Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 2

Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 2
þJÓÐS'TEFNA Islenzkan og s k ó 1 a r n i r. íslendingar þykjast nú um nokkra áratugi hafa verið að berjast við útlenda þjóð um sjálf- stæði landsins, en hafa raunar á þeim tíma lítið annað aðhafst en að berjast hvorir við annan, flækj- ast og vefjast hvor fyrir öðrum og ónýta hvor annars verk svo sem frekast mátti verða. Út í þá sálma skal ekki farið lengra hér, enda má nú lýðum vera ljóst hversu komið er, — að íslend- ingar hafa nú loksins orðið að gefast upp, ekki fyrir Dönum, heldur fyrir sjálfum sér, að sjálf- stæðisviðleitnin hefur verið stöðv- uð,en auðvirðilegustu pólitisk roð- hænsni, sem nokkur þjóð hefur heyrt eða séð, þykjast nú sjálf kjörin til þess að stjórna landinu—stefnu- laust eitthvað út í bláinn. Og ennþá horfir þjóðin höggdofa og hreyf- ingarlaus á öll þessi ósköp. En það er þó sumt það í hátta- lagi íslendinga, sem er jafnvel ennþá háskalegra og sárgrætilegra heldur en skemdarverkin, sem nú hafa verið nefnd. Hér skal lítið eitt minst á afskifti lands- stjórnar og löggjafar af verndun og viðhaldi móðurmálsins. þar kastar þó tólfunum. það skal ekki glögt eyra til að heyra, að á síðustu áratugum hefur íslenzkunni stórhrakað. þótt ennþá séu til rithöfundar, sem leggja mikla rækt við málið og kunna að skrifa það, þá verður þó bókmálið viðrinislegra með ári hverju, og um málið, sem sum blöðin nú tíðka, er ekki annað að segja, en að það er ekki ís- lenzka, heldur úrkynjað apamál. það mætti sýna og sanna greypi- lega, ef þörf gerðist. En hið í- skyggilegasta tákn tímans er þó það, að sveitamálið er líka farið að stórsýkjast. Öldum saman hefur málið geymst gullhreint á vörum íslenzkrar alþýðu, þrátt fyrir alt, sem hin dansk-íslenzka yfirstétt vann því til tjóns og skemda, og er þetta þögula af- reksverk alþýðunnar eitt hið allra merkilegasta atriði í sögu vorri og hinn sanni grundvöllur undir allri þjóðlegri framsóknarviðleitni vorri. En það er áreiðanlegt, að málpestin er nú farin að breiðast út um sveitirnar. Allskonar dönsku- slettur og útlendar ambögur eru nú miklu tíðari í alþýðumálinu heldur en fyrir svona 15—20 árum. Bændur heyrast nú sletta dönskunni svo liðugt, að maður veit ekkert, hvaðan á mann stend- ur veðrið. Ög þá er ekki að tala um konur þeirra og dætur, sem „settar hafa verið til mennta". Nú er spurningin: Fyrirhverj- um gerningum hefur þjóðin orð- ið, hverju sætir það, að málið sýkist nú í munni þeirrar alþýðu, sem hefur varðveitt heilbrigði þess og hreinleik á þeim öidum, er andleg og efnaleg og pólitisk nið- urlæging þjóðarinnar var sem mest. Skyldi málspillingin, sem lengi hefur verið landlæg í kaupsiöð- unum, vera farin að breiðast út um sveitirnar? það er mjög lík- legt að svo sé, en þó er þetta sjálf- sagt ekki rétta svarið við spurning- unni. Svarið er ennþá hlálegra: það eru skölarnir, sem halda pestinni við og magna hana í kaupstöðunum, og það eru skól- arnir, sem dreifa henni út um landið. Skólarnir, sem eiga að vera vígi þjóðlegrar menningar og heilbrigðrar þjóðernistilfinningar, eru pestarholur málspillingarinnar! Svo vel höfum vér um hnútana búið. Flestum mun kunnugt um skól- ana á Hólum, í Skálholti og á Bessastöðum, að það voru latinu- skólar, — latínan var aðalnáms- grein og aðalmál skólanna, þó að kennslan hafi vafalaust oftast farið fram á íslenzku. Víst er það, að í skólunum í Skálholti og á Hól- um voru aldrei notaðar kennslu- bækur á dönsku, og í Bessa- staðaskóia voru lítil brögð að því. það er fyrst þegar skólinn er fluttur til Reykjavíkur, að háska- leg breyting verður. þá verður latínan að þoka fyrir dönskunni, þótt ekki væri smiðshöggið rekið á fyr en með hinni síðustu van- hugsuðu og háskalegu gerbreyt- ing á fyrirkomulagi skólans. það hefur fyr og síðar verið aðferð þeirra þjóða, sem hafa brotið aðrar þjóðir undir sig og viljað svifta þær þjóðerninu, að