Alþýðublaðið - 17.03.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 17.03.1964, Side 5
 IIIIIIUIIIIIIIIIII Dallas, 15. marz (NTB-Keuter) Dómstóllinn í Dallas fann á laugardag naeturklúbbseigand- ann Jack Kuby sekan um að hafa myrt Lee Harvey Oswald af j-firlögðu ráði og dæmdi hann til dauða. Samkvæmt lögum í Texas er Ruby dæmd- ur til lífláts í rafmagnsstóln- um. Verjandi Rubys, Melvin Belli, lýsti bví begar yfir, að dóminum yrði áfrýjað. Engin merki um geðshræringu sáust á Ruby, cn Belli var ómyrkur í máli og sakaði kviðdóminn um að hafa látið ofstækið sigra. Hann réðist harðlega að bæn- um Dallas, kviðdóminum, Wade ríkissaksóknara, Joe Brown dómara og réttlætinu í Texas yfirleitt. Dómurinn yfir Ruby væri Ijótasti smánarblettur- inn í bandarískri réttarfars- sögu, og með honum liefði sið- menningin horfið 2000 ár aftur í tímann. Melvin Belli sagði, að rétt- arliöldin og dómurinn væru ekki í samræmi við bandaríska réttarhefð. A. m. k. 30 mistök hefðu verið gerð í réttarhöldun mmmmm ■ Kviðdómur sambJ’kkir dauðadóm yfir Ruby með liandauppréttingu, r ÍH i = - z St um og mundi æðri dómstóll leið rétta bau. Varla hafði kviðdómurinn kveðið upp úrskurð sinn og fellt dóminn begar Iögreglumenn báru Ruby og stólinn sem hann sat í út úr réttarsalnum. Sagt var, að reynt yrði að koma í veg fyrir að einhver tæki lög- in í sínar hendur. Áður en kviðdómendur sneru aftur í salinn begar beir höfðu tekið ákvörðun sína hafði Joe Baker lögreglustjóri gert sérstakar öryggisráðstafanir til að vernda líf Rubys. Baker taldi, að líf Rubys yrði í hættu frá beirri stundu er dómurinn væri birtur. Joe Brown dómari hefur fengið brjá lífverði, sem eiga að vernda hann næstu daga. Enn fremur verða gerðar ráð- stafanir til að vernda f jölskyldu Rubys og lögfræðinga, sem komið hafa við sögu málsins. Áður en kviðdómendur sett- ust á rökstóla lauk Belli varn- arræðu sinni með beirri stað- hæfingu, að Ruby væri sjúkur maður, sem barfnaðist læknis- meðferðar, ekki fangelsisrefs- ingar. En Wade saksóknari hafði haldið bví fram, að Ruby væri kaldrif jaður morðingi sem ætti kröfu á sömu samúð og hann hefði sýnt Lee Oswald. Kviðdómurinn burfti aðeins tvær klst. og 19 mínútur til bess að kornast að niðurstöðu. Algert öngbveiti ríkti eftir rétt arfundinn, sem haldinn var til að birta dóminn og stóð hann aðeins í fimm mínútur. Einni klukkustund síðar lieim sótti Belli skjólstæðing sinn í fangelsinu. Hann sagði, að Ru- by væri furðulega rólegur. — Ilann hefði aðeins furðað sig á bví, að vissir lögreglumenn, sem hann liefði talið vini sína, hefðu vitnað gegn honum. Dóminum í máli Rubys verð ur fyrst áfrýjað til yfirréttar sakamála í Texas. Síðan kann áfrýjan að koma fyrir héraðs- dómstólinn í New Orleans og Ioks fyrir Hæstarétt í Washing ton. Eftir úrskurð Hæstaréttar hafa verjendur Rubys einnig vissa möguleika til að fá bví til leiðar komið. að dóminum verði breytt eða máliff tekið fyrir að nýju. — Frú Oswald, móffir Lee Harvey Oswalds, sem á- kæruvaldið segir að skotið hafi Kennedy forseta 22. nóvember í