Alþýðublaðið - 17.03.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1964, Síða 3
Tyrkjastjórn heimilað að senda herlið til Kýpur ! Ankara og Nicosla, 16. marz. (NTB-Reuter). TYRKNESKA þingið samþykkíi í dag í einu hl'jóði tillögu um að gefa ríkisstjórninni fulla og ótak- markaða heimild til þess að setja herlið á land á Kýpur, ef nauðsyn krefur. Var samþykkt þessi gerð á lokuðum fundi beggja þing- deilda. Góðar heimildir skýra frá því að 487 þingmenn hafi greitt tiliögunni a kvæði, en 4 þingmenn hafi setið hjá. Sagt er að hinn mikli einhugur, er varð um til'Iög- una, sé mjög óvanalegur í stjórn- málalífi Tyrklands. Stjórnmálð- skóli FUJ NÆSTA erindi, sem flutt verður á vegum stjórnmála- skóla FÚJ í Reykjavík og Hafnarfirði, verður næst kom andi fhnmtudag, 19. marz klukkan 8.30 Þá flytur Þor- steinn Pétursson, skrifstofu- stjóri erindi um Kommún- istaflokkinn. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. mWWWvmwMMMWMWW Jarðskjálftar Framhald af síðu 1G Þegar blaðið hafði samband við Veðurstofuna um kl. 7 í kvöld, höfðu engir jarðskjálftar komið fram á jarðskjálftamælunum í Reykjavík eða Akureyri síðan kippurinn, sem mældist í Reykja- vík á föstudagskvöld. Á Kirkju- bæjarklaustri hafði ekki enn ver- ið lesið af mælinum. Ismet Inönu forsætisráðherra Tyrkja mun hafa haldið því fram á fundinum, að yfirlýsing grísku stjórnarinnar um að landsetning tyrkneskra hersveita á Kýpur myndi þýða styrjöld, leiddi m. a. til þess að ríkisstjórn Tyrkja teldi rétt að afla sér heimildar þings- ins til þess að setja tyrkneskar hersveitir á land á Kýpur, ef nauð syn krefði, þrátt fyrir þær alvar- legu afleiðingar er slíkt gæti haft fyrir NATO. Fyrstu 200 kanadisku hermenn- irnir í friðarher SÞ á Kýpur komu i kvöld til eyjarinnar. Er senn von á 800 hermönnum í viðbót. í Stokkhólmi var í dag tilkynnt að 700 sænskir hermenn myndu halda til Kýpur og er búizt við að þeir verði komnir þangað fyrir 10. apríl. — Brezki samveldisráðherr ann Duncan Sandys sagði í' neðri deild þingsins í dag, að brezka stjórnin væri mjög ánægð yfir því að tekizt hefði að stofna al- þjóðlegan friðarher á Kýpur. 3460 manns sóttu starfsfræðsluna Reykjavík, 16. marz - GG. Fleiri sóttu starfsfræðsludaginn, hinn níunda í röðinni, en nokkru sinni fyrr sl. sunnudag. Starfs- fræðsluna sót'u 3460 manns, sem er 688 fleira en á almenna starfs- fræðsludeginum í fyrra. Að þessu sinni voru kynntar nálega 190 starfsgrcinar, skólar, stofnanir og vinnustaöir, og hefur fræðslan aldr ei verið eins víðtæk á einum degi og nú. Starfsgreinarnar, sem nú voru kynntar, voru 34 fleiri tals- ins en í fyrra. í fréttatilkynningu frá forstöðu- manni starfsfræðsludagsins, Ólafi Gunnarssyni, segir m. a., að áber- andi sé, að stúlkur hugsi nú mun meira um að afla sér ákveðinnar menntunar en áður var og muni nú „tæpast vera um það að ræða að vel greind stúlka hugsi sér hiónaband sem eina örugga fram- tíðargrundvöllinn”. Rannsóknarleiðangur í umsátri villtra Indíána Lima, 16. marz (NTB-Reuter). t Jarðfræðileiðangur sem er við rannsóknir í Austur-Peru sendi í' dag út hjálparbeiðni í gegnum loft I skeytatæki leiðangursins. Er beðið ' um tafarlausa hjálp þar sem leið-' angurinn hafði orðið fyrir árásum fjandsamlegra Indíána. Veröi leið- angursmenn strádrcpnir fljótlega, ef ekki berst hjálp mjög skjótt, segir þar. Leiðangursmenn segja í skcyti sínu að þeir hafi numiö staðar vegna liitans. Séu sumir þeirra komnir á fremstu brún vitfirring- arinnar. Þúsundir Indíána lialdi uppi samfelldum ópum inni í frumskóginum og taki það sann- arlega á taugarnar. Leiðangurinn sé kominn á hæð nokkra við Gal- vez-á og sæki Indíánarnir, er liafi umkringt þá, hægt fram. Tveir leiðangursmenn eru látnir og fjór- ir eru særðir. í leiðangrinum eru samtals 30 manns og auk þeirra eru 10 liermenn. Indíánarnir eru vopnaðir byssum, bogum og örv- um. Yfirvöldin sendu í dag vopna'ð lið frá bænum Reguena til að leysa umsátrið en vafasamt er að það komist í tæka tíð. Því hefur perúiski. flugherinn flogið yfir hæðardragið og varpað þar niður vistum jafnframt því sem her- þotur liafa skotið í frumskógana kringum hæðina til þess, með því, að dreifa Indíánunum. Þá reynir flotabátur nokkur að komast til hinna innikróuöu eftir Galvez- ánni. Lögreglan telur að um það bil 30 Indíánar séu fallnir. j Þá segir, að ekki hafi enn bor- | izt skýrslur frá öllum leiðbein- i