leggja fyrst og fremst undir sig skólana. Engir hafa kunnað þá list betur en Rómverjar. Hvar sem þeir lögðu undir sig löndin í vesturhluta álfunnar, fylgdu skól- arnir á hæla hersveitunum. Og auðvitað var Iatínan þar einvöld. Og auðvitað náðu þeir tilgangi sínum: eftir örskamma stund hafði latínan gersigrað um allan vestur- hluta álfunnar. þessum rómverska sið hafa síðan allar drottnunar- þjóðir- fylgt. það hafa Rússar gert á Póllandi og þjóðverjar á Suður- Jótlandi. Skólarnir eru aðalverk- færi þeirra í þjóðerniskúguninni, allra skæðasta verkfærið. Um margt og mikið, sem aflaga hefur farið hér á Iandi, getum vér kennt Dönum með réttu. En þess sannmælis verðum við þó að unna þeim, að mál vort hafa þeir aldrei ofsótt. Ekki beiniínis að minnsta kosti. Og sjálfsagt er ekki til nú á tímum neinn sá danskur maður, er láti sér neitt slíkt til hugar koma. En þá komum við sjálfir og bætum úr skák! öm Iangan aldur höfum við hegðað okkur gagnvart okkar eigin máli einsog útlent kúgunarvald mundi gera, ef það hefði einsett sér að níða af okkur þjóðernið. Sjálfa skól- ana í landinu gerum við að högg- stokki íslenzkunnar. Við skulum hugsa okkur, að Danir hefðu kúgað okkur til að gera það, sem við gerum af sjálfsdáðum. Við skulum hugsa okkur, að það væri samkvæmt dönsku valdboði, að notaðar eru við kennsluna í Menntaskólanum 20—30 danskar kennslubækur; að sjálf íslenzkan hefur lengi verið kennd á danska kennslu- bók í neðstu bekkjum skólans, svo að ef nemandinn ekki skilur eitthvert orð, fær hann það út- skýrt í dönsku orðasafni bak við bókina, að hver stafur í mann- kynssögu er lærður á dönsku, að um langan aldur var fornís- lenzk bókmenntasaga lærð á lélegu dönsku kveri; að allt sem lesið er í stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræði — að dýrafræði undantekinni — er lesið á dönsku. Að nálega hver einasta orðabók er dönsk, — ja, ef allt þetta Að gefnu tilefni tilkynnist, að á þeim stöð- um; sem skyldutrygging er eiga húseignir að vátryggjast í Brunabótafélagi Islands frá 1. janúar næstkomandi. Menn mega ekki endurnýja núgildandi ábyrgðir lengur en til áramóta. Reykjavfk, 1. júlf 1916. Sveinn Björnsson, DANMARK. Tryggasta og ódýrasta lífsábyrgðarf Norðurianda I>orvaidur Pálsson læknir gefur upplýsingar um félagið. væri gert samkvæmt dönsku valdboði, þá býst eg við að ekki léki á tveim tungum um, að þetta væri svívirðileg, óþolandi kúgun, að hér væri framinn glæpur, óbótaverk gegn þjóðerni voru og tungu, sem hver einasti íslend- ingur væri skyldugur til þess að berjast á móti af öllum lífs og sálarkröftum! En þetta verk vinnum við sjálfir, piltarnir, um leið og við þykjumst vera að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar! Og ekki er geðslegra að litast um í hinum skólunum heldur en í Menntaskólanum. Danskan flóir í stríðum straumum um þá alla, um bændaskólana ekki síð- ur en kvenna- og kennaraskól- ana. Og þegar hér við bætist, að flestir kennaranna við skól- ana tala hið annálaða íslenzka menntamannamál, sem þeir hafa teygað í sig í skólunum og ekk- ert er annað en ógeðslegur dönsku- blendingur, þá dylst manni ekki, að vel er séð fyrir móðurmálinu í íslenzkum skólum. Um það má auðvitað lengi þrátta, hver eða hverjir eigi mesta sökina á öllum þessum endemum. En aðallega virðast þó böndin berast að Alþingi. það hefði fyrir löngu átt að grípa í taumanna, og það ætti sannar- lega ekki að vera örðugt verk. Hér er enginn hörguli á mönn- um, sem vel eru hæfir til þess að semja góðar kennslubækur og virðist þá galdurinn sá einn, að Alþingi veiti svo ríflegt fé til kennslubóka, að mönnum verði kleift að skrifa þær og gefa þær út. Síðan verður Alþingi að gera það að beinu og ófrávíkjan- legu skilyrði fyrir öllum styrk- veitingum til skólanna, að eigi verðl aðrar bækur notaðar við kennsluna en íslenzkar, ef þess er kostur. Hér virðist því ekk- ert annað þurfa en dálítið fjár- framlag og svo hitt, að það sé