Alþýðublaðið - 08.02.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 08.02.1964, Side 8
Eitt af fórnarlömb -m jivypuróeirðanna. Ástandið versnar á Kýpur ÁSTANDIÐ á Kýpur hefur versnað á nýjan leik. í fyrsta lagi hefur aftur komið til ofbeld- isverka þótt 4 þús. brezkir her- menn halcli uppi lögum og reglu á eyjunni (talið er, að ef brezku hermennirnir væru ekki á eyj- unni mundi koma til mun alvar- legri hryðjuverka). í öðru lagi hefur Makarios forseti hafnað þeirri tillögu Breta, að hersveit- ir frá NATO-löndum taki að sér friðargæzlu á eyjunni. Neitun Makariosar, sem nýtur stuðnings meirihluta grískumæl- andi eyjarskeggja, kom fram í orð endingu, sem hann afhenti sendiherra Breta í Nikosíu. Fljótt á litið virtist hann ekki hafa hafn- að brezk-bandarísku tillögunni algerlega. Sagt var, að æskilegt væri að hafa friðargæzlusveitir á eyjunni, en þær yrðu helzt að vera tengdar Öryggisráði SÞ. — Kýpur-stjórn væri reiðubúin til viðræðna við Bandaríkin og Bret- land um slíkt lið áður en málið færi fyrir Öryggisráðið. Tónninn í orðsendingunni villti mönnum sýn, en ljóst er orðið, að grískumælandi Kýpurbúar hafa ekki breytt afstöðu sinni. Þeir vilja ekki friðargæzlusveit- ir frá NATO-ríkjum, aðeins sveit- ir á vegum Öryggisráðsins og undir þess stjórn. Talið er, að Kýpurstjórn muni leggja málið fyrir Öryggisráðið fyrr eða síðar, með samþykki Breta og Bandaríkjamanna eða án þess. Kýpurstjórn muni skjóta máli sínu til ráðsins án sam- þykkis tyrkneskumælandi eyjar- skeggja og án tillits til þess á- kvæðis stjórnarskrárinnar, að slíkar ákvarðanir verði að hljóta samþykki beggja þjóðarbrota. ★ SLÆMAR SÁTTAHORFUR. Síðan til blóðugra átaka kom á Kýpur um jólin hafa brezkar hersveitir haft eftirlit með ó- tryggu vopnahléi með samþykki yfirvalda á Kýpur og stjórna Grikklands og Tyrklands, sem eiga að hafa eftirlit með því á- samt Bretum, að stjórnarskrá landsins sé höfð í heiðri sam- kvæmt sérsamningi sem undir- ritaður var fyrir tæpum fimm árum, þegar Kýpur fékk stjórn- arskrá og síðan fullveldi. í þessari stjórnarskrá eru á- kvæði um sambúð þjóðarbrotanna, grískumælandi manna, sem eru um 450 þús. talsins, og tyrk- neskumælandi manna, sem eru um 110 þús. Vitað var frá upp- hafi, að andstæðurnar voru svo miklar, að tíminn yrð. að skera úr um það, hvort Kýpur tækist að halda uppi sjá fstæði og hvort jafnvægi héldist nokkurn veginn innan lands. KASTLJÓS Hins vegar urðu samningarnir um sjálfstæði Kýpur að miklu leyti til vegna óskar Breta, Grikkja og Tyrkja um að forðast hættulega deilu, sem veikt gæti samstarfið á austurarmi NATO. Fulltrúar Kýpur urðu að fallast á málamiðlun, sem huldi hinar djúpu og alvarlegu andstæður. Þó tókst að koma í veg fyrir á- tök þar til í desember í fyrra. Bretar tóku skýrt fram þegar í upphafi, að þeir gætu ekki bor- ið þá byrði um langan tíma, að hafa eftirlit með vopnahléinu á Kýpur. Jafnframt buðu ríkin 3 sem ábyrgjast sjálfstæði Kýpur, stjórn eyjunnar til ráðstefnu í London. Bæði Makarios erkibisk- up og Kutchuk varaforseti leið- togi tyrkneskumælandi manna, samþykktu