Alþýðublaðið - 30.04.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1921, Blaðsíða 3
tuggitm bíta ( munninufn, og voru líkari vofum en mönnum. Sögu maðurinn fékk sér kaffi iika og smurði sér brauðsneið, en fór sömu Ieið og hinir og valt út af sofandi, Þannig liðu 3 klukkustundir þar til stýrimaðurinn rumskaði og vakti þá hina. Vinna var hafin á ný, en gekk tregt, því allir voru enn úrvinda af svefni og þreytu. (Frh.) Minningarsjóð um Stefán skólameistara Stefáns- son á Akureyri, hafa vinir hans og nemendur, eldri og yngri, nú byrjað að stófna. Voru íundir haidnir í vetur bæði hér og á Akureyri, og á þeim samþykt að minnast Stefáns á einhvern hátt, helst með sjóðstofnun. Er að vísu orðið töluvert af þessum smærri sjóðum, sem seint eða aidrei koma að tilætluðum notum, en með samskotum og því fé, sem inn kemur fyrir 2. útgáfu af „Flóru íslands" eftir Stefán, er búist við að sjóðurinn verði bráð- lega svo stór, að ekki líði margir áratugir þangað til hann geti tek- ið til starfa. Flóru er ráðgert að gefa út nú í sumar eða haust, Endanieg ákvörðun um það, á hvern hátt skyldi minaast Stefáns heitins, var ekki tekin fyr en Vaitýr sonur hans kom heim í vetur. Mæiti hann með stofnun sjóðs til að styrkja náttúrufræðis- legar rannsóknir, er' komið geti atvinnuvegunum hér á lafldi að Iiði. Var þegar samið frumvarp til skipulagsskrár fyrir sjóðinn, og samþykt af hlutaðeigendum. Þegar ársvextir sjóðsins eru orðair 5000 kr., má verja 4000 kr. á ári til að styrkja einn mann i senn til náttúrufræðislegra rann- sókna. Allir íslenzkir ríkisborgar- ar geta faagið styrk úr sjóðnum, en þó sitja nemendur norðlenaka skólans íyrir að öðru jöfnu. Samskotalistar með nöfnum þeirra vina og nemenda Stefáns, sem þegar hafa gefið sig fram eða frétst hefir að fúsir væru til að stýrkja sjóðstofnunina, hafa verið sendir út um bæinn og víðar, Geía þeir, sem það vilja, greitt ákveðið tillag í nokkur ár i stað stærri upphæðar nú þegar. ALÞYÐUBLAÐÍÐ En af þvi búast má við að marg- ir séu hér i bænum, sem nefndin veit ekki um, en sem gjarnan vildu leggja eitthvað af mörkum, er þess óskað að þeir gefi sig fram á skrifstofu Búnaðarfélags- ins, Lækjargötu 14 B, einhvern daginn milli kl. 10 fm. og 4 em. Verða þeim þar gefnar frekari uppiýsingar og tekið á móti sam- skotum frá þeim, sem láta vilja. Darnr og jslenðingar. (Frá danska senðiherranum.) Danska stjórnin hefir falið sendi- hetra Dana hér að tilkynna, að það sé langt frá því að Danir óski að koma í veg fyrir að ís- land fái margra ára lán i Eng* landi eða Bandaríkjunum til þess að leysa með því út hið danska auðmagn sem er í íslandsbanka, eða til annara þarfa. Tilkynning þessi kemur fram í tilefni af því, að þessi skoðun hefir komið fram hvað eftir annað í íslenzkum blöð- um síðastliðið ár. Um iaginn og veginn. Hjálparstöð Hjúkrunarfélagsins Líkn er opin sem hér segir: Máauclaga. ... kl.t 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3—4 e. h, Samskotin tii ekkju B. D. E. Þ. 10 kr, Indriði Einarsson skáid er 70 ára £ dag. „Dansinn í Hruna" heitir leikrít eftir hann, sem kem- ur á markaðinn í dag. Messar. I dómkirkjunni ki. 11 á morgun sfra Bjarni Jónsson (ferming). í fdkirkjuöm ki, 12 síra Ól. Ól. og kl. $ próf. Har. Níelsson. Fiskiskipin. í gær kortiu: Apríi með 114 lifrarföt, Walpole með 60 föt, Egill Skailagrimsson mað 114 föt,. Þórólfur með 128 föt og Skallagrímur 113 löt. Apr- fl fer á fsfiski. Holðið sigraði. Baráttunni millí hoidsins og andans er lokið. Hold- ið sigraði. Þingmaður Lafjarö&r kaupstaðar greiddi atkvæði móti hvíidartímafrumvarpinu við 3. um* ræðu í n. d, aiþingis i gær. Engin konangsveizla. Bæjar- stjórn hefir ákeðið að halda kóngi enga veizlu. Margir gera sér samt ennþá vön um að Knud Zimsen borgarstjóri og Jón Þorláksson (forseti bæjarstjórnar) verði samt riddarar, annaðhvort af Dannebrog eða riddarar af ránfuglinum. Hans hátign kvað koma með heilmikið af þesskonar glingri, þrátt fyrir innflutningsbannið sem er á glys* varningi. Bragi hefir ekki æfingu á morg, un. Verður þess getið í Alþbl. hvenær næsta æfing verður. Lánsfé til bygglngar Alþýðu- hússins er veitt móttaka f Ai- þýðubrauðgerðinni á Laugaveg 61, á afgreiðsiu Aiþýðubiaðsins, i brauðasölunnl á Vesturgötu 29 og á skrlfstofu samnlngsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtækiðl Nokkrir grammoíonar seldir með 15% afslætti. þessa daga. Hljóðfæraliúsið. Nýkomið Söngkort með myndum í miklu úrvali. :: :: Hljóðfærahúsið. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.