Alþýðublaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 6
un, en það mundi taka hvem
eyri, sem þú getur komizt yfir
að koma henni í framkvæm.
Mundir þú:
a. Hefja úndirbúning að fram-
leiðslu?
b. Mynda fyrirtæki um upp-
götvunína?
c. Hugsar stöðugt um það án
án þess að gera nokkuð?
KANNTU AÐ LIFA LÍFINU?
KANNSKI er þetta ekki alveg
rétti tíminn til að tala um vorið en
samt er það svo, að daginn er far
ið að lengja og áður en við vitum
af verðir himinninn farinn að óma
af fuglasöng og gróðurilmur fyllir
loftið.
Þetta fæðir af sér spumingu.
Hver er afstaða þín þegar öll
náttúran er heit, ung og áköf?
Stendur þú sem hin dæmigerði
leiðindaseggur?
Eða ertu sem persónugervingur
vorsins, og hleypur um með æv-
intýraglampa í augum? Ertu raun
verulega lifandi? Er hver dagur
þér eitthvað meira en 24 leiðinda
klukkustundir, sem bezt er að fá
sem fyrst lokið?
Eftirfarandi spurningalisti mun
greiða úr þessum spurningum.
Hann mun segja til um hvort
blóðið sýður í æðum þínum eins
og fjallalækur í vorleysingum eða
mjakast áfram eins og vatn í
stífluðu göturæsi.
1. a. Sefurðu of lítið?
b. Sefurðu of mikið?
c. Sefurðu mátulega mikið?
2. Hvort vildirðu heldur vera:
a. Ástfanginn?
b. Tvöfalt auðugri en nú?
3. Dreymir þig dagdrauma?
a. Já.
b. Nei.
4. Græturðu nokkru sinni yfir
kvikmynd?
a. Já.
b. Nei.
5. Hefurðu gert nokkuð, sem þú
skammast þín fyrir á hinu ný-
byrjaða ári?
a. Já.
b. Nei.
6. I»að er niðdimm nótt og þú
grípur náfölan og smávaxinn
innbrotsþjóf í dagstofunni hjá
þér. Mundir þú:
a. Snúa vösum hans við og láta
hann síðan sleppa?
b. Fá hann í hendur lögregl-
unni?
c. Aldrei hafa stigið fram úr
rúminu heldur hafa dregið
upp fyrir höfuð og látizt
ekkert heyra?
7. Þú hefur fasta örugga vinnu
með eftirlaunum, en þér leið-
ist hún voðalega. Mundir þú
fórna henni fyrir stöðu, sem
veitti þér hamingju og mikla
framtíðarmöguleika en hins veg
ar ekki minnsta öryggi?
a. Já.
b. Nei.
8. Ertu mátulega þungur, miðað
við aldur þinn?
a. Já.
b. Nei.
9. Þú hefur fengið frumlega hug
mynd, gert stórsnjalla uppgötv
10. Hve mörgum klukkustundum
eyðir þú: í viku hverri í einsk
is nýta hluti (Sjónvarpsgláp,
framhialdssagnalestur og þess
háttar)?
a. Engri.
b. 10 eða færri.
c. 25 eða færri.
d. Yfir 25.
11. Þú átt þér sennilega eitthvert
takmark í lífinu, hvor sem
það er að eignast sumarbú-
stað eða komast á eitthvert á-
kveðið mannfélagsstig. Hef-
ur þú á síðastliðnu ári gert
eitthvað til þess að nálgast
þetta takmark?
a. Já.
b. Nei.
c. Ekkert takmark, sem að er
keppt.
12. Þú ætlar að fá þér nýjan bíl.
Mimdir þú velja:
a. Station.
b. Blæjubíl.
13. Áttu í hugarfylgsmim þínum
einhvem ævintýradraum, eins
og til dæmis að lenda laskaðri
flugvél?
„ a. Já.
b. Nei.
14. Þú erfir 100.000 krónur með
þeim skilmálum, að þú megir
hvorki nota þær til þess að
greiða reikninga eða til hús-
haldsins. Mundir þú:
a. Leggja þá í fyrirtæki?
b. Leggja helminginn í fyr-
irtæki en eyða hinu í
skemmtanir?
c. Kaupa þér eitthvað til
skemmtunar, sem er mun-
aður?
15. Þú ert á göngu úti í sveit
og getur stytt þér leið um 5
kílómetra með þyí að fara í
gegnum girðingu. Á skilti við
girðinguna stendur: „Varúð,
mannýgt naut“. Mundir þú:
a. Athuga nautið án þess að
leggja þig í hæ (u?
