykkis.— En hve miklu rík- ari er þá ekki ástæða til þess fyrir landsstjórnina nú, í millibils- stjórn þinglausri og löggjafarlausri að leita atkvæðis þjóðarinnar til samþykkis. Tíminn er enn nægur til þess að varðveita réttarstöðu þjóðar- innar. — það má ekki leggjast undir höfuð að sýna þjóðvald- inu hlýðni og virðingu í þessu máli, sem stendur fyrir utan sér- málasvæðið. Innihald samningsins geta menn rætt sín á milli — en það verður að gerast eftir alþjóðasið þar sem erlendur samningsaðili á þar í hlut. En hitt væri óþolandi að hér væri nú einmitt á þessum tímum sköpuð sönnun þess að þjóðvald- ið íslenzka sé hvorki virt neins af öðrum né virði sig sjálft neins. Hvern dilk gæti það dregið á eftir sér ef um aðra víðtœkari samninga yrði að rœða v/ð út- lent vald, með hlutlausri þögn og samþykki Dana?

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.