Elding


Elding - 14.04.1901, Page 1

Elding - 14.04.1901, Page 1
j: Blaöiö kemnr út á. j: hverjum sunnud. Kost- j-ar inuanl.3 kr. (75 au. |: á’ sfjórö.), erlend. 4 kr. ELDING Pöntun á blaöinu er inranlands bundiu viö minst einn ársfj., er- lendis viö árg. liorgun fyrirfram utan Hvík. 1901. II REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 14. APRÍL. 17. tbl. Til minnis. JLandsbókcuiafn opið hvern virkan dag 12—2. á md., mvd. og ld. 12—3. Landsskjalasafn (í Þinghúsinu) ^d., fmtd. og ld. 12-1. Forngripasafn (í Bankahúsinu) mvd. og ld. 11-12. Fáttúrusafn (i Doktorshúsinu). sd. 2—3. Landsbankinn. Opinn hv. virkan dag 11—2 Bankastjórn viö 12—1. •Ókeypis lœkning á spitalanum þd. og fsd *ókeypis augnlœkning á spítalanum 1. og 3. þd. hvers mánaðar 11—1. 'ókeypis tannlœkning í liúsi Jóns Sveinssonar 1. og 3. md. hvers mánaðar 11—l. Bœjarstjórnarficndir 1. og 3. fmtd. hvers mán- aðar kl. 5 síöd. Söfnunarsjóður (í húsi Þorst. Tómassonar) 1. mánud. hvers mánaðarð—6 síðd. Alþýðuháskólar í Danmörku. iii. 1848—50 áttu Danir í ófriði tit af hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. í þeim ófriði báru þeir hærra hlut og uxu af frammi- stöðu sinni í stríðinu í augum -annara þjóða. En mest uxu þeir þó i sínum eigiu augum og það getur verið hættulegt, ekki sízt fyrir smáþjóðir, sem lítið eiga undir sér. Sigurinn og friðurinn leiddu af sér sjálfbyrgingsskap ■og ura leið deyfð og dvala. Þjóð- in eins og tók á sig náðir eftir ■ófriðinn og hvíldi makindalega á herfrægðinni. En þeir vöknuðu óþægilega upp úr þessum væra dúr 1864. Þá bar síðari Slés- víkurófriðinn að höndum og urðu Danir þar heríilega undir. Þeir mistu Slésvík og Suður-Jótland, frjóvsömustu héröð ríkisins. Það er ekki unt í fáum orðum að lýsa þeirri sorg, sem gagntók alla þjóð- ina við þessar ófarir. Hún sat hnípin eftir missirinn og var eins og hún skoðaði hann bæði sem þjóðarógæfu og þjóðarsmán. Sorg og ógæfa getur leitt bæði ein- -staka menn og heilar þjóðir til örvæntingar, en það getur líka leitt til farsældar og blessunar, og svo var um þetta. Þegar sár- asti söknuðurinn var liðinn frá, lóku hinir betri menn og fram- gjarnari meðal þjóðarinnar að þugsa um að græða sárin í stað þess að barma sér yfir þeim. Þeir komust að y>eirri niðurstöðu, að einasti vegurinn til að bæta miss- irinn var sá, að reyna að vinna það upp inn á við, sem þjóðin hafði Játið úr greipum ganga út á við. Eu þjóðin var fámenn og þessvegna var um að gera að all- ir legðu sig fram. Það var ekki nóg að einstakir menn kæmust í skilning um, að fyrsta skilyrðið til að ná fögrum þroska er að setja sér háleitt takmark; þjóðin í heild sinni varð að finna til þess og hver einstakur maður varð að leggja fram alla RÍna krafta til að vinna í þjónustu föðurlandsins. Það var um að gera að reyna að koma alþýðunni í skilning um þetta. Vegurinn var Ijós og ber- sýnilegur. Það var sá vegur, sem Grundtvíg hafði bent á og Kold tekið upp: alþýðuháskólavegur- inn. Árið