Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 3

Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 3
þJÓÐSTEFNA Frá, landssímanum. ‘Jtá áegxnttm \ áag og um jxnn oetBa sVó^vavnM Reykjavík, Isafjörður Borðeyri, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Akureyri og Seyðisfjörð- ur opnar jtá M, 8 ir&egxs W \ö sÆó. Lífsábyrgðarfélagið 5)axvxxvavfe Vátryggingarfjárhæð 90 mllljónir. Eignir 21 milljón. Þelr sem vllja tryggja Iff sitt, til þess að auka láns- traust sitt, geta ekki verið of var- kárir f vali. — Danmark er vegna auðæfa sinna og viturlegu stofnun- ar rétta félaglðtil Ifftryggingar. Lás: iðgjölcL Hár bónus Sá sem heflr verið líítryggður 1 15 ár fær tvöfaldan bónus. TUXHAM-mótora og beztu stnurningsolíurnar selur CLEMENTZ & CO. H|Fl Þingholtsstræti 5. Reykjavík. Skrifstofutími 10—2 og 5—7 Sími 575. Hráolíumótorinn ,Yesta‘ er sérlega góð mótortegund, sem er grandgæfílega reynd, og sem vinnur eftir S2-Takt Systemet". Mótorlnn „Vesta“ þarf enga vatnsinnsprautingu. Mótorinn „ Vesta* hefur rólegri, reglulegri og jafnari gang, en nokkur annar mótor. Mótorinn „ Vestaa eyðir minna en allir aðrir bátamótorar. Mótorinn „Vestaa getur um lengri tíma verið í gangi án þess að vinna, og án þess að glóðarhausnum sé haldið heitum af lampa og sótar ekki. Umboðsm. fyrir ísland: Magnús Guðmundsson, skipasmiður. Skipasmíðastöðin. Það er sannað og viðurkennt að TUXHAM-Mótorinn eyðir minni olíu en alllr aðrir báta-mótorar. Reynslan hér á landi sannar það einnig. Nýtísku barnatryggi ngar betri. fást hvergi áreiðanlegri, ódýrari og hagkvæmari heldur en í lífsábyrgðarfélaginu DANMARK Rfkissjóður Dana tryggir þar fjölda embættismanna sinna. w Alnavara. Landsins stærsta, bezta og ódýrasta úrval. Sturla (ónsson Auglýsingar í ,Þjóðstefnu“ breiðast út til iielstu heimila um ^ allt Island. M hann fram fyrir yfirmann einn, sem leggur fyrir hann alls konar spurningar, mjög nærgöngular og óviðeigandi að honum finst. Eða hvað segið þið um það til dæm- is, að þurfa að fara útlista það með skýrum orðum, að afi ykk- ar eða einhver nákominn hafi grætt allan sinn auð á einskæru brennivínsprangi! En svona vill vélin hafa það. þá þveitir hún honum inn til læknanna og fær hann nú ákveðn- ari upplýsingar um sinn eigin skrokk á næstu tiu mínútunum, en honum hefir nokkurn tíma auðnast að afla sér það sem af er æfinnar. í herberginu er troðfult af mönn- um, sem eru að klæða sig í og úr allskonar flíkum og er hann nú látinn setjast allsber á ískalda vog, sem rólar fram og aftur og verður að bíða þar þangað til röð- in er komin að honum. Hann sér hvar „undirmáls“ nýliði einn með heyrnarpípu læknisins við brjóstið er að sveipa að séreinu flíkinni, sem hann er í, með báð- um höndum og er honum vel liðugt um málbeinið, þótt ekki sé hann hár í loftið. Hann er að fjargviðrast yfir því, að enda þótt hann nái ekki hæðarmáli því, sem heimtað sé, þá hafi þó hvorki sér né föður sínum né afa eða langafa orðið nokkurn tíma misdægurt, að svo miklu leyti sem sér sé kunnugt. Að því loknu kemur röðin að nýliðanum okkar og verðurhann þess nú var, að hann er 337j þuml. um brjóstið, en ekki 35 einsog hann hefur þó alltaf haldið; að hann