Alþýðublaðið - 04.01.1964, Síða 8

Alþýðublaðið - 04.01.1964, Síða 8
SKEMMTSLEG GREIN UM HREINLÆTIÐ OG SÖGU BAÐKERSINS jmri | ’ g|g| wmm - - ip : ' fH stlrtSIÍIIí. ■ ■■•. 'i-'1 .WiV-Sv^ ■vvsvvvv I11IIIII1I ■■: Við mannfólkið eigum oft erf- itt með að gera okkur það ljóst, að það sem við erum að gera hina eöa þessa stundina, er oft- harla lítilf jörlegt, .og ef til vill er það svo.í iííu tilfellum.af hverjum. ríu, að komandi kynslóðir eiga eftir að skcilihlæja að þvf sem. - þá verða kallaðar bjálfalegar tiltekt- ir. Við skulum- þó alls ekki .láta, þetta á okkur fá- Ef við eætum auðum höndum og hefðumst ekki að, reyndmn ekki að skapa eitt- hvað nýtt, og betrumbæta það sem okkur er fengið í hendur af forfeðrum okkar er hætt við að framfarir yrðu smáar og fyrirferð- arlitlar hér í heimi. Það kemur margt skrýtið í ljós er við athugum forsögu og upp- haf ýmissa þeirra hluta, sem ó- missandi eru í siðmenntuðum þjóð félögum í dag. Við getum til dæmis litið að- eiris á sögu baðkersins, sem er bæði fróðleg og skemmtileg og meira að segja sprenghlægileg á köflum. Englendingur nokkur, Lawrence Wright, hefur tekið sam an bók, sem á ensku heitir Clean and Decent, sem þýða mætti hreinn og þokkalegur. í þessari bók er meðal annars fjallað um sögu baðkersins. Fyrst væri þó ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um hreiniæti almennt. Það er reginmisskilning- ur, ef menn halda, að það að fara í bað hafi ætíð þjónað þeim eina tilgangi að skola af sér skít- inn. Hjá Grikkjum til forna var baðið einn þáttur í íþróttum og fimleikum. Einkum voru þá hin köldu böð talin styrkjandi og herð andi- Það var aðeins aukaatriði að baðið fjarlægði óhreinindi af skrokknum. Slíkt skipti alls ekki meginmáli í þann tíð. Þannig var þessu einnig varið meðal Róm- verja. Orðið Sanitas þýddi þá heilbrigði en ekki neins konar hreinsun eða þvott. Sama merking var líkg^lögð í orðið á miðöldum meðal heldra fólks er þá lifði. Stundum var það meira að segja svo, að það að fara í bað var tal- ið hafa andlegt gildi umfram margt annað. En við skulum nú ekki láta þetta fá á okkur um of. Við skul- um nú heldur líta ögn lengra aft- ur í tímann og sjá hvað þá kem- ur í ljós. Vitað mál er, að.hinir fyrstu menn bjuggu við haf- Hvort sem þeir hafa stundað sjóböð eð- ur ei, þá ber að hafa það hugfast að hafið .var alltaf í næsta ná- grenni þeirra. Líklega hafa þessir forfeður okkar ekki gert sér nein - ar grillur út af því þótt ekki hafi líkamsilmur þeirra ætíð verið sem- ákjósanlegastur; En ekki er- ólíklegt, að. þeir hafi öðru hverju fengið sér þrifabað í sjónum, ann- að hvort viljandi eða óviljandi. Þeir hafa þá fundið sem var, að baðið var ærið hressandi og þá hefur þess ekki orðið langt að bíða að þeir hafi komið sér upp einhvers konar böðum. Þetta er sennilega upphaf hreinlætisins, en margt átti þó eftir að ske áður en yfir lauk. Fyrrgreind bók er mjög yfir- gripsmikið' verk. Þess vegna er ekki unnt að geta annarra þátta hennar, en þess, sem fjallar um baðkerið. Bókin sjálf er skemmti- leg aflestrar. Hún er þó ekki spennandi, en við því er varla að búast, en hins vegar geymir hún sæg af fróðleik um fortíðina og það gerir hana sannarlega girni- lega til fróðleiks, að ekki sé sterkar til orða tekið- Kona nokkur að nafni Molly Montgomery var forstöðukona byggingarsýningar, sem haldin var í Oiympiu. Höfundur bókar- innar, Wright, tók að sér að sjá um eina sýningardeildina. Frú Montgomery datt í hug að skemmti legt væri að hafa þarna eitthvað um sögu baðherbergisins, og var Wright falið að sjá um þá deild sýningarinnar. Wright hófst því handa um að kynna sér málið. Hann var furðu lostinn, yfir öllu því skemmtilega, sem kom 1 Ij ó s, þegar hann fór að kanna heim- ildir. Hverjum skyldi til dæmis hafa dottið í hug að Lúðvík XIV. skyldi hafa haft púða í baðker- inu sínu, að baðker hafi verið í sófum og að wiský hafi verið bætt í baðvatn með alveg undraverðum árangri, að það sé afskaplega ó- hollt að borða lambakótelettur þegar maður er í baði? Fir.nst ekki einhverjum það skrýtið nú, að eitt sinn var annað talið for- kastanlegt en að vera með hatt undir sturtubaði, eða að sturtu- bað hafi orsakað köfnun og væri því hættulegt fyrirtæki.. Þetta allt eru þó staðreyndir af blöðum sög- unnar- - Með-þetta-í huga setur Wright fram þá skoðun sína, að lífið þró ist aldrei ef-tir ákveðnum braut- um, og oft séum við að furða okk- ur á því hvers vegna við gerum hlutina eins og. við gerum þá, og þá hver sé ástæðan. í bókinni segir Wright frá manni, sem fór á reiðhjóli kring- um eldfjallið Etnu meðan á gosi stóð, og datt svo allt í einu í hug að skoða hug sinn um ástæðuna fyrir þessari för, en fann enga. Wright fannst því sú spurning, hvernig baðkerið væri eiginlega til komið, eiga fullan rétt á sér, þegar hann fór að skoða hug sinn um þessi mál. Um miðja 17. öld urðu þátta- skil í sögu baðkersins. Þá voru marmarabaðker mjög í tízku með al þeirra, sem slíkra gripa áttu völ, en þeir voru satt að segja ekki margir. En eigendum bað- kera fór sífellt fjölgandi. Von bráðar kom í Ijós að marmaraker voru ekki sem heppilegust einkum ef menn vildu hvíla sig stundar- korn í ylvolgu vatninu. Vatnið vildi riefhilega kólna æði fljótt í þeim- Þá var farið að gera bað- ker úr járni, og venjulega var efsta brúnin úr tré. Þá voru og smíðuð koparker en þau voru dýr og því ekki á allra færi. Einnig voru baðker smíðuð úr tini. Eitt var það þó, sem ekki breytt ist, en það voru kringumstæðurn- ar. Þá var baðherbergið almennt í sama flokki og aðal íveruher- bergi hússins, og þá ekki síður en nú, skipti það miklu að hafa fínna baðherbergi en nágranninn. Eltki má gleyma ástamálunum í þeísú sambandi. Casanova átti baðker sem var færanlegt. Hægt var að flytja það að rúmi hans og það rúmaði tvo með góðu móti. Þá fara sögur af einu baðkeri, sem var hengt milli tveggja stöpla, sem í rauninni voru höggmyndir- Wright segir og frá því í bók sinni, að Elízabet I. hafi farið í g 4. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ t

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.