eftir stríðið (1865) voru reistir 2 nýir háskóiar, Askov og Vallekilde, og eru þeir enn í dag stærst.ir og fjölmennastir af öllum alþýðuháskólum í Danmörku. Forstöðumenn þeirra, Schröder og Trier, voru báðir lærisveinar Grundtvígs og störfuðu með frá- bærum dugnaði að því að útbreiða kenningar hans og lyfta alþýð- unni upp á við til skilnings á lífinu og kröfum þess, til þroska og framfara. Upp frá þessu fór skólunum sífjölgandi og með hverju ári óx aðsóknin að þeim. 1866 voru reistir 2 nýir skólar, 1867 7 og 1868 6. Nú rnunu vera eitthvað um 80 alþýðuháskólar í Danmörku, en nokkrir þeirra eru hvorttveggja í einu: búnaðarskól- ar og alþýðuháskólar. 1 kring um 6000 menn og konur sækja árlega þessa skóla, mest af bænda- og iðnaðarstéttinni. Þjóðin er fyrir löngu búin að viðurkenna þýðingu þeirra og skoðar þá sem óskabarn sitt. Stjórnin er fyrir löngu kornin á sömu skoðun og bæði ríkissjóður og amtssjóðir legga þeim árlega ríflegan styrk. 1 staðinn áskilur stjórnin sér að- eins að hafa lauslegt eftirlit með þeim, án þess þó að sletta sér nokkuð fram í kensluna eða fyrir- komulag þeirra. Hvcr sá alþýðu- háskóli, sem getur sannað að hann hafi 10 fasta lærisveina, getur gert kröfu til styrks. Eftir að alþýðuháskólarnir voru búnir að ryðja sér svo til rúms, að framtið þeirra var trygð og þýðing þeirra viðurkend um alt land, var (1878) stefnt til alsherj- ar háskólafundar í Kaupmanna- höfn til að ræða um uppástungu Grundtvígs um alsherjarháskóla, er væri eins og aðalból alþýðu- fræðslunnar í Danmörku. Arang- urinn af þessum fundi var sá, að í Askov var efnt til nokkurs kon- ar æðri alþýðuháskóla eða fram- haldsháskóla, er gæfi háskólalæri- sveinunum kost á að afia sér meiri og víðtækari menningar en hinir skólarnir. Lærisveinar þeir, sem njóta þessarar fram- haldskenslu í Askov, fá venjulega svo víðtæka mentun, að þeir eft- ir á eru færir um að takast á hendur kenslustörf við hina há- skólana. (Frh) Hvernig ritdómar eiga ekki að vera hafa opt sjezt dæmi til í íslenskum blöðum, en sjaldan þó öllu ljósari og lærdómsríkari en það, er ritað hefur verið um síðasta hefti Eimreiðarinn- ar i Þjóðólfi og Isafold. Það lýsir sjer greinilega í báðum þeim ritdóm- um, einkum þeim síðarnefnda, að rit- dómenduuum stendur á minnstu hvað rit það hefur að geyma, sem þeir dæma um, og hvernig það er úr garði gjört, en hitt á mestu, hver það er, sem samið hefur. Ef rit- höfundurinn er pólitískur jábróðir eða „prívat“-kunningi ritdómarans, eða jafnvel þótt ekki sé nema skjól- stæðingur einhvers, sem er annað- hvort eða hvorttveggja þetta, þá er allt gott og blessað, öllu hælt, sem með nokkru móti má komast hjá að lasta, og þagað yfir öllum vitleys- um og smekkleysum. Ef rithöfund- urinn er aftur á móti í pólitískum andstæðingaflokki ritdómarans, hvað þá heldur ef fáleikar eru með þeim „prívat“, sem opt fylgist að á voru laudi, þá er aðferðin öll önnur; þá

x

Elding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.