Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 4

Þjóðstefna - 20.07.1916, Blaðsíða 4
I þ J Ó Ð S T E F*N A þeirra og átti ekki að skoða það sem ógnan. Höfðu þeir verið á ferð allan daginn og átti í orust- um í steikjandi sólarhita. Voru þeir því aðframkomnir af hungri og þorsta, en nú voru þeir upp- gefnir af þreytu. þrír voru þeg- ar sofnaðir, sá sem sagðist vera stúdent og skáld, vakti enn. — Hann hafði gaman af að þaul- spyrja Mariu, en hún svaraði hon- um aðeins eins atkvæðisorðum. þjóðverjinn rétti henni glasið sitt, Maria helti það fullt. Hárið á henni kom við kinnina á her- manninum. Hann strauk hend- inni um hið silkimjúka gullna hár hennar. „Litli ljósálfurinn þinn“, mælti hann. „Litla gullhærða Lorelei. Eg vildi fara með þig norður að Rín“, og hann hafði upp fyrir sér á þýzku orð Niet- zche: „Maðurinn er skapaður til hernaðar, en konan handa her- manninum“. En Maria var ekki handa þessum hermanni. Nl. / £aYids^\ÖY\3. Breytingarnar sem eru að ger- ast um stjórnmálaskoðanir kjós- enda frá íhugunarlausu fylgi við atvinnufulltrúana og til áfellisdóms yfir spillingunni og heimskunni í löggjöf vorri — fara hratt og sívaxandi, einsog skriða sem lengi hefur vofað yfir, en hangið aðeins á því, að enginn vildi verða til þess fyrstur að spyrna fæti við dauðadæmda hrófatyldrinu. En jafnframt því sem örend hræ meiningarlausra flokka hverfa aft- ur heim til þess jarðvegs sem þeir eru sprottnir af — kemur dögun af nýrri sannfœring yfir þjóðina um það, að nú eiga deilu- atriðin um sérréttarkröfur Alþingis ekki lengur að ráða við kosning- arnar heldur á nú að byggja nýja flokkaskipun á rústum hins gamla þingmannaþjarks um ríkisráðs- setuna. En menn hafa ekki áttað sig ennþá á því úti um landið hvern- ig breyta verður um bóg í inn- anlandsmálunum. Öll málefni íslands liggja í kalda koli — að því leyti sem þau hafa verið komin undir afskiftum löggjafar- valdsins. það vita menn nú fullkomlega og gera sér ljóst. — En brautin er ekki rudd ennþá til fulls fyrir akveðnum megin- setningum um helzta löggjafar- málefnin. Menn eru orðnir því svo þaul- vanir að heyra pólitiska loddar- ann, sem veifar sérréttindamálinu að almenningi sér til kosninga- fylgis, slá fram marklausu og holu yfirborðsfleipri um peninga- mál, samgöngur, búnað á landi og sjó, iðnað, o. s. frv. að þeir hafa ennþá suðu fyrir eyrunum af því sem þéir verða svo að segja að venja af sér áður þeir geta keyrt röksemdir og skyn- samlegar tillögur um almennings- mál. Allir hafa viljað „styrkja" „efla“, „glæða“ og „varðveita" o. s. frv. allt milli himins og jarðar sem miðaði hér til þjóðar- þrifa, meðan þeir voru að lauma sér inn á þingið. En þegar þangað kom var tómahljóð í strokkinn og væri eitthvað lagt til málanna þar, þá var það optast eins og búast mátti við af þeim mönnum sem láta ekki kjósa sig til þess að koma fram neinni sannfæring heldur til þess að fá daglaun, hafa áhrif á fjárveitingar, útvega sér eitthvert opinbert starf eða þjóna metnað- argirnd sinni o. s. frv. Landskosningarnar veita þjóð- inni fyrsta tækifærið til þess að kveða upp dauðadóm yfir athæfi alþingis í stjórnarskipunarmálinu — með þvi að velja nýja menn. En að því slepptu hefur hún ekkert annað að styðjast við þeg- ar til kjörsins kemur að