Elding

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Elding - 14.04.1901, Qupperneq 4

Elding - 14.04.1901, Qupperneq 4
68 E LDINGr. hitmi síðari í 1. tbl. XI. árg. (1. jan. þ. á.) með fyrirsögn „Hina stóri borgarafundur í Reykjavík 17. des. 1900“. Hafði því í greinum þessum verið dróttað að Sig. Tlióroddsen að hann færi seint á fætur og væri sagður latur. Blaðinu var dæmd 30 kr. sekt og 12 kr. roálskostnað og ummælin dauð og ómerk. Sama dag var og kveðinn upp dómur í öðru máli milli Sig. Thor. og W- 0. Breiðjjörö út af móðgandi ummæl- um hinn fyrnefnda í öðru tbl. XI. árg. „Reykvíkings“ ( 1. febr. þ. á.). Stefndi skyldi greiða 20 kr. sekt og 12 kr. í málskostnað, og ummælin dæmd dauð og ómerk. Tíðarfar um páskana hefur verið mjög stirt. Skipin hafa fengið óvenju hrakviðri og skemst mörg að mun og skipverjar meiðst. Skólaballið, þessi mikla fagnaðar- hátíð yngismeyja bæjarins, var haldið á miðvikudaginn. Dömurnar hefðu skemt sér mjög vel og ekki sízt við ræðu, sem hald- in var fyrir minni rektors og kenn- ara — á latínu! Erá útlöndum komu með „Skál- holti“ þann 11. þ. m. þeir Guðjón úrsmiður Sigurðsson, Björn kaupm. Guðiriundsson og Jón kaupm. Dórð- arson. Séra Eriðrik Hallgrimsson frá Út- skálum er hér á ferð og séra Ólaf- ur Helgason á Stórahrauni. Slysfarir hafa verið með mesta móti. Maður úr Þorkötlustaðahverfi í Grindavík gekk með hlaðnabyssu; skotið hljóp í mauninn og beið hann bana eftir stuttan tíma. Jón Laxdal, sonur Saura-Gísla, skáldsins, sem orti kesknisvísurnar alkunnu, datt eða fleygði sér útbyrðis af fiskiskipinu „Christopher11 2. þ. m. Á páskadaginn druknaði maður af fiskiskipinu „Jósefínu11 og rotað- ist annar. Þar að auki meiddust þrír menn af sama skipi. Aðfaranótt föstudagsins druknuðu 8 menn hér á höfninni. Tveir þeirra voru af Akranesi, einn úr Kjósinni. Voru þeir á leið út í skip — komn- ir að skipssíðunni; báturinn ofhlað- inn enda hvassviðri. Eæreyskur skipstjóri fótbrotnaði í ryskingum á „Hotel ísland“ nú í vikunni. Dáin er hér í bænum Anna Guð- mundsdóttir, kona Sigurðar búfræð- ings Þórólfssonar, og á Álftanesi Erlendur Erlendsson á Breiðabóls- stað, merkisbóndi og alkunnur sóma- maður. ------------* Mormóna-uppþotið. Maður sá, sem minnst var á í síðasta blaði í sam- bandi við Mormóna-fundinn, biður þess getið, að hann hafi ekki að fyrra bragði gefið tilefni til neins ó- seiur KRISTJÁN ÞORGRÍMSSON. Ágætan Rikling solur Matthías Matthíasson. fagnaðar. Segir hann að ærslin hafi verið byrjuð áður en hann kom til sögunnar, og hafi hann aðeins talað nokkur orð, en þó komist lítt að með þau fyrir hávaða. Yér verð- um að játa að vér áttum hálf bágt með að trúa því um þennan umrædda mann, að hann hefði gengist fyrir uppþotinu. Hefurbann auðsjáanlega verið látinn kenna þess, að hann var nokkuð við þessa skrílssamkomu riðinn. „Vesta" kom hingað í nótt, hafði ekki komist lengra en norður að Horni sökum íss. Leggur þegar af stað austur fyrir, sunnan lands. í verzlun Jóns Þóröarsonar með „Skálholt11 margar sortir af vindlum frá 8—20 aur. stykkið sömuleiðis reyktóbak í langar og stuttar pípur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónsson, cand. phil. Félagaprentsmifijan. VERZLUN J. P. T. BRYDES Nýkomið með „Skálholti". Prjónaðar peysur. Barnakjólar. Barnahúfur og kýsur. Hörléreft tvíbreitt. Sirz af öllum litum. Kamgarn. Duffel. Cheviot. Buxnaefni afpössuð margar tegundir. Kjólatau ----------- Gardínutau ----------- Klæði ----------- Húsgagnafóður ------------ Tvisttau ---- ------ Flonel ---- -—— Peque ----------- Brodersilki af ýmsum litum. Léreft bl. og óbl. Borðdúka og handklæðadregla. Rúmteppi. Borðdúka mislita og hvíta. Axlabönd. Brússelteppi smá og stór. Sumar og vetrarsjöl inargar tegundir. Herðasjöl og Kvennslifsi margar tegundir. Hatta margar tegundir. Sportskyrtur. Hálslín og slaufur margar tegundir. Nærfatnað kvenna og karla margar tegundir — og margt fleira — Wlenduvörur allslionar. Ofaa oi eliMar Nýkomið

x

Elding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.