Alþýðublaðið - 04.01.1964, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4. janúar 1964 3
Barry Goldwater gefur
kost á sér til framboðs
Pliönix, Arizona, 3. jan. NTB-R.
Barry Goldwater, hinn íhalds-
sami öldung-adeildarbingma'ður í
Þjó'ðþingi Bandaríkjanna, tilkynnti
í dag, að hann hefði ákveðiff að
gefa kost á sér til framboðs við
næstu forsetakosningar í Banda-
ríkjunum svo fremi, að Repub-
likanar vcldu hann til franiboðs
fyrir sig. Jafnframt þessu tilkynnti
Goldwater að hann mundi einn-
ig gefa kost á sér til endurkjörs
sem öldungadeildarþingtnanns fyr
ir Arizona fyrir næstu 6 ár. Verði
hann fyrir valinu sem forseta-
frambjóðandi repáblikana mun
hann þó vafalaust ekki fara í þing
framboðið.
Goldwater hefur lengi verið tal
inn ætla sér í forsetaframboð —
enda hefur hann ekki dregið af
í áróðri fyrir sér undanfarið.
Fráfall Kennedy forseta virð-
ist þó hafa dregið talsvert úr und-
irtektum þeim, er hann hafði, en
hann hafði beitt sér mjög gegn
hinni framfarasinnuðu stefnu
hans. Nokkrir dagar eru nú liðnir
síðan að Nelson Rockefeller ríkis
stjóri í New York tilkynnti að hann
gæfi kost á sér sem
fyrir repúblikana. Þá er talið að
þeir Richard Nixon fyrrverandi
varaforseti Bandaríkjanna og Hen-
ry Cabot Lodge ambassador Banda
ríkjanna í Saigon muni eiga mikið
fylgi sem forsetaframbjóðendur
innan flokks repúblikana.
Ríkisútvarpið er nú að nnd-
irbúa dagskrá fyrir þrett-
ándann. Verður ýmislegt til
skemmtunar. Viff litum nið-
ur í Ríkisútvarp í gær, og
var þá verið að taka upp
leik hljómsveitar Hauks
Morthens, sem mun spila í
danslagatímanum að kvöldi
þrettándans. Á myndinni
sjáum við Hauk framan vi9
hljóðnemann og aðra hljóm-
sveitarmenn í kringum
hann.
amningur allra ríkja
um að halda friðinn
MOSKVU, 3. jan, (NTB-RT).
Sovézka ríkisstjjórnin hefur
sent öllum ríkisstjórnum heims-
ins orðsendingu þar sem hún legg-
forsetaefni ur til að þær geri með sér samning
um að forðast valdbeitingu vegna
landamæradeilna að því er sov-
ézka fréttastofan TASS skýrðt frá
í kvöld. Tillagan um samning þenn
an kemur fram í boðskap frá
Krústjov forsætisráðherra er
Viðræður serm um fastar tak-
markaðar samgöngur í Berlín
BERLIN, 3. jan. (NTB-RT).
Bandaríkin, Bretland og
Frakkland hafa tilkynnt Willy
Brandt borgarstjóra Vestur-
Berlínar að þau hafi ekkert á
móti því að hann semji við aust
ur-þýzk yfirvöld um framlcng-
ingu umferðar Vestur-Berlínar
búa til Austur Berlínar
Skýrðu talsmenn ríkja þess-
ara frá því í dag að ieitað yrði
eftir fastara og lengra formi á
umferð þessari. Búizt er vi'ð að
hinar fyrirhuguðu viðræður
Brant og austur-þýzkra yfir-
valda mn mál þetta muni standa
nokkrar vikur.
Sagt er aff Willy Brandt sé
mjög umhugað um að forðast
allt það er túlka mætti sem við
urkenningu á austut'-þýzku
stjórninni. í samningunum mun
hann reyna að fá til lciðar kom
ið tilliögun sem allir Vestur-
Berlínarbúar gætu notað sér til
farar inn í Austur-Berlín en
WILLY BRANDT
ekki aðeins þeir sem eiga þar
skyldmenni eins og nú er. Hann
mun einnig vonast til þess að
þeir geti fengið vegabréf í A-
Berlín er gildi í lengri tíma
en nú er sem er frá kl. 7 að
morgni til kl. 12 á miðnætti.
Samkvæmt upplýsingum er fyr
ir liggja hafa 1,3 milljón vega-
bréf verið gefin út til A-Berlín-
arfarar. Á laugardag er búist
við að 240 þús- manns fari til
Austur-BerHnar og 250 þús.
manns á sunnudag.
Walter Ulbricht tilkynnti í
dag að ríkisstjórn hans væri
reiðubúin til að halda álram við
ræðum sínum viff yfirvöld V-
Berlínar um umferð þessa. Ber-
línar-samningur þessi hefur
lagt grundvöllinn að öðrum
samningum sagði hann. Við er-
um þeirrar skoöunar að hann
leiði til minni spennu í alþjóða
málmn og minnki hættuna á
styrjöld og það er báðmn aðil-
um fyrir beztu sagði hann.
hann sendi öllum forsætisráðlierr-
um heimsins á nýárskvöld.