tillöguna um ráðstefn- una. Ráðstefnan er aftur á móti kom- in í algera sjálfheldu. Fulltrúar tyrkneskumælandi Kýpurbúa leggjast gegn sérhverri kröfu um breytingu á stjórnarskránni, en grískumælandi Kýpurbúar telja breytingu á stjórnarskránni nauð synlega til þess að stjórnin geti starfað. Ákvæðin um tryggingar gagn- vart tyrkncskumælandi Kýpur- búum hafa veitt þeim raunveru- legt neitunarvald í löggjafarstarf seminni og Makarios vill skerða þessi ákvæði. Auk þess vill hann afnám sérsamningsins, sem ger- ir ráð fyrir því, að Bretar, Grikk- ir og Tyrkir gegni hlutverkum eins konar forráðamanna. Ljóst er, að mjög lítil líkindi eru til þess, að sættir takist með þjóðarbrotunum. En óeirðirnar í desember hafa sannfært alla að- ila um nauðsyn þess, að sýnd sé gætni. Sú pólitíska lausn, sem Makarios vill, getur ekki orðið að raunveruleika nema því aðeins að allt annað andrúmsloft verði ríkjandi en nú. Og slíkt andrúms- loft getur ekki skapast nema á vissu „þroskaskciði.” Á þeim tæpu fimm árum, sem liðin eru síðan Kýpur öðlaðist sjáifstæði, hefur ekki tekizt að koma á sættum með þjóðarbrot- unum. Bæði Makarios og Kutchuk hafa verið og eru hófsamir og raunsæ'r stjórnmálamenn, en til- finningar eyjaskeggja geta orðið svo heitar, að öfgasinnar nái yfir- tökunum. Ef öfgasinnar fengiu að ráða í Tyrklandi, mundu Tyrkir skerast í leikinn með vopnavaldi til að knýia fram skiptingu eyj- unnar. Ef öfgasinnar meðal grísku mælandi manna fengju að ráða yrði Kýpur sameinuð Grikklandi og draumurinn um „enosis” mundi rætast. ★ GAGNKVÆM TOR- TRYGGNI. Bæði Grikkland og Tyrkland vilja lausn, sem tryggt getur ein- g 8. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ingu Kýpur, en ljóst er, að bæði ríkin hafa vakandi auga með þvi sem gerist á eyjunni. Báðar stjórnirnar hafa því fallizt á til- lögu Breta og Bandaríkjamanna um, að NATO-hersveitir verði sendar til Kýpur til að haida uppi lögum og reglu í þrjá mánuði jafnframt því sem gerðar verði aivarlegar tilraunir til að leggja grundvöll að friðsamlegri sambúð. (Gæzluliðið yrði ekki und ir stjórn NATO-). Makarios hefur hafnað tillög- unni. Kýpur á ekki aðild að NA- TO og hefur skipað sér í röð ríkja, sem halda sér utan við bandalög. Hins veaar er Kýpur í brezka samveldinu, og þess vegna liefur verið fallizt á friðar- eæzlu Breta síðustu vikurnar. í orð-endingunni ti1 brezka sendi- herrans í Nikosíu sló Makarios meira að segja þann varnaela, að hugsanlegt væri að Kýpur-stjórn gæti sætt sig við friðargæzlulið frá samveldinu. En sú tillaga er talin óraunhæf, m. a. veena kostn aðarins, sem yrði mikill. Makarios segir, að það sé allt annað mál, að fallast á það, að NATO verði látin eæta friðarins á eyjunni og leggur því til, að SÞ verði falið það verk. Margt bendir til þess, að þessi tillaga hafi mestu fylgi að fagna meðal eyjarskeggja eins og Makarios sagði í orðsendingu sinni, en aftur á móti eru menn í vafa um hvort hún sé raunhæf. Því að auk þess sem SÞ mundi eiga fullt í fangi með að taka sér friðargæzlu á Kýpur af fjár- hagslegum ástæðum telja hvorki Bretar, Grikkir