Alþýðublaðið - 17.03.1964, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 17.03.1964, Qupperneq 6
 imiiiimim!iimmmimmmmiimmmmmmmmmiiimmimmmmmimimiiiimiiim iiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiiiii Hönd sett a g 17. marz 1954 — ALÞÝÐUBLA0IÐ sinn stað Híj.VD SETT A SINN STAÐ. | Læknahópur í Uppsölum í Sví- , þjóð i'ramkvæmdi á þriðjudaginn i einstæða skurðaðgerð. — Þeir | græddu aítur hendi á mann, sem | hafði klippzt alveg frá handlegg j hans. Það var 35 ára gamall mað- j nr, sem hafði farið með hendina í vél. Hann var þegar í stað færð- ur á sjúkrahús. Frá fyrirtæki mannsins var haft samband við sjúkrahúsið. Læknarnir sögðu, að þótt vonirnar væru hverfandi litlar, þá vildu þeir fá hendina, sem hafði orðið eftir á vinnustaðn um, til sjúkrahússins. Hún var send af stað umsvifalaust. Hún kom þangað hálftíma síðar en sjúklingurinn. Þegar í stað var haf 1 izt handa um að koma hendinni á sinn stað. Læknirinn, sem framkvæmdi uppskurðinn, er prófessor Tord Skoog, og með honum voru fjórir aðrir læknar. Hann sagði, að blóð streymdi til handarinnar og frá henni en henni hefði þó hrakað nokkuð fyrst á eftir. Hætta er á að háræðarnar hafi beðið varan- legan skaða. Það verður ekki unnt að segja til um hvort aðgerðin hafi heppnazt fyrr en að viku 116- inni. Þess utan er mikil hætta á að ígerð hlaupi í hendina. Til þéss að aðgerðin heppnist þurfa sinar að gróa saman á ný — og taugakerfið að komast í samt lag. Útlimir líkamans geta verið án sambands við blóðrás líkamans í klukkustund eða lengur án þess að bíða skaða af því. Það var f þessarri vitneskju, sem læknarnir réðust í að græða hendina aftur á manninn. I Mandy reykir vindil. Henni hefur nýlega verið vísað úr Tyrklandi, en þar söner hún á nætur- klúbb. Hún vonar aff betur srangi næst, ef húnfái affalhlutverkiff í mynd um Fanny Hill . . . NEITAR AÐ KVIKMYNDA FANNY HILl BAK VIÐ TJÖLDIN Einn af starfsmönnum Hvíta hússins hefur nú misst stöðu sína. Orsök brottrekstursins •*"' jjm er sjónvarpsþáttur, þar sem deilt var á Lyn- Jp* öHwB don B. Johnson forseta fyrir hégómagirni, pflBB og sem dæmi um slikt nefnt, að varla liði k sá dagur, að hann léti ekki taka af sér fleiri tugi mynda. Johnson hlustaði á þáttinn og ||Jk 0 fyrsta verk hans daginn eftir var, að reka «1*11 hirðljósmyndara sinn, hinn 48 ára gamla * lllllHU Japana, Yoiehi Okamoto. Óþreytandi elja hans í starfi var að áliti forsetans orsökin tii þessarar hörðu gagnrýni. Síðan Johnson tók við embætti hafði hirðljósmyndarinn tekið — að sjálfsögðu á kostnað ríkisins — hvorki meira né minna en 11 000 myndir af forsetanum. En sjónvarpsþátturinn hefur ckki með öllu útrýmt hégómagirninni úr Hvíta húsinu. Örfáum dögum síðar veitti Johnson hattafyrirtæki leyfi til þess að senda á markaðinn nýja L.B.J.-gerð af höttum — og þótti heiður að þp! —O— Sir Alec Douglas Home var svo sólginn í að verða forsætisráðherra, að hann fórnaði með ánægju jarlstitli sínum á altari stjórnmál- anna. En hann komst fljótlega að raun um, að starfslið var ekki eins eftirsóknarvert og hann hugði. Nýlega sagði hann: ,,Eg hef nú verið forsætisráðherra í 100 daga, og mér finnst það hafa verið eitt hundrað ár.” Það mætti halda, að forsætisráðherrastóilinn brezki væri hálfgerður pínubekkur. —O— Þegar Ludvig Erhard kom heim úr heimsókn sinni til de Gauile, gekk hann á fund fyrir- rennara síns, Adenauers: „Jæja, hvað finnst yður um heimsóknina,” spurði