fyrra, sagði begar dómurinn liafði verið felldur, að hún vildi ekki að Ruby yrði tekinn af lífi. Hún kvaffst viss um, aff Ruby væri Ieigumorffingi, sem myrt liefði Oswald til að koma í veg fyrir að upp kæmist um hinn raunverulega morðingja forsetans. Þetta kvaðst hún geta sannað, fyrr eða seinna. Áður en að lokum tókst aff velja 12 kviðdómendur til aff dæma í málinu voru 162 manns yfirheyrðir og spurðir spjörun- um úr. Yfirheyrslur rúmlega 6G vitna stóð í G7 tíma. Þcgar fundi lauk í réttinum Rúby leiddur úr réttarsalnum, eftir aff dómurinn hefur verið kveffinn upp. tllHIIMIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIItl lllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUUIIIHIIIIIIUIUIIIIIIIUUIlUUlMIIUIIIIUIIIIIIIIIIIIItIIIIIIIIUIIIIUIIIIIIUIII11111111111111111111111II11111111111IIIIIIII111'Jllllll á laugardaginn spurði dómar- inn kviffdómendurna hvort beir væru allir sammála um dóm- inn. Þeir réttu allir upp hend- urna til marks um, að dómur- inn væri einróma. „New York Times” segir um dóminn, að enginn hafi rétt til aff taka réttlætiff í sínar hend- ur í trássi vlff lögin, bótt bað væri til bess að svipta bann mann lífi, sem ákærður er fyr- ir að Iiafa myrt forseta Banda- ríkjanna. Milljónir nianna liafi séð Ruby skjóta Oswald. Nú hafi hann fengiff bau réttar- höld, sem Itann hafi meinað Os- wald aff fá. „New York Ilerald Tribune” fullyrðir, að í réttarhöldunum hafi ekki komið fram nokkur sönnun um, að morð Rubys á Oswald hafi verið liffur í sam- særi, eins og flestir Evrópu- menn og ófáir Bandaríkjamenn hefð'u haldiff. Minningarorð: * Oskar Kristmundsson f. 17. okt. 1911 d. 8. marz 1964. [ „Maðurinn með ljáinn heggur ótt I og títt í garð okkar bifreiðar- j stjóra um þessar mundir”. 1 Það var Óskar Kristmundsson [ bifreiðarstjóri, sem sagði þetta fyr I ir sijiimmu, því að undanfarna mán [ uði hafa verið tíð dauðsföll í stétt [ bifreiðarstjóra. Þremur dögum [ síðar var hann sjálfur kaldur nár. | Andlát hans kom þó hvorki hon- = um sjálfum né hans nánustu neitt j að óvörum. Hann hafði verið við I því búinn árum samán. j Valdimar Óskar Kristmundsson, j eins og hann hét fullu nafni var j Reykvíkingur í húð og hár. Hann. jfæddist 17. okt. 1911. Foreldrar j hans voru -Kristmundur Guðmunds j son sjómaður og kona hans Guð- jrún Jónsdóttir, og bjuggu þau hér j i Reykjavík, og hér í bæ ólst Ósk- lar upp hjá foreldrum sínum. | Sncmma gerðist Óskar bifreiðar I stjóri, og stundaði það starf æ síð- j an, á meðan hann var vinnufær. ; I Var hann einn af stofnendum j I fyrstu vörubílstöðvarinnar liér í [ borg, en réðist síðan til Rafmagns- I veitu Reykjavíkur og var þar um ■í- langt árabil og fékk þar hið bezta ÓSKAR KRISTMUNDSSON orð fyrir störf sín. Þaðan fór hannt á vörubílstöðina Þrótt og starfeð* á hcnnar vegum, allt þar til hana varð að hætta störfum. Vann hanr* sér þar hið bezta álit og var manna ' vinsælastur í sínum hópi. Framhald á síðu 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. marz 1964

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.