Elding - 28.07.1901, Blaðsíða 2
134
ELDING.
hefst síðan fræðslan jöfnum hönd-
um í listum og vísindum. Bru
nú 59 slíkir skólar í Bandaríkj-
unum og alt að hálfri miljón
manna á að hafa tekið þátt í
fræðslunni. Þessi sumarskóla-
hreifing hefur nú einnig rutt sér
til rúms við háskólana á Norður-
löndum, bæði í Kaupmannahöfn,
Lundi, Uppsölum og Kristjaníu.
Annars befur Danmörk verið á und-
an öðrum löndum hvað alþýðu-
fræðslu snertir, og skulum vér í
þessu sambandi skírskota til al-
þýðuháskóla þeirra, er stofnaðir
voru að undirlagi Grundtvígs.
Aðferð sú, sem beitt hefur
verið í þessu starfi, er í öllu
verulegu þessi: Fyrst er útbýtt
leiðarvísi yfir aðalatriði fyrirlestr-
anna, þá eru fyrirlestrarnir haldn-
ir, síðan kemur viðrœðustund, er
aheyrendurnir leggja spurningar
fyrir kennarann út af efninu, og
loks lysa þeir, er það vilja. skrif-
lega því sem þeir hafa lært, og
geta menn sent þessar ritgerðir
sem prófritgerðir til háskólanna.
Fyrir útbreiðsluhreifingunni á
Englandi standa kensluráð í Ox-
ford og Cambrigde. Þau prófa
og kjósa kennara, hafa eftirlit með
fyrirlestrum þeirra, fara yfir leið-
arvísirana, sem eiga að gefa glögt
yfirlit yfir aðal innihald fyrirlesr-
anna, og gefa út vitnisburðarbréf
lærisveinanna. Komi fram í ein-
hverjum hluta landsins ósk um
að fá lýðfræðslu. þá er vanalega
kosin nefnd og framkvæmdar-
maður. Nefndin fer svo á fjör-
urnar til kensluráðsin* og er úr
því milliliður milli þess og nem-
endanna. Hún tjáir kensluráð-
inu óskir sínar, en það sendir
aftur töflu yfir fyrirlestrana svo
nefndin geti valið úr; síðan er
sendur kennarinn í þeirri grein,
sem valin er. Helztu námsgrein-
ar eru: saga og bókmentir, ýms-
ar greinir náttúrufræðinnar og
þeim samfara verklegar æfingar,
loks þjóðmegunarfræði o. s. frv.
Þetta er í stutu máli aðal
kjarni háskólaútbreiðslu-hreifing-
arinnar, og er þó farið mjög laus
lega yflr sögu. Viljurn vér ráða
þeim, sem óska að kynnast mál-
inu dálítið betur, að lesa fyrir-
lesturinn sjálfan í áður greindum
bæklingi, því þó hann sé ekki
langur gefur hann skýra og góða
hugmynd um stefnuna og fyrir-
komulagið. Með ánægju skal þess
getið, að stúdentafélagið í Reykja-
vík hefur eftir áskorun frá Guð-
mundi lækni Hannessyni tekið
þetta mál til athugunar og þeg-
ar stigið spor í áttina til að fá
því hrundið eitthvað áleiðis hér
á landi. Hefur verið kosin nefnd
og skipuð þeim mönnum, er fé-
lagið bar mest traust til í þessu
efni, og hefur nefndin nú leitað
fyrir sér hjá alþingi um styrk-
veitingu til fyrirtækisins. Er
líklegt að þessi styrkbeiðni fái
góðar undirtektir, euda fer hún
ekki fram á mikið. Gangi alt
eftir óskum hjá þinginu, mun í
ráði að byrja þegar á næsta ári,
auðvitað í smáum stýl fyrst um
sinn.
Smápistlar um bæjarmál.
m.
