Þjóðstefna - 15.03.1917, Síða 3
þJÓÐSTEFNA
*
leg vörn gegn ósvífnu baknagi
vitgranns glæpamanns“.
Síðast kemur nafn hennar fyrir
hjá Voltaire í bréfínu frá Cirey
16. og 30. júlt 1736, þar sem
hann biður Moussinot ábóta, sem
var trúnaðarumboðsmaður hans,
að kaupa lítið skrifborð með
hjálmi og láta flytja það undir
sínu nafni til Madame de Winter-
feld, Kue Platiére, við St. Agnes
Nonner.
þannig reyndi Voltaire, þegar
hann var fjörutíu og tveggja ára
gamall, með þessari litlu hugul-
semi að endurvekja minninguna
um sig hjá konu þeirri, sem hann
hafði elskað og tilbeðið þegar
hann var átján ára gamall ungl-
ingur.
Síðustu fréttir.
Sömu vandræðin haldast enn
með samgöngurnar, og ekki sjá-
anlegt að úr þeim muni rætast í
bráð. Síðustu símfregnir segja,
að fjölda skipa sé sökkt, og að
Vilson forseti hafi þegar látið
byrja að vopna kaupför Banda-
ríkjanna. þingi Bandaríkjanna
hafði þó verið slitið, án þess að
það tæki nokkra fullnaðarákvörð-
un viðvíkjandi því máli, því það
gekk ekki fram í efri málstof-
unni. Sagt er að Englendingar
kaupi feyknin öll af skipum í
Bandaríkjunum, og að skip komi
vopnuð vestan að inn á ófriðar-
svæðið. Að öðru Ieyti virðist
svo sem allt standi í sama farinu
og áður, að því er snertir sigl-
ingar hinna hlutlausu þjóða.
Svo virðist nú, sem stórkost-
legar orustur séu í aðsigi á vest-
urvígstöðvunum. Fregnir frá 8.
þ. m. sögðu, að Vilhjálmur keis-
ari, Hindenburg og Falkenhayn
væru þá vestur í Gent í Belgíu,
og var þess jafnframt getið, að
þeir ætluðu að leggja allt kapp á
að komast til Calais. Sömuleiðis
var sagt, að þjóðverjar hetðu þá
hafið sókn af nýju hjá Verdun.
Austur í Mesopotamíu hafa Eng-
lendingar sótt mikið fram í vet-
ur. Síðustu fregnir segja, jð þeir
hafi tekið Bagdad, og virðist svo
sem Tyrkir séu þá báglega stadd-
ir, því naumast er hugsanlegt,
að þeir mundu sleppa Bagdað fyr
en í fulla hnefana, þar sem sú
borg einmitt hefur verið höfuð-
ból Tyrkja þar eystra.
Ný hreyfíng er komin á heima-
stjórnarmál íra, og segja síðustu
fréttir, að þeir krefjist nú að lög-
in séu sett í gildi, og stjórn Eng-
lands lýsi yfir því, að svo geti
orðið, ef þess sé óskað. En hún
vill ekki neyða Ulsterbúa inn
undir vald írsku heimastjórnár-
innar, og er þá sama ósáttin út
af þessu uppi enn, sem yfir stóð
þegar ófriðurinn byrjaði.
Sagt er að Frakkar hafi gefið
út yfirlýsingu um það, að þeir
ætli að krefjast þess að fá aftur
Elsass-Lothringen.
Ástandið á Norðurlöndum fer
síversnandi, meðan samgöngu-
haftið stendur.
Stjórnarskifti eru orðin í Sví-
þjóð vegna landvarnarmálsins.
þingið hafði ekki viljað veita það
fé, sem stjórnin óskaði eftir. Frétt
í Morgunbl. segir, að stjórnin í
Danmörku hafi lagt löghald á út-
lent hveiti, og talað sé um járn-
peningasláttu á þingi Dana.
Miklir kuldar og snjókoma hafa
verið í Danmörku upp á síðkast-
ið og einnigsuður um Mið Evrópu
og á vesturvígstöðvunum.
Athugið
Að taisimanúmer niín eru fram-
vegis þannig : Verzlunin í Kola-
sundi nr. 605.
Heima á Stýrimannastíg
nr. 667.
