Alþýðublaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 11
VESAAS Framh. af 7. sfSn gizka að næstur kunni ein- " hver höfundur á dönsku að hreppa verðlaunin, og væri þá færeyski höfundurinn William ' Heinesen afbragðs líklegur verðlaunamaður — ef hann gefur út bók nú á þessu ári. En hver er líklegastur okkar 1 hlutur, hvaða höfundum getum við teflt fram til móts við þessa? Enginn ætlast að vísu til þeirrar firru, að verðlaun- ' in skiptist jafnt milli land- anna; en engu að síður hljótum við að vona, að einhverju sinni komi röðin að okkur og þessi 1 sómi falli í hlut verðugs ís- lenzks höfundar. Norrænu bókmenntaverðlaunin mega gera meira en vekja athygli okkar og áhuga á bókmenntum frændþjóða okkar; þau mega einnig vekja til umhugsunar ■ um stöðu okkar í samfélagi norrænna bókmennta. Það er vonandi að niðurstöður slíkrar hugleiðingar þurfi ekki að vera einlit svartsýning. - Ó.J. Frá heiðursfátækt Fratnh. af 3. síðu aður, sem hér hefur verið fram inn. Þar var að verki 18 ára piltur, sem kom upp um sig með því að falsa ávísanir fyrir 40 þúsund krónum á nokkrum dögum. Þá var stolið 40 þúsundum á skrifstofu Kveldúlfs, 12 þús- undum í reiðufé og 50 þús- undum í ávísunum af skrifstofu heildverzlunar Kristjáns Skag- fjörð, en slíka smámuni tekur varla að minnast á! Framangreind málaskrá er ófögrur lýsing þess ófremdar- ástands, sem nú er við lýði hér á landi og nánar ee rætt í forsíðuleiðara. Vélskólinn Framh. af bls. 16. sem yngri fjölmenni í skölann, svo að tilgangurinn náist sem bezt: Að verða öllum aðilum til gagns og ánægju, með því að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð. SOMALÍÁ Framh- af 1. síðu - Stjórnin i Sómalíu hefur iýst yfir neyðarástandi í landamæra- héruðunum. Stjórnin boðaði til blaðamannafundar um miðnætti til að skýra frá því, að eþíópísk- ar orustuflugvélar hefðu gert á- rásir á tvær landamærastöðvar á fimmtudag og bæina Borama, U- alabaid og Gabilek í gær. Eþíópiskar hersvéltir - gerðu seint í gær árás með sprengju- vörpum á útvirki nálægt Tug Ua- jalleh. Astandið versnaði þegar hersveltirnar fóru yfir lanáamær- in til Sómalíu og lentu í átökum við sómalskar hersveitir. Stjómin óttast, að hún geti ekki haft tök á ástandinu, að því er skýrt var frá á blaðamannafundinum. Addis Abeba lýsti Eþíópíustjórn í dag yfir neyðarástandi hvar- vetna meðfram landamærum Só- malíu og Eþíópíu. Staðfest var í Addis Abeba, að barizt væri nálægt Wajale, um 70 km. austur af Jigiga. Sagt er, að um 200 menn úr Sómalíuher taki þátt i bardögunum. Haile Selassie Eþíópíukeisari hefur sent þjóðhöfðingjum þeirra 32 ríkja, sem aðild eiga að Sam- tökum afrískrar einingar, boðskap sinn. Upplýsingamálaráðherra Eþíóp- íu sagði, að eþíópískar hersveitir hefðu hrundið árásum fjandmann- anna og þrír fjórðu hlutar Waj- ale, sem er á landamærunum, Vatn tryggt í Guantanamo Washington, 8. febrúar. (NTB-Reuter). Lyndon B. Johnson gaf í gær Iandvarnaráðuneytinu fyrirmæli um, að gerðar skuli ráðstafanir til þess, að bandaríska flotastöðin við Guan anamo á Kúbu verði