þessu sinni heldur en hagsmuni siétt- anna. Bændur og verkamenn eru þær tvær stéttir sem hafa afl atkvæð anna og sé kosið réltlátlega sam- kvæmt því, sem allar ástæður segja til um bygging nýrrar skip- unar og skoðana yfir dauðu meiningarlausu flokksnefnunum gömlu þá eiga listar óháðra bœnda og verkamanna nú að skifta öllum landskjörs sætunum á milli sín. Ásgrímur. Tuddi. Ó, hvað hami hafði nú gaman af lífinu. Hann þjáðist ekki af ofviti, og einhvernveginn hafði hann nautsiega staðfesta og óbifan- lega sannfæring um það, að lífs gleðin er ekki komin undir speki og framsýni, heldur undir fjör- straumunum í skrokknum. Og aðsetur gáfnafarsins hjá hon- um var rétt fyrir aítan svæfingar- staðinn — en laumaðist aftur eftir mænunni til hinna lægri líkamsfæra, þar sem allar hans tuddalegu hvat- ir léku sér lausbeizta. Þessu var þar á móti ekki að heiisa um höfuðstaðinn á nautinu. Hann var hnýttur með óslítandi ólarmúl aftan í taglið á skáldaöri, grindmagurri bykkju — sem var svo þrælsterk aftur í ysla brodd á stertinum, að skepnan með blóðlit- uðu djúpu og þráu illúðaraugun, er aftan í hékk, varð í öllum meg- inatiiðum að fylgja þeirri stefnu sem húðarjálkurinn fór. En, samt sem áður hafði tuddi fullan rétt til þess að gleðjast — því hann gat gjört svo marga aló- þarfa smáhlykki á vegferð sinni að það hlaut að valda eiganda taglsins bæði gremju og jafnvel ótta um, að ailt kynni þá og þeg- ar að falla niður í forarsýki er lá fram með brautinni svo langt sem augað eyði en hvarf loks inn í fjarlægar hyllingar, sem skulfu yfir landinu í vestri. — Afturhald mátti ekki við fram- sókninni meðal þessara tveggja óh'ku dýra, þar sem þau álöppuð- ust saman, tengd af órannsakanleg- um örlögum, áleiðis í áttina til loftspeglanna. En af þessu tvennu var það þó afturhaldið, sem var byggt á ósvikinni festu og vilja hlutaðeigandi nautgrips, þar sem hinn máisaðillinn sótti fram þver — beint ofan í sína eigin ósk. Það var aðeins húsbóndinn, sem togaði hann eftir veginum, sárnauöugan, með því að hann hafði haft vit á því, að hnýta þannig upp í jálkinn, að hann hlaut að hlýða. En tudda var skemmt, þrátt fyr- ir allt. Hann hafði Iært það í fjósinu, að leggja kollhúfur einsog sá, sem þegir en hefur valdið. Hann lagði annan hnífilinn í ská- horn við þá línu, sem hugsa hefði mátt dregna eftir miðri framsókn- arbrautinni; svo lyfti hann skallan- um örlítið aftur, sömuleiðis eftir því fasi sem hann hafði tamið sér í fjósinu, og fitjaði um leið á grönina, einsog þegar um það er að ræða, að dæma ágæti þess, sem stendur til boða, samkvæmt lykt- inni. Þegar hann var kominn í allar þessar nefndu stellingar, setti hann framklaufirnar á víxl niður á veg- inn, á þann hátt sem þarf, til þess að valda þeim óþæginda er dregur á eftir sér taglhnýting. Og svo hleypti hann sér stund- um í heröarnar, þá var boli ekki neitt barnaglingur. Tagiið stóð einsog þverlangt stýri til skiftis á bæði borð framsóknarvaldsins. Ein- att sýndist aðeins hársbreidd milli ferðarinnar og forarsýkisins — en þá var golið auga, aftur fyrir kaupstaðarbúnar herðar húsbónd- ans, og þá var kyppt svo í hljóð- færið á »þarfasta þjóninum* að ein- hvern veginn varð Iestinni haldið á löppunum. Tuddi var ekki læs og þekkti ekki þýðing samtengingarmerkis- ins. Hann