Elding


Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 3

Elding - 05.05.1901, Blaðsíða 3
ELDING. 83 Thóroddsen. Enn fremur mikið af Hreppabændum. Dáin er húsfrú Ingileif Helsteð á Búrfelli, eftir langa legu. Var hún systir Boga sagnfræðings Melsteðs. Póstþjófnaður. Asgeir Egilsson bæjarpóstur í Reykjavík, piltur 17 ára gamall, var tekiun fastur um síðustu helgi og sakaður um pen- ingaþjófnað úr bréfum. Hefur hann nú meðgengið brot sitt og nemur upphæðin talsvert miklu. Pening- unum hefur hann eytt tii fatakaupa og sóað í ýmsan munað, og leikur grunur á að nokkrar yngri vinstúlk- ur hans hafi orðið góðs aðnjótandi af þýfinu. Begar leitað var heima hjá honum fundust í fórum hans all- mörg bréf, sem hann hafði stungið á sig úr póstinum og rifið upp án þess að koma þeim til skila. Eru sumir hverjir af hlutaðeigendum jafnvel sárari yfir þessu en sjálfum þjófnaðinum, því um sum bréfin er það alveg áreiðanlegt, að þeim hef- ur ekki verið ætlað að koma óvið- komandi mönnum fyrir sjónir. 11 i b b ar og alls konar gott og ódýrt hjá C. ZIMSEN. VERZLUNIN í Reylijavík. Með s/s „Laura“ og „Thyra“ hafa komið miklar vörubirgðir til allra deilda „Edinborgar“ og skal hér telja nokkrar þær helztu: í yefnaðarvörudeilnina: Hattar. Húfur drengja og karlm. — Stráhattar. — Prjónatreyjur. — Léreft bl. og óbl. margar teg. mjög gott og ódýrt. — Sirts ljómandi falleg munstur. — Tvisttauin frægu. — Lakaléreft. — Svuntutau yndisleg. — Elonel og flonelette góð og væn. — ítegatta. — Zephyrtau. — Tvinni alls- konar. — Handklæðatau og Handklæði væn og ódýr. — Herðasjöl. — Höfuðsjöl. — Lífstykki og Bolpör. — Eóðurtau allsk. — ítal. klæði. — Reiðfataefui. — Dagtreyjutau. Cashmere. — Astraehan. — Angola. — Java. — Stramai. — Kvenn Regnslög. — Regnkápur karlm. — Sængur- efni. — Gardinutau mikið úrval. — Blúndur. — Lissur. — Kantabönd. — Eataefni allskonar. — Borðdúkar hv. og misl. — Vasaklútar. — Búmteppi og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Eitt er vlst að hvergi hér í bæ munu fást betri kaup á vefnaðarvöru en í „Edinborg11. — I nýleiKluvörudeildiini: Tóbalc, Roel, Skraa og Reyktóbak. — Niöursoðnar vörur: Lax, Lobster, Nauta- og Sauðaket. — Sardinur. — Rúsínur, Eíkjur, Döðlur. — Leirtau allskonar. — Kaffibrauð marg. teg. — Ost.ur fl. teg. — Skinke. — Kryddvara allskonar. — Brjóstsykur. — Sultutau. — Handsápa marg. sortir. — Ljáblöð og Brýni, og m. fl. — í pakkhúsin: Þakjárn, miklar birgðir. — Þakpappi. — Saumur. — Sement. — Allskonar matvara mjög miklar birgðir. — Kaffi, Sykur o. fl. o. fl. — íteykjavik 27/4 1901. , 32 klútinu í myrkrinu. Í því ég opnaði dyrnar, heyrði ég mannamál í salnum og skrjáf í papp- írum. Mér er það ekki ljóst hvers vegna ég ekki fór út þegar í stað. Ég staldraði dálítið við og heyrði skipstjórann segja við bróður sinn: „Hvar er Morris“? „Uppi á þilfarinu“, svaraði hinn. „Hann tók við af mór fyrir 10 mínútum“. „Þá er öllu óhætt“, sagði skipstjórinn. „Hann er þorskhaus og hefur ekki hugmynd um neitt nema störfin sín. Samt sem áður kæri ég mig ekki um að hann eða neinn annar heyri það, sem ég ætla að segja þér“. Nú eiusetti óg mér að lialda kyrru fyrir þar sem ég var kominn. „Ég býst við að þú rennir grun í“, hélt skip- stórinn áfrara, ,.af því sem ég þegar hef látið á á mér skilja, að þetta ferðalag verði ekki langvinnt“? i,Já“, mælti bróðir hans, „það hefur miggrun- að. En ég veit ekki — „Nei, ég ætlaðist heldur ekki til að þú viss- ir neitt“, greip liinu fram I með höstum róm, „fyrr en komið væri að því. Ég þarf undir öll- um kringumstæðum á manni að halda fyrir ut- an mig, sem ekki missir kjarkinn þegar í krepp- una er komið og hjálpar mér af fremsta megni. Það var þess vegna að ég leysti þig úr skip- 29 Catblock & Co, ekki satt? Hann var á endan- um rekinn frá þeim. Og nú hafa þeir trúað honum fyrir Uraníu segið þór. Gott og vel, ég ætla að vona að það gangi betur með hana! Það er uudarlegt hvað sum verzluuarhús eru fús á að fyrirgefa!“ Næsta morgun var ég lögskráður á Uraníu ásamt skipshöfninni, sem samanstóð af Þjóð- verjum, Svíum og uokkrum Norðmöunum. Ég kærði mig kollóttan þó skipshöfnin væri blend- íngslýður, því á þeim dögum var mér sama um þó ég hefði haft apaketti fyrir háseta, aðeins að ég kæmist út á sjóinn. Ég man ekki eftir að ég í annan tíma hafi orðið fegnari heldur en nú þegar óg sá hin alkuunu grænu og hvítu bygðarlög fram með Sundinu líða fram hjá á útleiðiuui. II. Ódæðisverk í hafi. Baleston skipstjóri talaði sjaldan eða aldrei til mín nema til að skipa fyrir um eitthvað. Ég var vel ánægður með það, því mér gazt ekki að hinu hrokafulla viðmóti hans. Hann var mjög vaudfýsinn með stýringuna og rak hvern manuinn á fætur öðrum frá stýrishjólinu, þangað til hann var búinn að finna fjóra menn, sem honuin líkaði við; þá setti hann yfir hásetana.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.