sjátfri sér nóg með vatn og aðrar lífsnauðsynjar. Tilkynnt var í Hvíta húsinu, að i samræmi við fyrirmæli forsetans hefði Robert MeNamara land- varnaráðherra gefið út tilskipanir um, að nægar vatnsbirgðir verði tryggðar, bæði með því að vinna vatn úr sjó og með vatnsflutn- ingum sjóleiðis til Guantanamo. Ennfremur hefur McNamara fyr- irskipað, að kúbönskum verka- mönnum verði fækkað. Osvaldo Dorticos Kúbuforseti i sagði í útvarpsræðu í gærkvöldi, að Kúba mundi gera kröfu til | Guantanamo-flotastöðvarinnar á „hentugum tíma” og bera fram kröfuna á vettvangi þeirra al- þjóðlegu samtaka, þar sem finna mætti lausn á málinu. Ráðfæringar i Kýpurmáli London, 8. febr. (NTB-Reuter). Utanríkisráðherra Kýpur, Spyr- os Kyprianu, hittir í dag sam- veldismálaráðherra Breta, Dun- can Sands, ræða tillöguna um að alþjóðlegt friðargæzlulið verði sent til Kýpur. Jafnframt er orð- sending Krústjovs forsætisráð- herra um Kýpur-málið rækilega athuguð f London. Margir fulltrúar úr seudinefnd grískumælandi Kýpurbúa á Kýp- ur-ráðstefnunni í London halda heimléiðis til Nikósíu í dag til Sð gefa Makarios forseta skýrslu um viðræðnrnar. Scndinefnd tyrkneskra Kýpur- búa hélt til Ankara í gær, til að ráðfæra sig við tyrknesku stjórn- ina áður en hún heldur til Ni- kósíu. Sendiherra Bandaríkjanna, Da- vid Bruce, heldur einnig frá Lon- don í dag. Hann heldur fluglelðLs til Washington tU að undirbúa viðræður Johnsons forseta og Sir Alec Douglas-Home forsætisráð- herra á miðvikudag og fimmtndag. Siðustu þróun roála á Kýpur mun bera á góma í viðræðum leiðtog- anna. Accra, 8. febr. (NTB-Reuter). Stjórnin í Ghana harmaði í gær kvöldi mótmælaaðgerðirnar gegn Bandaríkjamönnum fyrir ntan sendiráð Bandaríkjanna í Accra á þriðjudaginn. 1. til 10. marz 1004 KAUPSTEFNAN I LEIPZIG Tækni- og neyzluvörusýning. Upplýsingar og kaupstefnuskírteini, sem jafngilda vegabréfsáritun veita: Kaupstefnan — Reyjavík og landamærastöðvar þýzka Alþýðulýðveldisins. Miðstöð frjálsra alþjóðlegra viðskipta. Sérstakt yfirlit nýtízku iðnaðar. 9000 sýningarfyrirtæki frá 65 löndum vænta heimsóknar yðar. ANDSTÆÐ- IR DÓMAR OFT er mjög forvitnilegt að lesa leikdómana. Fyrir nokkru var frumsýning í Þjóðleikhúsinu á finnska leikritinu „Læðurnar” og skrifuðu tveir af leiklistargagn- rýnendum blaðanna, þeir Sigurð- ur A. Magnússon og Ásgeir Hjart- arson, mjög ósamhljóða gagnrýni í blöð sín. Leikstjórnin: Ásgeir Hjartarson segir í Þjóðvilj- anum 19. janúar: .Sviðsetning er yfirleitt hnit- miðuð, vandlega unnin og auðug að blæbrigðum, og oft tókst leik- stjóra og leikendum að skapa sterkan hugblæ og andrúmsloft á sviðinu. Baldvin Halldórsson hefur líka reynzt leikkonum símrni far- sæll leiðbeinandi, skilið sálarlíf og sérkenni hinna fátæku kvenna, bent þeim á réttar brautir”. Sigurður A. Magnússon segir í Morgunblaðinu 19. þ. m.: „Sum dramatísku atriðin tókust bærilega, en önnur runnu gersam- lega út í sandinn, einkanlega þar sem þær áttust við Marta og kvennahópurinn. Þetta stafaði aug ljóslega af þeim óskiljanlegu mis- tökum leikstjórans Baldvins