í boðskap þessum leggur Krúst-
jov áherzlu á að svo sé nú skipað
málum í heiminum í dag að unnt
sé að komast hjá beitingu vopna-
valds í landamæradeilum og sting
ur í því sambandi upp á alþjóða-
sáttmála í fjórum aðalliðum:
1. Öll ríki eiga að lofa því há-
tíðlega að beita ekki valdi til að
breyta landamærum.
2. Þau skulu samþykkja að beita
aldrei innrás, árásum, hernámi
eða öðrum vopnuðum yfirgangi í
skiptum sínum, hvort heldur það
yrði í pólitiskum, efnahagslegum
eða hernaðarlegum tilgangi-
3. Ríkin skulu samþykkja að
mismunandi stjórnmálakerfi og
þjóðfélagskerfi, fáskipti milli
ríkja eða annað slíkt skuli aldrei
notað sem yfirvarp til valdbeitlng
ar.
4. Þau skulu skulbinda sig til a'ð
leysa allar landamæradeilur með
friðsamegu móti einu saman, t.d.
með viðræðum, samningum, og
öðrum sáttatilraunum.
1 orðsendingunni segir ennfrem-
ur að sovétstjórnin sé sannfærð
um að samningur sem þessi i/iuni
verða þýðingarmikið spor vl at-
heimsfriðar.
Tillögu Krústsjovs um ekki-ár-
ásarsamning er tekið dræmt í nöf
uðborgum vestrænna ríkja. Banda
ríska utanríkisráðuneytið telur til
boð þetta ekki fullnægjandi svar
við hvatningu Johnsons forseta um
að halda áfram í átt til friðar- Frétt
aritarar í Moskvu telja að tilboð
þetta sé sett fram til að reyna að
hafa áhrif á hlutlausu ríkin og
auka velvilja í garð Sovétrikj-
anna jafnframt því sem það skal
skýra nánar túlkun Krústjovs á
hugtakinu „friðsamleg sambúð'*.
Jafnframt eigi það að binda hend-
ur Vesturveldanna ef til átaka
kæmi út af Berlín. í London sagði
talsmaður brezka utanríkisráðu-
neytisins að tilboð þetta virtist
helst vera endurtekning á göml-
um slagorðum. Fréttamenn 1
Moskvu eru margir þeirra skoðun-
ar að Krústjov sé með tilboði þessu
að leita sér stuðnings við „sam-
búðarlínu" sína.
Stjórnarkjör í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur
Kosið verður í Sjómannafélagi Reykjavíkur í dag, Iaugardag
frá kl. 10-12 og 2-7 og á morgun, sunnudag, frá kl. 2-8. —
Kosningin fer frain í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu viff
Hverfisgötu. Félagsmenn eru áminntir um að koma og neyta
atkvæðisréttar síns.
SAS...
Framh. af 1 síðu
sagði Glöersen, því að menn geta
flogið jafn ódýrt með þotum.
Það er ekki í fyrsta sinn sem
svo er ástatt hjá IATA sem verður
1. apríl, en það mun ekki hafa í
för með sér klofning IATA, sagði
Glöersen. Við munum sjá til þess.
að þróunin fari ekki úr böndum,
við munum sjálfir stýra verðþró-
uninni, sagði hann. Hin nýju 21-
dags fargjöld svokölluð verða svo
lág, samkvæmt hinni nýju gjald-
skrá, að ekkert flugfélag hefur
nokkru sinni boðið jafn lág gjöld.
Ennfremur munu hin nýju gjöid
giida allt árið- Reiknað er með af
hálfu SAS, að farþegaaukning hjá
SAS vegna þessa verði allt að 20-
25 %.
Að lokum er rétt að benda á að
þótt svo mikil óeining sé innan
SAS um farmiðaverð, þá náðist
fullt samkomulag 15-20% lækkun
á vöruflutningaverði.
wwwMwiMtwMnwnMMw
„Ekkert hægt
að segja enn"
Reykjavík, 3. jan. GO.
Blaðið hafði samband við
Jakob Jakobsson fiskifræð-
ing í dag. Hann sagðist ekk-
ert geta sagt um horfurnar,
eins og nú stæðu sakir. —
Hátíðisdagarnir nýliðnir og
Þorsteinn þorskabítur nýfar-
inn út. Spáin væri slæm og
óvíst að nokkuð yrði hægt
aff segja fyrr en veður batna
og hægt verður að leita af
sér allan grun.
Nokkrir bátar fóru aust-
ur í Meðallandsbugt I gær,
en lentu þar í slæmu veðri,
svo ekki varff af veiði. Flest-
ir bátarnir Iágu inni { dag.
WWWWWWWMMIWWWMé