O. ELLINGSEN.
Saltfiskur
ágætur
fæst í verslun
> >
Nærfatnaður
mikið úrval
fyrir karla og konur.
Sturla Jónsson.
„Þjóðstefna“
eign félags í Reykjavík, kemur út viku-
lega á fimtudögum. Verð fyrir áskrif-
endur og lausasölu hið sama (5 aur.
tölubl.) - Ojalddagi fyrir áskrifendur
ákveðst af félagsstjórn. Þó verður al-
drei krafist borgunar fyrirfram fyrir
neinn hluta árgangs, Þeir sem vilja
geta án verðhækkunar fengið blaðið
sent heim til sín innan og utan Reykja-
víkur, Adr, »Þjóöstefna« Reykjavík.
Box 374. Sími 546.
Alklæði
margar tegundir.
Sturla Jónsson,
Auglýsine:ar
í MI>jóðstefIlu‘, breiðast
út til helstu heimila um
allt Island.
Utbreiðsla Þjóðstefnu
fer stöðugt vaxandi
bess vegna er hún á-
gætt auglýsingablað.
Fjerde Söforsi kringselskab
er áreiðanleiðanlega það öflugasta og ábyggilegasta sjóvátryggingar-
félag, sem starfar hér á íslandi.
það tekur að sér allskonar SJóvátryggingar gegn vana
legri hættu á sjó. þegar þér þurfið að senda vörur sjóleiðis
á milli hafna á íslandi, þá vátryggið hjá þessu félagi.
það tekur einnig að sér allskonar Strfðsvátryggingar
gegn stríðshættu. Ef þér þurfíð að senda vörur tilútlanda þá
gleymið ekki að vátryggja hjá þessu félagi. Ef þér þurfíð að senda
skip, þá vátryggið skipið, farminn og mennina.
Sönnunina fyrir því, að yður sé óhætt að vátryggja hjá þessu
félagi, hafíð þér með því að vita, að þetta félag er eitt af
stærstu sjóvátryggingarfélögum í Danmörku og öfl-
ugustu í peningalegu tilliti.
Islandsbanki hér gefur félagnu beztu
meðmæli, sem sé að það sé mjög gott
og ábyggilegt (solid) og öllum sé tryggt
að skifta við það.
Löggiltur umboðsmaður félagsins hér á íslandi er
Þorvaldur Pálsson, læknir,
Bankastræti 10, Reykjavík. Sími 334.
Alnavara,
Landsins stærsta bezta
og ódýrasta úrval.
Sturla jónsson
2
svo sem forlögin hefðu ásett sér að sýna það einu-
sinni, hve jafnt þau úthlutuðu hamingjunni, og htfðu
valið Önnu Klosstock til þess að bera vitni um hina
guðdómlegu óhlutdrægni, þvt enda þótt hún lifði fyrir
utan takmarkalínur frelsisins, var hún drottning í fanga-
vistinni, heiðruð og dáð af hverjum manni, konu og
barni í félagi því, sem hún var í.
þegnar hennar tilheyrðu að vísu fyrirlitnum þjóð-
flokki, en íbúarnir í gyðingahverfinu í hinum fjölmenna
blómlega bæ, Czarovna, voru ánægðastir og hamingju-
samastir allra þeirra, sem lifðu í gyðingabæjum Suður-
Rússlands. það kvað meira að segja svo mikið að
því, að þeir, í stað þess að styðja að því, að keisarastjórn-
in rússneska héldi áfram í frálslyndisáttina bæði gagn-
vart kristnum mönnum og gyðingum, höfðu oftar
en einusinni vakið tortryggni og ótta hennar.
í Czarovna var gott samkomulag milli kristinna
manna og gyðinga. Borgarstiórinn. sem hét Ivan Pol-
tava, og var hershöfðingi, áleit að það væri að þakka
Nathan Klosstock föður Önnu. En hvorttveggja var
undantekning, valmennska Poltava sem embættismanns
og hið göfugmannlega örlæti gyðingakaupmannsins. Ef
margir slíkir menn væru í landinu, mundi minni órói
og áhyggjuefni vera þar, enda þótt hvorki stjórnarstefna
keisarans í Rússlandi eða uppeldi gyðinganna, er þar búa,
sé vel fallið til þess, að skapa göfuglynda landstjóra
eða heiðarlega og drenglynda þegna.
