Elding


Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 1

Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 1
Blaöiö kemur út á hverjum sunnud. Kost- ar inuanl. 3 kr. (75 au. ái sfjórð.), erlend. 4kr. ELDING Pöntun á blaöinu er innanlands bundin viö minst einn ársfj., er- lendis viö árg. Borgun fyrirfram utan Rvík. 1901. REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 5. MAÍ. 21. tbl. .............III,.— * VAN DAÐU FS VARN! N6U Bs* | -$1Afp^yíTA^ B)/RGt)IP|' •GOTl VEftt) Á ÖLLU* Alþýðuháskólar í Danmörku. V. Þess befur verið getið að al- þýðuháskólarnir haíi lengi fram ■eftir mætt mótspyrnu úr ýmsum áttum. Sumir hafa jafnvel talið þá hreint og beint skaðlega og borið þeim á brýn, að þeir blésu hroka og sjálfsþótta inn í læri- -sveinana án þess að veita þeim i aðra hönd nokkuð til að þykj- ast af eða breykja sér yfir. Það ræður nú að líkindum — enda segir sig sjálft — að iunan um allan þann sæg af fólki, sem gengið hefur á alþýðuháskólana, kunni að finnast nokkrar mann- eskjur, sem hafa ofmetnast af skólaverunni og drukkið í sig stórar hugmyndir um sitt persónu- lega gildi, án þess að nokkur til- svarandi breyting yrði á innra manni þeirra. En þetta er að- eins undantekning. Öllum mönn- um, sem hafa litið á málið stilli- lega og óvilhalt, ber saman um, að alþýðuháskólarnir hafi ómót- mælanlega haft mjög mikla þýð- ingu fyrir alt þjóðlíf Dana, og sumir af þeim útlcndingum, sem hafa kynt sér þetta mál, játa það hrciut og beint, að þeir þekki ekki þá hreyfingu á síðari tímum, sem hafi haft jafn djúp og gegn- umsýrandi áhrif á lif einnar þjóðar. Þau áhrifin, sem mest ber á og fyrst koma í Ijós, eru áhrif skólaverunnar á hugarfar, tilfinn- ingar og siðferðislíf nemendanna, breytingin, sem verður á öllu þeirra háttalagiog dagfari. Bj'órn- stjerne Björnson fer svofeldum orðum um þetía: „Það andans og hjartans líf, sem hefur dreifst meðal alþýðunnar gegnum háskól- ana, er alveg sérstakt í sinni röð og þekkist hvergi í heiminum nema í Danmörku. Fyrsti og beinasti ávöxturinn er aukin sóma- tilfinning, sem leiðir tíl dugnaðar og framtakssemi. En dýrmætustu ávextirnir ern þó: aukin lífsgleði og meira siðferðisþrek og fróðleiks- fýsn, sem hefur leyst þúsundir af heimilum úr viðjum deyfðarinnar og vanþekkingarinnar". Háskólarnir mega eiga það með réttu, að þeir hafa útbreitt þekk- ingu og vakið sálir manna í hverj- um krók og kima um alla Dan- mörku. Þeir hafa borið gleði og ánægju inn í hreysi, þar sem áð- ur ríkti óánægja, deyfð og kjark- leysi. Þeir hafa vakið hjá þjóð- inni ást á endurminningum sínum og móðurmáli. Þeir hafa umskap- að marga veika, sljóva og kjark- lausa aumingja, reist þá við og gert úr þeim sjálfstæða, hugsandii og framgjarna ættjarðarvini. Þoir j hafa vakið hjá þjóðinni alvarleg- j an áhuga á trúarefnum, svo óvíða finnst fegurra og dýpra trúarlíf en meðal bændastéttarinnar í Dan- rnörku, og þet'a er mjög þýðing- armikið, því framfaraáhugi er ætíð samfara áhuga í trúarefnum, svo framarlega sem trúarstefuan fer í rétta átt. Alþýðuháskólarnir hafa þannig að dómi allra, sem til þekkja, sópað burtu deyfðinni og drung- anum, sem áður var yfir alþýðunni, og eins og vakið nýtt þjóðlif meðal Dana. Það er eins og vor- gróðurinn, bæði í líkamlegu og andlcgu tilliti, þjóti upp þar sem háskólalreyfingin fer yfir. Þess sjást greinileg merki hvar sem litið er til. Einn af merkari rit- höfundum Dana, skáldið Zxlcar'.as Nielsen, sem er nákunnugur lífi alþýðunnar, fer um þetta svofeld- um orðum: „Alþýðuháskólarnir hafa sett sér það mark og mið „að vekja og veita tilsögnu, og í þorpum vorum út um land má sjá þess ljósan vott, að þeim hef- ur tekist það. Þeir hafa vakið af dvala menn og konur svo þús- undum skiftir, komið þeim í sam- band við hið fegursta og besta, sem lífið hefur að bjóða, og knúð kynslóðina áfram til dugnaðar og framtakssemi..........Yilji menn grenslast eftir hverjir það eru, sem hafa verið fyrirmynd annara í búnaði og mest og bezt starfað í þarfir regluseminnar, hverjir hafa öðrum fremur gengist fyrir al- þýðufyrirlestrum, lestrarfélögum, hælum fyrir munaðarleysingja, skotfélögum, samlagsbúum til smjör- og ostagerðar, slátrunar- húsum, búnaðarfélögum og spari- sjóðum, í stuttu máli hverjir það eru, sem hafa viljab eitthvað, vog- að eitthvað og getað eitthvað. þá munu það oftast nær vera garnl- ir háskólalærisveinar, sem eiga upptökin að hugmyndunum og hafa barist fyrir þeim. Og það er líka synd að segja að þeim sé hlíft, þegar til opinberra starfa kemur. „„Það er gengið í skrokk á okitur miskunarlaust““, sagði miðaldra bóndi við mig, „„Því viðkvæðið er stöðugt: Þið eruð skólagongnir, fram með ykkur! Við erum kosnir í sveitastjórn, skóla nefndir og brunabótasjóðsstjórn. Það er lagt að okkur að stofna kvöldskóla, annast bókaútlán, færa reiknimia og sitthvað annað““. Þannig má hvervetna í lifi al- þýðunnar sjá greinilega ávexti af starfi háskólanna. Hvergi koma þó þessi áhrif jafn átakanlega fram og í búnaðinum. Mönnum ber alment saman um, að þótt skólarnir hafi að mögu leyti haft mikla þýðingu, þá hafi þeir þó haft lang mesta þýðingu fyrir landbúnað Dana og í raun réttri hrundið honum í alveg nýtt horf. Og þó þeir hefðu ekkert annað gert, þá væri það eitt nóg til að tryggja þeirn ævarandi orðstýr. (Frh.)

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.