Það hefur oft verið kvartað um
óþrifnaðinn í Reykjavik og það ekki
að ástæðulausu. Vist er um það, að
hvergi nobkurs staðar í hæjum er-
"lendis, þar sem vér til þekkjum,
sést annar eins óþrifnaður, að svo
miklu leyti sem lögregluvaldið get-
ur náð til. Og þó hér kunni að
vera einhverjar lögregiuákvarðanir
viðvikjandi umgengni bæjarbúa um
svæðin umhverfis húsin, þá er hitt
víst, að lögreglan hefur ekki sérlega
strangar gætur á að þeim ákvæðum
sé fylgt. Sumstaðar, jafnvel i mið-
hænum sjálfum, er þrifnaðurinn ekki
meiri en svo, að full ástæða virðist
til að taka í taumana, ef ekki af
sómatilfinningu þá að minsta kosti
af heilbrigðisástæðum.
Tökum t. d. svæðið umhverfis
hús Jóns Sveinssonar trésmiðs, sem
er eitt af stærstu og prýðilegustu
húsum hæjarins og aðseturstaður
sjálfra „Oddfellovva“. Niður með
vesturgafli hússins liggur stígur nið-
ur að Iðuaðarmannahúsinu, en þar
eru allar eða því nær allar opinber-
ar veiziur og skemtarir haldnar og
því einhver fjölsóttasti staður í bæn-
um. Fram með þessum stíg er
stöðupollur, sem vex að mun í vætu-
tíð, en þornar aftur upp að miklu
leyti þegar hitar ganga. Vatnið í
þessum polli er slýað, úldið og skol-
grænt á litinn, og leggur stundum
fýluna af því langar leiðir. Ofan á
þetta bætist svo, að úr húsi Jóns
Sveinssonar er helt þarna sbólpi,
matarleifum og hinu og þessu drasli
frá eldhúsunum, — hamingjan má
vita hvaða ílát eru tæmd þar! — og
myndast við það úldin forarleðja
rétt eins og í svínastíu, sem ódauns-
svækjan og pestarþokan hvílir yfir
í hitunum á sumrin. Það er heldur
geðslegt að hafa slikar forarvilpur
rótt fyrir framan vitin á gestum bæ-
jarins! Þessi stöðupollur er alveg
óþarfur og síst virðist þörf á að
hrúka hann fyrir safngryfju frá hús-
inu eins og nú er gert. Lögreglan
ætti hér að geta tekið i taumana.
Nokkuð svipað þessu hagar til á
öðrum stað í hænum. Þegar gengið
er upp Bókhlöðustíg er túnhlettur
til hægri handar niður með læknum,.
og fram með stígnum er engin renna
á þeim spotta; hún endar þar sem
Bóklöðustígur og Laufásvegur mæt-
ast. Af þessu leiðir að vatnið
og skólpið ofan úr húsunum rennur
niður á blettinn, leitar niður eftir
brekkunni í lækinn, en kemst aldrei
svo langt. Það safnast fyrir fram
með stígnum og sígur niður í jörð-
ina að svo miklu leyti sem það get-
ur, en að öðru leyti úldnar það og
myndar forarveitu neðst á blettinum,
sem eitrar loftið i grendinni. Hór
þarf auðsjáanlega ekki annað en
halda rennunni áfram niður í lækinnr
þá er bætt úr þessu. Það er merki-
legt að það skuli ekki hafa verið
gert fyrir löngu.
Svona er ástatt víða í bænum og
þaðan af verr. Þetta er hér tiluefnt
af því það er á þeim stöðum, sem
hver maður hlýtur að reka augun í
það. Og þó við ekki getum komizt
svo langt að girða fyrir allan óþrifn-
að i bænum, þá ættum við að minsta
kosti að sjá svo sóma okkar að við
sneiddum hjá þvi að hneyxla bæjar-
gestina með honum á þeiin stöðum,.
sem þeir ekki geta annað en rekið
augun í hann.
C o n s e r t
til ágóða fyrir minnisvarða Jónasar
Hallgrímssonar var haldinn í húsi
Goodtemplara hér i bæ miðvikudag
þ. 24. þ. m. Gafst bæjarmönnum
kostur á að heyra söng Hr. Ara
Johnsens, sem „Þjóðólfur“ hafði áður
látið mikið af. Kom mönnum því ekki
á óvart að Ilr. Johnsen hafði meiri
og betri söngrödd til að tjalda en
alment gerist meðal vor íslendinga
og var þvi lófaklappið svo mikið að>