er 5 fet og 7 þuml. á hæð, en ekki 5 fet og 8; að hann nístir tönnum til þess að láta ekki lækninn sjá upp í sig; að það er að myndast æðahnútur á vinstri kálfanum á honum; að hann getur baðað handleggjunum einsog vind- mylna vængjum sínum, hoppað tvisvar sinnum á öðrum fæti kring- um borð, þekkt ljósrauðan þráðar- spotta frá dökkbrúnum og lesið stafina V L N A P Q smáletraða gegnum greiparnar á hendinni með hálfopnu vinstra auganu, þarsem þeir verða ekki að öðru en einni klessu fyrir hægra auganu, sem honum er þó sagt að lesa með. þá tekur vélin hann og hrlndir honum ofan stærðar stiga inn t eymdardalinn, sem svo er nefnd- ur, eða inn til fyrirliðans, sem út- hlutar einkennisbúningum nýlið- anna. þar er honum troðið í ein- kennisföt af ýmsum litum og ýlmsri gerð. Getur það vel borið til, að önnur buxnaskálmin sé græn, en hin gul eða að vasalokin á kufl- inum séu dökkbrún, en kuflinn sjálfur blágrár. En víst er um það, að einkennisbúningurinn er einkennilegur í orðsins fyllsta skilningi og snertir nýliðann hvergi nema rétt á há-öxlunum. Frh. Frönsk sál. Frh. ---- Gamla jungfrúin og María Iitla horfðu undrandi á þenna útlend- ing, þenna óvin; þeim fannst það næstum ótrúlegt að hann gæti verið kominn þangað til þeirra og það á þessum tíma. það líkist vondum draumi. „Takið það, sem þér þurfið með“, mælti ungfrú Cautel, „þér hafið hvort sem er í öllum þumlum við okkur en þyrmið að minnsta kosti barninu". „Eg er enginn villimaður*,mælti hinn ungi þjóðverji þóttalega „eg er stúdent, rithöfundur og skáld. það er annars undarlegt þetta, — allir Frakkar halda að við séum ósiðuð þjóð og ruddamenni og þið kallið okkur „siðleysingja*. þær svöruðu honum engu. — Hann fór því næst aðspyrjaþær spjörunum úr. Hversu margir íbúar væru í þorpinu? Hverju það sætti að svo mörg hús stæði auð? Hverjir hefðu komið fólk- inu til að forða sér? Hvar átti bæjarstjórinn, presturinn og kenn- arinn heima? Hvar var næsta járnbrautarstöð? Og hversu var langt þangað? Gamla konan skrökvaði engu að óþörfu. Hún vissi að það var nóg af opinberum skjölum og skýrslum í húsi hennar, sem hin- ir óboðnu gátu notað til að fræð- ast af. Hún sagði aðeins að lík- lega væri bæjarstjórinn farinn, að hún ekki vissi hvar presturinn væri og að kennarinn væri undir- foringi í hernum. „það er þá svo að skilja að þorpið sé komið í eyði. því voruð þér kyrrar?* „Eg var ekki ferðafær“. »Ó, það hefði verið hægt að koma yður“. Jung- frú Cautel hristi höfuðið. „Nei! hvort eg lifi þetta af eða ekki, yfirgef eg aldrei heimili mitt. — Maria, farðu og náðu í brauðið og ostinn, vínið og ávextina. — Annað höfum við ekki til“. þegar þjóðverjarnir voru bún- ir að leita af sér gruninn um það, að eigi voru fleiri fyrir í húsinu en þær, þóttust þeir óhultari um sig, en þeir voru of fáir saman til þess að fást við leyniskyttum- ar, sem þeir þóttust vita að feld- ust í skóginum. María skyldi eigi tal þeirra, en þó þóttist hún viss um, að þeir væru að bíða eftir herliði sem ætti að koma þangað að morgni. þeir voru nú seztir að snæðingi og drukku óspart, höfðu þeir marghleypunrar á borð- inu hjá diskunum. Var það vani

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.