sá aðeins ólarspottann fyrir framan blóðrunnu nautsaug- un, og Iét aldrei slakna á honum; en veruleg samvinna við þann, sem átti taglið, var alls ekki að hans skapi. En þó tók út yfir allt, þegar lestin varð fyrir andstreymi á veg- inuni og mótstefnandi stórgripa- hersingar geystu inn á þetta kyn- lega samband miili þykkskinnungs og jótrara. Það sem húsbóndinn hefur sameinað mega »óviðkomend- ur« ekki sundurskilja, var tautað undir þungum brúnum og hvikul- um aðgætnum augum. Og Iengi vel hélst sameiningin, þrátt fyrir allt. Boli reigði að vísu hnakkann hærra, einsog hann æt aði að fara að hneggja og klárinn dróg niður hausinn, einsog hann væri að rembast við að kingja sinni eigin jórturtuggu — en þó héldu tækin lengi vel. Þangað til allt í einu að einn þrautfullur .musterismaður hleypti þverreiðum fola inn á samtenging- armerkið. Með öllu því sem hin vanhelga þrenning átti til af afli varð það úr að sýkið tók við sam- einingunni. Örvæntingarafl hinna tveggja óskyldu skepna varð samtaka í lifs- hættunni — og þau slitu sína ónáttúrlegu samvist. En í austri risu þungir skýjamekkir og önduðu móðu á loftspeglana. Húsbóndinn stóð á veginum með slitna ólar- spotta í höndunum og leit í augun á hesti og nauti á víxl. Heimspeki nautsins var að gagn- taka hann. Bykkjan var farin að velta sér — og eigandinn var að búa sig undir að breyta um stefnu. S. Síðustu fregnir. Sókn bandamanna á öllum vígstöðvunum heldur áfram með ágætum árangri. Þeir hafa unnið marga þýðingar- mikla sigra siðustu daga. Hafa Bretar þannig tekið aðra vatnarlínu Þjóðverja og hafa Þjóðverjar orðið að hörfa undan á einum stað á vígstöðvunum. Rússar hafa haldið áfram áköf- um orustuin á öllum austurvíg- stöðvunum og hafa þeir einnig unniö augljósa sigra og tekið enn á ný marga fanga. Sókn Þjóðverja hjá Verdun virð- ist vera í rénun. Sem stendur verjast þeir en sækja ekki á aðal- vígstöðvunum. Nýlega hafa Þjóðverjar Isgt hald á allt togleður af hjólhestahringuni heima fyrir. Hefur maður því ástæðu til að ætla, að þeir hafi orðið Htið af þeirri vöru og getur það komiö sér illa fyrir þá, ef þeir ekki brálega geta aflað sér þessa annarsstaðar frá. Herlög eru látin gilda sem stend- ur á Spáni út af ailsherjarverkfalli, sem þar geysar. Enn á ný hefur borist fregn um veikindi Austurríkiskeisara. P. Abyrgðarmaður: Páll Jónsson, yfirdómslögm. Prentsm. Þ. Þ. Cleraentz — 1916 TUXHAM báta- og land-MOTORINN hefur reynst svo vel hér á landi áð nú er fengin sönnun fyrir því að hann tekur öðrum mótorum fram. Svo olíuspar er T u x h a m-m ó t o r i n n að hann eyðir eigi nema rúmum helming á við suma aðra mótora, en alt að Vs minna en allir aðrir báiamótorar. Tuxham-mótarlnn er nú svo eftirsóttur að verksmlðjan má hafa sig alla við til að geta afgreitt Þeir sem ætla að fá sér Tuxham-mótor fyrir næstu vertíð, ættu þvf að gera pantanir sfnar nú þegar. NB. Vér höfum f hyggju að senda mann til útlanda í haust til þess að greiða fyrir þeim pöntunum- sem eiga að afgreiðast f vetur. Látið því eigi bfða að leita upplýsinga um T u x h a m-m ó to r i n n og jfinnið svo undiritaða umboðsmenn verksmiðjunnar, Clementz & Co. h|f Reykjavik Þingholtsstræti 5. Sími 575. Pósthólf 285.

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.