né Tyrkir SÞ-til- löguna hentuga að svo stöddu. Bandaríkjamenn eru sömu skoð- unar og vilja að NATO taki að sér málið, þar eð það varði það að miklu leyti vegna þess, að tveir deiluaðilanna eiga aðild að NATO. Ef Makarios fellst á tillöguna að lokum ætti það ekki að vera neinum vandkvæðum bundið, að halda uppi lögum og reglu á Kýpur. En Makarios óttast, að ef NATO tæki málið að sér, mundu áhrif Tyrkja vera of mikil. Hann mundi treysta brezku gæzluliði betur en NATO-gæzluliði. Það er því hinn gamli fjand- skapur og gagnkvæm tortryggni Tyrkja og Grikkja, sem gerir málið erfitt viðfangs. Ef ekki tekst samkomulag um gæzlusveit- ir er erfitt að sjá hvernig þeir geta náð samkomulagi um fram tíð eyjunnar, sem er ennþá flóknara vandamál. MAKARIOS ERKIBISKUP ^tllllllllllXllMMIilMIIUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIfinil Lækkun kos ÉG FAGNA leiðara „Alþýðu blaðsins” frá 9. 1. 1964. Mér er sagt, að hér sé um gamalt bar- áttumál Alþýðuflokksins að ræða, mig furðar því, að það skuli enn eigi hafa náð fram að ganga. Hvaða afstöðu taka æskulvðssamtök hinna stjóm- málaflokkanna til 18 ára kosn- ingaaldurs? Þeir munu almennt varla setja nein aldurstak- mörk, þegar um er að ræða, að láta unga fólkið starfa í þágu viðkomandi flokks. [ Eins og nefndur leiðari ber [ með sér, liggja ýmis auðskiljan leg rök til stuðnings kröfu um sanngjarna lækkun kosninga- aldurs og þar með um raunhæfa hlutdeild unga fólksins í störf- um ivðræðisþjóðfélagsins. Öll- um ber saman um, að unga fólk E ið þroskist bæði líkamlega og andlega nokkrum árum fyrr nú | á tímum en bara fyrir fáum ára | tugum síðan. Og með því að menntunarskilyrði hafa stór- batnað samtímis, mun víst ó- hætt að segja, að einnig stjórn máiaþroski ungmennis 18 ára nú mun vera engu minni en 21 árs borgara á þeim árum, þegar núgildandi kosningald- i ur vai' ákveðinn. | Annað kemur og til: á öllum § sviðum lífsins byrja ábyrgð og '/|IIIIII1IIMIIMIIIIII|II||||||I||||||||||||||||||||II|||||1|I||||I||||||||||H Fiskverði métmælt „AÐALFUNDUR haldinn í Yél stjórafélagi Vestmannaeyja 2. febr. 1964 samþykkir að lýsa óá- nægju sinni og mótmæla harðlega verðákvörðun þeirri er ákveðin hefur verið fyrir vetrarvertíð þá, sem nú er hafin af oddamanni þeim sem skipaður var af Hæsta rétti í yfirnefnd í verðlagsráði sjáv arútvegsins. Ennfremur telur fund urinn, að þessi ráðstöfun brjóti niður allar þær vonir, sem sjó- , menn gerðu sér um Verðlagsráð sjávarafurða og telur að verðlags ráðið hafi á engan máta náð að gegna því hlutverki, sem því var ætlað. í reglum þeim, sem verð lagsráði í upphafi voru settar, var ákveðið að það hefði lokið störf- um fyrir hver áramót og einnig þótt yfirnefnd yrði að úrskurða fiskverðið. Nú var hins vegar ekk ert fiskverð komið er vertíð hófst j og gæti það valdið því að sjómenn 1 réðu sig síður til starfa á fiski- skipin á eðlilegum tíma. Ennfrem ur lesdir fundurinn sér að benda á að slíkar aðgerðir séu sízt til þess að laða sjómenn að störfum á vélbátaflotanum." >

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.