Alþýðublaðið - 30.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐGBLAÐÍÐ Afgreidsla Maðsiös er í Alþýðuhúsiac við lagóifssíræti og Hverfisgötu, Simi 088. Aagiýsingum sé skilað þsagað aða ( Gutenberg í síðasta lagi ki. IO árdegis, þann dag, sem þssr •#iga að koma 1 biaðið. Áckriftargjald ein 11r. á saánuði. Auglýsingaverð kr, i,so cm. aindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil tii afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. því grein fyrir grein, sjálísagt í þeirri von að það yrði felt 'samt, en hefir sennilega haft eitthvað eftir af sómatilfinningu, svo að hann hefir kveinkað sér við að koma opinberlega fram á móti sjómönnunum. En nú við 3. um- ræðu, þegar auðvaldið þurfti að tefla fram öllum síaum peðum, þá komst hann ekki undan, Ekkert er jafn aumkvunarvert, eins og að vera tuska, Framsöguræða alþm. Jðns Baldvinssonar, forseta Alþýðusamb. Islands, í togaravðkumálinu við 2, umr. Eg Jýsti nokkuð við i. umr. tildrögum þessa máls, og ástæð- um fyrir því að það er fram kom ið, var og hinu háa alþingi þetta raál eigi ókunnugt með öilu, þvl það hefir áður legið fyrir þessari báttv, deild í þinginu 1919. Og þykist því ekki þurfa að endur- taka það alt .aftur. Þó get eg ekki stilt mig um, að drepa enn á höf- uðástæðuna sem liggur til grund- vallar fýrir þessu máli, vökuna, og þar af leiðandi heilsuspillandi ofþreyíu við veiðarnar á botnvörpu- skipunum. Raunar hefir enginn gerst svo djarfur að bera móti þessu, efi ti! eru þeir menn, sem rseð allskonar útúrdíírum ganga á svig við sannleikann í þessu *fni, þsr á meðal hv. minni hl. nefndarinnar. Þeir hafa viljað láta llta svo út, að við annan veiði- skap eigi sér stað alveg hið sama. Og þvl væri þá aiveg eins ástæða til þess, að setja einhver takmörk fyrir því, hve iengi menn megi vinna þar I einu. Á þetta að vera nokkurskonar grýia, tii þess að fæla menn frá því að fylgja þessu máli, vegna Imyndaðs ótta við það, að fleira fari á eftir. Þrátt fyrir það, þó að menn leggi mikið á sig við veiðár bæði á opnum bátum og mótorbátum, smærri og stærri, þá er svo iangt frá því, að það komist að jafnaði nokkuð til lika við erfiði eða vök ur á botnvörpuskipunum. í n.ál. meiri hlutans er gerð fullkomiú grein fyrir þessu. Veðr- átta hamlar þrásinnis bæði ára- bátum og mótorbátum frá veiðum, þó að botnvörpuskipin hafist við. Og það ér einmitt þetta, sem ger- ir vinnu þar erfiðari, og hefir komið á stað hinum miklu vök- um. Sjósókn á smábátum er engan veginn sambærileg við veiðar á botavörpuskipum, þó að það- vit- anlega komi íyrir, að menn ieggi þar á sig vökur og erfiði, þegar góð veiði er og gæftir. En þess ber að gæta, að þeir koma oftast að iandi samdægurs, og þá unna menn sér venjuiegast nokkurrar hvildar, og þar að auki eru land- legudagarnir margir, og þá fæst næg hvíldin. En botavörpuskípin geta verið að veiðum, þó ekki gefi á sjó smábátum. Eg þykist þó skilja, að mean hafi hér helzt til samanburðar hina stærri vélabáta. Og þó að þeir séu orðnir allstórir sumir hverjir, þá haga þeir oft veiðum sfnum eins og smábátarnir. Minsta kosti er mér sagt, að á vetrarvertfðinni hér sunnanlands fari þeir f róður að morgni eða nóttu, og komi svo aftur samdægurs, og Ieggist upp við land, og hvflast mena þá nokkuð, en auk þess alloftast meðan sótt er út á miðin. Á þilskipunum eru „frívagtir" og þar ræður því hver og einn hvað lengi hann stendur, og fer það náttúrlega eftir þreki og vilja hvers eins hve lengi hann stend- ur. En þar er munurinn sá, að menn geta tekið hvíldiná þegar þeir viija. Enginn get'ur skipað þeim að halda lengur áfram, en þeir finna sig vera menn til. En á - botnvörpuskipunum eru hásetarnlr beinifnis háðir vaidi skipstjórans til þess, að halda á- frám við vinntraa hvort sem þeir geta eða ekki. Og reynslan hefir sýnt, að þeir hafa notað þetta vald sitt Það er svo langt frá þvf, að eg viiji segja að þeim hafi gengið neitt misjafnt til, eða ætlað sér að ofreyna verkafóik sitt; en hitt er annað, að það sýnist sem þeir hafi beitt valdi sfnu af meira kappi ess forsjá um getu manna. Eg hefi orðið var við það, að sumir hafa viljað draga það í efa, að svo mikil brögð væru að vök- um á botnvöpuskipuskipunum, eins og af sé látið. Eg gæti nú sagt háttv. þingm. margar sögur af þessum vökum, sem trúverðugir menn hafa sagt um sfna eigin reynslu af þessu. En eg get látið nægja að segja eina eða tvær, sem sýna það greinilega, hve nærri hefir verið gengið þoli manna. Sjómaður, sem verið hefir 5 ár á botnvörpuskipi, 10 ár á handfæraveiðum á þil- skipum, 1 ár á línuveiðum og auk þess formaður í 2 ár, og verður af því séð að hann er kunnugur sjómensku og þekkir vei til f þeim efnum; hann segir það sfna reynslu, að ekkert geti komist f samjöfnuð við togara- vinnu, hvað snertir ofþreytu og vökur. Og þessi maður sagði um þetta litla sögu á fjöimennum op inberum fundi hér í vetur, og hittist svo á, að á sama fundi voru menn, sem höíðu verið hoa- um samskipa þegar þetta gerðist, og sönnuðu með honum söguna, en það var á - vettíðinni 1916. Skipshöfnin hafði vakáð í liðuga tvo sóiarhringa við veíðar, en hættu þá að toga, tii þess að gera að fiski, sem var mikill óað- gerður á þilfari. Eins og venja er tii, voru skipverj&r um nóttina kallaðir niður í káetu til að fá sér kaffi og brauðbita. En sá, sem segir frá, varð seinni tii en hinir, fyrir þá sök, að hann fór fram f hásetaklefa til að ná þar í eitthvað, En þégar hann kom niður í káet- una, þá höíðu félag&r hans, ásamt stýrimanninum, raðað sér hringinn í kring um borðið og voru aiiir steinsofaadi, sumir með nefið niðri í kaffikrukkunni, aðrir með háif-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.