endum á starfsfræðsludeginum, en nokkrar tölur eru þó nefndar, og verður nokkurra þeirra getið hér. Fræðslusvningu Landhelgisgæzl- nnnar sót.tu 1565 og álíka margir fræðslusýningu Eimskip og SÍS 500 sóttu fræðslusvningu járniðn- aðarins. sem Vélaverkstæði Sig- urðar Sveinbjörnssonar og Stál- vík hf. stóðu fyrir. Fræðsludeild landbúnaðarins sóttu 600 og 127 kvikmyndasýningar hans. í flugmáladeildina komu 316 stúlkur og 689 piltar á fyrsta klukkutimanum. en eftir bað munu menn hafa gefizt uno við að kasta tölu á gesti. Tiltöluleea miög fáir snurðu um Stýrimannaskólann, eða aðeins 36. en 75 snurðu um Loftskevtaskólann og um 100 um Vélskólann. Segir í fréttatilkvnn- inaunni, að ýmsum hafi brugðið í brún. er þeir hevrðu, að undir- búningnr undir nám í beim skóla tæki fiögur ár í smiðiti. Tiltölu- lega fáir sDurðu og um iðngreinar, 12 um húsasmíði, 4 múmn. 3 pipu- löen, 5 málun. 6 vegefóðrun, en hinsvegar varð tölu ekki komið á bá. sem sourðu um rafvirkiun. Um bifreiðavirkjun spurðu 25, 8 um blíkksmiði, 21 um skósmiði, 11 j ljósmyndun, 13 úr'-miði, 8 hár-1 I skurð og 246 hárgreiðslu, þar af, 6 piltar. Um hinar ýmsu greinar lang- | skólanáms spurðu mismunandi marair, flestir um læknisfræði, 85, og þá um sálarfræði. guðfræði, vélaverkfræði tannlækningar og dýralækningar. T.istaáliugi beindist nú mest að leiklist og ræddu 125 við fulltrúa Leikskóla Þjóðleikhússins. Ekki eru tök á að rekia hér frekar greinar þær, sem spurt var um. Brennd lifandi í Auschwifz Frankfurt, 16. marz (NTB - Reuter). KONA nokkur var brennd lifandi í Auschwitz-fangabúðunum eftir að hún hafði reynt að flýja í SS- herbúningi, kom fram í réttar- höldunum yfir stríðsglæpamönn- um, sem nú fara hér fram. Komu upplýsingar þessar fram í bréfi frá öðrum fanga er lifði stríðið af. Segir fangi sá, frú Mehler, að einn þeirra, er nú stendur fyrir rétt- inum, hinn 57 ára gamli Wilhelm Boger, hafi fyrst óskað þess að mega hengja fyrrumgetna konu í gálga en ekkert liafi orðið úr því og varð það til þess að síðar var liún brennd lifandi á báli. Hafði hún þá áður reynt að svipta sig lífi. Hinn látni bréfritari segir frá því, að hún hafi séð hvernig Bog- er, sá, er nú stendur frammi fyrir réttinum í Frankfurt, liafi reynt með ýmiskonar pyndingaraðferð- um að fá fanga til að játa það, er á þá var borið. Segir hún ennfrem ur, að Boger hafi einnig tekið þátt í aftökum og hafi þá jafnan borið skammbyssu á sér. Er hann átti leið um fangabúðirnar sögðu fang- arnir hver við annan: Þarna fer dauðinn sjálfur. — Ákæran á hendur honum fjallar meðal ann- ars um það, að hann hafi tekið þátt í fjöldaaftökum, valið fanga t.il að fara í gasklefana og mis- þyrmt föngum við yfirheyrslur. Nýtt tryggingar- félag stof naö hér VANDID VALIÐ -VELJIÐ VOLVO ★ Heidelberg: — Sovézk yfirvöld | hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að einn flugmannanna á RB-66 i flugvél’inni, er skotin var niður á | lögunum, liggi í sjúkrahúsi í | Magdeburg og sé amerískum her- j lækni heimilt að heimsækja hann. i Ekki er hann sagður mikiö særð- ! ur. Ekkert liefur verið sagt um I hina flugmennina tvo. HINN 22. febrúar s.l. var stofnað hér í borg „Tryggingafélagið Heimir h.f.“ Hlutverk þess er að annast hvers konar trygginga- starfsemi. Hlutafé er kr. 2.000.- 000,00. Stofnendur eru 54, víðsveg ar af landinu, aðallega úr hópi út- gerðarmanna, iðnaðarmanna og kaupsýslumanna. Stjórn félagsins skipa: Þórhall- ur Pálsson, lögfræðingur, Reykja vík, formaður, Steingrímur Aðal- steinsson, fulltrúi, Reykjavík. Odd bergur Eiríksson, skipasmiður, Ytri-Njarðvíkum, Hulda Sigur- hjartardóttir, frú, Reykjavík og Eggert Þorbjarnarson, skrifstofu- maður, Reykjavík. Framkvæmdastjóri félagsins er Björn Bjartmarz, Reykjavík, áður fulltrúi í Sjódeild Samvinnutrygg inga. Skrifstofa félagsins er að Lind- argötu 9, hér í borg. Félagið mun hefja starfsemi sína í næsta mánuði. Útrýming fátæktar Washington, 16. marz (NTB - Reuter). JOHNSON forseti sendi í dag þinginu víðtækt frumvarp um al- gjöra útrýmingu fátæktarinnar, eins og það er orðað. Frumvarpið felur í sér kostnaö er nemur um það hil 40-50 milljónum ísl. króna. Stjórnandi þess verður fyrrver- andi yfirmaður bandarisku friðar- sveitanna og mágur Kennedy heit ins forseta, Sargent Shriver. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. marz 1964. 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.