Æpa að nú sé t.' Jdfærið til
þess að sýna L.rtnverjum
hvernig þeir f- i að því að
sleppa, og 1 i athöfn
fylgja orðiun?
c. Sannfæra sjá... i þig um
þá heilsubót. scn • er að
löngum góðu, s ; ngutúr í
sveitinni?
16. Ertu heillaður ;. afskekkt-
um eyjum?
a. Já.
b. Nei.
17. Minnistu eins atviks síðast-
liðna þrjá mánuði, sem olli
því að hjarta þitt sló hraðar
(að meltingartruflunum frá-
töldum, vitaskuld)?
a. Já.
b. Nei.
18. Nú sérð lest af Sígaunavögn-
um (til dæmis í fréttakvik-
mynd).
a. Þú verður angurvær.
b. Minnist horfinna daga.
c. Ferð að hugsa um, að eitt
hvað verði að gera varðandi
húsnæðisvandræðin.
d. Skammast með sjálfum þér
yfir fomfálegum ferðaháttum.
e. Engar tilfinningar hrærast
með þér.
19. Þú ert ásamt öðrum manni
einn á eyðieyju. Félagi þinn
fær botnlangakast og þú ert
enginn lækinr. Mundir þú:
a. Skera hann upp?
b. Vonast eftir kraftaverki (án
þess að skera)?
20. Ef þú yrðir skyndilega eini
ættingi hræðilegs, illa siðaðs,
Framh. á 15. síðu.
★ Norodon Shihanouk prins í
Kambodsja bauð fyrir skemmstu
hópi erlendra sendimanna til sam
kvæmis. Þegar til samkvæmisins
kom var hverjum diplomat út-
hiutað skóflu og haka og vísað
til eins klukkutíma vinnu við
hlið verkamanna í vegagerðar-
vinauflokki. Meðan á vinnunni
stóð var veitt kampavín og boðn-
ar snittur.
Þeim veizlugestum, sem reyndu
að hreyfa hógværum mótmælum,
svaraði Shihanouk á þá leið, að
það yrði að ganga á undan fólkinu
með góðu fordæmi.
★ Ilinn kunni súrrealisti, Salva-
dor Dali, hefur það fyrir reglu,
að veita aldrei gjöfum viðtöku,
ekki einu sinni frá konu sinnL
— Ef ég á að fá gjafir, seglr
hann, get ég auðveldlega gefið
mér þær sjálfur.
Og þá er hann heldur ekkert
að skera við nögl sér.
Um jólin gaf hann sér sígar-
ettuveski, lagt demöntum, — og
með þessari áletrun:
„Til Salvador Dali með dýpstu
aðdáun frá Salvador DalL”
☆
Rafvirki einn, að nafni Jean-
marie Dechamp, kom fyrir nokkru
inn á lögreglustöð í París, náföl-
ur af skelfingu og bað um vemd
fyrir þrem konum, sem væru að
elta hann.
Varðstjórinn gerði að því skóna,
að sagan væri aðeins afleiðing of
mikíllar hressingar og stakk hon-
um í klefa til þess að dúsa í yfir
nóttina-
En stuttu síðar gerðist það, að
þrjár konur all gustmiklar stik-
uðu inn í varðstofuna. Þær kröfð-
ust þess háum rómi og hvössum,
að þeim yrði framseldur - Jean-
Marie. Konurnar þrjár voru móð-
ir hans, kona og tengdamóðir- Þær
áttu óuppgerðar sakir við hann
vegna þess, að hann hafði ekki
látið þær sjá sig heima í þrjá sól-
arhringa.
☆
Það var í einu hinna nngu
ríkja Afríku. Niður aðalgötuna
í hinu menningarblandna þorpi
stikar sterklega vaxinn maður alls
nakinn og stirnir á blásvartan
skrokkinn. Sárhneykslaður ' lög-
! regluþjónn kemur æðandi og spyr
' hvað þetta háttemi eigi að þýða,
1 hvort hann kunni ekki snefil í
mannasiðum. 1 2 3 4 5 6
Sá nakti bandar með hcndinnl
og segir yfirlæiisfullur: ,,
— Ég er, skal ég segja þér,
hermaður í orlofi og það stendur
skýrum stöfum í reglunum, að þá
•megum við ferðast um borgará-
lega klæddir.
☆
Héðan í frá skulu tékkneskar
eldspýtur vera rimm sentímetr-
um styttri en verið hefur, sam-
kvæmt skipun hins opinbera. Tékk
ar em að reyna að’verða sjálfum
sér nógir um trjávið —- og þessi
stytting á hvorri eldspýtu kem-
ur til með að spara hálfan hekt-
ara af skógi á ári hverju.
6 9. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