Hall- dórssonar, að hafa ekki fleira kven fólk á sviðinu. kannski hafa spam aðarsjónarmið Þjóðleikhússins hér ráðið úrslitum. Ennfremur segir Sigurður A. Magnússon síðar í sama leikdómi: „Um tæknileg atriði sviðsetn- ingarinnar er ástæða til að fara nokkrum orðum, því sum þeirra eru fyrir neðan allar hellur, Beit- ing ljósa í leikritinu er mjög ein- föld, en hún er mjög ófullnægj- andi í seinni þætti, bæði meðan logar á gaslömpunum og eins þeg- ar straumnum er hleypt á aftur. Verksmiðjuflautan á að vera sker- andi og yfirgnæfandi raddir kvenn anna, en í stað þess heyrist ámát- legt þokukennt bergmál frá eim- pípu skips”. Um túlkun Bríetar Héðinsdótt- ur á hlutverki sínu segja fyrr- greindir gagnrýnendur eftirfar- andi: Sigurður A. Magnússon í Morg- unblaðinu 19. þ. m.: ,Bríet Héðinsdóttir leikur út- lenda gyðingastúlku, flóttakonu frá Varsjá, sem lent hefur í mikl- um raunum og ber ekki sitt barr eftir þær. Innlifun leikkonunnar er ótvíræð og leikur hennar víða magnaður, þó svo furðulega vilji til að hrognamálið, sem henni er lagt í munn, sé algerlega út í hött, og er þar fyrst og fremst við þýð- andann að sakast. Einföldustu setningar koma t. d. bjagaðar út úr henni, en svo skilar hún flókn- um setningum hárréttum. Fram- burður leikkonunnar veit ég ekki til að eigi sér neina hliðstæðu í máli þeirra útlendinga af ýmsu þjóðerni sem eru að baksa við að tala íslenzku. Hér er vissulega um sérkenni- legt fyrirbæri að ræða: góður leik- ur en óhæfur talsmáti. Ætli það þurfi að vera sjálfsmótsögn?” „Ásgeir Hjartarson í Þjóðvilj- anum 19. þ. m.: „Rikka er margslungið og næsta: torvelt viðfangsefni, og sama má segja um Xeníu, sem falin er Brí- etu Héðinsdóttur, ungri, sérkenni- legri og efnilegri leikkonu. Xenía er útlend stúlka ættuð úr Mið- evrópu að því helzt verður séð, taugaveikluð í meira lagi, enda komin lir fangabúðum. Að tækni Bríetar má að vonum finna, og hún leikur of sterkt á stundum, en hún er skapheit og lifir hlut- verk sitt sem bezt má verða, læt- ur sannarlega að sér kveða. Útlii hennar og æði eru hæfilega fram- andi, hún stingur réttilega í stú£ við hinar, Xenía talar mjög bjag- að mál og Bríet nær erlendum hreimi með þeim ágætum að ég man ekki til að ég hafi heyrt þaö eins vel gert á landi hér”. Washington, 8. febrúar. (NTB-AFP). Dean Rusk utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær- kvöldi, að viðurkenning Frakka ti kínverska alþýð'ulýðveldinu gætá haft alvarlegar afleiðingar í föw | með sér þar eð hún yrði til þes» að ýta undir þá skoðun Peking- stjórnarinnar, að árásarstefna ! liennar borgaði sig. Það er ft 1 þessu Ijósi, sem skoða verðo? frönsku viðurkenninguna, sagðii hann. OfaupiS Jiaiiia k'roí* frímerJcin Lesið AlþýSublaðið vantar unglinga til að bera blaðið tn áskrií- enda í þessiun hverfum: ★ Miðbænum ★ Tjamargötu ★ Lindargfötu ★ Kleppsholt ★ Högunum ★. Melunum ★ Rauðarárliolti Afgresðsla Alþýðublaðsins Sfml 14 900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. febrúar 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.