Elding


Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 2

Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 2
82 ELDING. Utan úr heimi. Síðustu fregnir. Frá Búa-ófriðnum. Mælt er að kona Botha hershöfðingja geri sér mikið far um að koma á friði á milli Búa og Breta og þykir ekki með öllu vonlaust um að henni kunni að takast það. Hún kvað síðast er ti) fréttist hafa verið á leið til Prætoriu i sáttaumleituuarerindum, og ætlað að hafa þar tal af Kitchener lávarði. De Wet er stöðugt á höttunum þar sem Englendinga er von og berj- ast Búar í smáflokkum á víð og dreif þar er helzt þykir örugt til atlögu. Eftir síðustu fregnum eiga Englendingar að hafa tekið alls 17,823 Búa til fanga. Síðustu vik- urnar hefur herkostnaður Englend- inga numið 1 y, milljón punda á viku. Morðvarga-bæli. Lögregluliðið í Bosario hefur komist yfir hréf og skjöl sem sýna það og sanna að byltingamenn hafa bundist samtök- um til að ráða af dögum í einni hrotu Vilhjálm Dýzkalandskeisara, Rússakeisara, konunginn og drotn- inguna á Ítalíu og greifann af Tu- rin. Morðvargafélag þetta kvað hafa aðalbækistöðu sínu í bænum Paterson í New- Jersey og heitir sá Romagnoli, sem var gerður út af félaginu til að fremja morðin. Skyldi hann leggja af stað frá Buenos Ayres þ. 27. marz og stíga á laud í Brima- borg. Óðar en skeyti þessi komu til Pýzkalands lét lögreglustjórinn í Berlín boð út ganga í allar áttir um að handsama Romagnoli hvar sem hann kynni að hittast. Aguinaldo, EilippseyjakappinD, hef- ur lýst þvi yfir í opnu bréfi að hann játist undir yfirráð Bandamanna í Ameríku og ræður löndum sínum til að gera slíkt hið sama. Svartidauði grefur um sig í Kap og er ílt að stemma stigu við veik- inni, því altalað er að innfæddir menn haldi henni leyndri dögun- um og vikuuum saman. Pyrii- yfir- völdunum hafa verið gefnir upp alls 456 sjúklingar og af þeim eru 185 látnir. Eldsvcði. Nýlega kora upp eldur í keisar.ihöllinni í Peking og brann sá hluti hennar, er Waldersee greifi bjó í, til kaldra kola, og greifiun komst nauðulega út um glugga. Einn maður brann inni, Schwartz- hoff herforingi, sem hljóp inn í hús- ið til að bjarga hundinum sínurn. Eundnar gullnámur. A herferð- unum í Kíua hafa Rússar fundið auðugar gullnámur i Murschisoníjöll- unum. Or bænum og grendinni. Bæjarstjórnarfundur (2. maí). 1. Málið um skemtistíg kringum Tjörn- ina. Málinu frestað til væntanlegs aukafundar og nefndinni sérstaklega faiið að gera tillögu um hvort sam- þykkja eigi að fríkirkjumenn byggi kirkju á lóð Oddfellowa við Tjörn- ina og um vegalagningu að kirkj- unni. 2. Bæjarstjórnin vildi eigi nota forkaupsrétt sinn að Tjarnar- brekkunni en samþykkir að hún verði seld Tryggva Gunnarssyni sem ný- jum erfðafestueiganda að þeim hluta Melshúsatúns, og verður erfðafestu- gjaldinu af Melshúsatúni því skift milli hinna nýju hluta túnsins að réttu hlutfalli. 3. Samþykt að byggja nýtt þvottahús við Laugarnar 20 ál. langt, 10 ál. breitt og með vegghæð 3y2 ál. með steingólfi og bekkjum við hliðar og á miðju gólfi, og að verja til húsagerðarinnar 1800 kr. eða allt að 2000 kr. Veganefnd fal- ið að láta gera nákvæma lýsingu og uppdrátt á húsinu og láta síðan gera húsið með undirboði í verkið eftir auglýsingu i blöðunum. 4. Eiríkur Briem docent skýrir frá að hann ætli að selja Eyvindi Árnasyni og Jóni Jónssyni 27 álna breiða I spildu meðfram Laufásvegi af erfða- | festulaDdi sínu Útnorðurvelli frá j húslóð Eyvindar norður að Bók- hlöðustíg fyrir 1000 kr. og spyr hvort bæjarstjórnin vilji nota for- kaupsrétt sinn. Málinu frestað þang- að til byggingarnefnd hafur sagt álit sitt. 5. Amtmaður óskar álits bæj- arstjórnar um hve mikinn hluta af þurfamannaflutnings kostDaði sýsl- unnar árið 1900 bærinn eigi að bera. Bæjarstjórninni þótti hæfilegt að greiddar væri úr bæjarsjóði 150 kr. 6. Lögregluþjónn Þorsteinn Gunn- arsson sækir um lausn frá lögreglu- starfinu og um eftirlaun. Lausnin veitt en spurniugunni um eftirlaun vísað til fjárhagsnefndar til álits. 7. Bæjargjaldkerinn sækir um launa- vlðbót. Visað til fjárhagsnefndar til álita. 8. Kom til athugunar spurn- ing um lóðarnám til breikkunar f Hafnarstræti af stakkstæðinu. Vega- nefnd falið málið til alhugunar og viðtals við hlutaðeigendur. 9. Kom til umræðu uppástunga frá Sigurði Thoroddsen um að fenginn yrði hingað maður frá Danmörku, æfður landinspecteur, til að mæla upp bæ- inn og gera ýtarlegan uppdrátt yfir kaupstaðarlóðina, en slíkan mann má fá til verksins, eftir upplýsing- um, er Sig. Thor. hefur útvegað frá Kaupmannahöfn, fyrir 4—5000 kr. en varla minna. Málið fer til ann- arar umræðu. — Allir á fundi nema Halldór Jónsson og Sig. Thorodd- sen. Skarlatssóttin breiðist nú út aft- á ný og virðist sem hvergi nærri sé sóð fyrir endann á henni; ein- asta bótin að „lengi tekur landsjóð- ur við“. Skipaferðir. „Laura“ fór héðan á miðvikudaginn. Með henni fóru:' frk. Þóra Priðriksson kennari, áleið- is til París. Erökenarnar Kristín Sigurðardóttir (fangavarðar), Ingi- björg Helgadóttir (kaupm.), Hólm- friður Rósinkrans og Þórunn Einns- dóttir, allar til Englands. Enn freinur fóru þeir Ólafurkaupm. Arnason frá Stokkseyri og Alex.. Helssen vélameistari. Vissu fáir um för hans, en hr. Ólafur Hjaltesteð- hefur tekið við forstöðu verkstæðis- ins. — „Thyra“ fór 2. maí. Pór enginn með henni. „Reykjavíkin11 kom sama dag og. byrjar núinnan skamms ferðir sÍDar. Tíðarfar hefur verið hið ákjósan- legasta og er nú sannarlegt sumar komið í höfuðstaðinn. Fiskiríið hefur gengið nokkuð tregt upp á síðkastið. Gifting. A fimmtudaginn voru þau dýralæknir Magnús Einarsson og frk. Ásta Sveinbjörnsson gefiu saman. Var þar mikill mannfjöldi viðstaddur. Samsöngur var haldinn á sunnu- daginn var í Iðuaðarmannahúsiuu, mjög fjölsóttur. Var skemtun þessi óvenjulega fjölbreytt og yfirleitt gerður að henni góður rómur. Gestir. Séra Ólafur Pinnsson frá Kálfholti með konu og læknir Þ.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.