ekki látið vera komið undir dutlungum skólastjóra og kenn- ara, hvort notaðar éru útlendar bækur eða innlendar. En það ástand, sem nú er, er með öllu óþolandi, og meðan það helst, er hver nýr skóli, sem stofnaður er, ný hætta fyrir þjóðernið. Hvernig menn verða fyrirliðar. Margt hefur verið skrafað og skráð um herbúðalífið og undir- búning hermannanna. En hvað er þá tíðinda um fyrirliðana, mennina, sem mest er þörfin fyrir í brjósti fylkingar nú á dögum? það má vera, að þið hafið ekki heyrt getið um listamannaskytt- urnar. — Við erum einskonar vél — „einhverstaðar í Essex“ — þögul og þauliðin vélarsamsetn- ing, sem tekur við efniviðnum inn um annað opið og skilar honum frá sér út um hitt sem fullgerðum smíðisgrip. Eftir því sem þörfin krefur — og það er stundum hvað ofan í annað — eru gerð boð eftir einhverri tiltekinni tölu af fyrir- liðum handa — en sleppum því. Hvað sem öðru líður, þá er „pöntunin* afgreidd og vélin heldur áfram vinnu sinni. En hversu má það verða? Hvaða undur og umbreyting þarf til þess að gera almennan lista- mann, rithöfund, söngvara eða handiðnamann svo gjörólíkan sjálf- um sér á missiristíma, að hans eig- in móðir mundi vart þekkja hann fyrir sama mann? Jú, það verður á þann hátt, sem hér skal greina og skyldi svo til bera, að einhver vígtryld- ur Tevtóni kæmi auga á línur þessar, þá er honum guðvelkom- ið að frýsa og fnæsa eða bera sig svo til sem honum bezt lík- ar til þess að láta í ljósi fyrir- litningu sína á aðferðinni, því að það eitt er óhrekjanlegt, þótt undarlegt sé, að þar sem hann hefur sina aðferð til þess að koma á legg þýzkum fyrirliða, þá höfum_ við okkar aðferð við undirbúning hinna brezku fyrir- liða — og við erum ánægðir með hana einsog hún er. þegar nýliðinn er búinn að ráða förina við sig — og það veitir flestum okkar erfiðast, ekki hvað sízt iðnaðarmönnunum — þá labbar hann sig af stað til höfðuðstöðvanna ógnarlega eymd- arskrokkslegur á svipinn og með einhverju óljósa hugmynd um, að hann hafi nú „brent skip sín“. því að honum er það fullkom- ið áhyggjuefni að hafa orðið að hlaupa frá hálfgerði mynd, fyrir- ætluðum hljómleik, ólokinni rit- smíð eða nýstofnaðri atvinnugrein. Getur hann ekki rýmt þeirri hugs- un burt, að hann láti að baki sér algera auðn, sem engum sé unt að fylla nema honum sjálfum. Við erum flestir svona gerðir og „á þessu stigi málsins" er það til ofmikils ætlast, að nýliðinn geri sér grein fyrir því, að það sem hann lætur eftir að baki sér, er í raun og veru lítils um vert, en framundan bíður hans hið „æðra hlutskifti". En þei—þei! Hann er nú kominn að inngangs- opi vélarinnar. þarna stendur hann þá með hanzkana i hendinni og fötin í felljngum í skuggalegu anddyri höfuðstöðvarinnar, en allt í kring- um hann þusa kuflklæddir starfs- menn og við honum blasa hurð- ir með leyndardómsfullum áletr- unum. Við og við opnast ein- hverjar þeirra og ganga þar út skrautklæddir höfðingjar í djúp- um hugsunum, en nýliðahópur trítlar á hæla þeim. Um leið heyrist kallað dimmum rómi: „V-ö-r-ð-u-r! byssuna við ö-x-l!“ Allur þessi gauragangur sýnir og sannar nú nýliðanum það eitt, að hann er hér eins og hver annar utanveltubesefi, sem eng- inn skiftir sér af og að öllum þessum mönnum er auðsjáan- lega svo hjartanlega sama um það, þótt hann hafi hlaupið frá málverki sínu, hljómleiknum eða hálfköruðu bókinni. Hann hafði ávalt gert sér þá hugmynd, að hér væri brýn mannaþörf og að einhver „for- gyltur“ nýliða-undirforingi mundi rétta sér höndina vingjarnlega og halda yfir sér hrókaræðu um það, hvaða dæmaiaus dánumaður hann væri að hlaupa svona frá störf- um sínum til þess að fara í leið- angur og berjast fyrir föðurland- jð. — En ekki bólar á neinu þess háttar. En ef nýliðinn okkar þekti bet- ur til, þá vissi hann, að vélin er nú þegar tekin til vinnu sinnar. Hún tekur nú við honum ásamt öðrum fleiri hans líkum og færir

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.