sá gamli. „Hún var stórkostleg,” svaraði Erhard,” en þegar ég hitti de Gaulle, þá saknaði ég þess, að hann skyldi ekki kyssa mig á kinnina, að gömlum, frönskum sið.” — „Hm, sagði Ad- enauer — og hnyklaði brúnirnar. — Á ég kæri Erhard: Lífið hefur kennt mér, að maður SAGAN um „Fanny Hill” er enn á allra vörum eftir hinar miklu deilur, sem staðið hafa um hana að undanförnu. Nýj- ustu fréttir af þessari æva- gömlu og umtöluðu bók, eru þær, að nú hefur danska kvik- myndafélaginu ASA verið boð- ið að kvikmynda söguna. Það er brezki framleiðandinn John Pennington, sem hefur fengið tilboð ásamt meðfylgjandi kvik myndahandriti. Mörgum mun koma þetta á óvart, því að áður hefur verið sagt frá því í fréttum, að brezkt kvikmyndafélag hefði í hyggju að kvikmynda Fanny Hill óg aðalhlutverkið ætti hin margumtalaða Mandy Rice Da- vies að leika. Skýringin liggur í því, að skáldsagan er orðin það gömul, að ekki er hægt að kaupa kvikmyndaréttinn á Inénni. Það' tkvikmyndafélag, sem fyrst verður að koma á markaðinn kvikmynd um sög- una, ber því sigur af hólmi, en aðrir, sem einnig kunna að 'hafa unnið (að kvikmyndun hennar, mundu þá neyðast til þess að draga sig í hlé. John Pennington svaraði til- boðinu um hæl neitandi. Hann vinnur nú að kvikmyndun myndarinnar „The mystery of miss 44” fyrir ASA og einnig hefur félagið boðið honum að gera aðra kvikmynd strax og þessari lýkur. Dönsku blöðin hæla Pennington fyrir að hafna þessu boði, sem vissulega hefði getað gefið honum dágóða pen- inga — summu í aðra hönd — þ.e.a.s. ef hann hefði orðið fyrstur á markaðinn með kvik- mynd um „Fanny Hill.“ Tréskurffarmynd eftir Hogarth af „skalausum sveitastúlk- um“ sem mjög komu viff sögu hins ljúfa lífs á dögxun Fannyar HiII. Samúðarbréfin berast enn að segja yður eit verður að fara sparlcga með kossa.” ENN ÞÁ berast Jacqueline Kennedy samúðarbréf í tilefni af fráfalli manns hénnar. Síðast þeg- ar til fréttist höfðu henni borizt rúmlega 110.000 bréf hvaðanæva úr heiminum. Öllum þessum mörgu bréfum er svarað, og eins og gefur að skilja, er það ekkert áhlaupaverk að svara slíkum bréfa fjölda. Tvær skrifstofur hafa ver- ið settar á stofn til þess að ann- ast verkið og allir þeir, sem vinna á skrifstofunum gera það í sjálf- boðavinnu. Margir þeirra eru per- sónulegir vinir Jacqueline. Meðal þeirra sem dag hvern mæta á þessum skrifstofum og vinna í nokkra klukkutíma við að skrifa utan á bréf og loka bréf- um, er móðir hins látna forseta, frú Joseph Kennedy, systir hans, frú Sargent Shriver og frú Robert Kennedy. Einnig má meðal skrif stofukvennanna sjá tvær dætur Henry Fords II., ekkju Gary Cooper og dóttur hennar og marga fleiri. Öll heimilisföng, jafnvel þau, sem naumast eru læsileg, eru rann I sökuð gaumgæfilega, svo áð allir þeir, sem hugsuðu til Jaequeline Kennedy í hennar miklu sorg, — skuli hljóta þakklæti hennar fyr- ir veitta samúð. TÓK TIL SINNA RÁÐA Það er ekki alltaf dómarinn, : sem er hundskammaður og j jafnvel lagðar á hann hendur fyrir lélega frammistöðu, þótt slíkt beri við oft á tíðum. — Nýlega gerðist það í boxkeppni áhugamanna í Buenos Aires, að dómarinn í hringnum, Ra- mon að nafni, hafði þrívegis aðvarað einn keppandann fyr- ir ólöglega hegðun. Loks missti dómarinn þolinmæðina með öllu, vatt sér að þessum brot- lega keppanda — og sýndi honum í tvo heimana, sló hann niður i einu liöggi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.