Czarovna var dæmi þess, að það er mögulegt,
jafnvel undir ánauðarlöggjöf Rússlands, að þjóðfélag,
sem er samsett af ýmsum þjóðum og allskonar kyn-
3
flokkum geti lifað, ef ekki í fulíu samræmi,
þá samt án sífeldrar óvináttu. En það var áreiðanlega
óvanalegur félagsskapur milli gyðinga og kristinna
manna í þessum fyrirmyndarbæ í skattlandinu Vilna-
vitsch.
Gyðingar Rússlands eru annálaðir fyrir það, að
þeir hafí alla verstu eiginleika þjóðar sinnar til að
bera, en hitt er jafnvíst, að fégræðgi þeirra og drottn-
unargirni er sprottin af hinni sífeldu og grimmilegu
ofsókn, sem þeir hafa orðið fyrir. Lífskjör þeirra eru
aumlegri en svo, að unt sé að lýsa þeim. þjáningar
þeirra eru endurtekning á þvi, sem þeir urðu að þola
t Egyptalandi, og þeir hafa enga von um, að bætt verði
kjör þeirra eða þeim veitt frelsi. það lttur svo út,
sem keisarastjórnin í Pétursborg ætli sér að eyðileggja
þá algerlega. Löggjöfin fer með þá eins og glæpamenn og
dæmir þá til að lifa í ákveðnum héröðum.
Viða í Rússlandi eru ennþá gyðingahverfi eins og
á miðöldunum. Gyðingarnir mega ekki eiga einn
þumlung af rússneskri jörð. þeir mega aðeins stunda
vissar, ákveðnar atvinnugreinir. þeir eru neyddir til
að mæta á hinum opinberu skrifstofum á vissum tíma
til þess að fá endurnýjuð þessi leyfisbréf sín. þeir
verða þegjandi að þola móðganir og undirokun af
hverjum kristnum manni sem vera vill, ef honum
þóknast að troða þá undir fótunum,
En þrátt fyrir þetta hefur þjóðflokki þessum altaf
heppnast að halda tilveru sinni og jafnframt að við-
halda trú sinni og má það kraftaverk kallast. Sérstaka
gáfu virðast gyðingar hafa til að afla sér fjár, og það
4
undir hörðustu lifsskilyrðum, og hefur þjóðflokkur
þessi því jafnan verið vel efnum búinn.
í sérhverju sveitaþorpi er vanalega að minnsta
kosti einn ríkur gyðingur, sem lánar peninga út gegn
okurrentum, kaupir uppskeruna af hinum fátæka ná-
búa sínum eða veitir honum skyndilán út á hana,
leigir brennsluhús eins eður annars aðalsmannsins,
veitir veitingahúsum forstöðu og neyðir trúarbræður
sína til að auðsýna sér þá virðingu, sem hann fer á
mis við hjá hinum kristnu meðbræðrum sínum.
þar eð gyðingurinn um þúsundir ára hefur orðið
að þola allskonar misþyrmingar og hrakninga, þá er
ekki hægt að ætlast til þess, að hann breyJi betur við
kristna menn en þeir hafa breytt við hann. þegar
kristinn maður hatar gyðing, þá getur hann verið
lullviss þess, að gyðingurinn endurgeldur honum það
með tíföldu hatri. Ef nokkurt afkvæmi gyðings lætur
leiðast til að taka aðra og mildari trú, þá er það, hvort
sem um karl eða konu er að ræða, skoðað sem dautt
t öllu tilliti. Svo langt er stundum gengið i þessu
efni, að tóm kista er jörðuð í kirkjugarði gyðinga með
hinum fyrirskipuðu helgisiðum, eins og í henni væri
lík þess manns, sem fallið hefur frá trúnni. Yfir höf-
uð er engin fyrirgefning til hjá gyðingum fyrir þá, sem
kastað hafa trúnni.
Nathan Klosstock mundi sennilega hafa tekið sér
eins nærri fráfall dóttur sinnar frá trúnni og hver ann-
ar gyðingur, enda þótt hann meðal kristinna manna i
Czarowna væri kallaður „hinn göfuglyndi gyðingur“.
Undir stjórn Poltava hershöfðingja, var hin stranga